EPA

Fótboltaheimurinn engist um vegna lokaðrar elítudeildar stórliða

Stuðningsmenn, stjórnmálamenn, keppinautar og æðstu valdabatterí knattspyrnuheimsins hafa gagnrýnt áform 12 evrópskra fótboltaliða um stofnun ofurdeildar fyrir útvalda. Þau eru sögð ganga gegn öllu því sem fótbolti sem íþrótt eigi að standa fyrir.

Tólf af stærstu fót­bolta­liðum Evr­ópu, sex ensk, þrjú ítölsk og þrjú spænsk, til­kynntu á sunnu­dags­kvöld að þau hefðu ákveðið að ger­ast stofn­fé­lagar í nýrri evr­ópskri félags­liða­keppni, The Super League. Einka­deild fyrir öfl­ug­ustu lið álf­unn­ar.

Í dag taka þessi lið þátt í félags­liða­keppnum sem skipu­lagðar eru af evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu UEFA, en sú þátt­taka myndi heyra sög­unni til ef af Ofur­deild­inni verð­ur.

Þessi félög munu því ekki lengur hafa það að mark­miði að vinna sér inn þátt­töku­rétt í keppnum bestu liða Evr­ópu með því að standa sig vel heima fyr­ir.

Þau munu þess í stað stíga inn í hina nýju Ofur­deild, jafn­vel strax næsta haust, með vissu um að vera þar á hverju ári og njóta þeirra miklu tekna sem fyr­ir­sjá­an­lega verða af sölu sýn­ing­ar­réttar fyrir þessa sýn­ing­ar­deild stærstu liða Evr­ópu.

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu lið­anna er stefnt á að alls 15 lið ger­ist stofn­fé­lagar í heild­ina – og síðan fái fimm félög til við­bótar að taka þátt á hverju tíma­bili, sam­kvæmt ein­hverjum óút­færðum við­mið­um. Við­brögðin við þessu útspili, sem á sér all­nokkurn aðdrag­anda, hafa verið nán­ast á eina leið – nei­kvæð með ein­dæm­um.

Knatt­spyrnu­að­dá­endur víða um heim, stjórn­mála­menn og knatt­spyrnu­hreyf­ingin nán­ast eins og hún leggur sig, fyrir utan þessi tólf lið, hefur brugð­ist ókvæða við áformum stór­lið­anna. Refsi­að­gerðum hefur verið hótað af hálfu bæði UEFA og Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA auk knatt­spyrnu­sam­banda Eng­lands, Spánar og Ítal­íu.

Til stendur að meina leik­mönnum stór­lið­anna tólf að spila með lands­liðum sínum í keppnum á vegum UEFA og FIFA og jafn­vel hefur komið til tals að liðin tólf verði svipt rétt­inum til þess að taka þátt í deild­ar­keppn­unum heima fyr­ir.

Ljóst þykir að framundan sé hörð störu­keppni um eðli fót­bolt­ans í Evr­ópu og að bar­áttan um hin ýmsu atriði muni verða leyst frammi fyrir dóm­stól­um.

Kjarn­inn tók saman nokkra mola um þessar miklu svipt­ingar í evr­ópska fót­bolta­heim­in­um.

Risa­klúb­b­arnir vilja meira fé í sína vasa

Pen­ing­ar, pen­ingar og aftur pen­ingar virð­ast aðal­á­stæðan fyrir því að stór­liðin ætla að stofna sína einka­deild. Þrátt fyrir að pen­ing­arnir í fót­bolt­anum séu gríð­ar­legir og bilið á milli stærstu liða Evr­ópu og þeirra minni sé sífellt að aukast, virð­ist eig­endur lið­anna ekki geta fengið nóg. Ekki einu sinni nóg til þess að hafa rekstur félag­anna sjálf­bær­an.

Auglýsing

Tekju­streymið inn í bolt­ann hefur marg­fald­ast vegna auk­inna tekna af sjón­varps­út­send­ingum frá alda­mótum en samt hafa mörg af stærstu og sögu­fræg­ustu liðum Evr­ópu, sér­stak­lega þau sem eru utan Eng­lands, safnað gríð­ar­legum skuld­um. Staðan hefur versnað í heims­far­aldr­in­um, þar sem félögin hafa orðið af miða­sölu­tekj­um.

Spænsku stór­liðin Barcelona og Real Madrid eru bæði stór­skuldug og ítölsku liðin Juventus og Inter eru sömu­leiðis í krögg­um. Þessi rót­grónu félög hafa að ein­hverju marki ekki náð að keppa við fjár­streymið sem komið hefur inn frá vell­auð­ugum eig­endum liða á borð við Chel­sea, Manchester City og París St. Germain og hafa skuld­sett sig mikið til að vera sam­keppn­is­hæf.

Risa­klúbbar álf­unnar hafa lengi haldið því fram að þeir eigi að fá stærri hluta af fénu sem rennur til UEFA frá sjón­varps­stöðvum vegna sýn­inga­rétt­ar, þar sem það sé vegna þeirra sem áhorf­endur lað­ist að skján­um. Og nú hafa þeir stigið rót­tækt skref.

Pexels

Áætlað er að hvert lið­anna muni fá 200-300 millj­ónir evra í sinn hlut bara fyrir að hefja leik í Ofur­deild­inni og að hægt verði að selja sjón­varps­rétt­indin fyrir stjarn­fræði­legar þegar fram í sækir, jafn­vel með þeim hætti að fara fram­hjá sjón­varps­stöðv­unum og bjóða upp á beint net­streymi af Ofur­deild­inni, milli­liða­laust.

Banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn JP Morgan Chase kemur að fjár­mögnun ofur­deildar­æv­in­týr­is­ins. Bank­inn er sagður ætla að leggja um 3,5 millj­arða evra inn í deild­ina til að byrja með.

Hluta­bréfa­verð liða tekur vænan kipp

Hluta­bréfa­verð í þeim tveimur stofn­fé­lögum Ofur­deild­ar­innar sem skráð eru á markað hefur hækkað tals­vert í dag. Hluta­bréf í Juventus hækk­uðu um tæp 18 pró­sent í kaup­höll­inni í Mílanó og mark­aðsvirði Manchester United, sem er skráð á hluta­bréfa­markað í New York, höfðu hækkað um tæp 8 pró­sent þegar þetta var skrif­að.

Stjórn­endur þess­ara tveggja félaga, Andrea Agn­alli stjórn­ar­for­maður Juventus og Joel Glazer annar stjórn­ar­for­manna Manchester United, verða vara­for­menn stjórnar Ofur­deild­ar­inn­ar. Flor­entino Peréz, for­seti Real Madrid, verður stjórn­ar­for­maður deild­ar­inn­ar.

Þjóð­verjar virð­ast sam­stíga um að vera á móti

Ekk­ert þýskt lið er á meðal stofn­fé­laga Ofur­deild­ar­inn­ar, enn sem komið er hið minnsta. Þar er fyr­ir­komu­lagið þannig að aðdá­endur eiga meiri­hlut­ann í flestum liðum og á það við um bæði Bayern München og Dort­mund, sem eru tvö sterk­ustu og sögu­fræg­ustu lið lands­ins. Orðrómur var um að þau yrðu í hópi stofn­fé­lag­anna, en því hefur verið vísað á bug.

Auglýsing

Þýska knatt­spyrnu­sam­bandið og efstu deild­irnar í Þýska­landi sendu frá sér yfir­lýs­ingu í dag þar sem fullum stuðn­ingi var heitið við allar gagn­að­gerðir UEFA og FIFA og knatt­spyrnu­sam­banda ein­staka ríkja sömu­leið­is.

Í yfir­lýs­ing­unni sagði að ekki mætti láta fjár­hags­lega hags­muni nokk­urra topp­liða á Englandi, Ítalíu og Spáni grafa undan upp­bygg­ingu evr­ópsku félags­liða­keppn­inn­ar.

„Fót­bolt­inn í Evr­ópu þrífst á því að það er fræði­lega mögu­legt fyrir öll lið að keppa við þau bestu í álf­unni. Þessum draumi má ekki skipta út fyrir nær alveg lokað sam­fé­lag,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni frá Þýska­landi.

Bresk stjórn­völd heita því að gera allt sem þau geta

Í Englandi er málið rætt á æðstu stöð­um. Oli­ver Dowden, ráð­herra menn­ing­ar­mála, segir að breska rík­is­stjórnin sé til­búin að gera „hvað sem er“ til þess að áætl­an­irnar verði kæfðar í fæð­ingu, að minnsta kosti hvað ensku liðin varð­ar.

Dowden ávarp­aði þingið í West­min­ster vegna máls­ins í dag og sagði að enska knatt­spyrnu­sam­bandið hefði fullan stuðn­ing rík­is­stjórnar Boris John­son til þess að beita ensku félögin sex við­ur­lögum fyrir að ganga inn í Ofur­deild­ina.

Ráð­herr­ann segir áformin ógna allri virð­is­keðj­unni í kringum fót­bolt­ann í Englandi, þar sem féð flæði frá ensku úrvals­deild­inni niður fót­boltap­íramíd­ann í land­inu og út í nær­sam­fé­lag­ið. Mörg lið í neðri deildum í land­inu hafa barist í bökkum und­an­farin ár og staða þeirra er orðin enn verri vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins.

Ofur­deild­ar­á­form skyggja á breytt fyr­ir­komu­lag í keppnum UEFA

UEFA hefur und­an­farið verið að vinna að breyt­ingum á keppn­is­fyr­ir­komu­lag­inu í Evr­ópu­keppnum sín­um, meðal ann­ars Meist­ara­deild Evr­ópu. Þær breyt­ingar voru kynntar í dag og hafa í ljósi aðstæðna fengið tak­mark­aða athygli, enda ljóst að ef Ofur­deildin verður að veru­leika mun vægi keppn­anna á vegum UEFA dvína veru­lega.

Auglýsing

Breyt­ing­arnar segja stjórn­endur UEFA einmitt hafa verið ætl­aðar til þess að koma til móts við stóru liðin og saka for­svars­menn lið­anna um að hafa stungið sig í bak­ið.

Aðdá­enda­hópar lið­anna sjálfra hata áformin

Opin­ber stuðn­ings­manna­sam­tök nærri allra lið­anna sem ætla sér þátt­töku í Ofur­deild­inni leggj­ast alfarið gegn verk­efn­inu og saka eig­endur liða sinna um hömlu­lausa græðgi.

Stuðn­ings­manna­sam­tök Chel­sea segja ákvörðun félags­ins um að taka þátt í verk­efn­inu hreint og beint svik­sam­lega. Ekk­ert til­lit hafi verið tekið til stuðn­ings­manna, sögu félags­ins, fram­tíðar þess eða fram­tíð fót­bolt­ans í Englandi.

Sam­tök stuðn­ings­manna Manchester United taka í sama streng og segja ákvörð­un­ina fara gegn öllu sem íþróttin og félagið sem þeir styðja eigi að standa fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent