Uppgreiðslur á lánum Íbúðalánsjóðs 100 milljarðar á sex árum

14932775807-7d53d2dfb1-z.jpg
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður hefur ein­ungis lánað út tæpa 4,3 millj­arða króna það sem af er þessu ári í almenn útlán. Á sama tíma nema upp­greiðslur á lánum sjóðs­ins 24,2 millj­örðum króna. Sam­tals nema upp­greiðslur lána Íbúða­lána­sjóðs frá byrjun árs 2009 og út nóv­em­ber 2014 99,4 millj­örðum króna.

Þetta er hægt að sjá með því að skoða mán­að­ar­skýrslur Íbúða­lána­sjóðs á tíma­bil­inu. Í þeim er upp­lýst um hver almenn útlán sjóðs­ins voru í hverjum mán­uði fyrir sig og hversu háar upp­greiðslur á lánum sjóðs­ins voru.

Hefur kostað ríkið 53,5 millj­arða króna frá 2009Vanda­mál Íbúða­lána­sjóðs hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farin ár. Frá árinu 2009 hefur ríkið þurft að leggja Íbúða­lána­sjóði til 53,5 millj­arða króna til að halda honum gagn­andi. Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefndar Alþingis um nýsam­þykkt fjár­lög fyrir árið 2015 er vakin athygli á því að gert sé ráð fyrir að árlegt tap sjóðs­ins verði um eða yfir þrír millj­arðar króna næstu fimm árin, eða sam­tals um 15 millj­arðar króna hið minnsta.

Þar segir einnig að allt stefni í að heild­ar­lán­veit­ingar Íbúða­lána­sjóðs nemi ein­ungis sjö millj­örðum króna á árinu á meðan að upp­greiðslur eldri lána hafi verið um 27 millj­arðar króna. „Sjóð­ur­inn veitti ein­ungis 246 almenn íbúða­lán á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2014 en slík lán voru 468 á sama tíma­bili 2013. Þessi þróun bendir til þess að hlut­verk sjóðs­ins á íslenskum hús­næð­is­mark­aði fari hratt minnkand­i,“ segir enn fremur í álit­inu.

Auglýsing

Íbúðalánasjóður hefur einungis lánað 4,3 milljarða króna í almenn útlán það sem af er ári. Uppgreiðslur lána nema 24,2 milljörðum króna. Íbúða­lána­sjóður hefur ein­ungis lánað 4,3 millj­arða króna í almenn útlán það sem af er ári. Upp­greiðslur lána nema 24,2 millj­örðum króna.

Einn tíundi af lánum árs­ins 2008Íbúða­lána­sjóður lánar bæði hús­næð­is­lán, sem eru svokölluð almenn íbúð­ar­lán, og til bygg­inga­fram­kvæmda. Í skýrslum sem sjóð­ur­inn birtir á heima­síðu sinni mán­að­ar­lega er rakið hversu mikið hann lánar út í hverjum mán­uði og hversu háa fjár­hæð skuld­arar hans hafa ákveðið að greiða upp meðal ann­ars vegna þess að þeir eru að taka ný hús­næð­is­lán hjá við­skipta­banka og þar af leið­andi að hætta í við­skiptum við Íbúða­lána­sjóð.

Kjarn­inn tók saman almenn útlán Íbúða­lána­sjóðs frá árinu 2008 og fram til dags­ins í dag. Þar kemur í ljós að á hru­nár­inu 2008 lán­aði sjóð­ur­inn alls út 48,8 millj­arða króna í almenn íbúða­lán. Það sem af er árinu 2014 hefur hann lánað tæpa 4,3 millj­arða króna, eða tæp­lega einn tíunda af því sem hann lán­aði árið 2008. Frá byrjun árs 2011 og út nóv­em­ber síð­ast­lið­inn lán­aði Íbúða­lána­sjóður 41,8 millj­arð króna í almenn útlán. Það þýðir að á fjög­urra ára tíma­bili lán­aði sjö millj­örðum krónum minna en hann gerði á árinu 2008. Umfang almennra lána hefur líka farið hríð­lækk­andi. Í nóv­em­ber lán­aði sjóð­ur­inn aðeins 339 millj­ónir króna í almenn útlán. Nóv­em­ber var samt sjötti besti mán­uður árs­ins ef mælt er eftir umfangi útlána.

Upp­greiðslur mikið vanda­mál

Minnk­andi eft­ir­spurn eftir lánum Íbúða­lána­sjóð er vanda­mál. En stærra, og kostn­að­ar­sam­ara vanda­mál, eru grið­ar­legar upp­greiðslur lána. Á árinu 2004 var nefni­lega gerð breyt­ing á fjár­mögnun Íbúða­lána­sjóðs.  Í henni fólst að sjóð­ur­inn var lát­inn gefa út skulda­bréf til að fjár­magna útlán sín.  Um mitt þetta ár var umfang þeirrar útgáfu 820 millj­arðar króna. Kaup­endur þess­arra skulda­bréfa, sem eru að stórum hluta íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, fá síðan greidda verð­tryggða vexti af skulda­bréf­un­um. Í stað­inn á Íbúða­lána­sjóður að end­ur­lána pen­ing­anna sem greiddir eru fyrir skulda­bréfin til hús­næð­is­kaup­enda á hærri vöxtum og búa með þeim hætti til hagn­að. Þegar breyt­ing­arnar voru gerðar árið 2004 var ákveðið að skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs ættu ekki að vera inn­kall­an­leg. Það þýðir að Íbúða­lána­sjóður má ekki greiða þau upp fyrir loka­gjald­daga þeirra.

­Með öðrum orðum þá borgar Íbúða­lána­sjóður fyrir fjár­magnið sem hann sýslar með, en græðir ekki neitt á stórum hluta þess.
Vanda­málið í þess­ari útlána­keðju er að lánin sem Íbúða­lána­sjóður lánar við­skipta­vinum sínum eru upp­greið­an­leg. Þegar við­skipta­vin­irnir ákveða að greiða þau upp í stórum stíl, líkt og gerst hefur á und­an­förnum árum, þá hættir Íbúða­lána­sjóður að hafa vaxta­tekjur af fjár­magn­inu sem hann sótti með skulda­bréfa­út­gáfu en er áfram með vaxta­kostnað vegna henn­ar. Með öðrum orðum þá borgar Íbúða­lána­sjóður fyrir fjár­magnið sem hann sýslar með, en græðir ekki neitt á stórum hluta þess. Þannig tapar hann háum summum ár frá ári og rík­ið, sem er eig­andi sjóðs­ins og ber ábyrgð á hon­um, þarf að stíga inn og halda honum á floti með skatt­fé. Að minnsta kosti þar til annað er ákveðið á hinu póli­tíska sviði.

90 millj­arðar í upp­greiðslu frá 2010

Upp­greiðslur á almennum lánum hafa verið hraðar á und­an­förnum árum. Frá árinu 2010 hafa alls 90 millj­arðar króna komið inn í Íbúða­lána­sjóð vegna upp­greiðslu lána. Á sama tíma nema útlán sjóðs­ins 66,3 millj­örðum króna. Mun­ur­inn er 23,7 millj­arðar króna.Verst hefur ástandið verið í ár, 2014. Þá hafa við­skipta­vinir Íbúða­lána­sjóðs greitt upp lán fyrir 24,2 millj­arða króna á sama tíma og sjóð­ur­inn hefur ein­ungis lánað út 4,3 millj­arða króna í almenn íbúða­lán. Mun­ur­inn er um 20 millj­arðar króna. Fá teikn virð­ast vera á lofti um að árið 2015 verði gjöf­ulla fyrir Íbúða­lána­sjóð þar sem flestir hús­næð­is­kaup­endur virð­ast leita til ann­arra lán­veit­enda, við­skipta­banka og líf­eyr­is­sjóða, til að fjár­magna íbúða­kaup sín.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismála­ráðherra, hefur tilkynnt að frumvarp um framtíðarskipan húsnæðismála verði lagt fram í nánustu framtíð. Eygló Harð­ar­dótt­ir,

fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hefur til­kynnt að frum­varp um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála verði lagt fram í nán­ustu fram­tíð.

Verður Íbúða­lána­sjóður lagður nið­ur?Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, skip­aði verk­efna­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála sem skil­aði til­lögum fyrr á þessu ári. Í þeim var meðal ann­ars lagt til að Íbúða­lána­sjóður yrði lagður niður í núver­andi og nýtt fyr­ir­komu­lag tekið upp. Til stóð að leggja fram frum­varp um málið á haust­þingi en af því varð ekki, enda sumar til­lögur verk­efna­stjórn­ar­innar mjög umdeildar innan stjórn­ar­flokk­anna.

Búist er við því að frum­varpið verði lagt fram á vor­þingi.

Í vik­unni bætt­ist svo enn ein röddin í gagn­rýn­is­hóp Íbúða­lána­sjóðs þegar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn lagði til að stjórn­völd myndu huga að því að leysa upp sjóð­inn til að lág­marka kostnað rík­is­ins og þá kerf­is­á­hættu sem hlýst af sjóðn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None