Umdeilt að selja hlut Glitnis í Íslandsbanka til erlendra aðila

islandsbanki.jpg
Auglýsing

Vilji kröfu­hafa Glitnis stendur til þess að Íslands­banki verði seldur til erlendra aðila og að þeir fái gjald­eyri fyrir söl­una. Áhuga­samur kaup­enda­hópur er til staðar og hann hefur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup­in. Til stóð að kynna þann hóp til leiks í lið­inni viku en ekk­ert varð af því. Ástæður þess eru nokkr­ar.

Áhugi frá Miða-Aust­ur­löndum og Kína



Kjarn­inn greindi frá því í byrjun síð­ustu viku að til stæði að kynna til leiks erlenda fjár­festa að Íslands­banka í þeirri viku sem var að líða. Af því varð ekki. Við­ræður við nokkra hópa hafa staðið yfir um nokk­urra mán­aða skeið og þeir sem hafa sýnt mestan áhuga koma ann­ars vegar frá löndum við Persaflóa í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er um að ræða stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­legum bönk­um. Ein­hverjir hópanna rit­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á bank­anum í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Erlent eign­ar­hald á banka umdeilt



Ljóst er að sala á Íslands­banka er umdeild og margir leik­endur í íslensku við­skipta­lífi sem sjá sér hag í að bank­inn verði seldur inn­lendum aðil­um. Íslands­banki á gríð­ar­legt eigið fé (181,5 millj­arða króna), er með mikla mark­aðs­hlut­deild og getu til að vaxa. Því er skilj­an­legt að margir íslenskir fjár­festar horfi hýru auga til bank­ans.

Það hefur einnig verið póli­tísk and­staða. Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book dag­inn eftir að frétt Kjarn­ans birt­ist að honum þætti afar „ein­kenni­legt að það geti sam­rýmst mark­miðum um efna­hags­legan stöð­ug­leika og þjóð­ar­hags­muni að selja erlendum aðilum bankana“. Ástæðan væri sú að erlendur kaup­andi gæti sogað hund­ruði millj­arða króna í gjald­eyri út úr hag­kerf­inu í formi arð­greiðslna. Það er reyndar svo, sam­kvæmt sam­þykktri til­lögu Glitnis um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda, að þau geta gert kröfu um tak­mark­anir á arð­greiðslum í gjald­eyri til erlendra eig­enda til að verja greiðslu­jöfn­uð.

Auglýsing








Slitabú föllnu bank­ana eiga Íslands­banka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæð­ur­...

Posted by Frosti Sig­ur­jons­son on Tues­day, June 9, 2015







Í síð­ustu viku gerðu Stöð 2 og Frétta­blaðið skoð­ana­könnun um hvort almen­ingur vildi frekar að Íslands­banki og Arion banki yrðu seldir til íslenskra eða erlendra fjár­festa. Stór hluti svar­enda, alls 44 pró­sent, voru óákveðnir eða kusu að svara ekki. En á meðal þeirra sem tóku afstöðu var vilj­inn skýr: átta af hverju tíu vildu að inn­lendir aðilar myndu fá að kaupa bank­ana tvo en ein­ungis tveir af hverjum tíu vildu að þeir verði í erlendri eigu.

Ánægja með sam­komu­lag við stjórn­völd



Allt þetta hefur haft áhrif á hversu mikil áhersla verður lögð á að ljúka sölu á Íslands­banka sem fyrst. Það er mat áhrifa­manna innan kröfu­hafa­hóps Glitnis að það þjóni ekki til­gangi að reyna að hraða sölu á Íslands­banka strax í ljósi þess hversu umdeild hún geti orð­ið, bæði póli­tískt og hjá almenn­ingi. Sér­stak­lega í ljósi þess að tölu­verð ánægja er á meðal þeirra með það sam­komu­lag sem náðst hefur við stjórn­völd um und­an­þágu frá höftum til að ljúka nauða­samn­ing­um. Mikil vinna er framundan við útfærslu á til­lögum slita­stjórn­ar­innar og salan á Íslands­banka er ein­ungis einn angi þeirrar vinnu.

Það breytir því ekki að það er fjár­festa­hópur sem hefur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á 95 pró­sent hlut slita­stjórnar Glitnis í Íslands­banka og það er vilji fyrir því að sá hópur nái að ljúka þeim kaupum í nán­ustu fram­tíð. Gangi þau kaup ekki eftir mun slita­stjórn Glitnis reyna að skrá Íslands­banka á markað erlend­is, lík­lega í Sví­þjóð eða Nor­egi, og selja bank­ann þannig til erlendra aðila fyrir gjald­eyri.

Vilja fá erlenda eig­endur



Í erindi kröfu­hafa Glitn­is, sem stjórn­völd hafa sam­þykkt að upp­fylli stöð­ug­leika­skil­yrði þeirra, kemur nefni­lega mjög skýrt fram að vilji þeirra stendur til að selja Íslands­banka til erlendra aðila. Ramm­inn til að selja bank­ann er reyndar rúmur sam­kvæmt erind­inu, bank­inn þarf að selj­ast fyrir árs­lok 2016. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að allar áætl­anir miði við að sala á bank­anum verði kláruð á þessu ári.

Það er mjög arð­bært fyrir bæði íslenska ríkið og kröfu­hafa Glitnis ef bank­inn verður seldur til erlendra aðila fyrir erlendan gjald­eyri. Í erindi kröfu­hafa Glitnis seg­ir: „Verði Íslands­banki seldur til erlendra aðila skal 60% sölu­and­viris renna til stjórn­valda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bók­færðu virði bank­ans.“ Auk þess er gerð krafa um að Íslands­banki verði í erlendu eign­ar­haldi í að minnsta kosti fimm ár.

Það er líka áhugi hjá stjórn­endum Íslands­banka á því að fá erlenda eig­end­ur. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, sagði í Morg­un­út­gáf­unni á RÚV á fimmtu­dag að það væri ágætt ef einn banki væri í erlendri eigu að hluta eða algjör­lega. Hún hafi greini­lega orðið var við áhuga erlendra fjár­festa á Íslands­banka. „Ég hef kynnt bank­ann fyrir utan Ísland og mér finnst ótrú­lega gaman að heyra að það er áhugi á eign­ar­hald­inu frá ýmsum aðil­u­m[...]En auð­vitað er þetta alltaf spurn­ing um verð. Við höfum nátt­úru­lega verið að skoða hvort skrán­ing erlendis kæmi til greina og rætt við fjár­festa tengda því. Ég held að það séu mis­mun­andi hópar, sem hafa velt þessu fyrir sér. Það væri ágætt að einn banki væri í erlendri eigu að ein­hverjum hluta eða algjör­lega. Það myndi auka fjöl­breytn­ina“ .

Arð­bært að selja fyrir gjald­eyri



Líkt og áður sagði er eftir miklu að slægj­ast verði bank­inn seldur fyrir erlendan gjald­eyri. Ef sölu­verðið verður bók­fært virði Íslands­banka skilar það rík­is­sjóði 71 millj­arði króna í erlendum gjald­eyri. Það er fé sem ríkið getur notað til að greiða niður skuldir sínar og lækka fjár­magns­kostn­að. Til við­bótar verður slitabú Glitnis þegar búið að greiða rík­is­sjóði 37 millj­arða króna arð­greiðslu til að lækka eigið fé Íslands­banka fyrir sölu.

Verði bank­inn seldur til inn­lendra aðila verður gefið út veð­skulda­bréf til rík­is­ins að and­virði 119 millj­arðar króna. Skulda­bréfið er till þriggja ára og ber 5,5 pró­sent vext­i. ­Ríkið fær  þriðj­ung þess sölu­hagn­aðar sem verður til á bil­inu 85 til 119 millj­arðar króna. Upp­hæðin hækkar síðan eftir því sem Íslands­banki selst fyrir meira fé. Þótt um sé að ræða hærri upp­hæð í krónum talið en ef Íslands­banki verður seldur til erlendra aðila er þetta fé ekki jafn „verð­mætt“ fyrir íslensk stjórn­völd vegna þess að það er ekki hægt að nota það til að greiða niður erlendar skuld­ir, líkt og væri hægt með gjald­eyr­inn sem erlendir kaup­endur myndu borga með.

Mikil vinna eftir



Þótt að mik­ill áhugi sé hjá þeim erlendu aðilum sem sýnt hafa Íslands­banka áhuga er ljóst að mikil vinna er eftir áður en að hægt verður að ljúka kaup­un­um. Þeir eiga eftir að fara yfir gögn sem verða þeim aðgengi­leg í gagna­her­bergi Íslands­banka til að stað­reyna stöðu bank­ans og fram­tíð­ar­mögu­leika. Þeir eiga eftir að sam­þykkja þær tak­mark­anir sem stjórn­völd munu setja á arð­greiðslur í gjald­eyri til að vernda greiðslu­jöfnuð og þeir eiga eftir að verða sam­þykktir sem hæfir eig­endur af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None