Viðræður Sam-félagsins við Netflix langt komnar

netflix1.jpg
Auglýsing

Sam-­fé­lagið ehf, sem á og rekur Sam­bíóin og Sam­film, er í við­ræðum við Net­flix um að láta efn­isveit­una hafa efni sem félagið á rétt á. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er Árni Sam­ú­els­son, eig­andi og stjórn­ar­for­maður Sam-­fé­lags­ins, nú staddur í Los Ang­eles á fundum með for­svars­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins vegna þessa. Sam-­fé­lagið er stærsta ­kvik­mynda­fyr­ir­tæki og og rekstr­ar­að­ila kvik­mynda­húsa á Íslandi, bæði í dreif­ingu kvik­mynda í kvik­mynda­húsum og útgáfu dvd diska. Fyr­ir­tækið er því  rétt­hafi mik­ils magns efnis sem myndi verða aðgengi­legt hjá Net­flix þegar veitan opnar hér­lendis ef samn­ingar nást. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það muni draga til tíð­inda í við­ræð­unum innan skamms.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það muni draga til tíð­inda í við­ræð­unum innan skamms.

Net­flix er streymi­þjón­usta þar sem hægt er að nálg­ast mikið magn kvik­mynda, sjón­varps­þátta, barna­efn­is, heim­ild­ar­mynda og ann­ars áhorf­an­legs efn­is. Þjón­ustan hefur þann aug­ljósa kost fram yfir línu­lega sjón­varps­dag­skrá að not­endur geta horft á það efni sem þeir vilja þegar þeir vilja í nán­ast hvaða tæki sem þeir vilja. Áskrift að Net­flix er auk þess mun ódýr­ari en áskrift að þeim sjón­varps­stöðum sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að á Íslandi.

Auglýsing

Um 20 þús­und heim­ili þegar með Net­flixNokkuð er síðan að Net­flix lýsti yfir áhuga á að opna fyrir þjón­ustu sína á Íslandi. Við­ræður við suma rétt­hafa íslensks efnis hafa staðið yfir í um ár. Nú virð­ist vera komin mjög góður gangur á þær og heim­ildir Kjarn­ans herma að vilji sé hjá fyr­ir­tæk­inu til að semja við stóra rétt­hafa og jafn­vel finna sér sam­starfs­að­ila til að sjá um þjón­ust­una hér­lend­is. Von er á nið­ur­stöðu í þessar við­ræður mjög fljót­lega.

Þrátt fyrir að þjón­usta Net­flix sé ekki í boði hér­lendis er samt sem áður talið að um 20 þús­und íslensk heim­ili séu með aðgang að veit­unni. Vin­sældir hennar hafa farið ört vax­andi und­an­farin ár, sér­stak­lega eftir að Net­flix fór að fram­leiða eigin efni. Þar best hæst þátt­arað­irnar House of Cards, Orange is the New Black og fjórða ser­ían af Arre­sted Develop­ment. Net­flix bauð upp á þá sér­stöðu að setja þátt­arað­irnar inn í heilu lagi og gefa not­endum því fullt svig­rúm til að ákveða hversu marga þætti þeir horfðu á í röð. Hjá línu­legum sjón­varps­stöðvum hefur á hinn bóg­inn lengi tíðkast að sýna ein­ungis einn þátt í þátta­röð í hverri viku.

House of Cards þáttaraðirnar, og leiksigur Kevin Spacey í hlutverki Frank Underwood, hefur átt mikinn hlut í velgengni Netflix. House of Cards þátt­arað­irn­ar, og leik­sigur Kevin Spacey í hlut­verki Frank Und­erwood, hefur átt mik­inn hlut í vel­gengni Net­fl­ix.

Íslensk afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki, á borð við 365 miðla og Sím­ann, hafa brugð­ist skarpt við hinni óform­legu inn­reið Net­flix inn á mark­að­inn, meðal ann­ars með því að setja þátt­araðir í heilu lagi inn í sam­bæri­lega þjón­ustu og Net­flix býður upp á, sem er ein­ungis aðgengi­leg þeirra áskrif­end­um.

Metið á tvær lands­fram­leiðslurVöxtur Net­flix und­an­farin ár hefur verið ævin­týra­leg­ur. Fyr­ir­tækið er nú með starf­semi í yfir 40 löndum og virði þess um miðjan sept­em­ber síð­ast­lið­inn var um 28 millj­arðar dala, rúm­lega 3.400 millj­arðar króna.  Það eru tæp­lega tvær árlegar íslenskar lands­fram­leiðsl­ur.

Net­flix er orðið einn af kyndil­berum nýmiðl­unar í heim­inum og stefnir að því að vera komið með um 57 millj­ónir not­endur út um allan heim í lok þessa árs.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None