TM gert að greiða VBS 1,8 milljarð króna, grunur um markaðsmisnotkun

fl group
Auglýsing

Hæsti­réttur dæmdi á fimmtu­dag Trygg­inga­mið­stöð­ina (TM) til að greiða þrota­búi VBS rúman 1,8 millj­arða króna. Málið snýst um fléttu sem hófst snemma árs 2008 með pen­inga­mark­aðsinn­lánum sem nota átti til að halda uppi verði hluta­bréfa í FL Group og end­aði með því að þá ógjald­fær VBS fjár­fest­inga­banki gerði upp umrædd pen­inga­mark­aðsinn­lán við TM eftir hrun. Eftir að VBS fór í þrot fór slita­stjórn hans fram á riftun þess upp­gjörs á grund­velli þess að það hafi mis­munað kröfu­höf­um, enda mjög lítið af eignum eftir inn í VBS þegar bank­inn fór loks í þrot í mars 2010. Á þetta félst Hæsti­rétt­ur.

Þaðan fór málið til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara sem er með það til rannsóknar.

Slita­stjórn VBS telur einnig að kaup VBS á hluta­bréf­unum í FL Group í byrjun árs 2008 sé skýr mark­aðs­mis­notkun og vís­aði mál­inu til frek­ari rann­sóknar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME). Þaðan fór málið til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara sem er með það til rann­sókn­ar.

Auglýsing

TM, sem er skráð félag, þarf þó ekki að greiða þessa 1,8 millj­arða króna til VBS. Áður en félagið var skráð á markað ákváðu fyrrum eig­endur TM, Stoð­ir, sem áður hétu FL Group, að trygg­inga­fé­lagið yrði skað­laust að þess­ari kröfu. Það verða því eig­endur Stoða, sem eru fyrrum kröfu­hafar þess fræga félags, sem bera þennan kostn­að. Á meðal þeirra er Lands­bank­inn, sem er í 98 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins.

Sam­komu­lag um að halda uppi verði hluta­bréfa í FL



Sam­kvæmt gögnum tengdum mál­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þór­is­son, þáver­andi for­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka, og Jón Ásgeir Jóhann­es­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður og aðal­eig­andi FL Group, með sér sam­komu­lag um að FL Group myndi leggja inn í VBS pen­inga­mark­aðsinn­lán snemma árs 2008. Þau átti síð­an, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, að nota til að kaupa hluta­bréf í FL Group. Í lok jan­úar og í byrjun febr­úar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 millj­arða króna hjá VBS.

Samkvæmt gögnum tengdum málinu sem Kjarninn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán. Þau átti síðan, samkvæmt samkomulaginu, að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Sam­kvæmt gögnum tengdum mál­inu sem Kjarn­inn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þór­is­son, þáver­andi for­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka, og Jón Ásgeir Jóhann­es­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður og aðal­eig­andi FL Group, með sér sam­komu­lag um að FL Group myndi leggja inn í VBS pen­inga­mark­aðsinn­lán. Þau átti síð­an, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, að nota til að kaupa hluta­bréf í FL Group.

Líkt og nú liggur fyr­ir, en var alls ekki opin­ber­lega við­ur­kennt á þeim tíma, var staða FL Group veru­lega slæm þegar sam­komu­lagið var gert. Félagið þurfti að fá pen­ing­ana sem það not­aði í þennan snún­ing til baka. Því var ákveðið að dótt­ur­fé­lag FL Group, TM, myndi taka við fjár­mögn­un­inni á hluta­bréfa­kaup­un­um. Í febr­úar 2008 lagði TM inn í VBS rúma 2,3 millj­arða króna í pen­inga­mark­aðsinn­lán­um. Hluti þeirrar upp­hæðar var not­aður til að end­ur­greiða FL Group og afgang­ur­inn not­aður til að kaupa enn fleiri bréf í FL Group. Til­gang­ur­inn var að skapa falska eft­ir­spurn eftir hluta­bréfum í FL Group og halda uppi hluta­bréfa­verði.

Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum þá gengu við­skiptin þannig fyrir sig að tveir miðl­arar VBS sáu um hluta­bréfa­kaup­in. Til­gangur þeirra, sem kemur skýrt fram í gögn­un­um, var að halda gengi FL Group yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengd­ar.

VBS átti ekki að geta tapað



Áður en lagt var í þessa veg­ferð var skrifað undir skað­leys­is­yf­ir­lýs­ingu, sem í fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögu­legu tapi vegna við­skipt­anna. Því var dótt­ur­fé­lag Baugs, sem stýrt var af áður­nefndur Jón Ásgeiri, látið kaupa öll hluta­bréfin í FL Group sem VBS keypti fyrir pen­inga­mark­aðsinn­lán TM. Mark­aðsvirði þeirra var þá um 1,4 millj­arðar króna og ljóst að mikið tap hafði mynd­ast á við­skipt­un­um. Kaupin voru gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og dótt­ur­fé­lag­ið, Styrkur Invest, urðu síðan gjald­þrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samn­inga. VBS tap­aði þess vegna 2,2 millj­örðum króna á þátt­töku sinni í flétt­unni.

­For­svars­menn TM, meðal ann­ars Sig­urður Við­ars­son sem enn er for­stjóri TM, hafa ávallt neitað því að hafa vitað að pen­inga­mark­aðsinn­lánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru.

For­svars­menn TM, meðal ann­ars Sig­urður Við­ars­son sem enn er for­stjóri TM, hafa ávallt neitað því að hafa vitað að pen­inga­mark­aðsinn­lánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru.

tm

VBS fékk 26,4 millj­arða króna fyr­ir­greiðslu frá íslenska rík­inu snemma árs 2009 til að halda áfram starf­semi, þrátt fyrir að aug­ljóst hefði verið að bank­inn væri óstarf­hæfur á þeim tíma. Þann aukna líf­tíma sem sú fyr­ir­greiðsla veitti bank­anum not­uðu stjórn­endur hans meðal ann­ars til að greiða upp 2,5 millj­arða króna pen­inga­mark­aðs­skuld sína við TM að mestu. Það var gert með því að láta 5,1 pró­sent hlut VBS í MP Banka  og fast­eigna­fé­lag­inu Hraun­bjargi til TM auk þess sem hluti greiðsl­unnar var í reiðu­fé.

VBS fór loks form­lega í þrot í á vor­mán­uðum 2010 og þá kom í ljós að bank­inn hafði verið ógjald­fær frá því í febr­úar 2008, eignir bank­ans voru stór­lega ofmetnar og óveð­tryggðir kröfu­hafar myndu ein­ungis fá mjög lítið upp í kröfur sín­ar. VBS hafði notað aukna líf­tím­ann sem ríkið færði bank­anum til að gera upp við valda kröfu­hafa. Á meðal þeirra var TM.

Slita­stjórn höfðar rift­un­ar­mál



Slita­stjórn sem skipuð var yfir VBS höfð­aði rift­un­ar­mál vegna þeirra gjörn­inga. Hæsti­réttur kvað upp dóm í mál­inu gegn TM. Hluti af málsvörn TM var sú að félagið vildi skila hluta­bréf­unum sem félagið hafði fengið í upp­gjör­inu við VBS, í MP banka og Hraun­bjargi ehf., en þau eru verð­laus í dag. Hæsti­réttur hafn­aði því og sagði að TM ætti að greiða þá fjár­hæð sem eign­irnar voru metnar á í upp­gjör­inu milli VBS og TM til baka í þrotabú fyrr­nefnda bank­ans.

Í dómi Hæsta­réttar segir að skil­yrðum laga fyrir riftun hluta þeirra ráð­staf­anna sem fólust í upp­gjör­inu séu ­upp­fyllt, enda hefði VBS orð­inn ógjald­fær þegar upp­gjörið var gert. „Þessar ráð­staf­anir töld­ust jafn­framt hafa verið T [TM] til hags­bóta á kostnað ann­arra lána­drottna V [VBS]“.

­Dóm­ur­inn komst því að þeirri nið­ur­stöðu að TM ætti að greiða VBS eigna­safni 1.118 millj­ónir króna ásamt vöxt­um, drátt­ar­vöxtum og máls­kostn­aði. TM þarf sam­kvæmt þessu að greiða rúmar 1.800 millj­ónir króna til VBS.

Dóm­ur­inn komst því að þeirri nið­ur­stöðu að TM ætti að greiða VBS eigna­safni 1.118 millj­ónir króna ásamt vöxt­um, drátt­ar­vöxtum og máls­kostn­aði. TM þarf sam­kvæmt þessu að greiða rúmar 1.800 millj­ónir króna til VBS.  Hæsti­réttur vís­aði hins vegar frá kröfu VBS eigna­safns um riftun á greiðslu skuldar við TM með veð­skulda­bréfi.

TM er skráð í Kaup­höll Íslands og þurfti því að senda frá sér til­kynn­ingu vegna dóms­ins. Þar seg­ir: „Eins og áður hefur komið fram, t.d. í útgef­anda­lýs­ingu og árs- og árs­hluta­reikn­ingum TM, lýstu Stoðir hf. því yfir gagn­vart TM þegar fjár­festar keyptu 60% hlut í TM árið 2012 að Stoðir myndu meðal ann­ars halda TM skað­lausu af beinu tjóni vegna ágrein­ings­mála við VBS eigna­safn. Þar af leið­andi mun eng­inn kostn­aður falla á TM vegna fyrr­greinds dóms Hæsta­rétt­ar“.

Stoð­ir, sem hétu áður FL Group, munu því bera tap­ið. Það félag fór í gegnum nauða­samn­inga eftir hrunið og flestar eignir þess hafa verið seldar á und­an­förnum árum. Stærstu eig­endur Stoða í dag eru þrotabú Glitn­is, Arion banki og Lands­bank­inn, semi er í eigu íslenska rík­is­ins.

Meint markaðsmisnotkun með bréf í FL Group í byrjun árs 2008 er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Meint mark­aðs­mis­notkun með bréf í FL Group í byrjun árs 2008 er nú til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

 Til rann­sóknar hjá sér­stökum sak­sókn­ara



Meint mark­aðs­mis­notkun VBS fjár­fest­inga­banka, Stoða (áður FL Group) og Trygg­inga­mið­stöðv­ar­innar (TM) með hluta­bréf í FL Group í byrjun árs 2008 var send til rann­sóknar hjá FME eftir að slita­stjórn VBS vís­aði mál­inu þang­að. Slita­stjórn­inni þótti ljóst að for­svars­menn þeirra aðila sem komu að flétt­unni um kaupin á bréf­unum í FL Group hafi gerst sekir um sak­næma og ólög­mæta hátt­semi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hluta­bréfa á mark­aði með þeim hætti sem er lýst hér að ofan.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru við­bót­ar­gögn, sér­stök grein­ing á umræddum við­skiptum sem þrotabú VBS lét vinna, send til FME fyrir ára­mót 2013. Málið er nú til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None