Þrjátíu þúsund ára gömul veira vaknar til lífsins

veira.jpg
Auglýsing

Frönsku vís­inda­menn­irnir og hjónin Chan­tal Abergel og Jean-Michel Claverie starfa hjá Aix-Marseille háskól­anum í Provence. Þau hafa nýlega fundið nýja teg­und af veiru í sífrer­anum í Aust­ur-Sí­ber­íu. Veiran sem þau hafa nefnt Moll­i­virus Siber­icum (Mjúka veiran frá Síber­íu) er af hinni svoköll­uðu risa­veiru­ætt sem er til­ölu­lega nýupp­götvuð og hafa þessar nýju risa­veirur vakið upp nokkrar spurn­ing­ar, t.d. varð­andi lofts­lags­breyt­ing­ar, sjúk­dóma í mönnum og upp­runa lífs­ins.

Skrímsli að stærð



Fyrsta risa­veiran, Mimi­virus, fannst árið 1992 í Brad­ford í Englandi. Fyrst var talið að um bakt­eríu væri að ræða en árið 2003 var hún skil­greind sem risa­veira. Síðan hafa nokkrar aðrar týpur fund­ist, meðal ann­ars í Ástr­alíu og Chile og frönsku hjónin hafa átt þátt í að finna og rann­saka þær flest­ar. Til þess að átta sig á stærð þeirra er gott að miða við hefð­bundna inflú­ensu­veiru sem hefur um 11 gen og er um 100 nanó­metrar í þver­mál. Risa­veir­urnar geta haft um 2500 gen og verið um 1000 sinnum stærri. Sú stærsta sem fund­ist hef­ur, Pand­ora­virus, er stærri en sumar bakt­er­íur og heilkjarna frum­ur. Þetta eru því sann­ar­lega skrímsli miðað við aðrar veir­ur, en góðu frétt­irnar eru þær að skrímslin ráð­ast ekki á menn heldur amöb­ur. Amöbur eru ein­frum­ungs slím­dýr sem lifa bæði í vot­lendi og innan í dýrum, þar á meðal mönn­um. Moll­i­virus er önnur risa­veiran sem Abergel og Claverie finna í sífrer­an­um. Á sein­asta ári komust þau í heims­frétt­irnar þegar þau fundu veiruna Pit­hovirus Siber­icum. Þau tóku sýni á 30 metra dýpi í sífrer­anum í Chukotka í Aust­ur-Sí­ber­íu, þíddu það og settu lif­andi amöbur í sýnið sem drápust í kjöl­far­ið. Moll­i­virus fannst í þessu sama sýni.





Ísald­ar­veirur



Sýnin eru tekin úr jarð­lagi frá svoköll­uðu pleistó­sen tíma­bili, sem í dag­legu tali er kallað ísöld. Má ætla að Pit­hovirus og Moll­i­virus séu um 30 þús­und ára gamlar veir­ur. Sífrer­inn við­heldur líf­verum á alveg ótrú­legan hátt. Mammútar hafa fund­ist þar svo heil­legir að kjötið af þeim er ætt og vís­inda­menn hafa gælt við þá hug­mynd að klóna þá. Árið 2012 fengu rúss­neskir vís­inda­menn þiðið blóma­fræ til að spíra sem var um 32 þús­und ára gam­alt en heims­metið fyrir þann tíma var um 2000 ár. Veirur eru ekki líf­verur í hef­bundnum skiln­ingi en engu að síður virð­ist nokkuð auð­velt að „lífga“ þær við með því að setja þær í lif­andi hýsla, sem í þessu til­felli eru amöb­ur. Það er ekki óal­gengt að gamlar veirur séu lífg­aðar við á þennan hátt á til­raun­stofum til þess að fræð­ast meira um þær og sjá hvernig þær hafa áhrif á hýsla. Til að mynda var spænska veikin svo­kall­aða (H1N1 inflú­ensa) end­ur­lífguð af amer­ískum vís­inda­mönnum árið 2004, 85 árum eftir að hún drap tug­millj­ónir jarð­ar­búa í einum mesta heims­far­aldri sög­unn­ar. Sú veira var ræktuð úr líki inúíta­konu sem fannst í sífrer­anum í Alaska. Abergel og Claverie lofa hins vegar að lífgun Moll­i­virus sé alger­lega skað­laust mann­fólki. Til­raun­irnar verði gerðar í öruggu umhverfi og veiran drepi ein­ungis amöb­ur.

Chantal Abergel og Jean-Michel Claverie. Þau fundu veiruna við rannsóknir í Síberíu. Mynd: EPA. Chan­tal Abergel og Jean-Michel Claverie. Þau fundu veiruna við rann­sóknir í Síber­íu. Mynd: EPA.

Auglýsing

Furðu­verur



Það hefur mikla vís­inda­lega þýð­ingu fyrir okkur að lífga þessar risa­veirur við og sjá hvernig þær starfa og hvernig erfða­mengi þeirra er upp­byggt. Abergel seg­ir: „Við höldum að þessar risa­veirur hjálpi okkur að skilja hvernig lífið byrj­aði hér á jörð. Við höldum að það séu svo mörg gen sem eru sér­stök í þessum erfða­mengjum og það er margt sem hægt er að læra af þessum gen­um.“ Ein­ungis um sjö pró­sent af genum risa­veir­anna eru áður þekkt. Abergel telur að veir­urnar hafi þró­ast úr frum­um. Frumum sem hafi verið allt öðru­vísi en þær  sem við þekkjum í dag í hinu þriggja léna kerfi (gerl­ar, forn­gerlar og heil­kjörn­ung­ar). Hún telur að sumar frumur hafi þró­ast út í þær sem við þekkjum í dag en aðrar hafi lifað á þeim og orðið að veir­um. Risa­veir­urnar eru nýupp­götv­aðar og rann­sóknir ennþá á algjöru frum­stigi. Ætla má að margar nýjar teg­undir finn­ist á næstu árum og senni­lega verða Abergel og Claverie ekki langt und­an.

Stafar hætta?



Þó að þær risa­veirur sem fund­ist hafa í sífrer­anum í Síberíu séu alger­lega skað­lausar mann­fólki kenna þær okkur að hafa var­ann á í fram­tíð­inni. Það er ekki víst að allar frosnar veirur séu mein­laus­ar. Óum­flýj­an­legt er að sífrer­inn þiðni að ein­hverju leyti sam­fara lofts­lags­breyt­ingum af manna­völd­um. Þó veirur séu djúpt í jörð geta hlutir eins og jarð­ra­sk, náma­gröft­ur, olíu og gasleit á þessum svæðum komið þeim af stað. Það þarf ekki nema einn hýsil og eitt smit. Claviere seg­ir: „Ef við pössum okkur ekki, og við iðn­væðum þessi svæði án þess að gera örygg­is­ráð­staf­an­ir, eigum við það á hættu að vakna upp einn dag með veirur á borð við bólu­sótt sem við héldum að væri búið að upp­ræta.“ Fundur Abergel og Claviere getur svo sann­ar­lega komið ímynd­un­ar­afl­inu af stað. Einnn orð­hepp­inn sagði að það væri nákvæm­lega svona sem allar lélegar hryll­ings­myndir hæfust. Fram­leið­endur tölvu­leiks­ins Plague Inc. voru ekki lengi að nýta sér fund­inn og bættu Pit­hovirus Siber­icum inn í leik­inn. Þar spilar maður sem veiran og tak­markið er að leggja undir sig allt mann­kyn. Allar heimsenda­spár eru senni­lega úr lausu lofti gripnar en engu að síður er nauð­syn­legt að sýna aðgát og gera frek­ari rann­sóknir á þessum svæð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None