Þrælahald

Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.

„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Auglýsing

Skrif­ari þessa pistils flutti til Kaup­manna­hafnar sum­arið 2010. Íbúðin var í blokk í fjöl­býl­is­húsa­hverfi, þús­undir íbúða á til­tölu­lega litlu svæði, húsin allt upp í tólf hæð­ir. Íbú­arnir á öllum aldri, meiri­hlut­inn fjöl­skyldu­fólk í yngri kant­in­um.

Fljót­lega eftir kom­una fór pistla­skrif­ari að veita athygli sendi­bílum sem komu á öllum tímum dags að húsum í hverf­inu og lögðu, iðu­lega að hluta uppi á gang­stétt­um, kyrfi­lega merktir Nemlig.com. Bíl­stjór­arnir virt­ust alltaf vera á hrað­ferð. Hlupu nán­ast út úr bíl­un­um, stöfl­uðu gráum frauð­plast­kössum, merktum nemlig.com, á hand­vagna og tóku svo til fót­anna að til­teknum hús­núm­erum, þar sem hringt var á bjöllu. Eftir skamma stund kom bíl­stjór­inn aftur út, oft með sams­konar kassa (tóma) og smellti þeim í bíl­inn. Svo var haldið að næstu húsa­þyrp­ingu þar sem sagan end­ur­tók sig. Pistla­skrif­ari, sem hafði ungur lært að nemlig þýddi nefni­lega, einmitt, eða það er að segja, komst brátt að því að Nemlig.com var net­verslun sem hafði verið stofnuð þetta sama ár, 2010. Bíl­stjór­arnir með frauð­plast­kass­ana voru sem sé að færa fólki mat, og aðrar nauð­synjar til heim­il­is­ins, heim að dyr­um. Nemlig.com hitti í mark, ef svo má segja, og starf­semin óx hratt og það gerði vöru­úr­valið líka.

Stór­fyr­ir­tæki á dönskum dag­vöru­mark­aði

Til að gera langa sögu stutta er Nemlig.com í dag stór­fyr­ir­tæki á dönskum dag­vöru­mark­aði. Þótt æ fleiri „hefð­bundn­ar“ versl­anir í Dan­mörku bjóði nú sams­konar þjón­ustu hafa við­skiptin hjá Nemlig.com auk­ist ár frá ári.

Sendibílar Nemlig vöktu athygli pistlaskrifara er hann var búsettur í Kaupmannahöfn. Mynd: Nemlig.

Á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins má sjá að vöru­teg­und­irnar eru um það bil 12 þús­und og starf­menn um 9 hund­ruð. Fyr­ir­tækið státar sig af hraðri og góðri þjón­ustu, miklu vöru­úr­vali og verði sam­bæri­legu því sem lægst ger­ist í hefð­bundnum versl­un­um, sem kenna sig við lágt verð. Í könnun sem óháð rann­sókn­ar­stofnun gerði á tveggja mán­aða tíma­bili sl. haust kom í ljós að meira en fjórð­ungur allra heim­ila í land­inu hafði átt við­skipti við Nemlig.com. Könn­unin sýndi líka að nær allir sem verslað höfðu við fyr­ir­tækið hugð­ust halda því áfram.

Losna við að fara í búð­ina

Stefan Plenge, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Nemlig.com, hefur í við­tölum sagt að ástæð­urnar fyrir vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins séu nokkr­ar.

Mörgum þyki þægi­legt að þurfa ekki að fara í búð­ina, rölta um með minnismið­ann og standa svo í röð­inni við kass­ann. Og að vera laus við að drösla vör­unum heim. Geta bara setið við tölv­una heima og gert inn­kaupin í róleg­heit­um. Frá upp­hafi hafi verið lögð mikil áhersla á að pant­anir væru afgreiddar á réttum tíma, miðað er við að afhend­ing fari fram innan sól­ar­hrings. Enn­fremur að við­skipta­vin­ur­inn geti treyst því að fá það sem hann bað um, fái ekki pakka af hafra­grjónum í stað­inn fyrir kjúklinga­bring­urn­ar, eins og fram­kvæmda­stjór­inn orð­aði það í við­tali. Síð­ast en ekki síst þurfi verðið að vera sam­bæri­legt við það sem býðst í hefð­bundnum versl­un­um.

„Þetta eru ástæð­urnar fyrir vel­gengni Nemlig.com“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn í við­tali við DR, danska útvarp­ið.

Hin hliðin

Stundum er kom­ist svo að orði að á hverjum pen­ingi séu tvær hlið­ar. Það á sann­ar­lega við um net­versl­un­ina Nemlig.com. Við­skipta­vin­irnir eru ánægð­ir, við­skiptin fara vax­andi, allt í lukk­unnar vel­standi. Það er önnur hlið pen­ings­ins, ef svo mætti segja. Hin hlið­in, sú sem snýr að starfs­fólk­inu er ekki jafn fög­ur.

Neytendur eru ánægðir. En brotalamir virðast vera að koma í ljós hvað starfsaðstæður varðar. Mynd: Nemlig.

Fyrir skömmu birt­ist í dag­blað­inu Politi­ken frá­sögn fyrr­ver­andi starfs­manns hjá Nemlig.com. Í fram­haldi af þessu við­tali fóru blaða­menn fleiri danskra miðla að birta frá­sagn­ir, fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­manna Nemlig.com. Blaða­maður Information sagði að það hefði verið eins og að taka lok af potti og allt bullar upp­úr. Frá­sagnir starfs­fólks­ins eru allar á sömu lund og lýsa þeim kröfum sem stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins gera til starfs­fólks­ins. Þar þarf að hlaupa hratt, svo hratt að með ólík­indum virð­ist.

Auglýsing

Áður­nefndur starfs­mað­ur, sem Politi­ken ræddi við vann á lag­ernum hjá Nemlig.com. Hann sagð­ist hafa vaknað klukkan fimm á morgn­ana og borðað góðan morg­un­mat, og nokkrar verkja­töfl­ur. Þegar komið var á vinnu­stað­inn fékk hann stóran vagn. Iðu­lega eru allt að tólf kass­ar, áður­nefndir frauð­plast­kass­ar, á vagn­in­um. Hver kassi með vörum í getur vegið 10 – 12 kíló.

Kapp­hlaup við klukk­una

Svo hefst það sem kalla mætti kapp­hlaup við tím­ann. Starfs­mað­ur­inn er með heyrn­ar­tól og gegnum þau fær hann fyr­ir­skip­anir um hvaða vörur eigi að setja í kass­ana. Hver vara hefur hillu­númer og tölvu­röddin skipar fyr­ir. Hrað­inn skiptir öllu máli, afköstin eru tíma­mæld og allt bygg­ist á því að vera sem fljót­ast­ur. Ef við­kom­andi vara er ekki á lag­er­hill­unni verður að kalla eftir aðstoð (sem tefur fyr­ir) og það kemur niður á afkasta­mæl­ing­unni. Þessi starfs­mað­ur, sem að lokum sagði upp, sagði að á meðan hann vann hjá Nemlig.com hefði hann iðu­lega fengið martraðir á nótt­unni. Þær voru alltaf eins, hann var að klifra upp í hillu til að ná í vöru og datt niður á hart stein­gólf­ið. Varð óvinnu­fær og þá missti fjöl­skyldan land­vist­ar­leyf­ið. ,,Þegar við fluttum til Dan­merkur hélt ég að við myndum kynn­ast frelsi, ekki því sem ég vil kalla þræla­hald. Á lag­ernum hjá Nemlig.com. Ég gat ekki einu sinni fengið mér að drekka, því það kall­aði á sal­ern­is­ferð. Slíkt kemur niður á afkasta­mæl­ing­unni. Nú er ég atvinnu­laus, en er að leita að vinnu. Hún getur ekki orðið verri en hjá Nemlig.com.“

Ein­göngu útlend­ingar á lag­ernum

Starfs­maður sem blaða­maður Information ræddi við (undir nafn­leynd) sagði að margt hefði komið á óvart þegar hann hóf störf hjá Nemlig.com. Það fyrsta sem hann tók eftir að á lag­ernum var ekki ekki einn ein­asti Dani. Ein­göngu fólk frá Asíu, Mið- Aust­ur­lönd­um, Afr­íku og Aust­ur- Evr­ópu. Svo er það kapp­hlaupið um að raða í kass­ana, þar kepp­ast allir við að vinna sem hrað­ast. Hlaupa um með níð­þunga vagn­ana, inn á milli koma lyft­arar á fullri ferð eftir göng­un­um, þeir skapa stór­hættu. „Stundum hef ég hugsað um hvað ger­ist ef það kvikn­aði í hér inni. Það eru margir neyð­ar­út­gangar en innan við þá alla eru full vöru­bretti, þetta er kolólög­legt en eng­inn gerir neitt.“

Frá lagernum hjá Nemlig. Mynd: Nemlig.

Dag­blaðið Politi­ken komst yfir blað sem sýnir hvað starfs­maður á lag­ernum hefur langan tíma til að finna hverja vöru og koma henni fyrir í heim­send­ing­ar­kass­an­um, á vagn­in­um. Í græn­met­is­deild­inni hefur starfs­mað­ur­inn 9 sek­úndur til að finna vör­una, í þurr­vöru­deild­inni og kæli­vör­unum 12 sek­únd­ur, í kæli­vör­unum og í frysti­vör­unum 14 sek­únd­ur. Þarna þarf aldeilis að halda vel á spöð­unum að mati blaða­manns Politi­ken.

Svo eru það bíl­stjór­arnir

Fyr­ir­komu­lagið hjá Nemlig.com hefur til þessa verið þannig að bíl­stjór­arnir hafa verið verk­takar en Nemlig.com á bíl­ana. Þeir fá iðu­lega, með mjög skömmum fyr­ir­vara, boð um að mæta til vinnu. Þegar þeir mæta vita þeir ekki hvað vinnu­tím­inn verður langur í það skipt­ið. Í við­tölum hefur komið fram að margir þeirra hafa unnið allt að 15 klukku­stundir á sól­ar­hring, vikum sam­an. Einn þeirra sagð­ist hafa unnið 12- 14 tíma á dag í meira en fjóra mán­uði, án þess að fá einn ein­asta frí­dag. „Af hverju læt­urðu bjóða þér þetta“ spurði blaða­mað­ur­inn. Svarið var að ef hann segð­ist ekki geta komið í dag væri ekki víst að það yrði aftur hringt í hann þannig að „ég þori ekki annað en að mæta“.

Tíma­á­ætl­unin sem bíl­stjór­unum er gert að vinna eftir er ströng. Svo ströng að úti­lokað er að fylgja henni. Það hafa blaða­menn sann­reynt. Og ef þeir mæta ekki með vör­urnar á til­teknum tíma, fá þeir sekt. Svo háa að hún nemur launum heils dags. Einn við­mæl­andi Information sagði frá því að einu sinni hefði orðið árekstur við gatna­mót ein­stefnu­götu þar sem hann átti að afhenda vör­ur. Vegna þessa varð hann 12 mín­útum of seinn með vör­urn­ar. Ekk­ert var hlustað á skýr­ingar hans.

Ráð­herra, þing­menn og stétt­ar­fé­lög blanda sér í málið

Umfjöll­unin um Nemlig.com hefur vakið mikla athygli í Dan­mörku. Atvinnu­mála­ráð­herr­ann hefur tjáð sig og sagt að í sínu ráðu­neyti verði mál Nemlig.com skoðuð sér­stak­lega og sömu­leiðis önnur fyr­ir­tæki, án þess að hann nefndi þau með nafni. Þing­menn hafa talað á sömu nót­um. Fram­kvæmda­stjóri Nemlig.com hefur sagt að um sé að ræða sér­staka ófræg­ing­ar­her­ferð gegn fyr­ir­tæk­inu. Þetta kalla þing­menn og for­svars­menn stétt­ar­fé­laga aum­legt yfir­klór. Stétt­ar­fé­lögin segja að nú verði Nemlig.com sett undir smá­sjána og það vinnu­lag sem tíðkast hefur verði ekki lið­ið.

Síð­ast­lið­inn mánu­dag, 12. apríl héldu for­svars­menn stétt­ar­fé­laga fund með stjórn­endum Nemlig.com. um mál­efni bíl­stjór­anna. Þar hélt fram­kvæmda­stjóri Nemlig.com því fram að bíl­stjór­arnir væru verk­takar og ynnu því á eigin ábyrgð, varð­andi tíma­á­ætl­anir og fleira. Þetta segja stétt­ar­fé­lögin ólög­legt. Skömmu eftir fund­inn sendi Nemlig.com frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kom að fyr­ir­komu­lagi vöru­dreif­ing­ar­innar yrði breytt, og sek­ta­kerfið fellt úr gildi. „Við munum ekki láta staðar numið og ein­skorða aðgerðir okkar við bíla­stjór­ana“ sagði Jan Villad­sen stjórn­ar­maður í stétt­ar­fé­lagi bíl­stjóra.

Ekki látið sitja við orðin tóm

Annar fundur Nemlig.com með stétt­ar­fé­lögum var hald­inn sl. mið­viku­dag. Að honum loknum sagði tals­maður stétt­ar­fé­lag­anna ljóst að verk­efnið sem leysa þyrfti væri í sjálfu sér ekki sér­lega flók­ið. Regl­urnar séu til stað­ar, þær sé að finna í samn­ingum og vinnu­lög­gjöf. „Það þarf ein­fald­lega að tryggja að þeim reglum og samn­ingum sé fylg­t.“ Hann benti líka á að að til stæði að skoða mörg fleiri fyr­ir­tæki og bætti svo við „við kærum okkur ekki um að vinnu­lag eins og tíðkast til dæmis hjá sumum banda­rískum fyr­ir­tækjum verði tekið upp hér.“ Hann vildi ekki nefna nöfn en blaða­menn telja full­víst að hann hafi verið að vísa til net­versl­un­ar­innar Amazon.com.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar