Stjórnarformaður FME 36faldaði fjárfestingu sína á einu ári

Petrol-pump-mp3h0355.jpg
Auglýsing

Fær­eyska olíu­fé­lagið P/F Magn var selt út úr Fons, dag­inn áður en Fons var tekið til gjald­þrota­skipta, á 233,5 millj­ónir króna í apríl 2009. Nýir eig­endur þess seldu P/F Magn á um fjóra millj­arða króna í lok árs 2013, eða með um 3,7 millj­arða króna hagn­aði. Í milli­tíð­inni reyndi skipta­stjóri Fons að rifta söl­unni og þrír fyrrum starfs­menn fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Glitnis fengu að eign­ast 66 pró­sent hlut í eig­anda P/F Magn á 24 millj­ónir króna hver.

Ári síðar seldi hóp­ur­inn, sem inni­hélt meðal ann­ars stjórn­ar­for­mann Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hluti sína í P/F Magn með 36földum hagn­aði.

Keyptu dag­inn áður en Fons varð gjald­þrotaFær­eyska félagið P/F Magn hét áður P/F Hedda. Það hélt ára­tugum saman utan um starf­semi undir merkjum Shell í Fær­eyj­um. Árið 2007 seldi Shell rekst­ur­inn og Fons, einka­hluta­fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, eign­að­ist hann. Frá þeim tíma hefur þetta fær­eyska olíu­fé­lag heitir Magn.

Þegar Fons ákvað að losa sig við Skelj­ung á Íslandi í des­em­ber 2007 hélt félagið hins vegar eftir P/F Magn, eða fram til 29. apríl 2009. Þá var allt hluta­féð selt til Heddu eign­ar­halds­fé­lags. Kaup­verðið var, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, um 233,5 millj­ónir króna. Dag­inn eft­ir, 30. apríl 2009, var Fons tekið til gjald­þrota­skipta.

Auglýsing

Á árinu 2009 var velta P/F Magn 529 millj­ónir danskra króna, um ell­efu millj­arðar íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. Félagið hagn­að­ist um 181 milljón króna á því ári. Síðan þá hefur allt verið upp á við hjá félag­inu. Veltan hefur auk­ist nær ár frá ári og var um 17,5 millj­arðar króna í fyrra. Hagn­aður Magn á tíma­bil­inu 2010 til 2013 var sam­tals um 1,5 millj­arðar króna.

P/F Magn var selt út úr Fons daginn áður en Fons var tekið til gjaldþrotaskipta á 233,5 milljónir króna. Í lok árs 2013 var félagið selt á fjóra milljarða króna. P/F Magn var selt út úr Fons dag­inn áður en Fons var tekið til gjald­þrota­skipta á 233,5 millj­ónir króna. Í lok árs 2013 var félagið selt á fjóra millj­arða króna.

Hluti af Skelj­ungs­fléttuÞegar Hedda keypti P/F Magn út úr Fons, dag­inn áður en Fons var sett í þrot, var eini skráði eig­andi Heddu Guð­mundur Örn Þórð­ar­son. Hann og Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, eig­in­kona hans, höfðu nokkru áður eign­ast 51 pró­sent hlut í Skelj­ungi með ótrú­legum hætti. Kjarn­inn greindi ítar­lega frá þeim við­skiptum í frétta­skýr­ingu í síð­ustu viku.

Umsjón­ar­maður söl­unnar á Skelj­ungi var Einar Örn Ólafs­son, þáver­andi starfs­maður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Glitn­is, síðar Íslands­banka. Hann var skömmu síðar ráð­inn for­stjóri Skelj­ung af þeim Guð­mundi og Svan­hildi Nönnu. Á meðal sam­starfs­fé­laga Ein­ars í fyr­ir­tækja­ráð­gjöf­inni á þessum tíma voru Halla Sig­rún Hjart­ar­dóttir og Kári Þór Guð­jóns­son. Þre­menn­ing­arnar áttu allir eftir að koma mikið við sögu síðar í þeirri fléttu sem ofin var utan um við­skipti með Skelj­ung og P/F Magn.

Saga Capi­tal verð­mat P/F Magn fyrir FonsHalla Sig­rún, sem er nú stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sagði í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í síð­ustu viku vegna umfjall­ana um við­skipti hennar að Hedda ehf. hefði keypt P/F Magn af þrota­búi Fons. Það er ákveð­inn hálf­sann­leik­ur.

Óskar Sig­urðs­son, skipta­stjóri þrota­bús Fons, segir nefni­lega að hann hafi reynt að rifta söl­unni á P/F Magn til Heddu með bréfi dag­settu 9. júní 2009.

Óskar Sig­urðs­son, skipta­stjóri þrota­bús Fons, segir nefni­lega að hann hafi reynt að rifta söl­unni á P/F Magn til Heddu með bréfi dag­settu 9. júní 2009. Hedda hafi mót­mælt rift­un­inni. Óskar segir að í ljósi ágrein­ings aðila og hags­muna bús­ins „sem og að fengnu mati Saga Capi­tal á verð­mæti félags­ins og yfir­vof­andi upp­sagnar á lána­samn­ingum þess, þótti rétt að gera nýjan kaup­samn­ing milli þrota­bús Fons hf. og Heddu eign­ar­halds­fé­lags ehf. dags 1. ágúst 2009 um kaup þess á öllum hlutum Fons hf. í P/F Magn. Kaup­samn­ing­ur­inn var kynntur og sam­þykktur af öllum kröfu­höfum á skipta­fundi 14. ágúst 2009.“

Óskar vildi ekki stað­festa sölu­verðið á  P/F Magn. Sagði hann að trún­að­ar­á­kvæði í samn­ingnum hindri það.

Félagið metið á 233,5 millj­ónir í reikn­ingum HedduÞegar árs­reikn­ingar Heddu eru skoð­aðir kemur í ljós að eignir félags­ins voru metnar á 240 millj­ónir króna í lok árs 2009. Eina eign félags­ins utan fjár­muna var 100 pró­sent hlutafé í P/F Magn sem var verð­met­inn á 233,5 millj­ónir króna. Inn­greitt hlutafé í Heddu á árinu 2009 var 110,5 millj­ónir króna. Auk þess tók félagið lán upp á 123,5 millj­ónir króna. Þetta fé var notað til að greiða fyrir allt hlutafé í P/F Magn, félags með um ell­efu millj­arða króna veltu, á þessum tíma.

Halla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, hagnaðist um á níunda hundrað milljónir króna á viðskiptum með hlutafé í P/F Magn. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hagn­að­ist um á níunda hund­rað millj­ónir króna á við­skiptum með hlutafé í P/F Magn.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingum Heddu gerð­ist lítið innan félags­ins næstu árin. Guð­mundur var áfram skráður eini eig­andi þess og skuldir þess voru greiddar hratt nið­ur. Arð­greiðslur úr P/F Magn hafa lík­ast til hjálpað til við þær nið­ur­greiðsl­ur. Alls greiddi P/F Magn út arð til eig­enda sinna upp á 216,3 millj­ónir króna, á gengi dags­ins í dag, vegna áranna 2009 til 2012. Eini eig­and­inn á þessu tíma­bili var Hedda.

Á árinu 2013 urðu eig­enda­breyt­ingar á Heddu. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi félags­ins það ár höfðu þrjú eign­ar­halds­fé­lög: Nolt ehf., Ein­arsmelur ehf. , og B 10 ehf.  eign­ast 66 pró­sent hlut í Heddu. Fyrir 22 pró­sent hlut greiddi hvert félag 24,3 millj­ónir króna. Eig­endur félag­anna þriggja eru áður­nefnd Halla Sig­rún, Einar Örn og Kári Þór. Engar rök­rænar skýr­ingar hafa feng­ist á því hvað olli því að eig­endur Heddu ákváðu að gefa frá sér slík verð­mæti fyrir jafn lítið fé og raun ber vitni.

36föld­uðu fjár­fest­ingu sínaÍ lok árs 2013 var P/F Magn selt til SÍA II, sjóðs sem rek­inn er af sjóðs­stýr­inga­fé­lag­inu Stefni, dótt­ur­fé­lagi Arion banka. Sölu­verðið var 3,95 millj­arðar króna. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Heddu fyrir árið 2013 var hagn­aður af söl­unni 3.718 millj­ónum króna.

Sam­hliða var Skelj­ungur seldur til sama sjóðs á yfir fjóra millj­arða króna. Fyrrum eig­endur Skelj­ungs, sem fengu að kaupa meiri­hluta í félag­inu með því að greiða hrakvirði fyrir það sum­arið 2008, hafa því hagn­ast gríð­ar­lega á við­skiptum sínum með félagið og P/F Magn.

Það hefur þrenn­ingin sem vann í fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Glitnis þegar Skelj­ungur var seld­ur, þau Halla Sig­rún, Einar Örn og Kári Þór, líka gert.

Í árs­reikn­ingum Nolt ehf., félags Kára Þórs, kemur fram að á árinu 2012 hafi það eign­ast hluta­fjár­eign sem metin er á 24,3 millj­ónir króna. Ári síðar hafði virði hluta­fjárs­ins hækkað úr 24,3 millj­ónum króna í 887,4 millj­ónir króna og hagn­aður Nolt það árið var 860 millj­ónir króna.

­Þre­menn­ing­arnir fengu því að kaupa 22 pró­sent hver í P/F Magn á 24 millj­ónir króna, félagi sem innan við ári síðar var metið á um fjóra millj­arða króna

Þre­menn­ing­arnir fengu því að kaupa 22 pró­sent hver í P/F Magn á 24 millj­ónir króna, félagi sem innan við ári síðar var metið á um fjóra millj­arða króna. Á þessu ári græddu þau 860 millj­ónir króna. Þre­menn­ing­arnir 36föld­uðu fjár­fest­ingu sína á einu ári.

Finnst langt seilst þegar við­skipti hennar eru gerð tor­tryggi­legMorg­un­blaðið greindi frá því í síð­ustu viku að Halla Sig­rún, sem er stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hafi hagn­ast um 830 millj­ónir króna á söl­unni á Skelj­ungi og P/F Magn þegar hún fór fram í des­em­ber­lok 2013.

Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín.

Halla Sig­rún sendi frá sér yfir­lýs­ingu sama dag þar sem hún til­tók að hún hafi alltaf farið eftir gild­andi lögum og reglum í sínum fjár­fest­ing­um. „ Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi per­sónu­legu við­skipti mín tor­tryggi­leg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugs­an­legum hags­muna­á­rekstrum í störfum mínum eða jafn­vel sagt ósatt. Slíkar ásak­anir tek ég alvar­lega[...]Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til ein­stak­linga sem taka að sér störf á vegum hins opin­bera. Á það ekki síst við um  for­mennsku í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athuga­semdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín. Þegar við bæt­ist að fjöl­skylda mín er áreitt af frétta­mönnum get ég ekki annað en brugð­ist við“.

Við­brögð hennar voru þau að til­kynna Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra að hún myndi ekki óska eftir að skipun hennar sem stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins yrði fram­lengd þegar hún rennur út í lok árs.

Skömmu síðar var greint frá því að Íslands­banki hefði kært Höllu Sig­rúnu til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Sér­staks sak­sókn­ara eftir að hún hætti störfum þar og hóf störf hjá Straumi. Kær­urnar voru látnar niður falla hjá báðum emb­ættum og mun það hafa verið gert áður en Halla hóf störf hjá Straumi. Lauk mál­unum því fyrir ára­mót 2011-2012. Höllu var gefið að sök að hafa tekið með sér upp­lýs­ingar úr bank­anum þegar hún skipti um vinnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None