Birgir Þór Harðarson

Tíu molar um hóp sem vill fresta Borgarlínu og malbika meira

Nýr hópur sem kallar sig „Áhugafólk um samgöngur fyrir alla“ lagði á dögunum fram tillögur að breytingum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn telur Borgarlínu of dýra og leggur til mörg ný mislæg gatnamót. Kjarninn skoðaði tillögurnar.

Á dög­unum var sett upp ný vef­síða undir yfir­skrift­inni „Sam­göngur fyrir alla“ í nafni hóps sem kallar sig Áhuga­fólk um sam­göngur fyrir alla (ÁS). Hóp­ur­inn seg­ist telja að „bestu sam­göngu­kerfin byggi á frelsi fólks til að ráða sér sjálft og seg­ist vilja bætt­ar, hag­kvæmar og skil­virkar sam­göngur fyrir alla í höf­uð­borg­inni og nágrenni.

Stýri­hóp áhuga­hóps­ins skipa þeir Þór­ar­inn Hjalta­son umferð­ar­verk­fræð­ing­ur, Gestur Ólafs­son arki­tekt og skipu­lags­fræð­ing­ur, Jónas Elí­as­son verk­fræð­ingur og pró­fessor emeritus og Sveinn Óskar Sig­urðs­son bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ. Allir hafa þeir lagt orð í belg í opin­berri umræðu um skipu­lags­mál og Borg­ar­línu á und­an­förnum árum.

Kjarn­inn skoð­aði vef hóps­ins og þau gögn sem þar hafa verið lögð fram og tók saman nokkra mola um áherslu­at­riði hóps­ins og annað sem athygl­is­vert er.

1 – Telja Borg­ar­línu of dýra miðað við ávinn­ing

Helsta áherslu­at­riði hóps­ins er að fallið verði frá þeim hug­myndum um Borg­ar­línu sem þró­aðar hafa verið und­an­farin ár og eru nú í hönn­un­ar­ferli. Hóp­ur­inn leggur til að fram­kvæmdum við Borg­ar­línu verði „frestað um óákveð­inn tíma“ og segir að kynna þurfi verk­efnið betur fyrir almenn­ingi.

Einnig vill hóp­ur­inn, sam­kvæmt grein­ar­gerð sem birt er á vef hans, að „hlut­lausum aðila“ verði falið að setja fram ódýr­ari val­kost til bætts almenn­ings­sam­göngu­kerfis en Borg­ar­lína er. Hóp­ur­inn setur sig upp á móti því að sér­rými Borg­ar­lín­unnar verði fyrir miðju akbraut­ar, eins og til dæmis er ráð­gert á Suð­ur­lands­braut. Þess í stað vill hóp­ur­inn að sér­rými verði gerð hægra megin á akbraut­um, en bara þar sem „um­ferð er það þung að strætó þurfi sér­rým­i.“

Hóp­ur­inn telur sömu­leiðis að mark­mið sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um breyttar ferða­venj­ur, sem sett voru fram í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fram til árs­ins 2040, séu afar ólík­leg til þess að ganga eft­ir, þrátt fyrir að Borg­ar­línan verði byggð. Þór­ar­inn Hjalta­son, tals­maður hóps­ins, hefur haldið því fram árum saman að skoða eigi ódýr­ara hrað­vagna­kerfi, meðal ann­ars í greinum í Kjarn­anum og víð­ar.

Lagt er til í grein­ar­gerð hóps­ins að fjár­veit­ingar til ódyr­ara sam­göngu­kerfis verði á bil­inu 15-20 millj­arðar króna í sam­göngusátt­mál­anum sem gildir fram til árs­ins 2033.

Sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­anum sem und­ir­rit­aður var á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga á borg­ar­svæð­inu árið 2019 er ráð­gert að 49,6 millj­arðar króna fari í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu fram til árs­ins 2033, 52,2 millj­arðar króna í stofn­vega­fram­kvæmd­ir, 8,2 millj­arðar í göngu- og hjóla­stíga, göngu­brýr og und­ir­göng og 7,2 millj­arðar í bætta umferð­ar­stýr­ingu og sér­tækar örygg­is­að­gerð­ir.

2 – Leggja til fjölda nýrra mis­lægra gatna­móta

Á sama tíma og hóp­ur­inn leggur til að fram­kvæmdum við Borg­ar­línu verði frestað um óákveð­inn tíma er lagt til að sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði breytt þannig að aukin áhersla verði lögð á upp­bygg­ingu mis­lægra gatna­móta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í að breikka akvegi fyrir bíla.

Hóp­ur­inn leggst gegn því að lok­aðir stokkar verði gerðir fyrir bíla­um­ferð og telur það of dýra lausn sem geri lítið til að greiða fyrir bíla­um­ferð. Í stað stokka, sem til dæmis eru fyr­ir­hug­aðir við Miklu­braut og á Sæbraut, er lagt til að mis­læg gatna­mót verði byggð og þjóð­vegir lækk­aðir í landi eftir þörf­um.

Auglýsing

„ÁS varar við þeim veru­legu fjár­hæðum sem ætlað er að verja í Miklu­braut­ar- og Sæbraut­ar­stokka. Í sam­an­burði við mis­læg gatna­mót er ávinn­ingur götu­stokka mjög tak­mark­að­ur. Áætl­aður stofn­kostn­aður við þessar fram­kvæmdir er 31 ma.kr. Fyrir minna en helm­ing af þess­ari upp­hæð mætti gera öll gatna­mót á Miklu­braut mis­læg, auk mis­lægra gatna­móta á Sæbraut við Skeið­ar­vog og Holta­veg,“ segir í stefnu hóps­ins.

3 – ... þar af tvö á sama blett­inum í Laug­ar­nesi

Hóp­ur­inn teiknar upp alls sex mis­læg gatna­mót á Kringlu­mýr­ar­braut í Reykja­vík. Er komið væri akandi úr suðri yrðu þau fyrstu við Lista­braut, önnur við Miklu­braut, þau þriðju við Háa­leit­is­braut og þau fjórðu örlítið norðar við mót Suð­ur­lands­brautar og Lauga­veg­ar.

Þegar þangað væru komið væru enn tvö mis­læg gatna­mót eft­ir, á leið­inni niður að sjó. Örskammt er á milli þeirri, en hóp­ur­inn gerir ráð fyrir einum mis­lægum gatna­mótum þar sem Borg­ar­tún og Sund­lauga­vegur mæta Kringlu­mýr­ar­braut­inni og svo öðrum um það bil 100 metrum norð­ar, á gatna­mótum Kringlu­mýr­ar­brautar og Sæbraut­ar.

ÁS
Tvenn mislæg gatnamót eru teiknuð upp á þessum vegspotta niður að sjó í tillögum hópsins.
Arnar Þór Ingólfsson

4 – … fjögur á Miklu­braut

Núver­andi áætl­anir gera ráð fyrir því að Mikla­braut verði lögð í stokk. Þau áform eru til þess fallin að sú mikla umferð­aræð sem Mikla­brautin er hætti að skera Hlíða­hverfið í sund­ur.

Hóp­ur­inn leggur til að fallið verði frá þeim áform­um. Í stað­inn verði Mikla­braut á milli Kringlu­mýr­ar­brautar og mis­lægu gatna­mót­anna á mörkum Snorra­brautar og Bústaða­vegs breikkuð í sex akreinar alla leið.

Er þessi veg­ar­spotti væri ekinn úr vestri væri gert ráð fyrir fjórum nýjum mis­lægum gatna­mótum austur að Grens­ás­vegi. Þau fyrstu yrðu við Löngu­hlíð, svo yrði farið um mis­læg gatna­mót við Kringlu­mýr­ar­braut, síðan við Háa­leit­is­braut og að lokum yrðu byggð mis­læg gatna­mót við Grens­ás­veg. Þá gæti bíla­um­ferðin runnið áfram án þess að nokkru sinni þyrfti að stöðva á rauðu ljósi.

Tillögur að breikkun Miklubrautar í Hlíðahverfi og mislægum gatnamótum á Miklubrautinni.
ÁS

5 – … og ein í miðbæ Garða­bæjar

Reyk­vík­ingar eru ekki þeir einu sem hóp­ur­inn sér fyrir sér að gætu haft hag af fleiri mis­lægum gatna­mótum í miðri byggð­inni.

Í nágrenni við mið­bæj­ar­kjarna Garða­bæjar gera núver­andi áætl­anir ráð fyrir því að Hafn­ar­fjarð­ar­vegur fari í stokk síðar á þessum ára­tug, en hóp­ur­inn leggur til að þess í stað verði gerð mis­læg gatna­mót við Víf­ils­staða­veg. Hafn­ar­fjarð­ar­veg­ur­inn verði svo lækk­aður í landi eftir þörf­um.

Tillaga að mislægum gatnamótum í stað stokks í miðbæ Garðabæjar.
ÁS

6 – Virð­ast harma að Foss­vog­ur­inn hafi ekki verið mal­bik­aður

Mol­arnir hér að ofan eru ekki tæm­andi yfir­ferð um þau nýju mis­lægu gatna­mót sem hóp­ur­inn leggur til að bæt­ist við sam­göngusátt­mál­ann, í stað stokka og borg­ar­línu­fram­kvæmda, sem litlu skila til bættra sam­gangna að þeirra mati.

Í skjali sem hóp­ur­inn birtir undir yfir­skrift­inniBorg­ar­línan - hug­myndir og veru­leiki er áformum um upp­bygg­ingu hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfis fundið margt til for­áttu og færð rök fyrir því að það sem vanti séu stærri vegir og fleiri mis­læg gatna­mót.

Þar er harmað að ekki hafi verið farið eftir áætl­unum sem finna mátti í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur frá því á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, hrað­brauta­skipu­lagi sem lagði grunn­inn að víð­femu gatna­kerfi borg­ar­svæð­is­ins og farið var eftir að miklu en þó ekki öllu leyti.

Aðalskipulagið frá sjöunda áratugnum lagði grunninn að stofnveganeti höfuðborgarinnar og opnaði á að byggðin á höfuðborgarsvæðinu þendist út. Þá var fyrirhugað að setja stofnbraut um Fossvogsdal, sem átti að teygja sig að Öskjuhlíðinni og þaðan inn í Vatnsmýri.

Sam­kvæmt því sem segir í þessu skjali hóps­ins má rekja umferð­ar­tafir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að miklu leyti til þess að hrað­brauta­skipu­lagið hafi ekki gengið eftir að öllu leyti. Þar segir að and­staða íbúa hafi komið í veg fyrir að fram­kvæmdir eins og Foss­vogs­braut, sem átti að verða hrað­braut í gegnum miðjan Foss­vogs­dal­inn og mis­læg gatna­mót á mörkum Kringlu­mýr­ar­brautar og Miklu­braut­ar. Þetta hafi leitt til þess að flösku­hálsar mynd­ist í umferð­inni.

„Úr þessu hefur ekki verið bætt og afleið­ing­arnar eru hverjum manni ljósar í dag,“ segir í skjali hóps­ins. Um hið 60 ára gamla hrað­brauta­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir að það hafi „stað­ist allar vænt­ingar frá­bær­lega vel“ en „helsti þrösk­uld­ur­inn“ í vegi þess hafi verið „mót­mæli íbúa­sam­taka.“

7 – For­manns­fram­bjóð­andi í VR las inn á mynd­band hóps­ins

Helga Guð­rún Jón­as­dótt­ir, sem þessa dag­ana skorar Ragnar Þór Ing­ólfs­son á hólm í for­mannslag í VR, stærsta stétt­ar­fé­lagi lands­ins, las inn á mynd­band þar sem hug­myndir hóps­ins eru útskýrð­ar. Wordpress-­síða í hennar nafni er einnig notuð til að hýsa nokkur skjöl hóps­ins.

Helga Guðrún Jónasdóttir frambjóðandi til formanns VR ljáði myndbandi hópsins rödd sína.

8 – Gant­ast með að kaupa raf­bíl handa öllum sem nota strætó, ef þeir lofi að hætta að taka strætó

Í áður­nefndu mynd­bandi sem Helga Guð­rún las inn á var því velt upp hvort það væri ef til vill lofts­lagsvænni lausn – og hag­kvæm­ari en Borg­ar­lína – að kaupa handa öllum not­endum strætó lít­inn raf­bíl í stað þess að ráð­ast í fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir við almenn­ings­sam­göngu­kerf­ið. Not­endur strætó þurfi á móti að hætta að nota almenn­ings­sam­göng­urn­ar.

Óljóst er hvort þessu var velt upp í gríni eða alvöru. Mynd­band­ið, sem var aðgengi­legt í nokkra daga eftir að síða hóps­ins fór í loft­ið, hefur reyndar verið fjar­lægt það­an, ein­hverra hluta vegna. Það má þó nálg­ast í umræðu­hópi um Borg­ar­línu á Face­book.

í myndbandinu var vísað til þess að „gárungar“ hafi velt því upp að ódýrara og loftslagsvænna væri að kaupa rafbíl handa öllum sem nota strætó en að leggja Borgarlínuna.
Skjáskot úr myndbandi sem hópurinn birti.

9 – Segja að fólk sem eigi ekki bíl láti mömmu sína skutla sér

Í skjali sem hóp­ur­inn birtir segir að á því sé ekki vafi að „hug­mynda­fræði“ Borg­ar­línu sé undir veru­legum áhrifum frá hug­mynda­fræði bíl­lausu hreyf­ing­ar­innar í Banda­ríkj­unum og „syst­ur­sam­taka þeirra hér“ sem heita Sam­tök um bíl­lausan lífstíl.

Þessi hug­mynda­fræði er trúin á að einka­bílar séu óþarfir og fólk eigi ekki að eiga bíl nema í atvinnu­skyni. Reynslan sýnir að áhan­gendur halda þetta boð­orð nokkuð vel, en hins­vegar má fá lán­aðan bíl­inn hjá mömmu eða fá hana til að skutla sér þegar mikið liggur við, einkum ef það kemst ekki upp,“ segir í umfjöllun hóps­ins.

Í Face­bok-hópi áður­nefndra Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl hefur nokkuð verið rætt um til­lögur hóps­ins. Þar er skotið fast til baka: „Þetta er lítið annað en sorg­legir dauða­kippir fag­fólks á eft­ir­launum sem hélt um stýrið lung­ann af 20. öld­inni og skilur ekki af hverju við elskum ekki það sem þau gerð­u,“ skrifar Sam­úel Torfi Pét­urs­son skipu­lags­verk­fræð­ingur og láta tugir með­lima hóps­ins sér líka við þessi ummæli hans.

10 – Fjalla lítið sem ekk­ert um virka ferða­máta

Þrátt fyrir að hóp­ur­inn segi að góðar sam­göngur eigi að vera fyrir alla er lítið fjallað um það á síð­unni hvernig megi bæta sam­göngur fyrir hjólandi og gang­andi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. En þó eru ekki gerðar neinar breyt­ing­ar­til­lögur við þann anga sam­göngusátt­mál­ans sem snýr að hjóla­stíg­um.

Ekki er þó útskýrt af hálfu hóps­ins hvernig gang­andi og hjólandi ættu að kom­ast á hægan máta yfir eða undir þau mis­lægu gatna­mót sem teiknuð eru upp í til­lögum þeirra í dag.

Mögu­lega verður gerð ein­hver grein fyrir því á næst­unni, en hóp­ur­inn boðar að áfram verði haldið við að leggja fram gögn um sam­göngu­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og segir fagráð sitt vera að vinna að skýrslu um fyrsta áfanga Borg­ar­línu þessa dag­ana.

Merki áhugahópsins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent