„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi

Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.

Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
Auglýsing

Eigendur Hörpu, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu til alls 728 milljónir króna í rekstrarframlag í fyrra. Upphaflega átti rekstrarframlagið að vera 450 milljónir króna en vegna áhrifa heimsfaraldursins var það aukið um 278 milljónir króna. Aðrar tekjur af starfsemi hússins voru 538 milljónir króna og drógust saman um 56 prósent milli ára. Því var rekstrarframlag eigenda tæplega 58 prósent af öllum tekjum Hörpu á árinu 2020. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hörpu fyrir síðasta ár.

Þar segir að lil viðbótar við framlög að fjárhæð 450 milljónir króna árið 2021 hafi eigendur staðfest sérstakt framlag vegna áhrifa COVID-19 og muni það tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar að óbreyttu út árið 2021. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lagði blessun sína yfir viðbótarstuðning eigenda Hörpu við húsið í desember í fyrra. ESA veitti eig­endum húss­ins heim­ild til þess að bæta tjón Hörpu vegna heimsfaraldursins að fullu með fjár­fram­lögum úr opin­berum sjóðum ríkis og borg­ar. 

Auglýsing
Við blasa hins vegar stærri vandamál sem þarf að taka á. Í ársreikningnum segir að  rekstrarforsendur og grundvöllur starfsemi í Hörpu þarfnist endurskoðunar. Sú staða sé ekki ný heldur hafi hún einkennt starfsemina frá opnun hússins. Skýringarnar fyrir því eru meðal annars hár kostnaður við rekstur fasteignarinnar og mun hærri fasteignagjöld en gert hafði verið ráð fyrir. „Alvarleg staða er að skapast vegna uppsafnaðs viðhalds á fasteign og búnaði sem hefur ekki hefur verið hægt að sinna og sömuleiðis er skortur á fjármagni til að sinna til hlítar menningarhlutverki Hörpu sem kveðið er á um í eigendastefnu Hörpu.“

Ríki og borg tóku yfir

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­ur­­­borg sam­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­­ur­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­banka Íslands og Nýsis, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­ar­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­unum til að fjár­­­­­magna yfir­­­tök­una. Í skrif­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­spurn þing­­­manns­ins Marðar Árna­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra þegar ríki og borg tóku yfir Hörpu. Hún er í dag forsætisráðherra. MYND: Bára Huld Beck

Þar sagði orð­rétt að „for­­­sendur fyrir yfir­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­ur­hafn­­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­­húsið Harpan er nú í 54 pró­­sent eigu rík­­is­ins og 46 pró­­sent í eigu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. 

Kostnaður eigenda kominn í 14,4 milljarða króna

Eigendurnir hafa alls greitt 11,6 milljarða króna í endurgreiðslu láns vegna byggingarkostnaðar Hörpu frá því að  húsið opnaði árið 2011. Fyrsti gjalddagi lánsins var í maí 2013 og síðasti gjalddagi verður þann 15. febrúar 2046. Áætluð afborgun næsta árs er um 500,6 milljónir króna en áætluð heildargreiðsla lánsins með vöxtum og verðbótum er 1.201,6 milljónir króna á árinu 2021.

Til viðbótar hafa þeir greitt áðurnefnd rekstrarframlög sem samtals hafa numið rúmlega 2,8 milljörðum króna síðastliðinn áratug. Samanlagt hafa ríki og borg því greitt 14,4 milljarða króna vegna Hörpu á tímabilinu. Í ár munu bætast hátt í tveir milljarðar króna við þá tölu án tekist tillits til viðbótarkostnaðar vegna uppsafnaðs viðhalds.

Reykjavíkurborg fær umtalsverðar beinar tekjur vegna hússins á móti sínu framlagi í formi fasteignagjalda. Þau voru 311 milljónir króna í fyrra. Mikillar óánægju hefur gætt á meðal þeirra sem stýra málum hjá Hörpu með það hversu há fasteignagjöld eru lögð á starfsemina. Upphaflega miðaði Þjóðskrá Íslands fasteignamat Hörpu við byggingarkostnað hússins. Rekstrarfélag Hörpu var afar ósátt með þá flokkun og málið fór fyrir dómstóla, enda ljóst að þorri rekstrartekna Hörpu fyrstu árin eftir að húsið opnaði myndi fara til greiðslu fasteignagjalda, sem rukkuð voru af öðrum eiganda hússins. Hæstiréttur Íslands ógilti úrskurð yfirfasteignamatsnefndar í málinu snemma árs 2016 og við það lækkuðu fasteignaskattar Hörpu umtalsvert. Þeir eru þó enn háir og í fyrra voru þeir til að mynda 58 prósent af öllum rekstrartekjum Hörpu utan framlags eigenda. Það er þó vert að endurtaka að þær tekjur rúmlega helminguðust á milli áranna 2019 og 2019 vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar