„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi

Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.

Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Auglýsing

Eig­endur Hörpu, íslenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg, lögðu tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús­inu Hörpu til alls 728 millj­ónir króna í rekstr­ar­fram­lag í fyrra. Upp­haf­lega átti rekstr­ar­fram­lagið að vera 450 millj­ónir króna en vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins var það aukið um 278 millj­ónir króna. Aðrar tekjur af starf­semi húss­ins voru 538 millj­ónir króna og dróg­ust saman um 56 pró­sent milli ára. Því var rekstr­ar­fram­lag eig­enda tæp­lega 58 pró­sent af öllum tekjum Hörpu á árinu 2020. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Hörpu fyrir síð­asta ár.

Þar segir að lil við­bótar við fram­lög að fjár­hæð 450 millj­ónir króna árið 2021 hafi eig­endur stað­fest sér­stakt fram­lag vegna áhrifa COVID-19 og muni það tryggja rekstr­ar­hæfi sam­stæð­unnar að óbreyttu út árið 2021. Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) lagði blessun sína yfir við­bót­ar­stuðn­ing eig­enda Hörpu við húsið í des­em­ber í fyrra. ESA veitti eig­endum hús­s­ins heim­ild til þess að bæta tjón Hörpu vegna heims­far­ald­urs­ins að fullu með fjár­­fram­lögum úr opin­berum sjóðum ríkis og borg­­ar. 

Auglýsing
Við blasa hins vegar stærri vanda­mál sem þarf að taka á. Í árs­reikn­ingnum segir að  rekstr­ar­for­sendur og grund­völlur starf­semi í Hörpu þarfn­ist end­ur­skoð­un­ar. Sú staða sé ekki ný heldur hafi hún ein­kennt starf­sem­ina frá opnun húss­ins. Skýr­ing­arnar fyrir því eru meðal ann­ars hár kostn­aður við rekstur fast­eign­ar­innar og mun hærri fast­eigna­gjöld en gert hafði verið ráð fyr­ir. „Al­var­leg staða er að skap­ast vegna upp­safn­aðs við­halds á fast­eign og bún­aði sem hefur ekki hefur verið hægt að sinna og sömu­leiðis er skortur á fjár­magni til að sinna til hlítar menn­ing­ar­hlut­verki Hörpu sem kveðið er á um í eig­enda­stefnu Hörpu.“

Ríki og borg tóku yfir

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg sam­­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­­­ur­­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­­banka Íslands og Nýs­is, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­­ar­­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­­unum til að fjár­­­­­­­magna yfir­­­­tök­una. Í skrif­­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­­spurn þing­­­­manns­ins Marðar Árna­­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra þegar ríki og borg tóku yfir Hörpu. Hún er í dag forsætisráðherra. MYND: Bára Huld Beck

Þar sagði orð­rétt að „for­­­­sendur fyrir yfir­­­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­­ur­hafn­­­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Tón­list­­­ar- og ráð­­­stefn­u­­­húsið Harpan er nú í 54 pró­­­sent eigu rík­­­is­ins og 46 pró­­­sent í eigu Reykja­vík­­­­­ur­­­borg­­­ar. 

Kostn­aður eig­enda kom­inn í 14,4 millj­arða króna

Eig­end­urnir hafa alls greitt 11,6 millj­arða króna í end­ur­greiðslu láns vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar Hörpu frá því að  húsið opn­aði árið 2011. Fyrsti gjald­dagi láns­ins var í maí 2013 og síð­asti gjald­dagi verður þann 15. febr­úar 2046. Áætluð afborgun næsta árs er um 500,6 millj­ónir króna en áætluð heild­ar­greiðsla láns­ins með vöxtum og verð­bótum er 1.201,6 millj­ónir króna á árinu 2021.

Til við­bótar hafa þeir greitt áður­nefnd rekstr­ar­fram­lög sem sam­tals hafa numið rúm­lega 2,8 millj­örðum króna síð­ast­lið­inn ára­tug. Sam­an­lagt hafa ríki og borg því greitt 14,4 millj­arða króna vegna Hörpu á tíma­bil­inu. Í ár munu bæt­ast hátt í tveir millj­arðar króna við þá tölu án tek­ist til­lits til við­bót­ar­kostn­aðar vegna upp­safn­aðs við­halds.

Reykja­vík­ur­borg fær umtals­verðar beinar tekjur vegna húss­ins á móti sínu fram­lagi í formi fast­eigna­gjalda. Þau voru 311 millj­ónir króna í fyrra. Mik­illar óánægju hefur gætt á meðal þeirra sem stýra málum hjá Hörpu með það hversu há fast­eigna­gjöld eru lögð á starf­sem­ina. Upp­haf­lega mið­aði Þjóð­skrá Íslands fast­eigna­mat Hörpu við bygg­ing­ar­kostnað húss­ins. Rekstr­ar­fé­lag Hörpu var afar ósátt með þá flokkun og málið fór fyrir dóm­stóla, enda ljóst að þorri rekstr­ar­tekna Hörpu fyrstu árin eftir að húsið opn­aði myndi fara til greiðslu fast­eigna­gjalda, sem rukkuð voru af öðrum eig­anda húss­ins. Hæsti­réttur Íslands ógilti úrskurð yfir­fast­eigna­mats­nefndar í mál­inu snemma árs 2016 og við það lækk­uðu fast­eigna­skattar Hörpu umtals­vert. Þeir eru þó enn háir og í fyrra voru þeir til að mynda 58 pró­sent af öllum rekstr­ar­tekjum Hörpu utan fram­lags eig­enda. Það er þó vert að end­ur­taka að þær tekjur rúm­lega helm­ing­uð­ust á milli áranna 2019 og 2019 vegna áhrifa heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar