Rússar herða tökin í Úkraínu

Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.

Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Auglýsing

Stríðið í Aust­ur-Úkra­ínu, sem hefur kraumað í nokkur ár og vakið mis­mikla athygli, hefur stig­magn­ast að und­an­förnu. Rússar hafa flutt mik­inn her­afla að landa­mærum Úkra­ínu, allt að hund­rað þús­und her­menn, og Banda­ríkin séð ástæðu til að bregð­ast við og íhug­uðu um tíma að senda flug­móð­ur­skip inn á Svarta­haf. Átökin hófust árið 2014, skömmu eftir að Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga, þegar upp úr sauð á milli aðskiln­að­ar­sinna – sem Rússar styðja – og stjórn­valda í Kænu­garði.

Úkra­ína færir sig í átt að Evr­ópu – Rússar bregð­ast við

Ástæða átak­anna er m.a. meint ósætti hins fjöl­menna rúss­neska minni­hluta við til­burði stjórn­valda til auk­inna sam­skipta í vest­ur­átt, m.a. með nán­ari sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og NATO. Átökin fara nú fram í hér­uð­unum Donetsk og Luhansk á svæði sem kall­ast Don­bas og liggur að landa­mærum Rúss­lands. Svæðið á sér langa sögu, hvar rúss­nesk áhrif hafa ætíð verið mikil og Rússar verið fjöl­menn­ir. Þeir eru minni­hluti sem telur tæp­lega 40 pró­sent þeirra rúm­lega 6 millj­óna sem þar búa.

Í nóv­em­ber 2013 til­kynnti Janúkó­vit­sj, þáver­andi for­seti – sem hlið­hollur var Rússum – að úkra­ínsk stjórn­völd myndu ekki und­ir­rita umfangs­mik­inn sam­starfs­samn­ing við Evr­ópu­sam­band­ið. Sá samn­ingur fól í sér fyrsta skrefið í átt að nán­ari sam­vinnu og á end­anum inn­göngu lands­ins í Sam­band­ið. Úkra­ínu­búar streymdu út á götur í mót­mæla­skyni og örygg­is­sveitir gerðu árásir á mót­mæl­endur sem komu saman á Mai­dan-­torgi í mið­borg höf­uð­borg­ar­innar Kænu­garðs. And­staðan var mikil og á end­anum hrökkl­að­ist Janúkó­vitsj for­seti frá völd­um.

Á vor­mán­uðum árið 2014 kaus úkra­ínska þingið starf­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­seta. Þeir tóku upp þráð­inn og lýstu þegar í stað yfir þeim fyr­ir­ætl­unum að und­ir­rita samn­ing­inn og færa landið nær nán­ara Evr­ópu­sam­starfi. Rússar brugð­ust við með her­valdi og inn­limun Krím­skaga og í kjöl­farið brut­ust út bar­dagar í Don­bas, þar sem rúss­neskar örygg­is­sveitir studdu dyggi­lega hreyf­ingu aðskiln­að­ar­sinna. Rússar hafa nú náð und­ir­tökum á svæð­inu og rétt­læta aðgerðir og stuðn­ing við upp­reisn­ar­menn með því að rúss­neskur minni­hluti sé kúg­aður og ofsóttur innan landamæra Úkra­ínu – sem þeim beri skylda að verja.

Síðan átökin hófust árið 2013 hafa hátt í 15 þús­und manns lát­ist og tugir þús­unda særst. Þar með taldir þau 298 sem létu lífið þegar upp­reisn­ar­menn studdir af rússum skutu niður mala­síska far­þega­þotu á leið frá Hollandi. Hryðju­verk eru dag­legt brauð á her­náms­svæð­unum og um ein og hálf milljón manna, íbúar Krím­skaga og Don­bas-­svæð­is­ins, eru á flótta inn­an­lands eftir að hafa verið neyddir til að yfir­gefa heim­ili sín vegna her­náms Rússa. Mik­il­vægt er að taka fram að þar á meðal eru margir íbúar af rúss­neskum upp­runa.

Nýlega til­kynntu Úkra­ína og NATO um sam­eig­in­legar her­æf­ingar og kallar Vla­dimir Zel­en­sky for­seti eftir því að inn­göngu Úkra­ínu í banda­lagið verði flýtt. Hann hefur lagt áherslu á frið­sam­lega lausn deil­unnar en hvatti NATO til að styrkja hern­að­ar­lega veru sína á Svarta­hafs­svæð­inu og full­yrti að slík ráð­stöfun myndi virka sem „öfl­ugur fæl­ing­ar­mátt­ur“ gagn­vart Rúss­um. Eftir fund­inn tísti Stol­ten­berg: „NATO styður full­veldi Úkra­ínu og land­helgi. Við erum áfram skuld­bundin til náins sam­starfs.“

Aðferðir Rússa – fjöl­þátta­hern­aður í sinni skýr­ustu mynd

Fyrir Rússa er Úkra­ína eins og varn­ar­múr milli þeirra og Vest­ur­landa og eru hin auknu vest­rænu tengsl því aug­ljós þyrnir í aug­um. Þetta á ekki bara við um Úkra­ínu því svip­aðir hlutir hafa verið að ger­ast í öðrum fyrrum Sov­étlýð­veldum eins og Georg­íu. Til að við­halda ítökum sínum og vörnum hefur Rúss­land þannig í reynd aldrei við­ur­kennt algilt full­veldi margra fyrrum Sov­étlýð­velda.

Eftir að Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga árið 2014 hafa þeir jafnt og þétt einnig náð und­ir­tökum á Don­bas-­svæð­inu. Að þeirra sögn með hjálp rúss­neskætt­aðra sjálf­boða­liða – litlu grænu kall­anna – en ekki skipu­lögðum hern­að­ar­að­gerð­um.

Hins vegar er það stað­reynd að Rússar beita fjöl­þátta­hern­aði til að ná fram mark­miðum sín­um, aðferðum sem þeir nota einnig í Eystra­salts­ríkj­unum og á Balkanskaga – í ríkjum sem þó sum eiga aðild bæði að NATO og ESB. Fjöl­þátta­hern­aður Rússa er ekki ein­ungis bund­inn við lönd þar sem þeir telja sig eiga ein­hverra beinna hags­muna að gæta því þeir beita slíkum aðferðum víða um heim. Vest­ur­-­Evr­ópu­lönd hafa t.a.m. ekki farið var­hluta af upp­lýs­inga­óreið­u-her­ferðum Rússa en þar er Þýska­land aðal skot­mark­ið.

Auglýsing

Rússar hafa beitt fjöl­þátta­hern­aði til hins ítrasta í Úkra­ínu. Má þar nefna netárás­ir, efna­hags- og við­skipta­legan þrýst­ing og hindr­anir á orku­flutn­ingi, bein hryðju­verk og ógnun við úkra­ínska rík­is­borg­ara, upp­lýs­inga­óreiðu þar sem stað­reyndum er afneitað og and­stæð­ingum kennt um eigin glæpi.

Jafn­framt beita Rússar kúg­un­ar­að­gerðum og stunda stór­felld og kerf­is­bundin brot á mann­rétt­indum og grund­vall­ar­frelsi borg­ar­anna. Var ógn­vekj­andi ástand mann­rétt­inda­mála á her­teknum Krím­skaga for­dæmt með ályktun Alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu þjóð­anna sem var sam­þykkt 19. des­em­ber 2016.

Sjón­ar­mið Rússa – og sumra Vest­ur­landa­búa

Frá sjón­ar­hóli Rússa líta málin tals­vert öðru­vísi út og á Vest­ur­löndum eru til þeir sem taka undir þau sjón­ar­mið. Sam­kvæmt þeim er ábyrgð Vest­ur­landa mun meiri í mál­inu en þau vilji vera láta. Úkra­ína sé marg­klofin vegna ágrein­ings hvað varðar þjóð­erni, tungu­mál, trú, menn­ingu, efna­hag og stjórn­mál. Úkra­ína sé vissu­lega eitt ríki en mjög langt frá því að vera sam­einuð þjóð og spillt yfir­stétt hafi gert deil­urn­ar, sem eru langt í frá nýtil­komn­ar, enn verri. Borg­ara­stríðið stafi af innri deilum þar sem ofbeld­is- og öfga­fullar hreyf­ingar komi að mót­mælum og hafi náð und­ir­tökum í stjórn­málum vegna ómark­vissrar aðkomu Vest­ur­landa.

Rússar litu á aðkomu ESB að mál­efnum Úkra­ínu sem ögrun en Sam­bandið hafði frá árinu 1991 tekið þátt í stækk­un­ar­að­gerðum með fyrrum Sov­étlýð­veld­um, undir ýmsum for­merkjum. Hvort ein­feldni hafi verið um að kenna skal ósagt látið en lítið sam­starf var haft við Rússa. Þeir sjá þannig fyrr­nefndan við­skipta­samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins sem leið til að lokka Úkra­ínu til Vest­ur­heims, þar með talið inn í NATO. Þetta sé ögrun við Rúss­land sem neyð­ist til að bregð­ast hart við.

Rússar hafa brotið gegn full­veldi Úkra­ínu – en þeir eru ekk­ert að fara

Þessi sögu­skýr­ing Rússa er ansi hæpin og sprottin af þeim miklu hags­munum sem þeir telja sig eiga að gæta. Þarna er mik­il­vægt að halda til haga að hvort sem Rússum líkar betur eða verr er Úkra­ína sjálf­stætt full­valda ríki sem Rússar hafa brotið alvar­lega gegn. Þá er rétt að taka fram að stuðn­ingur rúss­neska minni­hlut­ans við aðskiln­að­ar­stefnu eða þýlyndi við Moskvu er heldur ekki algilt – og ríkur vilji er meðal Úkra­ínu­búa til nán­ara sam­starfs við Vest­ur­lönd.

Það sem vekur ugg hjá vest­rænum stjórn­ar­er­ind­rekum og sér­fræð­ingum er harka í orð­færi emb­ætt­is­manna í Kreml og eðli umfjöll­unar rúss­neskra fjöl­miðla. Þeir segja frá meintum áætl­unum úkra­ínskra stjórn­valda um að sækja fram í Don­bas og að þau séu mögu­lega að skipu­leggja þjóð­ern­is­hreins­anir á Rúss­um. Sagði tals­maður Pútíns nýlega að ráða­menn í Kreml ótt­ist vopna­hlés­brot og þeir væru reiðu­búnir til að grípa til ráð­staf­ana til að vernda rúss­neska borg­ara. Yfir­maður Úkra­ínu­hers vís­aði þessum full­yrð­ingum Rússa á bug og sakar þá um að leita að yfir­skini til að hefja inn­rás.

Banda­ríkin og Evr­ópu­lönd hafa aug­ljós­lega mik­illa hags­muna að gæta en við­brögð við ógn­andi til­burðum Rússa und­an­farið hafa þó verið mis­jöfn. Sumir segja að með auk­inni hern­að­ar­legri nær­veru séu Rússar ein­ungis að þyrla upp ryki og muni ekki fylgja því eftir með raun­veru­legum aðgerð­um. Aðrir hafa meiri áhyggjur og telja að fyr­ir­ætl­anir Pútíns séu ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, ögrun sem ætlað er að prófa nýjan og óreyndan for­seta og gæti stig­magn­ast með slæmum afleið­ing­um.

Auglýsing

Hinn afger­andi stuðn­ingur NATO – í orði – og Banda­ríkj­anna sem veitt hafa miklum fjár­hæðum í aðstoð við Úkra­ínu, gæti reynst tví­eggjað sverð. Þegar hafðir eru í huga land­fræðipóli­tískir hags­munir Rússa, sem munu ólík­lega sætta sig við Úkra­ínu sem „vest­rænt“ ríki, mögu­lega í ESB og NATO, má gera ráð fyrir að þeir séu ekk­ert að fara að bakka út. Þeir muni því halda áfram að beita hámarks­þrýst­ingi með þeim ógeð­felldu aðferðum fjöl­þátta­hern­aðar sem til­tækar eru og þeir eru þekktir fyr­ir, ef ekki fara í beina inn­rás í land­ið.

Van­máttur Vest­ur­landa – Rússar hafa lært að ofbeldi borgar sig

Þarna kemur til kasta sam­stöðu vest­rænna ríkja og get­unnar til að leika leik­inn af yfir­veg­un, en um leið nægi­legri ákveðni. Sam­kvæmt kenn­ing­unum í alþjóða­sam­skiptum er vara­samt að króa af sterkan and­stæð­ing sem gerir sér grein fyrir því að veldi hans fer hnign­andi, því hann er þá lík­legur til að láta skeika að sköp­uðu. Ákjós­an­leg nið­ur­staða er að aðgerðir Vest­ur­landa fái Rússa til að sjá hag sínum best borgið með því að taka þátt í alþjóða­sam­fé­lag­inu á eðli­legum for­sendum – án þess að treysta á yfir­ráð og bein ítök í nágranna­ríkjum – sem er við­haldið með ófyr­ir­leitni og yfir­gangi eins og Rússar eru þekktir fyr­ir.

Það má segja að áður­nefndar kenn­ingar hafi í reynd litað við­brögð Vest­ur­landa. Við­skipta­þving­an­ir, ferða­bönn og hefð­bundin diplómasía eru aðferð­irnar sem beitt hefur verið í stað beinnar íhlut­unar sem leitt gæti til vopn­aðra átaka. Aðferða­fræði Rússa á Krím­skaga og í Don­bas svipar mjög til atburða í Georgíu 2008 þegar „sjálf­stæði“ Abkasíu og Suð­ur­-Ossetíu, tveggja hér­aða innan Georgíu var „tryggt“ með rúss­neskri íhlut­un. Þá, eins og í Úkra­ínu, varð það til þess að hreyf­ing í átt til aðildar að ESB og NATO sigldi í strand.

Rússar hafa þannig lært að íhlut­un, yfir­gangur og ofbeldi er aðferð sem virk­ar. Vest­ur­lönd, þrátt fyrir hern­að­ar- og efna­hags­lega yfir­burði eru ein­fald­lega of van­máttug til að bregð­ast við með afger­andi hætti því sam­staða þeirra brestur á end­an­um. Við­skipta­hags­munir verða gjarnan ofan á: Gasleiðslur verða áfram lagð­ar, jarð­efna­elds­neyti áfram keypt, sama hversu oft er hlut­ast til um inn­an­rík­is­mál nágranna­ríkja með hern­aði og und­ir­róðri, eða rúss­neskir and­ófs­menn myrtir af rúss­neskum flugu­mönn­um.

Miðað við aukna hörku í umræð­unni und­an­farið – og mun meira afger­andi talsmáta nýrra stjórn­valda í Was­hington, má velta fyrir sér hvort senn dragi til meiri tíð­inda. Verður áhuga­vert að fylgj­ast með þegar utan­rík­is­ráð­herr­arnir Ant­ony Blin­ken og Sergei Lavrov hitt­ast á ráð­herra­fundi Norð­ur­skauts­ráðs­ins sem hald­inn verður Reykja­vík í næsta mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar