„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi

Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.

Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Auglýsing

Eigendur Hörpu, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu til alls 728 milljónir króna í rekstrarframlag í fyrra. Upphaflega átti rekstrarframlagið að vera 450 milljónir króna en vegna áhrifa heimsfaraldursins var það aukið um 278 milljónir króna. Aðrar tekjur af starfsemi hússins voru 538 milljónir króna og drógust saman um 56 prósent milli ára. Því var rekstrarframlag eigenda tæplega 58 prósent af öllum tekjum Hörpu á árinu 2020. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hörpu fyrir síðasta ár.

Þar segir að lil viðbótar við framlög að fjárhæð 450 milljónir króna árið 2021 hafi eigendur staðfest sérstakt framlag vegna áhrifa COVID-19 og muni það tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar að óbreyttu út árið 2021. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lagði blessun sína yfir viðbótarstuðning eigenda Hörpu við húsið í desember í fyrra. ESA veitti eig­endum húss­ins heim­ild til þess að bæta tjón Hörpu vegna heimsfaraldursins að fullu með fjár­fram­lögum úr opin­berum sjóðum ríkis og borg­ar. 

Auglýsing
Við blasa hins vegar stærri vandamál sem þarf að taka á. Í ársreikningnum segir að  rekstrarforsendur og grundvöllur starfsemi í Hörpu þarfnist endurskoðunar. Sú staða sé ekki ný heldur hafi hún einkennt starfsemina frá opnun hússins. Skýringarnar fyrir því eru meðal annars hár kostnaður við rekstur fasteignarinnar og mun hærri fasteignagjöld en gert hafði verið ráð fyrir. „Alvarleg staða er að skapast vegna uppsafnaðs viðhalds á fasteign og búnaði sem hefur ekki hefur verið hægt að sinna og sömuleiðis er skortur á fjármagni til að sinna til hlítar menningarhlutverki Hörpu sem kveðið er á um í eigendastefnu Hörpu.“

Ríki og borg tóku yfir

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­ur­­­borg sam­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­­ur­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­banka Íslands og Nýsis, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­ar­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­unum til að fjár­­­­­magna yfir­­­tök­una. Í skrif­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­spurn þing­­­manns­ins Marðar Árna­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra þegar ríki og borg tóku yfir Hörpu. Hún er í dag forsætisráðherra. MYND: Bára Huld Beck

Þar sagði orð­rétt að „for­­­sendur fyrir yfir­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­ur­hafn­­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­­húsið Harpan er nú í 54 pró­­sent eigu rík­­is­ins og 46 pró­­sent í eigu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. 

Kostnaður eigenda kominn í 14,4 milljarða króna

Eigendurnir hafa alls greitt 11,6 milljarða króna í endurgreiðslu láns vegna byggingarkostnaðar Hörpu frá því að  húsið opnaði árið 2011. Fyrsti gjalddagi lánsins var í maí 2013 og síðasti gjalddagi verður þann 15. febrúar 2046. Áætluð afborgun næsta árs er um 500,6 milljónir króna en áætluð heildargreiðsla lánsins með vöxtum og verðbótum er 1.201,6 milljónir króna á árinu 2021.

Til viðbótar hafa þeir greitt áðurnefnd rekstrarframlög sem samtals hafa numið rúmlega 2,8 milljörðum króna síðastliðinn áratug. Samanlagt hafa ríki og borg því greitt 14,4 milljarða króna vegna Hörpu á tímabilinu. Í ár munu bætast hátt í tveir milljarðar króna við þá tölu án tekist tillits til viðbótarkostnaðar vegna uppsafnaðs viðhalds.

Reykjavíkurborg fær umtalsverðar beinar tekjur vegna hússins á móti sínu framlagi í formi fasteignagjalda. Þau voru 311 milljónir króna í fyrra. Mikillar óánægju hefur gætt á meðal þeirra sem stýra málum hjá Hörpu með það hversu há fasteignagjöld eru lögð á starfsemina. Upphaflega miðaði Þjóðskrá Íslands fasteignamat Hörpu við byggingarkostnað hússins. Rekstrarfélag Hörpu var afar ósátt með þá flokkun og málið fór fyrir dómstóla, enda ljóst að þorri rekstrartekna Hörpu fyrstu árin eftir að húsið opnaði myndi fara til greiðslu fasteignagjalda, sem rukkuð voru af öðrum eiganda hússins. Hæstiréttur Íslands ógilti úrskurð yfirfasteignamatsnefndar í málinu snemma árs 2016 og við það lækkuðu fasteignaskattar Hörpu umtalsvert. Þeir eru þó enn háir og í fyrra voru þeir til að mynda 58 prósent af öllum rekstrartekjum Hörpu utan framlags eigenda. Það er þó vert að endurtaka að þær tekjur rúmlega helminguðust á milli áranna 2019 og 2019 vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar