Efast um að Ólafur Ragnar muni gefa kost á sér til endurkjörs

10054184655-c3865a384f-z.jpg
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, er í átj­ánda sæti á lista sem Was­hington Post gerði yfir þjóð­ar­leið­toga sem lengst hafa setið á valda­stóli í heim­in­um. Sam­kvæmt umfjöllun dag­blaðs­ins hefur Ólafur Ragnar setið 6.664 daga í emb­ætti, en Ólafur er einn þriggja þjóð­ar­leið­toga frá Evr­ópu sem kom­ast á list­ann, hinir tveir eru Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, og Alex­ander Lukashenkó, for­seti Hvíta-Rúss­lands.

Ólafur Ragnar stað­festi nýlega opin­ber­lega að hann ætli að sitja út yfir­stand­andi kjör­tíma­bil. Þá hefur hann ekki úti­lokað að hann muni bjóða sig fram í sjötta skipt­ið, en þegar kjör­tímbil­in­u lýkur árið 2016, mun Ólafur Ragnar hafa gegnt emb­ætti for­seta Íslands í tutt­ugu ár.

Ekki öfunds­verður félags­skapur



"Þegar Ólafur Ragnar Gríms­son leit­aði fyrst eftir því að verða for­seti Íslands árið 1996 hafði hann á orði að átta ár væru hæfi­legur tími í hinu háa emb­ætti. Um leið lagði hann áherslu á að þjóð­höfð­ing­inn gegndi sam­ein­ing­ar­hlut­verki enda væru Bessa­staðir ekki átaka­vett­vang­ur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar," þetta segir Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ing­ur.

"Ljón­hepp­inn hafði Ólafur Ragnar líka verið fjórum árum fyrr. Hvernig ætli honum hefði gengið að leita þá end­ur­kjörs ef banka­hrunið hefði orðið snemma árs 2008 en ekki að hausti?"

Auglýsing

"Ólafur Ragnar hefur setið mun lengur en hann taldi æski­legt á sínum tíma og sam­ein­ing­ar­táknið missti hann smám saman úr höndum sér. Þetta má alveg rifja upp nú þegar for­set­inn er settur á lista Was­hington Post yfir þaul­setn­ustu þjóð­ar­leið­toga heims­ins. Ekki er það endi­lega öfunds­verður félags­skap­ur, að sitja við hlið harð­stjóra eins og Mugabe eða ein­valda á borð við Lukashenko og Pútín sem virða ekki leik­reglur lýð­ræð­is­ins. Á hitt er þó einkum að líta að Ólafur Ragnar Gríms­son hefur setið svona lengi á for­seta­stóli vegna þess að hann hefur annað hvort fengið umboð sitt end­ur­nýjað án mót­fram­boðs eða haft betur í lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um."

Mátti aðeins einu sinni ótt­ast ósigur



Guðni segir Ólaf Ragnar aðeins einu sinni í for­seta­tíð sinni hafa mátt ótt­ast ósigur í kosn­ingum til end­ur­kjörs. Það hafi verið í síð­ustu kosn­ing­um, sem fram fóru árið 2012. Þá hafi nokkur atriði komið honum til góða, meðal ann­ars sú til­hneig­ing Íslend­inga að styðja for­seta sinn, vilji hann sitja áfram.

"Auk þess tókst Ólafi Ragn­ari að spyrða sinn helsta keppi­naut, Þóru Arn­órs­dótt­ur, við afar óvin­sæla rík­is­stjórn og Evr­ópu­sam­bandið í ofaná­lag. Loks kom Ices­a­ve-­deilan honum heldur betur til góða. Stað­fest­ing for­seta á fyrsta Ices­a­ve-­samn­ingnum hvarf alveg í skugg­ann á tveimur synj­unum og oflæti útrás­ar­ár­anna gleymd­ist sömu­leið­is. Ljón­hepp­inn hafði Ólafur Ragnar líka verið fjórum árum fyrr. Hvernig ætli honum hefði gengið að leita þá end­ur­kjörs ef banka­hrunið hefði orðið snemma árs 2008 en ekki að hausti? Teikn um það mætti finna í frægu eða alræmdu atriði í ára­mótaskaupi þegar „rík­is­sjón­varpið útmál­aði for­seta lýð­veld­is­ins sem útúr­dópað svín með svall­veislu á Bessa­stöð­u­m“, eins og Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri skrif­aði nýlega."

Efast um að Ólafur vilji vera lengur á Bessa­stöðum



Þrátt fyrir að Ólafur Ragnar hafi ekki enn gefið út hvort hann muni sækj­ast eftir end­ur­kjöri eður ei, er Guðni efins um að for­set­inn muni gefa kost á sér í sjötta sinn í lok kjör­tíma­bils­ins. "Að því loknu, því ég get bara ekki ímyndað mér að hann vilji vera enn lengur á Bessa­stöð­um, fer sagan að snú­ast um arf­leifð hans í emb­ætti. Eng­inn for­seti hefur breytt því eins mikið og hann hefur þegar gert. Eng­inn for­seti hefur verið eins umdeild­ur. Eng­inn hefur setið eins lengi. Honum verður þakkað sumt en kennt um ann­að," segir Guðni.

"Þótt ekki megi ráða of mikið í hvikular skoð­ana­kann­anir gæti stuðn­ingur við Jón Gnarr sem næsta for­seta lýð­veld­is­ins líka sagt sitt um sess Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar í sögunni."

"Eitt ætla ég að leyfa mér að giska á nú þeg­ar, og það er að síð­asta kjör­tíma­bil Ólafs Ragn­ars Gríms­son verði ekki endi­lega metið honum til mik­ils vegs­auka. Þetta myndi hann þá eiga sam­eig­in­legt með Ásgeiri Ásgeirs­syni og Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur; báðum fannst þeim síð­asta kjör­tíma­bilið það erf­ið­asta og happa­minnsta á Bessa­stöð­um. Síð­ustu miss­eri hefur norð­ur­slóða­stefna Ólafs, nýja útrásin hans, verið umdeild vegna yfir­gangs Rússa á heima­slóð­um. Rík­is­stjórnin er auk þess óvin­sæl og það gæti haft áhrif á við­horf til for­set­ans. Aug­ljós hefur verið vel­þóknun hans á Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra og ein­hver sagði að 2012 hefði for­seta­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fyrsta sinn náð kjöri á Ísland­i."

Telur að fylgið við Jón Gnarr muni minnka



Jón Gnarr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, hefur verið orð­aður við for­seta­fram­boð, en 47 pró­sent aðspurðra í nýlegri skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins vildu Jón sem næsta for­seta. "Þótt ekki megi ráða of mikið í hvikular skoð­ana­kann­anir gæti stuðn­ingur við Jón Gnarr sem næsta for­seta lýð­veld­is­ins líka sagt sitt um sess Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar í sög­unni. Svo mikið virð­ist óþolið á stjórn­mála­mönnum orð­ið, og í þann flokk hlýtur for­set­inn að falla, að margir virð­ast vilja eitt­hvað allt annað á Bessa­staði, helst and­ófs­mann, pönk­ara og grínista, ein­hverja algera and­stæðu þess sem nú situr þar," segir Guðni.

"Það er eitt að vera borg­ar­stjóri sem náði kjöri í upp­lausn­ar­á­standi, umvaf­inn traustum banda­mönnum og ráð­gjöf­um, sitj­andi eitt kjör­tíma­bil, og annað að bjóða sig fram til for­seta þar sem ábyrgðin hlýtur að hvíla á eins manns herðum og skuld­bind­ingin er til lang­frama. Kannski meiri­hluti Íslend­inga kjósi líka að leita frekar að ein­hverjum sem þætti lík­legur til að sitja á frið­ar­stóli í stað þess að stíga af krafti inn á hið póli­tíska svið eins og Ólafur Ragnar gerði eða vera ögrandi að upp­lagi eins og Jón Gnarr."

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None