Þrýst á að listi yfir litlu fjárfestana sem fengu að kaupa í Íslandsbanka á afslætti verði birtur

Hluthafar Íslandsbanka munu þurfa að bera saman lista með á sextánda þúsund nöfnum til að finna út hvaða litlu fjárfestar fengu að kaupa í bankanum. Sögur ganga um að miðlarar hafi hringt í valda viðskiptavini og hleypt þeim að kaupum með afslætti.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Íslands­banki tekur nú saman lista yfir hlut­hafa í bank­anum fyrir og eftir sölu á 22,5 pró­sent hlut í bank­anum í síð­ustu viku með rúm­lega fjög­urra pró­sent afslætti af mark­aðsvirði. Sá listi verður aðgengi­legur öllum hlut­höf­um. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í munn­legri skýrslu um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem fram fór í þing­inu á mið­viku­dag. 

Bjarni sagði enn fremur að þar verði hægt „að bera saman hlut­haf­alist­ann eins og hann stóð fyrir söl­una og eins og hann stendur núna eftir söl­una.“ Auk þess sé von á ítar­legri sam­an­tekt frá Banka­sýslu rík­is­ins um söl­una sem yrði kynnt ráð­herra­nefnd um rík­is­fjár­mál á fundi sem fór fram í gær. „Ég hef enn fremur sent Banka­sýsl­unni bréf í því skyni að fá end­an­legan lista yfir úthlutun Banka­sýsl­unn­ar. Í anda gagn­sæis á öllum stigum máls­ins standa vænt­ingar mínar til þess að þessi gögn öll verði hægt að gera opin­ber nema lög standi því í veg­i.“

Ástæða þess að Bjarni var að ræða þetta voru spurn­ingar stjórn­ar­and­stöð­unnar um hvaða litlu fag­fjár­festar fengu að kaupa í rík­is­banka með afslætti, en fyrir liggur að stór hluti þeirra 430 bjóð­enda sem var val­inn til að kaupa í Íslands­banka í síð­ustu viku voru einka­fjár­festar sem keyptu litla hluti.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Banka­sýslu rík­is­ins í gær­morgun og kall­aði eftir því að fá lista yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­banka í síð­ustu viku, en hún fer með 45 pró­sent hlut í bank­anum fyrir hönd almenn­ings í land­inu og sá um söl­una. Í svari for­stjóra henn­ar, Jóns Gunn­ars Jóns­son­ar, sagði að hann gæti ekki veitt þær upp­lýs­ingar „á þess­ari stund­u“. Kjarn­inn sendi sömu­leiðis fyr­ir­spurn á Íslands­banka og bað um hlut­haf­alista bank­ans. Ekki hefur borist svar við þeirri fyr­ir­spurn. 

Hlut­hafar Íslands­banka voru 15.600 um síð­ustu ára­mót og eru því senni­lega um 16 þús­und í dag. Til að finna út hvaða litlu fjár­festar fengu að kaupa í Íslands­banka þarf að bera saman þá lista. Miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram hafa komið geta fjöl­miðlar ekki fengið aðgang að list­anum nema að blaða­menn­irnir sem um biðja séu beinir hlut­hafar í bank­an­um.

Ráð­gjafar völdu minni aðila til að taka þátt

Alls 430 bjóð­endur fengu að kaupa hlut í bank­anum í lok­uðu til­boð­sút­boði sem fram fór á þriðju­dag í síð­ustu viku. Þeir greiddu alls 52,65 millj­arða króna fyrir hlut­inn, sem var 2,25 millj­arða króna afsláttur af mark­aðsvirði. Fyrir liggur að stórir stofn­ana­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóði og verð­bréfa­sjóði keyptu mest. En fjöl­mörgum minni aðilum var líka hleypt að. 

Auglýsing
Flestir hinna svoköll­uðu „fag­fjár­­­festa“ sem fengu að kaupa í bank­­anum með afslætti eru nefni­lega ein­stak­l­ingar sem voru metnir hæfir til þátt­­töku af þeim fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum sem valdir voru sem sölu­ráð­gjaf­­ar, og eru í mörgum til­­vikum þau sömu og umræddir aðilar eiga í við­­skiptum við dags dag­­lega. Fyr­ir­tækið á þá að leggja mat á sér­­­fræð­i­kunn­áttu, þekk­ingu og reynslu við­kom­andi og hvort hún veiti næg­i­­­lega vissu fyrir því að hann geti sjálfur tekið ákvarð­­­anir um fjár­­­­­fest­ingar og skilji áhætt­una sem í þeim felst. 

Til að þessir ein­stak­l­ingar geti talist fag­fjár­­­­­festar þurfa þeir að upp­­­­­fylla að minnsta kosti tvö af þremur skil­yrð­um: í fyrsta lagi að hafa átt umtals­verð við­­­skipti á við­eig­andi síð­­­ast­liðið ár, eða að með­­­al­tali a.m.k. tíu sinnum á hverjum árs­fjórð­ungi, í öðru lagi að fjár­­­­­mála­­­gern­ingar þeirra og inn­­i­­­stæður séu sam­an­lagt virði 500 þús­und evra (71 milljón króna) eða meira eða í þriðja lagi að fjár­­­­­festir hafi gegnt eða gegni, í að minnsta eitt ár, stöðu í fjár­­­­­mála­­­geir­­­anum sem krefst þekk­ingar á fyr­ir­hug­uðum við­­­skiptum eða þjón­ust­u. 

Innan fjár­mála­geirans er mikið rætt um að það hverjir hafi verið valdir til þátt­töku í þessu ferli af ráð­gjöfum Banka­sýsl­unnar og á Alþingi í mið­viku­dag voru lagðar fram spurn­ingar um það. Auk þess var kallað eftir skýr­ingum á nauð­syn þess að ein­stak­lingar sem versla hluta­bréf fyrir nokkrar millj­ónir króna í hverjum við­skiptum hafi verið hleypt inn í þessi afslátt­ar­við­skipti þegar þeir hefðu alveg getað átt slík við­skipti á eft­ir­mark­aði ef þeir vildu eign­ast hlut í Íslands­banka. 

„Fáum við að sjá þessi nöfn?“

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra út þann hóp lít­illa fjár­festa sem fékk að kaupa í Íslands­banka í þing­inu á mið­viku­dag. Hún benti á að hug­myndin á bak­við til­boðs­ferli, sem er sú sölu­teg­und sem ráð­ist var í, væri að það væri rétt­læt­an­legt að veita afslátt frá mark­aðsvirði vegna þess að inn væru að koma stórir aðil­ar, sem væru að kaupa stóran bita og taka með því mikla mark­aðs­á­hættu. Upp­lýst hefði verið í gegnum inn­herj­a­lista að aðilar hafi fengið að kaupa 55 millj­óna króna hlut, 27 millj­óna króna hlut, 11 millj­óna króna hlut. Þar er um að ræða Ara Dan­í­els­­son, stjórn­­­ar­­mann í Íslands­­­banka, sem keypti fyrir 55 millj­­ónir króna, Rík­­harð Daða­­son, sam­býl­is­­mann Eddu Her­­manns­dóttur mark­aðs- og sam­­skipta­­stjóra bank­ans, sem keypti fyrir tæpar 27 millj­­ónir króna og Ásmund Tryggva­­son, fram­­kvæmda­­stjóra fyr­ir­tækja og fjár­­­fest­inga­sviðs, sem keypti fyrir rúmar 11 millj­­ónir króna en við­skipti þeirra voru til­kynnt til Kaup­hallar Íslands vegna tengsla þeirra.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Í ræðu sinni sagði Kristrún að þessir aðilar hefðu hæg­lega getað keypt á eft­ir­mark­aði. „Þetta eru ekki stór­ir, umfangs­miklir lang­tíma­fjár­festar sem voru að taka á sig mikla mark­aðs­á­hættu. Hver er til­gang­ur­inn með því að hleypa svona aðilum að í afslátt? Verða þessir aðil­ar, þessir litlu aðilar sem fljóta svona með til hlið­ar, á þessum lista sem verður birtur eða er þetta bara þessi klass­íski listi sem kemur fram yfir þá sem eru með langstærstu hlut­ina?“

­Bjarni útskýrði til­gang­inn í svari sínu en svar­aði ekki hvort list­inn yfir litlu aðil­anna yrði birt­ur. Kristrún ítrek­aði því seinni spurn­ing­una og sagði það ekki „gott í ferli sem á að vera gagn­sætt og yfir alla gagn­rýni hafin að það ber­ist slúð­ur, gróu­sög­ur, upp­lýs­ingar um að sumir hafi fengið sím­tal frá sínum verð­bréfa­miðl­ara og aðrir ekki. Hug­myndin á bak við til­boðs­verð af þessu tagi þar sem verið er að grípa inn í mark­aðs­verð – í almenna útboð­inu á sínum tíma var bank­inn ekki kom­inn á markað – er að það séu góð og gild rök fyrir slíku. Ég get ekki séð, þegar var svona mikil umfram­eft­ir­spurn hjá stórum aðilum sem vildu fá inn, að það hefði átt að hleypa svona litlum fjár­festum að. Fáum við að sjá þessi nöfn? Munu þau vera á þessum lista og hvenær kemur hann?“

Bjarni end­ur­tók að Íslands­banki myndi gera aðgengi­legan allan hlut­haf­alist­ann eins og hann var fyrir útboðið og eins og hann líti út eftir útboð­ið. „Ég hef sömu­leiðis kallað eftir en ekki enn fengið nið­ur­stöðu úthlut­un­ar­innar og vil gera hana aðgengi­lega og mun gera það, nema mér séu ein­hverjar hömlur settar með lögum til þess að gera það, sem ég vona og trúi ekki að sé.“

Bjarkey vonar að kerfið stoppi ekki birt­ingu

Kristrún spurði Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann Vinstri grænna og for­mann fjár­laga­nefnd­ar, líka út í sama mál og hvernig fram­kvæmdin með litlu fjár­fest­anna slægi hana. 

Bjarkey svar­aði því til að aðkoma minni fjár­festa hefði ein­fald­lega ekki verið rædd í fjár­laga­nefnd þegar verk­lagið á útboð­inu var kynnt fyrir henni. Það hafi mögu­lega verið vegna þess að nefnd­ar­menn hafi hugsað stórt. „Við veltum alltaf fyrir okkur hverjir það væru sem gætu keypt og hugs­uðum fyrst og fremst kannski um líf­eyr­is­sjóð­ina og ein­hverja almenna stóra fjár­festa sem við sæjum fyrir okkur sem lang­tíma­fjár­festa. Ég ætla ekki að halda því fram fyrr en ég er búin að fá ein­hver svör hvernig það bar til, aðkoma þess­ara minni fjár­festa. Hvernig þeir voru vald­ir. Ég ætla ekki að fella neinar stórar skoð­anir um hvort það sé heppi­legt eða ekki heppi­leg­t.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarkey tók þó undir með Kristrúnu um að það væri óheppi­legt að um fyr­ir­komu­lagið ríki óskýr­leiki og að það treysti ekki stoðir undir því að banka­kerfið standi undir því trausti sem vilji er til að það hafi. „Það er kannski ang­inn sem ég hef áhyggjur af í þessu sam­heng­i.“

Hún bætti svo við að það yrði að ýta af fullum þunga eftir því að list­inn yfir alla sem fengu að kaupa yrði birt­ur. „Ég vona svo sann­ar­lega að það sé ekk­ert innan kerf­is­ins sem stoppar okk­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar