Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag Tryggingamiðstöðina (TM) til að greiða þrotabúi VBS rúman 1,8 milljarða króna. Málið snýst um fléttu sem hófst snemma árs 2008 með peningamarkaðsinnlánum sem nota átti til að halda uppi verði hlutabréfa í FL Group og endaði með því að þá ógjaldfær VBS fjárfestingabanki gerði upp umrædd peningamarkaðsinnlán við TM eftir hrun. Eftir að VBS fór í þrot fór slitastjórn hans fram á riftun þess uppgjörs á grundvelli þess að það hafi mismunað kröfuhöfum, enda mjög lítið af eignum eftir inn í VBS þegar bankinn fór loks í þrot í mars 2010. Á þetta félst Hæstiréttur.
Þaðan fór málið til embættis sérstaks saksóknara sem er með það til rannsóknar.
Slitastjórn VBS telur einnig að kaup VBS á hlutabréfunum í FL Group í byrjun árs 2008 sé skýr markaðsmisnotkun og vísaði málinu til frekari rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). Þaðan fór málið til embættis sérstaks saksóknara sem er með það til rannsóknar.
TM, sem er skráð félag, þarf þó ekki að greiða þessa 1,8 milljarða króna til VBS. Áður en félagið var skráð á markað ákváðu fyrrum eigendur TM, Stoðir, sem áður hétu FL Group, að tryggingafélagið yrði skaðlaust að þessari kröfu. Það verða því eigendur Stoða, sem eru fyrrum kröfuhafar þess fræga félags, sem bera þennan kostnað. Á meðal þeirra er Landsbankinn, sem er í 98 prósent eigu íslenska ríkisins.
Samkomulag um að halda uppi verði hlutabréfa í FL
Samkvæmt gögnum tengdum málinu sem Kjarninn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán snemma árs 2008. Þau átti síðan, samkvæmt samkomulaginu, að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. Í lok janúar og í byrjun febrúar 2008 lagði FL Group síðan inn 1,5 milljarða króna hjá VBS.
Samkvæmt gögnum tengdum málinu sem Kjarninn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán. Þau átti síðan, samkvæmt samkomulaginu, að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group.
Líkt og nú liggur fyrir, en var alls ekki opinberlega viðurkennt á þeim tíma, var staða FL Group verulega slæm þegar samkomulagið var gert. Félagið þurfti að fá peningana sem það notaði í þennan snúning til baka. Því var ákveðið að dótturfélag FL Group, TM, myndi taka við fjármögnuninni á hlutabréfakaupunum. Í febrúar 2008 lagði TM inn í VBS rúma 2,3 milljarða króna í peningamarkaðsinnlánum. Hluti þeirrar upphæðar var notaður til að endurgreiða FL Group og afgangurinn notaður til að kaupa enn fleiri bréf í FL Group. Tilgangurinn var að skapa falska eftirspurn eftir hlutabréfum í FL Group og halda uppi hlutabréfaverði.
Samkvæmt gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum þá gengu viðskiptin þannig fyrir sig að tveir miðlarar VBS sáu um hlutabréfakaupin. Tilgangur þeirra, sem kemur skýrt fram í gögnunum, var að halda gengi FL Group yfir tíu krónum á hlut. Það tókst ekki til lengdar.
VBS átti ekki að geta tapað
Áður en lagt var í þessa vegferð var skrifað undir skaðleysisyfirlýsingu, sem í fólst að FL Group myndi verja VBS fyrir öllu mögulegu tapi vegna viðskiptanna. Því var dótturfélag Baugs, sem stýrt var af áðurnefndur Jón Ásgeiri, látið kaupa öll hlutabréfin í FL Group sem VBS keypti fyrir peningamarkaðsinnlán TM. Markaðsvirði þeirra var þá um 1,4 milljarðar króna og ljóst að mikið tap hafði myndast á viðskiptunum. Kaupin voru gerð með lánsfé frá VBS. Bæði Baugur og dótturfélagið, Styrkur Invest, urðu síðan gjaldþrota árið 2009 og efndu því ekki gerða samninga. VBS tapaði þess vegna 2,2 milljörðum króna á þátttöku sinni í fléttunni.
Forsvarsmenn TM, meðal annars Sigurður Viðarsson sem enn er forstjóri TM, hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru.
Forsvarsmenn TM, meðal annars Sigurður Viðarsson sem enn er forstjóri TM, hafa ávallt neitað því að hafa vitað að peningamarkaðsinnlánin hafi verið notuð með þeim hætti sem þau voru.
VBS fékk 26,4 milljarða króna fyrirgreiðslu frá íslenska ríkinu snemma árs 2009 til að halda áfram starfsemi, þrátt fyrir að augljóst hefði verið að bankinn væri óstarfhæfur á þeim tíma. Þann aukna líftíma sem sú fyrirgreiðsla veitti bankanum notuðu stjórnendur hans meðal annars til að greiða upp 2,5 milljarða króna peningamarkaðsskuld sína við TM að mestu. Það var gert með því að láta 5,1 prósent hlut VBS í MP Banka og fasteignafélaginu Hraunbjargi til TM auk þess sem hluti greiðslunnar var í reiðufé.
VBS fór loks formlega í þrot í á vormánuðum 2010 og þá kom í ljós að bankinn hafði verið ógjaldfær frá því í febrúar 2008, eignir bankans voru stórlega ofmetnar og óveðtryggðir kröfuhafar myndu einungis fá mjög lítið upp í kröfur sínar. VBS hafði notað aukna líftímann sem ríkið færði bankanum til að gera upp við valda kröfuhafa. Á meðal þeirra var TM.
Slitastjórn höfðar riftunarmál
Slitastjórn sem skipuð var yfir VBS höfðaði riftunarmál vegna þeirra gjörninga. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu gegn TM. Hluti af málsvörn TM var sú að félagið vildi skila hlutabréfunum sem félagið hafði fengið í uppgjörinu við VBS, í MP banka og Hraunbjargi ehf., en þau eru verðlaus í dag. Hæstiréttur hafnaði því og sagði að TM ætti að greiða þá fjárhæð sem eignirnar voru metnar á í uppgjörinu milli VBS og TM til baka í þrotabú fyrrnefnda bankans.
Í dómi Hæstaréttar segir að skilyrðum laga fyrir riftun hluta þeirra ráðstafanna sem fólust í uppgjörinu séu uppfyllt, enda hefði VBS orðinn ógjaldfær þegar uppgjörið var gert. „Þessar ráðstafanir töldust jafnframt hafa verið T [TM] til hagsbóta á kostnað annarra lánadrottna V [VBS]“.
Dómurinn komst því að þeirri niðurstöðu að TM ætti að greiða VBS eignasafni 1.118 milljónir króna ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og málskostnaði. TM þarf samkvæmt þessu að greiða rúmar 1.800 milljónir króna til VBS.
Dómurinn komst því að þeirri niðurstöðu að TM ætti að greiða VBS eignasafni 1.118 milljónir króna ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og málskostnaði. TM þarf samkvæmt þessu að greiða rúmar 1.800 milljónir króna til VBS. Hæstiréttur vísaði hins vegar frá kröfu VBS eignasafns um riftun á greiðslu skuldar við TM með veðskuldabréfi.
TM er skráð í Kauphöll Íslands og þurfti því að senda frá sér tilkynningu vegna dómsins. Þar segir: „Eins og áður hefur komið fram, t.d. í útgefandalýsingu og árs- og árshlutareikningum TM, lýstu Stoðir hf. því yfir gagnvart TM þegar fjárfestar keyptu 60% hlut í TM árið 2012 að Stoðir myndu meðal annars halda TM skaðlausu af beinu tjóni vegna ágreiningsmála við VBS eignasafn. Þar af leiðandi mun enginn kostnaður falla á TM vegna fyrrgreinds dóms Hæstaréttar“.
Stoðir, sem hétu áður FL Group, munu því bera tapið. Það félag fór í gegnum nauðasamninga eftir hrunið og flestar eignir þess hafa verið seldar á undanförnum árum. Stærstu eigendur Stoða í dag eru þrotabú Glitnis, Arion banki og Landsbankinn, semi er í eigu íslenska ríkisins.
Meint markaðsmisnotkun með bréf í FL Group í byrjun árs 2008 er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara.
Til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara
Meint markaðsmisnotkun VBS fjárfestingabanka, Stoða (áður FL Group) og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) með hlutabréf í FL Group í byrjun árs 2008 var send til rannsóknar hjá FME eftir að slitastjórn VBS vísaði málinu þangað. Slitastjórninni þótti ljóst að forsvarsmenn þeirra aðila sem komu að fléttunni um kaupin á bréfunum í FL Group hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi þegar þeir reyndu að hafa áhrif á verð hlutabréfa á markaði með þeim hætti sem er lýst hér að ofan.
Samkvæmt upplýsingum Kjarnans voru viðbótargögn, sérstök greining á umræddum viðskiptum sem þrotabú VBS lét vinna, send til FME fyrir áramót 2013. Málið er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara.