Sýn heldur áfram að tapa á meðan að Síminn greiddi út 8,5 milljarða króna til hluthafa

Tvö fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands. Annað þeirra hefur skilað tapi í átta af síðustu níu ársfjórðungum á meðan að hitt hefur hagnast um milljarða króna á sama tímabili.

fjarskiptafyrirtækin2.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sýn tap­aði 117 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi og tap­aði alls 348 millj­ónum króna á fyrri hluta árs­ins 2021. Fyr­ir­tækið hefur nú skilað tapi í átta af síð­ustu níu árs­fjórð­ungum og alls tapað rúm­lega 2,6 millj­örðum króna á því tíma­bil­i. 

Eina skiptið sem það hefur skilað hagn­aði frá byrjun apríl 2019 er á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn var átta millj­ónir króna.

Í nýjasta árs­hluta­reikn­ingi Sýn­ar, sem var birtur á mið­viku­dag, kemur fram að afkoma fyr­ir­tæk­is­ins fyrir fjár­magns­gjöld og skatta (EBIT) var nei­kvæð um 58 millj­ónir króna á síð­asta árs­fjórð­ungi og alls nei­kvæð um 16 millj­ónir króna það sem af er ári. Rekstr­ar­tekjur drag­ast lít­il­lega saman á milli ára, alls um 129 millj­ónir króna, og fram­legð á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2021 var 3,8 pró­sent minni en á sama tíma í fyrra. 

Fjár­magns­gjöld, það sem Sýn þarf að borga af þeim 14,1 millj­arði króna af vaxta­ber­andi lánum sem fyr­ir­tækið skuld­ar, eru nei­kvæð um 210 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. 

Auglýsing
Tekjur Sýnar af fjöl­miðla­hluta rekst­urs­ins (Stöð 2 og tengdar sjón­varps­stöðv­ar, útvarps­stöðvar og Vísi.is) juk­ust um 225 millj­ónir króna á fyrri hluta árs­ins 2021, eða um sex pró­sent. Í fjár­festa­kynn­ingu kemur fram að það sé að miklu leyti vegna auk­innar sölu á áskriftum innan fjöl­skyldu­pakka fyr­ir­tæk­is­ins og EM karla í knatt­spyrnu, sem Sýn átti sýn­ing­ar­réttin að og lauk í júlí. Þar segi enn fremur að aug­lýs­inga­tekjur hafi hækkað um 19 pró­sent á fyrri helm­ingi árs 2021 sam­an­borið við fyrra ár, og að þar skipti mestu „EM og góð tekju­aukn­ing á Vísi en tekjur þar juk­ust um 43 pró­sent á milli árs­helm­inga.“ Frétta­vef­ur­inn Vísir hefur náð því að verða mest lesni vefur lands­ins oftar en helsti sam­keppn­is­að­ili hans, mbl.is, það sem af er ári. RÚV greindi frá því í vik­unni að HBO Max, ein stærsta streym­isveita heims, yrði aðgengi­leg hér­lendis í haust en Stöð 2 hefur haft sýn­ing­ar­rétt­inn að sjón­varps­efni frá HBO. 

Þá juk­ust tekjur af far­síma­þjón­ustu um 15 pró­sent á sama tíma­bili en vöxtur var í fjar­skipta­tekjum í heild í fyrsta sinn frá árinu 2018. 

Tekjur dótt­ur­fé­lags Sýn­ar, End­or, sem sér­hæfir sig í hýs­ing­ar- og rekstr­ar­lausnum dróg­ust hins vegar saman um 650 millj­ónir króna milli árs­helm­inga. Í fjár­festa­kynn­ingu er sagt að lækk­unin sé til­komin vegna „minni bún­að­ar­sölu vegna heims­far­ald­urs­ins og þró­unar á gengi evr­unnar gagn­vart íslensku krón­unn­i.“

Selja eignir til að greiða niður skuldir og kaupa eigin bréf

Sýn seldi 49,9 pró­sent hlut sinn í fær­eysku hlut­deild­ar­fé­lagi sem áður hét Hey þann 31. mars síð­ast­lið­inn. Kaup­verðið var greitt 21. apríl og reynd­ist 179 millj­ónum krónum lægra en bók­fært virði hlut­ar­ins. Það sölu­tap var bók­fært á síð­asta árs­fjórð­ungi. Hluta af sölu­and­virð­inu, um 500 millj­ónum króna, var ráð­stafað inn á lán félags­ins og hluta inn á lána­línu félags­ins. 

Þá skrif­aði Sýn undir samn­inga um sölu á því sem fyr­ir­tækið kallar óvirka far­síma­inn­viði í eigu þess. Með óvirkum innviðum er átt við t.d. raf­kerfi og senda­turna í far­síma­kerfi fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Virki bún­að­ur­inn er svo fal­inn í því sem send­arnir á turn­unum bjóða upp á. Gangi kaupin eftir mun Sýn svo leigja hina óvirku inn­viði til bak­a. 

Væntur sölu­hagn­aður er 6,5 millj­arðar króna og Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, segir í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands að and­virðið verði „að hluta notað til að greiða niður skuldir en einnig til end­ur­kaupa hluta­bréfa og nýfjár­fest­inga.“

Í til­kynn­ing­unni segir Heiðar einnig að grunn­rekstur Sýnar sé að batna og bendir í því til­liti á að svo­kallað frjálst fjár­flæði hafi auk­ist. Það sé að hans „dómi besti mæli­kvarð­inn á rekst­ur.“ Frjálst fjár­flæði sam­anstendur af hand­bæru fé frá rekstri fyrir vexti og tekju­skatt að frá­dregnum fjár­fest­inga­hreyf­ing­um.

Frjálst fjár­flæði Sýnar hefur hækkað úr 1.597 millj­ónum króna á fyrri hluta árs 2020 í 1.611 millj­ónir króna á fyrri hluta yfir­stand­andi árs. Hand­bært fé frá rekstri lækk­aði hins vegar um 429 millj­ónir króna það sem af er ári, eða um 52 pró­sent. Það var 402 millj­ónir króna í lok júní síð­ast­lið­ins. 

Eigið fé Sýnar hefur lækkað um 465 millj­ónir króna á árin­u. 

Stærstu eig­endur Sýnar eru Gildi líf­eyr­is­sjóður með 12,39 pró­sent hlut, Líf­eyr­is­sjóður vezl­un­ar­manna með 10,73 pró­sent hlut og Kvika banki sem er skráður fyrir 9,25 pró­sent hlut, en þar er að öllum lík­indum um fram­virka samn­inga að ræða og raun­veru­legir eig­endur þeirra aðr­ir. Líf­eyr­is­sjóðir eiga að minnsta kosti um helm­ing hluta­fjár Sýnar sam­an­lagt. Félagið Ursus ehf., í eigu Heið­ars for­stjóra Sýn­ar, á 9,16 pró­sent hlut. Hluta­bréf í Sýn hafa hækkað um 54 pró­sent und­an­farið ár.

Greiddi út 8,5 millj­arða til hlut­hafa

Helsti sam­keppn­is­að­ili Sýn­ar, Sím­inn sem rekur einnig fjar­skipta- og fjöl­miðla­þjón­ustu, skil­aði sínum árs­hluta­reikn­ingi í byrjun viku. Hagn­aður þess var 618 millj­ónir króna á öðrum árs­fjórð­ungi og rúm­lega 3,5 millj­arðar króna á fyrri hluta árs. Inni í þeirri tölu er þó sala á dótt­ur­fé­lag­inu Sensa sem skilað rúm­lega tveggja millj­arða króna sölu­hagn­aði. Frá byrjun apr­íl­mán­aðar 2019 hefur Sím­inn hagn­ast alls um 8,9 millj­arða króna. Sím­inn greiddi alls 8,5 millj­arða króna til hlut­hafa sinna í formi arðs og end­ur­kaupa á síð­asta árs­fjórð­ung­i. 

Afkoma fyr­ir­tæk­is­ins fyrir fjár­magns­gjöld og skatta (EBIT) var jákvæð um 1.126 millj­ónir króna á öðrum árs­fjórð­ungi yfir­stand­andi árs og alls jákvæð um 2.248 millj­ónir króna það sem af er ári. Rekstr­ar­tekjur juk­ust á fyrstu sex mán­uðum árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra, alls um 237 millj­ónir króna, og fram­legð á fyrstu sex mán­uðum árs 2021 var tæpu einu pró­sent meiri en á sama tíma í fyrra. 

Auglýsing
Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, bendir þó á í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands að stór hluti aukn­ing­ar­innar hafi komið til vegna sér­stakra atburða á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra. Þá hlaut Sím­inn sekt af hálfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins auk þess sem umtals­verður upp­sagn­ar­kostn­aður kom til. „Sé leið­rétt fyrir þessum þáttum er þó áfram jákvæð þróun í öllum und­ir­liggj­andi rekstr­ar­þátt­u­m.“

Skuldir Sím­ans hafa hækkað umtals­vert það sem af er ári. Um síð­ustu ára­mót voru lang­tíma­skuldir fyr­ir­tæk­is­ins 20 millj­arðar króna en í lok júní var sú upp­hæð komin upp í 30 millj­arða króna.  Sam­stæðan tók sex millj­arða króna lán hjá Arion banka á síð­asta árs­fjórð­ungi og Míla, dótt­ur­fé­lags Sím­ans, tók lang­tíma­lán upp á 20 millj­arða króna frá Íslands­banka auk þess sem því sam­komu­lagi fylgdi eins millj­arðs króna lána­lína. Þá gaf Sím­inn út skamm­tíma­víxla upp á 1,5 millj­arða króna í lok jún­í. 

Náðu að halda enska bolt­anum

Tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust um 95 millj­ónir króna á fyrri hluta árs­ins 2021, eða um 3,5 pró­sent. Vöxt­ur­inn er drif­inn áfram af sölu á Sím­inn Prem­ium áskrift­inni, og fyr­ir­tæk­is­ins segir að vel hafi gengið að halda á „áskrif­endum þrátt fyrir minna fram­boð af efni frá erlendum fram­leið­endum vegna COVID og áherslu­breyt­inga margra þeirra.“ Sú áherslu­breyt­ing snýst um að efn­is­fram­leið­endur eru í auknum mæli að setja upp efn­isveitur og selja fram­leiðslu sína beint til not­enda, í stað þess að selja til sjón­varps­stöðv­a.  

Í fjár­festa­kynn­ingu kemur fram að haustið sé besti sölu­tím­inn fyrir Sím­ann og að nýj­ungar í sjón­varps­þjón­ustu, sala hennar yfir net Gagna­veitu Reykja­víkur og „stöð­ug­leiki til næstu ára í sýn­ing­ar­rétti enska bolt­ans“ myndi gott und­ir­lag fyrir sölu­að­gerðir hausts­ins. Sim­inn náði sam­komu­lagi um áfram­hald­andi sýn­ing­ar­rétt á enska bolt­an­um, verð­mæt­ustu sjón­varps­vöru sinni, til árs­ins 2025 fyrr á þessu ári. Ekki hefur verið greint frá því hvað sá samn­ingur kost­ar.

Þá juk­ust tekjur af far­síma­þjón­ustu um 3,5 pró­sent á fyrri hluta árs miðað við sama tíma­bili í fyrra og tekjur af gagna­flutn­ingi juk­ust um 1,7 pró­sent. 

Míla, dótt­ur­fé­lag Sím­ans, keypti far­síma­dreifi­kerfis og IP nets af móð­ur­fé­lag­inu um síð­ustu ára­mót. Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber í fyrra að fjár­festar hefðu lagt fram ófor­m­­legar fyr­ir­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­leg kaup á Mílu en að engar ákvarð­anir hefðu verið teknar um söl­una. Ljóst er að ef Míla yrði seld væri hægt að skila enn meiri fjár­munum úr rekstri Sím­ans til hlut­hafa félags­ins.

Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans segir að fram­tíð­ar­mögu­leikar Mílu séu áfram til skoð­un­ar. „Eins og til­kynnt var um í apríl síð­ast­liðnum koma eig­enda­breyt­ingar á félag­inu til greina, en ekk­ert hefur enn verið ákveðið í þeim efn­um. Erlendir og inn­lendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir hafa sýnt félag­inu áhuga og verður rætt nánar við hluta þeirra í fram­hald­inu. Vet­ur­inn verður nýttur til að ljúka stefnu­mörkun um félag­ið.

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans er fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem á 15,41 pró­sent hlut í félag­inu. Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Stoða, er einnig stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Aðrir helstu eig­endur Sím­ans eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Hluta­bréf í Sím­anum hafa hækkað um 65 pró­sent síð­ast­liðið ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar