Þrjátíu þúsund ára gömul veira vaknar til lífsins

veira.jpg
Auglýsing

Frönsku vísindamennirnir og hjónin Chantal Abergel og Jean-Michel Claverie starfa hjá Aix-Marseille háskólanum í Provence. Þau hafa nýlega fundið nýja tegund af veiru í sífreranum í Austur-Síberíu. Veiran sem þau hafa nefnt Mollivirus Sibericum (Mjúka veiran frá Síberíu) er af hinni svokölluðu risaveiruætt sem er tilölulega nýuppgötvuð og hafa þessar nýju risaveirur vakið upp nokkrar spurningar, t.d. varðandi loftslagsbreytingar, sjúkdóma í mönnum og uppruna lífsins.

Skrímsli að stærð


Fyrsta risaveiran, Mimivirus, fannst árið 1992 í Bradford í Englandi. Fyrst var talið að um bakteríu væri að ræða en árið 2003 var hún skilgreind sem risaveira. Síðan hafa nokkrar aðrar týpur fundist, meðal annars í Ástralíu og Chile og frönsku hjónin hafa átt þátt í að finna og rannsaka þær flestar. Til þess að átta sig á stærð þeirra er gott að miða við hefðbundna inflúensuveiru sem hefur um 11 gen og er um 100 nanómetrar í þvermál. Risaveirurnar geta haft um 2500 gen og verið um 1000 sinnum stærri. Sú stærsta sem fundist hefur, Pandoravirus, er stærri en sumar bakteríur og heilkjarna frumur. Þetta eru því sannarlega skrímsli miðað við aðrar veirur, en góðu fréttirnar eru þær að skrímslin ráðast ekki á menn heldur amöbur. Amöbur eru einfrumungs slímdýr sem lifa bæði í votlendi og innan í dýrum, þar á meðal mönnum. Mollivirus er önnur risaveiran sem Abergel og Claverie finna í sífreranum. Á seinasta ári komust þau í heimsfréttirnar þegar þau fundu veiruna Pithovirus Sibericum. Þau tóku sýni á 30 metra dýpi í sífreranum í Chukotka í Austur-Síberíu, þíddu það og settu lifandi amöbur í sýnið sem drápust í kjölfarið. Mollivirus fannst í þessu sama sýni.


Ísaldarveirur


Sýnin eru tekin úr jarðlagi frá svokölluðu pleistósen tímabili, sem í daglegu tali er kallað ísöld. Má ætla að Pithovirus og Mollivirus séu um 30 þúsund ára gamlar veirur. Sífrerinn viðheldur lífverum á alveg ótrúlegan hátt. Mammútar hafa fundist þar svo heillegir að kjötið af þeim er ætt og vísindamenn hafa gælt við þá hugmynd að klóna þá. Árið 2012 fengu rússneskir vísindamenn þiðið blómafræ til að spíra sem var um 32 þúsund ára gamalt en heimsmetið fyrir þann tíma var um 2000 ár. Veirur eru ekki lífverur í hefbundnum skilningi en engu að síður virðist nokkuð auðvelt að „lífga“ þær við með því að setja þær í lifandi hýsla, sem í þessu tilfelli eru amöbur. Það er ekki óalgengt að gamlar veirur séu lífgaðar við á þennan hátt á tilraunstofum til þess að fræðast meira um þær og sjá hvernig þær hafa áhrif á hýsla. Til að mynda var spænska veikin svokallaða (H1N1 inflúensa) endurlífguð af amerískum vísindamönnum árið 2004, 85 árum eftir að hún drap tugmilljónir jarðarbúa í einum mesta heimsfaraldri sögunnar. Sú veira var ræktuð úr líki inúítakonu sem fannst í sífreranum í Alaska. Abergel og Claverie lofa hins vegar að lífgun Mollivirus sé algerlega skaðlaust mannfólki. Tilraunirnar verði gerðar í öruggu umhverfi og veiran drepi einungis amöbur.

Chantal Abergel og Jean-Michel Claverie. Þau fundu veiruna við rannsóknir í Síberíu. Mynd: EPA. Chantal Abergel og Jean-Michel Claverie. Þau fundu veiruna við rannsóknir í Síberíu. Mynd: EPA.

Furðuverur


Það hefur mikla vísindalega þýðingu fyrir okkur að lífga þessar risaveirur við og sjá hvernig þær starfa og hvernig erfðamengi þeirra er uppbyggt. Abergel segir: „Við höldum að þessar risaveirur hjálpi okkur að skilja hvernig lífið byrjaði hér á jörð. Við höldum að það séu svo mörg gen sem eru sérstök í þessum erfðamengjum og það er margt sem hægt er að læra af þessum genum.“ Einungis um sjö prósent af genum risaveiranna eru áður þekkt. Abergel telur að veirurnar hafi þróast úr frumum. Frumum sem hafi verið allt öðruvísi en þær  sem við þekkjum í dag í hinu þriggja léna kerfi (gerlar, forngerlar og heilkjörnungar). Hún telur að sumar frumur hafi þróast út í þær sem við þekkjum í dag en aðrar hafi lifað á þeim og orðið að veirum. Risaveirurnar eru nýuppgötvaðar og rannsóknir ennþá á algjöru frumstigi. Ætla má að margar nýjar tegundir finnist á næstu árum og sennilega verða Abergel og Claverie ekki langt undan.

Stafar hætta?


Þó að þær risaveirur sem fundist hafa í sífreranum í Síberíu séu algerlega skaðlausar mannfólki kenna þær okkur að hafa varann á í framtíðinni. Það er ekki víst að allar frosnar veirur séu meinlausar. Óumflýjanlegt er að sífrerinn þiðni að einhverju leyti samfara loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þó veirur séu djúpt í jörð geta hlutir eins og jarðrask, námagröftur, olíu og gasleit á þessum svæðum komið þeim af stað. Það þarf ekki nema einn hýsil og eitt smit. Claviere segir: „Ef við pössum okkur ekki, og við iðnvæðum þessi svæði án þess að gera öryggisráðstafanir, eigum við það á hættu að vakna upp einn dag með veirur á borð við bólusótt sem við héldum að væri búið að uppræta.“ Fundur Abergel og Claviere getur svo sannarlega komið ímyndunaraflinu af stað. Einnn orðheppinn sagði að það væri nákvæmlega svona sem allar lélegar hryllingsmyndir hæfust. Framleiðendur tölvuleiksins Plague Inc. voru ekki lengi að nýta sér fundinn og bættu Pithovirus Sibericum inn í leikinn. Þar spilar maður sem veiran og takmarkið er að leggja undir sig allt mannkyn. Allar heimsendaspár eru sennilega úr lausu lofti gripnar en engu að síður er nauðsynlegt að sýna aðgát og gera frekari rannsóknir á þessum svæðum.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None