Svona átti Ísland að verða 2015 samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs

corporate_commercial.jpg
Auglýsing

Árið 2006 héldu Íslend­ingar að þeir væru að sigra heim­inn. Að það væri eitt­hvað í genum okkar sem gerði þjóð­ina fær­ari til að ná árangri í alþjóða­væddum heimi. Kjarn­inn í þess­ari útrás var banka­starf­semi. Við­skipta­bank­arnir þrír uxu stór­kost­lega ár frá ári og umsvif þeirra úti í hinum stóra heimi, útrás­in, juk­ust á ógn­væn­legum hraða. Með fylgdu allskyns fylgi­hnettir sem byggðu starf­semi sína fyrst og síð­ast á ótæm­andi aðgangi að láns­fjár­magni frá bönk­un­um.

Opin­bera skýr­ingin á þess­ari vel­gengni var sú að Íslend­ing­arnir væru að nýta sér­kenni sín sem stolt og harð­gerð örþjóð til að ná for­skoti á aðrar sem höfðu þó stundað fjár­mála­starf­semi öldum sam­an, á meðan að Íslend­ingar höfðu haft frjálst og opið banka­kerfi í um fjögur ár á þessum tíma. Kjark­ur, þor, áhættu­sækni og stuttar boð­leiðir voru kost­irnir sem áttu að hafa veitt Íslend­ing­unum sam­keppn­is­for­skotið og þar af leið­andi vel­gengn­ina. Raun­veru­leik­inn var hins vegar sá, sem við vitum auð­vitað núna, að ástæða þess að pen­ingar streymdu inn í íslensku bank­anna, og út úr þeim aftur til mis­gáfu­legra við­skipta­jöfra, voru háir vext­ir. Þ.e. fjár­festar gátu tekið lán í lág­vaxt­ar­myntum eins og frönkum og jenum og keypt íslensk skulda­bréf þar sem vext­ir, og þar af leið­andi ávöxt­un, voru miklu hærri. Vegna þessa varð gríð­ar­leg eft­ir­spurn eftir skulda­bréfum útgefnum í íslenskum krón­um. Þús­undir milljarða króna streymdu til lands­ins og bank­arnir lögðu þeim pen­inga­stafla víðs­vegar um þjóð­fé­lag­ið.

Síðan kom auð­vitað að skulda­dögum haustið 2008 og ljóst var að eina snilli útrás­ar­vík­ing­anna lá í því að tryggja sér yfir­ráð og/eða áhrif yfir bönkum sem lán­uðu þeim ótrú­legar upp­hæðir til að kaupa eignir út um allan heim á yfir­verði.

Auglýsing

Fram­tíð­ar­hópur skip­aður for­ystu­mönnum úr við­skipta­líf­inuEn sá veru­leiki hafði ekki runnið upp árið 2006. Þá var partýið í fullum gangi og „stemmn­ing“ fyrir þeirri menn­ingu sem síðar fór nærri með að setja landið á haus­inn enn gríð­ar­lega mik­il. Í því tómi lét Við­skipta­ráð Íslands gera skýrslu um hvernig Ísland ætti að vera árið 2015, eða í ár.

Skýrslan byggði á afrakstri funda sem fram­tíð­ar­hópur Við­skipta­ráðs Íslands hafði setið og fóru fram undir for­ystu Þórs Sig­fús­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sjó­vá, og Guð­finnu Bjarna­dótt­ur, þáver­andi rektor Háskól­ans í Reykja­vík.

Hreiðar Már Sigurðsson, á forstjóri stærsta banka landsins, sat í framtíðarhópnum. Hreiðar Már Sig­urðs­son, á for­stjóri stærsta banka lands­ins, sat í fram­tíð­ar­hópn­um.

Í fram­tíð­ar­hópnum sátu fjöl­margir þáver­andi for­ystu­menn úr íslensku við­skipta­lífi. Á meðal þeirra voru Ágúst Guð­munds­son (kenndur við Bakka­vör og Exista), Baldur Guðna­son (þá for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands), Bjarni Ármanns­son (þá for­stjóri Glitn­is/Ís­lands­banka), Brynjólfur Bjarna­son (þá for­stjóri Sím­ans), Erlendur Hjalta­son (þá for­stjóri Exista), Finnur Ing­ólfs­son (fyrrum ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins og þá for­stjóri VÍS), Gunnar Páll Páls­son (þá stjórn­ar­maður í Kaup­þingi og for­maður VR), Kristín Jóhann­es­dóttir (þá for­stjóri Gaum­s), Róbert Wessman (þá for­stjóri Act­a­vis Group), Magnús Schev­ing (kenndur við Lata­bæ), Hörður Arn­ar­son (þá for­stjóri Marel hf.), Þórður Már Jóhann­es­son (þá for­stjóri Straum­s-­Burða­rás fjár­fest­inga­banka) og Hreiðar Már Sig­urðs­son (þá for­stjóri Kaup­þings). Einnig voru full­trúar lista­manna og fleiri full­trúar háskóla­sam­fé­lags­ins í hópn­um.

Í kynn­ingu á skýrsl­unni stendur að henni sé „engan veg­inn ætlað að vera tæm­andi um það hvernig þjóð­fé­lagið á að vera. Fyrst og fremst er ætl­unin að tæpa á þeim sviðum sem mik­il­væg­ust eru við­skipta­líf­in­u“.

Það er því mjög áhuga­vert í dag, þegar árið 2015 er loks runnið upp, að máta þessa fram­tíð­ar­sýn Við­skipta­ráðs við raun­veru­lega stöðu árið 2015.

Hættum að bera okkur saman við Norð­ur­lönd, við erum betri„Ís­lensku fyr­ir­tækin sem leitt hafa útrás­ina á und­an­förnum árum byggja öll meira eða minna á þeim kostum og ein­kennum sem við teljum okkur hafa sem þjóð í augum útlend­inga. Við erum lít­il, vel tengd inn­byrð­is, erum fljót að átta okkur á stöðu mála, erum hug­mynda­rík, tökum ákvarð­anir strax og lærum fljótt og örugg­lega af reynsl­unn­i.“ Svona er kom­ist að orði í fyrsta kafla skýrsl­unn­ar, en sá kafli ber heitið „Hvernig á Ísland að vera 2015?“

Í lok kafl­ans er lögð fram aðgerð­ar­á­ætlun til árs­ins 2015 sem hefur það mark­mið að gera Ísland að sam­keppn­is­hæf­asta landi í heimi. Skýrslu­höf­undar leggja til að íþyngj­andi reglu­verki sem hvíldi á við­skipta­líf­inu ætti að létta og að Íslend­ingar ættu að "láta vinda við­skipta­frelsis leika um sem flest svip hag­kerf­is­ins“. Því meira frelsi sem væri því meira svig­rúm hefði við­skipta­lífið til að vaxa og dafna.

Þá hafna skýrslu­höf­undar sam­an­burði við hin Norð­ur­löndin þegar gæði landa eru borin sam­an. Þeir segja að slíkur sam­an­burður sé oftar en ekki dreg­inn upp þegar „til stendur að færa rök fyrir frek­ari rík­is­af­skipt­um, meiri rík­is­út­gjöldum eða hærri skött­um. Skattar á Norð­ur­lönd­unum er miklu hærri en hér og þeir búa við ofvaxin vel­ferð­ar­kerfi sem fram­leiða bók­staf­lega vanda­mál á ýmsum svið­u­m.“

Skýrsluhöfundar vildu að Íslendingar hættu að bera sig saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við værum betri en þær. Hér sést miðborg Kaupmannahafnar. Skýrslu­höf­undar vildu að Íslend­ingar hættu að bera sig saman við hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Við værum betri en þær. Hér sést mið­borg Kaup­manna­hafn­ar.

Því sé oft ekki um gæfu­legan sam­an­burð eða háleit við­mið að ræða. „Við­skipta­ráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norð­ur­löndin enda stöndum við þeim framar á flestum svið­um. Ísland ætti þess í stað að bera sig saman við þau ríki sem standa hvað fremst á hverju sviði fyrir sig.“

Þess má geta að Dan­mörk, Sví­þjóð, Nor­egur og Finn­land eru oftar en ekki á meðal þeirra landa sem raða sér í mörg af efstu sæt­un­um í sam­an­tektum um þau lönd sem best er að búa í í heim­in­um, að teknu til­liti til ýmissa mis­mun­andi þátta.

Þess í stað ætti að nýta þann mikla með­byr sem væri til staðar gagn­vart íslensku við­skipta­lífi „og leita allra leiða til að mark­aðs­setja Ísland sem alþjóð­lega mið­stöð fjár­mála og þjón­ust­u“.  Sam­hliða ætti að leyfa útlend­ingum að kaupa í íslenskum sjáv­ar­út­vegs- og orku­fyr­ir­tækj­um. Næstu skref íslenskrar útrásar yrðu ekki tekin fyrr en að opnar yrði fyrir það. „Ástæðan er sú að útrás fyr­ir­tækja gengur ekki aðeins út á að íslensk fyr­ir­tæki kaupi erlend, heldur þurfa útlend­ingar að geta orðið hlut­hafar í íslenskum fyr­ir­tækjum í gegnum sam­runa.“

Í aðgerð­ar­á­ætlun sem lögð var fram til að ná þessum háleitu mark­miðum Við­skipta­ráðs árið 2015 var auk ofan­greinds m.a. lagt til að:

— Stór­auka ensku­kennslu á fyrstu skóla­árum svo Íslend­ingar verði jafn­vígir á bæði mál­in.

— Styrkja í sessi gott sið­ferði í við­skipta­líf­inu.

— Gera hag­kerfið skap­andi.

— Fjölga tví­skött­un­ar­samn­ing­um, fjár­fest­inga­samn­ingum og loft­ferða­samn­ing­um.

— Leggj­ast á eitt að gera Ísland ein­fald­ara.

— Ganga aldrei skemur en sam­keppn­is­þjóð­irnar í umbótum á skatt­kerf­inu.

Ríkið átti að hætta sam­keppni, í ölluÞað voru ekki bara umbætur á við­skipta­líf­inu, efna­hags­líf­inu og skatt­kerf­inu sem Við­skipta­ráð vildi sjá að yrðu orðnar að veru­leika árið 2015. Það vildi einnig taka vel til í skóla­mál­um, meðal ann­ars með því að minnka mið­stýr­ingu í skóla­kerf­inu, auka eina kostn­að­ar­þátt­töku for­eldra og nem­enda og tryggja rekstr­ar­grund­völl „sjálf­stæðra“ grunn­skóla, sem væru þá einka­rekn­ir, með upp­töku svo­kall­aðs ávís­un­ar­kerfis þar sem það fjár­magn sem ríkið greiðir vegna hvers nem­anda fylgir honum til skóla að eigin vali.

Í atvinnu­málum vildi Við­skipta­ráð fjölga þeim sem sækja sér menntun erlendis og að gefa starfs­fólki meuiri kost á sveigj­an­legri vinnu­stað, vinnu­tíma og starfs­lokum þannig að vinnu­lag Íslend­inga hent­aði betur þeim alþjóða­heimi fjár­mála sem landið átti að vera mið­punkt­ur­inn í árið 2015.

Lagt var til að ríkið drægi saman seglin á nánast öllum sviðum og leyfði einkaframtakinu að sjá um samkeppnisrekstur, líka í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Lagt var til að ríkið drægi saman seglin á nán­ast öllum sviðum og leyfði einka­fram­tak­inu að sjá um sam­keppn­is­rekst­ur, líka í heil­brigð­is­mál­um, mennta­málum og sam­göngu­mál­u­m.

Við­skipta­ráð hafði síðan sterkar skoð­anir á því hvert hlut­verk rík­is­ins ætti að vera í íslensku fjár­mála­mið­stöð­inni. Lagt var til að Íbúða­lána­sjóður hætti að lána í sam­keppni við banka, að ríkið léti einka­að­ila fjár­magna, byggja og reka allar nýjar heil­brigð­is­stofn­anir (meðal ann­ars hátækni­sjúkra­hús), að einka­að­ilar myndu taka við fleiri þáttum almanna­trygg­inga­kerf­is­ins, að einka­að­ilar myndu byggja, fjár­magna og reka fleiri sam­göngumarn­n­virki, að tollar á land­bún­að­ar­vörur yrðu afnumdir og styrkir til þá sem stunda þá atvinnu­grein lagðir af. Þá átti líka að fækka ráðu­neyt­unum og stofn­un­um.

Sam­an­dregið átti ríkið að draga mjög úr umfangi sínu, leyfa frels­is­vind­unum að blása um sem flest svið sam­fé­lags­ins og hætta allri sam­keppni við einka­að­ila, sama á hvaða sviði það væri.

Átti að rugga bátn­um, sem valt næstum því fyrir vikiðÍ nið­ur­lagi skýrsl­unnar kemur fram að til­gangur hennar sé að rugga bátnum og hvetja til umræðu. Þar segir að meg­in­verk­efni Við­skipta­ráðs sé að starfa sem þankatankur í íslensku sam­fé­lagi og láta ekk­ert afskipt. „Góðar hug­myndir hljóta þannig braut­ar­gengi hvaðan sem þær koma enda skiptir engu máli hvaðan gott kem­ur. Við stöndum til reiðu að rugga bátn­um. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.“

Í dag, þegar árið 2015 er loks runnið upp, og síð­ustu ár þró­uð­ust á allt annan veg en Við­skipta­ráð gerði ráð fyr­ir, er áhuga­vert að lesa til­lög­urn­ar. Margt af því sem Við­skipta­ráð fór fram á varð nefni­lega að veru­leika á þeim tveimur árum sem liðu frá útkomu skýrsl­unnar og þar til að íslenskt efna­hags­líf hrundi haustið 2008. Frelsið sem við­skipta­líf­inu var gefið var til að mynda gjör­nýtt, með þeim afleið­ingum að Kaup­þing, Lands­banki og Glitnir hrundu á þremur dögum með gjald­þrota­hvelli sem var einn sá hæsti sem heyrst hefur í heims­sög­unni. Sumir nýttu frelsið og eft­ir­lits­leysið til að fremja stór­tæk efna­hags­brot, og sitja fyrir vikið í ára­löngu fang­elsi. Aðrir fóru bara ævin­týra­lega skarpt á haus­inn með fyr­ir­tækin sem þeir stýrðu þegar kom að því að greiða upp öll him­in­háu lánin sem þeir höfðu tek­ið. Þá voru ekki til neinir pen­ingar til að borga þau. Fyrir vikið töp­uðu erlendir kröfuhafar íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja og útrás­ar­fé­laga um sjö þús­und millj­örðum króna á Íslands­að­komu sinni, þótt eitt­hvað fáist til baka við upp­gjör slita­búa bank­anna sem framundan eru. Það má segja að bátnum hafi sann­ar­lega verið rugg­að. Raunar svo mikið að honum nærri hvolfdi.

Sýn fram­tíð­ar­hóps Við­skipta­ráðs á það hvernig Ísland ætti að verða hefur ekki orðið að veru­leika. Þess í stað upp­lifði Íslands efna­hags­hrun, alls­herjar end­ur­skipu­lagn­ingu efna­hags­kerf­is­ins, fjár­magns­höft, mikil sam­fé­lags­leg átök um það hvernig land við ættum að vera og ýmis­legt fleira sem blasti ekki við árið 2006. Það ber heldur ekki mikið á mörgum þeirra sem skip­uðu fram­tíð­ar­hóp­inn þessi dægrin. Þetta þá áhrifa­mesta fólk sam­fé­lags­ins lætur flest allt mun minna fyrir sér fara nú en þá.

En eftir situr spurn­ing sem vert er að velta fyrir sér. Ef allar for­sendur Við­skipta­ráðs hefðu gengið upp, og sam­fé­lagið tekið ráð­legg­ingum fram­tíð­ar­hóps­ins, væri Ísland þá betra land árið 2015 en það er í dag?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None