Tveir af hverjum þremur Framsóknarmönnum vilja færri en 150 flóttamenn til Íslands

budapest.jpg
Auglýsing

Ungt fólk vill taka á móti fleiri flótta­mönnum frá Sýr­landi en eldra fólk, stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­innar eru meira á móti mót­töku fleiri en 50 flótta­mönnum en þeir sem styðja hana ekki, íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vilja taka á móti fleiri flótta­mönnum en þeir sem búa á lands­byggð­inni og launa­lægstu Íslend­ing­arnir eru þeir sem eru and­snún­astir því að fleiri flótta­menn komi til Íslands. Rúmur helm­ingur stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins vill taka við engum eða færri en 50 flótta­mönnum og tveir af hverjum þremur þeirra vilja taka við færri en 150 slík­um. Annar hver kjós­andi Bjartrar fram­tíðar vill hins vegar taka við fleiri en þús­und.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun MMR á því hversu mörgum flótta­mönnum frá Sýr­landi Íslend­ingar telji að við eigum að taka á móti á næstu tólf mán­uð­um.

Líkt og greint var frá fyrr í dag voru 88,5 pró­sent Íslend­inga þeirrar skoð­unar að Ísland ætti að taka á móti ein­hverjum fjölda flótta­manna frá Sýr­landi. Það þýðir að 11,5 pró­sent lands­manna eru þeirrar skoð­unar að Ísland eigi ekki að taka við nein­um. Í könn­un­inni voru svar­mögu­leikar gefnir upp á ákveðnu fjölda­bili. Neðsta bilið var "eng­um" en það efsta "meira en 2000". Um fimmti hver svar­andi (19,1 pró­sent) sagð­ist vera þeirrar skoð­unar að Ísland eigi að taka við "allt að 50". Flestir svar­endur nefndu þann mögu­leika. Til sama­burðar svör­uðu næst­flestir því til að þeir vildu taka á móti "meira en 2000" eða 14,8 pró­sent.

Auglýsing

Karlar nei­kvæð­ari en konurMMR kann­aði einnig hvernig stuðn­ingur við aukna flótta­manna­mót­töku frá Sýr­landi skipt­ist á milli ald­urs­hópa, kyns, lands­svæða, tekju­hópa og stjórn­mála­skoð­ana.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum fyr­ir­tæk­is­ins eru karlar nei­kvæð­ari gagn­vart því að taka við fleiri flótta­mönnum en kon­ur. Þriðji hver karl­maður vill taka á móti 50 eða færri á meðan að 28 pró­sent kvenna eru á þeirri skoð­un. Þá vilja 23 pró­sent kvenna taka á móti fleirum en eitt þús­und flótta­mönnum en 20 pró­sent karla.

Þegar skoð­aður er mun­ur­inn á vilja mis­mun­andi ald­urs­hópa til að taka við fleiri sýr­lenskum flótta­mönnum kemur í ljós að hann er mik­ill. Því eldra sem fólk er því færri flótta­mönnum vill það taka við. Það segir þó ekki alla sög­una því að hlut­fall þeirra sem vilja ekki taka við neinum flótta­mönnum er lægst í ald­urs­hópnum 68 ára og eldri. Flestir í þeim ald­urs­hópi vilja hins vegar taka á móti 50 flótta­mönnum eða færri , eða 35 pró­sent, og ein­ungis fimm pró­sent hans vilja taka við fleiri en eitt þús­und flótta­mönn­um. Í ald­urs­hópnum 18-29 ára vilja 21 pró­sent taka við 50 flótta­mönnum eða færra en 35 pró­sent fleiri en eitt þús­und.

 

Tekju­lægsti hóp­ur­inn mest á móti og vill taka á móti flestum

Íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru mun viljugri til að taka á móti flótta­mönnum en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Alls segj­ast 27 pró­sent þeirra vilja taka á móti engum eða allt að 50 flótta­mönnum á meðan að það hlut­fall er 36 pró­sent hjá lands­byggð­inni. Þá vilja 24 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa taka við eitt þús­und eða fleiri flótta­mönnum næsta árið á meðan að það hlut­fall er 16 pró­sent hjá lands­byggð­ar­fólki.

Það kemur kannski lítið á óvart að tekju­lægsti hóp­ur­inn, þeir sem eru með undir 250 þús­und krónur í tekjur á mán­uði, eru and­snún­astir því að taka á móti fleiri en 50 flótta­mönn­um. Alls segj­ast 40 pró­sent þeirra ekki vilja taka við fleiri en 50 og 27 pró­sent hóps­ins vilja ekki taka við nein­um. Það vekur hins vegar athygli að sami tekju­hópur er viljugri en aðrir til að taka við eitt þús­und flótta­mönnum eða fleiri, en 31 pró­sent hans segj­ast vera þeirrar skoð­un­ar. Sam­kvæmt könn­un­inni eru tækju­lægri (þeir sem eru með 600 þús­und á mán­uði og und­ir) viljugri til að taka á móti þús­und flótta­mönnum eða fleiri en þeir tekju­hærri (með meira en 600 þúsun krónur á mán­uð­i).

Tveir af hverjum þremur Fram­sókn­ar­mönnum vilja undir 150 flótta­menn

Stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­innar eru miklu lík­legri til að vera fylgj­andi miklum tak­mörk­unum á mót­t­töku flótta­manna en þeir sem styðja hana ekki. Þannig segj­ast 42 pró­sent stuðn­ings­manna rík­is­stjórn­ar­innar vilja annað hvort enga (15 pró­sent) eða færri en 50 flótta­menn (27 pró­sent) hingað til lands. Ein­ungis tíu pró­sent þeirra vilja taka á móti fleiri en eitt þús­und flótta­mönnum á meðan að 28 pró­sent þeirra sem styðja ekki rík­is­stjórn­ina vilja það. Af þeim hópi vilja raunar 21 pró­sent taka á móti fleirum en 2000.

Stuðn­ings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins eru lang­nei­kvæð­astir í garð mót­t­töku flótta­manna. Alls vilja 18 pró­sent þeirra ekki taka við nein­um, 27 pró­sent þeirra vilja ekki taka við fleiri en 50 og 14 pró­sent þeirra vilja ekki taka við fleiri en 150. Því vilja tveir af hverjum þremur stuðn­ings­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins ekki taka við fleiri en 150 flótta­mönnum frá Sýr­landi.Þeir sem segj­ast styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn eru einnig nokkuð nei­kvæðir í garð þess að taka við miklum fjölda flótta­manna frá Sýr­landi. Alls segj­ast 59 pró­sent þeirra vilja taka við færri en 150 flótta­mönn­um.

Stuðn­ings­menn Bjartrar fram­tíðar eru þeir sem vilja taka við sem flestum flótta­mönn­um. Alls vilja 36 pró­sent þeirra taka við meira en 2000 flótta­mönnum og 17 pró­sent þeirra vilja taka við á milli eitt og tvö þús­und. Þó er vert að hafa í huga að Björt fram­tíð mælist lang­minnst þeirra stjórn­mála­afla sem eiga full­trúa á þingi með um fjögur pró­sent fylgi um þessar mund­ir. Því eru stuðn­ings­menn flokks­ins mun færri en ann­arra flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None