Tæknifyrirtæki spretta upp víða í Afríku

hubinn.jpg
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tæki hafa verið að spretta upp víð í Afr­íku að und­an­förnu, einkum og sér í lagi á stöðum þar sem yfir­völd á hverju svæði hafa komið upp nýsköp­un­ar­mið­stöðvum fyrir tækni­fyr­ir­tæki (Tech Hubs). Í þeim geta frum­kvöðlar fengið vinnu­að­stöðu og tekið fyrstu skrefin við stofnun fyr­ir­tækja sinna, einkum hug­bún­að­ar- og tækni­fyr­ir­tækja ýmis kon­ar.

Leigu­verðið hátt, en launin lágÍ umfjöllun um þetta í The Economist, kemur fram að mörg þess­ara fyr­ir­tækja þyki vera spenn­andi fjár­fest­inga­kost­ir. Munar ekki síst um það, að grunn­rekstr­ar­kostn­aður fyr­ir­tækj­anna er lít­ill, í alþjóð­legum sam­an­burði, og tæki­færi til vaxtar til stað­ar. Hins vegar eru sumir þættir erf­ið­ir, eins og húsa­leiga og slæmar inter­netteng­ing­ar. Húsa­leiga tækni­fyr­ir­tækja í Níger­íu, fjöl­menn­asta ríki Afr­íku, er á bil­inu 40 til 70 Banda­ríkja­dalir á fer­metrann, eða sem nemur um 5.600 krón­um. Þetta gerir mörgum fyr­ir­tækjum erfitt um vik. Húsa­leiga í Úganda er mun lægri, 15 til 16 Banda­ríkja­dalir á fer­metrann, eða sem nemur 2.100 til 2.240 krón­um. Á móti eru laun mun lægri en víða ann­ars staðar í heim­inum þar sem tækni­fyr­ir­tæki hefja oft starf­semi, eins og í Síli­kondalnum í Kali­forn­íu.

Ryður sér til rúmsSam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­bank­anum (World Bank) eru um 90 nýsköp­un­ar­mið­stöðvar fyrir tækni­fyr­ir­tæki víða í Afr­íku, í umfjöllun The Economist kemur fram að í reynd séu þær mun fleiri, oft innan um aðra starf­semi í skrif­stofu­rýmum víða í álf­unni. Þannig sé nýsköpun á sviði tækni að ryðja sér til rúms á svæðum þar sem hún hefur ekki verið áður.

Afr­íka að breyt­ast í stór­veldi?Afr­íka er í hugum margra tákn­mynd fátæktar í heim­in­um, og erf­ið­leika. En hlut­irnir eru að breyt­ast hratt víðs vegar í álf­unni, þó hörm­ungar fátæktar séu aldrei langt und­an. Íbúar álf­unnar eru 1,2 millj­arð­ar, eða sem nemur rúm­lega tvö­földum íbúa­fjölda Evr­ópu. Fjöl­menn­asta ríkið álf­unn­ar, Níger­íu, er með íbúa­fjölda upp á 177 millj­ón­ir, sem er meira en sem nemur öllum íbúa­fjölda Suð­ur­-­Evr­ópu, það er Spán­ar, Ítal­íu, Portú­gal og Grikk­lands. Hag­vöxtur er mik­ill víða í álf­unni, einkum í þró­uð­ustu ríkj­um, eins og Nígeríu og Suð­ur­-Afr­íku. Í Níger­íu, stærsta hag­kerfi Afr­íku, var hag­vöxtur 6,2 pró­sent í fyrra, en 4,1 pró­sent í Suð­ur­-Afr­íku.

Einn þeirra sem talað hefur fyrir því að nýsköpun og tækni­leg fram­þróun geti verið lyk­ill­inn að því að útrýma eða vinna gegn fátækt í Afr­íku er Bill Gates, stofn­andi Microsoft. Í við­tali við tækni­vef­inn The Verge, þar sem hann var gesta­rit­stjóri í febr­ú­ar, sagði hann meðal ann­ars að með banka­þjón­ustu í gegnum snjall­síma ætti að vera hægt að stór­efla fjár­fest­ingar í Afr­íku á til­tölu­lega skömmum tíma.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=i0­FYk­Gp­VpdQ

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None