Tæknifyrirtæki spretta upp víða í Afríku

hubinn.jpg
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tæki hafa verið að spretta upp víð í Afr­íku að und­an­förnu, einkum og sér í lagi á stöðum þar sem yfir­völd á hverju svæði hafa komið upp nýsköp­un­ar­mið­stöðvum fyrir tækni­fyr­ir­tæki (Tech Hubs). Í þeim geta frum­kvöðlar fengið vinnu­að­stöðu og tekið fyrstu skrefin við stofnun fyr­ir­tækja sinna, einkum hug­bún­að­ar- og tækni­fyr­ir­tækja ýmis kon­ar.

Leigu­verðið hátt, en launin lágÍ umfjöllun um þetta í The Economist, kemur fram að mörg þess­ara fyr­ir­tækja þyki vera spenn­andi fjár­fest­inga­kost­ir. Munar ekki síst um það, að grunn­rekstr­ar­kostn­aður fyr­ir­tækj­anna er lít­ill, í alþjóð­legum sam­an­burði, og tæki­færi til vaxtar til stað­ar. Hins vegar eru sumir þættir erf­ið­ir, eins og húsa­leiga og slæmar inter­netteng­ing­ar. Húsa­leiga tækni­fyr­ir­tækja í Níger­íu, fjöl­menn­asta ríki Afr­íku, er á bil­inu 40 til 70 Banda­ríkja­dalir á fer­metrann, eða sem nemur um 5.600 krón­um. Þetta gerir mörgum fyr­ir­tækjum erfitt um vik. Húsa­leiga í Úganda er mun lægri, 15 til 16 Banda­ríkja­dalir á fer­metrann, eða sem nemur 2.100 til 2.240 krón­um. Á móti eru laun mun lægri en víða ann­ars staðar í heim­inum þar sem tækni­fyr­ir­tæki hefja oft starf­semi, eins og í Síli­kondalnum í Kali­forn­íu.

Ryður sér til rúmsSam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­bank­anum (World Bank) eru um 90 nýsköp­un­ar­mið­stöðvar fyrir tækni­fyr­ir­tæki víða í Afr­íku, í umfjöllun The Economist kemur fram að í reynd séu þær mun fleiri, oft innan um aðra starf­semi í skrif­stofu­rýmum víða í álf­unni. Þannig sé nýsköpun á sviði tækni að ryðja sér til rúms á svæðum þar sem hún hefur ekki verið áður.

Afr­íka að breyt­ast í stór­veldi?Afr­íka er í hugum margra tákn­mynd fátæktar í heim­in­um, og erf­ið­leika. En hlut­irnir eru að breyt­ast hratt víðs vegar í álf­unni, þó hörm­ungar fátæktar séu aldrei langt und­an. Íbúar álf­unnar eru 1,2 millj­arð­ar, eða sem nemur rúm­lega tvö­földum íbúa­fjölda Evr­ópu. Fjöl­menn­asta ríkið álf­unn­ar, Níger­íu, er með íbúa­fjölda upp á 177 millj­ón­ir, sem er meira en sem nemur öllum íbúa­fjölda Suð­ur­-­Evr­ópu, það er Spán­ar, Ítal­íu, Portú­gal og Grikk­lands. Hag­vöxtur er mik­ill víða í álf­unni, einkum í þró­uð­ustu ríkj­um, eins og Nígeríu og Suð­ur­-Afr­íku. Í Níger­íu, stærsta hag­kerfi Afr­íku, var hag­vöxtur 6,2 pró­sent í fyrra, en 4,1 pró­sent í Suð­ur­-Afr­íku.

Einn þeirra sem talað hefur fyrir því að nýsköpun og tækni­leg fram­þróun geti verið lyk­ill­inn að því að útrýma eða vinna gegn fátækt í Afr­íku er Bill Gates, stofn­andi Microsoft. Í við­tali við tækni­vef­inn The Verge, þar sem hann var gesta­rit­stjóri í febr­ú­ar, sagði hann meðal ann­ars að með banka­þjón­ustu í gegnum snjall­síma ætti að vera hægt að stór­efla fjár­fest­ingar í Afr­íku á til­tölu­lega skömmum tíma.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=i0­FYk­Gp­VpdQ

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None