Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
InuvikSky.jpg
Auglýsing

Þeir ætl­uðu ekki að trúa sínum eigin aug­um, vís­inda­menn­irnir á suð­ur­pólnum sem voru að gera rann­sóknir á loft­hjúpi jarðar árið 1985. Fyrsta mæl­ingin sýndi svo lítið magn ósons yfir haus­unum á þeim að mæli­tækin hlutu að vera bil­uð. Nokkrum mán­uðum síðar bár­ust ný mæli­tæki og sýndu sömu nið­ur­stöð­ur: Magn ósons yfir heim­skaut­inu var svo lítið að af því hlyti að steðja vá.

Svona segja áhuga­menn um gatið á óson­lag­inu sög­una um hvernig þetta vanda­mál varð fyrst við­ur­kennt í fræða­sam­fé­lag­inu. Aukin þynn­ing óson­lags­ins hafði verið til umræðu í um ára­tug áður, en aldrei höfðu feng­ist eins drama­­tískar mæl­ingar og árið 1985.

Um svipað leyti var að verða mikil vit­und­ar­vakn­ing um umgengni mann­fólks á jörð­inni. Ári eftir að sannað var að óson­lagið var götótt sprakk heill kjarna­ofn í Úkra­ínu og meng­aði gríð­ar­stórt land­svæði svo að þar verður ekki hægt að búa næstu 600 árin. Þremur árum síðar kom í ljós að gríð­ar­stór rusla­eyja flýtur með haf­straumum Kyrra­hafs­ins og nú, rúmum 20 árum síð­ar, erum við búin að hita and­rúms­loftið svo mikið að sífrer­inn í norð­an­verðu Rúss­landi er far­inn að bráðna og auka á gróð­ur­húsa­á­hrif­in.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_17/71[/em­bed]

Lestu nánar um gatið á óson­lag­inu í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans hér að ofan.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None