Velta kvikmyndaiðnaðarins hefur margfaldast á örfáum árum

bioscreen.jpg
Auglýsing

Velta í fram­leiðslu á kvik­mynd­um, mynd­böndum og sjón­varps­efni hér­lendis var nán­ast jafn mikil á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2014 og hún var allt árið 2011. Hún hefur vaxið gríð­ar­lega síð­ast­lið­inn ár eftir að end­ur­greiðslur hins opin­bera til þeirra sem ákveða að taka upp kvik­mynd­ir, mynd­bönd eða sjón­varps­efni á Íslandi var hækkuð í 20 pró­sent af fram­leiðslu­kostn­aði. Þetta kemur fram í tölum yfir veltu í skatt­flokki þess­arar starf­semi sem Hag­stofan birt­ir.

End­ur­greiðslur skipta miklu máliÍs­lenska ríkið end­ur­greiðir 20 pró­sent af fram­leiðslu­kostn­aði sem til fellur við fram­leiðslu kvik­mynda eða sjón­varps­efnis hér­lend­is. Þessu aðstoð­ar­kerfi var komið á árið 1999 og var end­ur­greiðslan upp­runa­lega tólf pres­ent, var síðan hækkuð í fjórtán pró­sent og loks upp í 20 pró­sent 2009.Í sinni núver­andi mynd gilda lög um end­ur­greiðslur til árs­ins 2016.

Ástæða þess að þau eru ein­ungis látin gilda til nokk­urra ára í senn er sú að þá gefst yfir­völdum svig­rúm til að bregð­ast við athuga­semdum Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) um lög­mæti end­ur­greiðsln­anna. Svona end­ur­greiðslur eru nefni­lega rík­is­styrkur til til­tek­innar atvinnu­starf­semi og slíkur er almennt bann­aður innan Evr­ópska Efna­hags­svæð­is­ins (EES).

Hin gríðarvinsæla þáttaröð Game of Thrones hefur að hluta til verið tekin upp á Íslandi. Þær upptökur höfðu veruleg áhrif á veltu iðnaðarins hérlendis og sköpuðu fjölmörg störf fyrir fólk í honum. Hin gríð­ar­vin­sæla þátta­röð Game of Thro­nes hefur að hluta til verið tekin upp á Íslandi. Þær upp­tökur höfðu veru­leg áhrif á veltu iðn­að­ar­ins hér­lendis og sköp­uðu fjöl­mörg störf fyrir fólk í hon­um.

Auglýsing

Ekki bara á ÍslandiÞað eru alls ekki bara Íslend­ingar sem end­ur­greiða fram­leiðslu­kostnað með þessu móti til að lokka erlenda fram­leið­endur til að taka upp sitt efni hér­lend­is, og letja inn­lenda fram­leið­endur frá því að taka sitt efni upp erlend­is. Þvert á móti er þetta gert víða um heim, meðal ann­ars í öðrum löndum sem eru aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu og þar af leið­andi hluti af EES-­samn­ingn­um.

Ein ástæða þess að ESA gerir ekki athuga­semdir við fyr­ir­komu­lagið eins og það er núna er sú að það eru ákveðin skil­yrði sem þarf að upp­fylla til að hljóta hana.

Ein ástæða þess að ESA gerir ekki athuga­semdir við fyr­ir­komu­lagið eins og það er núna er sú að það eru ákveðin skil­yrði sem þarf að upp­fylla til að hljóta hana. Sú helsta er að end­ur­greiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menn­ingu á fram­færi, kynna sögu lands og nátt­úru eða að við­kom­andi sé til þess fallin að stuðla að auk­inni reynslu, þekk­ingu og list­rænum metn­aði þeirra sem að fram­leiðsl­unni standa.

Veltan tæp­lega fjór­fald­astHækkun á end­ur­greiðslum hefur heldur betur aukið veltu kvik­mynda­iðn­að­ar­ins und­an­farin ár.  Árið 2008, ári áður en að end­ur­greiðslu­hlut­fallið var hækkað í 20 pró­sent, var heild­ar­velta fram­leiðslu á kvik­mynd­um, mynd­böndum og sjón­varps­efni tæpir 4,5 millj­arðar króna. Árið 2012 var sú velta komin upp í 13,5 millj­arða króna. Hún hafði því þre­fald­ast á fjórum árum.

Á fyrri helm­ingi árs­ins 2014 er veltan 8,2 millj­arðar króna. Eg hún yrði jafn­mikil á seinni hluta þessa árs myndi veltan í ár verða 16,4 millj­arðar króna, eða tæp­lega fjórum sinnum meiri en hún var fyrir sex árum síð­an. Veltan á fyrri helm­ingi árs er auk þess nán­ast jafn­mikil og hún var allt árið 2011.

Veltan á fyrri helm­ingi árs er auk þess nán­ast jafn­mikil og hún var allt árið 2011.

Þessi gríð­ar­lega aukn­ing á veltu er að stóru leyti til­komin vegna erlendra verk­efna. Það sem af er árinu 2014 eru 83 pró­sent þeirra verk­efna sem hafa fengið end­ur­greiðslu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

Töl­urnar hér að ofan eru allar teknar af vef Hag­stof­un­ar, sem byrj­aði í ár að gefa reglu­lega út tölur yfir veltu í skatt­flokknum 59.11, sem nær yfir skatt­greiðslur á kvik­mynd­um, mynd­böndum og sjón­varps­efni.

„Ég hitti Illuga og við áttum ákveðnar viðræður upp á vestfirsku. Hann gerði athugasemdir við ræðuna mína, hann hefur jú málfrelsi eins og ég hef málfrelsi. Eru stjórnmálamenn ekki annars með harðan skráp?,“ sagði Benedikt Erlingsson í samtali við Kjarnann eftir að hafa gagnrýnt stjórnvöld í ræðu sinni þegar mynd hans hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. „Ég hitti Ill­uga og við áttum ákveðnar við­ræður upp á vest­firsku. Hann gerði athuga­semdir við ræð­una mína, hann hefur jú mál­frelsi eins og ég hef mál­frelsi. Eru stjórn­mála­menn ekki ann­ars með harðan skráp?,“ sagði Bene­dikt Erlings­son í sam­tali við Kjarn­ann eftir að hafa gagn­rýnt stjórn­völd í ræðu sinni þegar mynd hans hlaut kvik­mynda­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs.

Gagn­rýndi íslensk stjórn­völd harka­legaÞrátt fyrir þennan mikla upp­gang í grein­inni ákváðu íslensk stjórn­völd að skera niður fjár­fram­lög til kvik­mynda­gerðar á þessu ári um 42 pró­sent. Tals­menn kvik­mynda­iðn­að­ar­ins hafa verið mjög opin­skáir með þá skoðun sína að þessi nið­ur­skurður geti, að þeirra mati, eyði­lagt það mikla upp­bygg­ing­ar­starf sem hefur átt sér stað innan hans und­an­farin ár.

Bene­dikt Erlings­son, leik­stjóri kvik­mynd­ar­innar Hross í oss, vand­aði íslenskum stjórn­völdum ekki kveðj­urnar þegar hann tók við kvik­mynda­verð­launum Norð­ur­landa­ráðs í vik­unni. Þar hvatti hann aðra nor­ræna ráða­menn til að nýta fok­dýra eft­irpar­tíið eftir verð­launa­af­hend­ing­una til að útskýra fyrir íslenskum kol­legum sín­um, sem sátu í saln­um, mik­il­vægi þess að standa fast að baki menn­ingu. Ræðan fór fyrir brjóstið á Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem fór bak­sviðs eftir hana og átti orða­skipti við Bene­dikt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None