Kona með handtösku hverfur af sviðinu

h_51814542-1.jpg
Auglýsing

Þegar rúm klukku­stund var liðin af 19. júní til­kynnti Helle Thorn­ing-Schmidt for­maður danskra jafn­að­ar­manna, og for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur frá 2011, afsögn sína. Rúm­lega tíu ára flokks­for­mennska og tæp­lega fjög­urra ára seta sem for­sæt­is­ráð­herra var á enda. Hún hefur lengst af mátt sæta mik­illi gagn­rýni, ekki síður innan raða eigin flokks­manna en and­stæð­ing­anna. Kannski ekki síst vegna þess að hún er kona, fyrsta konan sem gegnt hefur emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur.

Helle Thorn­ing-Schmidt er fædd 14. des­em­ber 1966 í Ishøj, vestan við Kaup­manna­höfn.  Ishöj hefur á síð­ari árum orðið eins konar sam­nefn­ari eins helsta deilu­efnis Dana.  Þess sem nefnt er inn­flytj­enda­vand­inn. Þegar Helle Thorn­ing var að alast upp var Ishøj lítið og fámennt sam­fé­lag sem fáir þekkt­u.  Skóla­ganga hennar var með hefð­bundum hætti og hún varð stúd­ent frá mennta­skól­anum í Íshöj árið 1985. Þaðan lá leiðin í Hafn­ar­há­skóla. Stjórn­mála­fræði varð fyrir val­inu. Krók­ur­inn hafði snemma beygst í þá átt og á mennta­skóla­ár­unum tók Helle Thorn­ing virkan þátt í stúd­entapóli­tík­inni en ekki í flokki jafn­að­ar­manna. Frá Hafn­ar­há­skóla útskrif­að­ist hún 1994 en hafði í milli­tíð­inni (1992 -1993) verið í námi við Evr­ópu­há­skól­ann í Bru­ges (Brug­ge) í Belg­íu. Dvölin reynd­ist afdrifa­rík því þar kynnt­ist hún ungum manni frá Wales, Stephen Kinnock. Stephen þessi er sonur Neil Kinnock fyrr­ver­andi for­manns breska Verka­manna­flokks­ins og Glenys Kinnock, fyrr­ver­andi þing­manns á Evr­ópu­þing­inu. Helle Thorn­ing og Stepen gengu í hjóna­band  árið 1996 og eiga tvær dæt­ur. Árið 1993 gekk Helle Thorn­ing í Danska jafn­að­ar­manna­flokk­inn og ári síðar varð hún yfir­maður skrif­stofu jafn­að­ar­manna hjá Evr­ópu­þing­inu og gegndi því starfi um þriggja ára skeið. Á tíma­bil­in­u1997 -1999 var hún ráð­gjafi hjá Danska Alþýðu­sam­band­inu (LO).

Evr­ópu­þingið og „Gucci Helle“   Árið 1999 bauð Helle Thorn­ing-Schmidt sig fram til Evr­ópu­þings­ins. Hún hafn­aði í þriðja sæti á lista jafn­að­ar­manna en það dugði til að ná kjöri. Aðal­starf hennar tengd­ist stjórn­ar­skrá Evr­ópu­sam­bands­ins. Kjör­tíma­bil Evr­ópu­þings­ins er fimm ár og Helle Thorn­ing bauð sig ekki fram árið 2004.

Það var á meðan hún sat á Evr­ópu­þing­inu sem Freddy Blak Evr­ópu­þing­maður danskra jafn­að­ar­manna og sam­starfs­maður Helle Thorn­ing kall­aði hana Gucci Helle. Taska sem Helle Thorn­ing not­aði gjarna á þessum árum var frá þessu þekkta ítalska tísku­fyr­ir­tæki.  Freddy Blak (lærður skipa­smið­ur) sagði síðar að þetta hefði ein­ungis verið sagt í gríni en ekki voru allir jafn vissir um það. Freddy Blak sagði í við­tali fyrir nokkru að hann hefði betur sleppt því að láta þessi orð falla, sér hefði aldrei dottið í hug að þau myndu fest­ast við Helle Thorn­ing. Fremur stirt var milli þeirra tveggja á þessum árum í Brus­sel en Freddy Blak hefur oft sagt frá því að Helle Thorn­ing hafi þrátt fyrir það reynst sér mjög vel.

Auglýsing

Við­ur­nefnið Gucci Helle fest­ist hins­vegar við Helle Thorn­ing og þótt fæstir Danir taki sér það í munn núorðið mátti víða sjá það í erlendum fjöl­miðlum þegar hún varð for­sæt­is­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar árið 2011.

Þing­mennska og for­mennskaHugur Helle Thorn­ing beind­ist að þing­mennsku í heima­land­inu. Und­ir­bún­ing að fram­boði sínu hóf hún í Brus­sel og var kjörin á þing í kosn­ingum sem fram fóru í febr­úar 2005. Jafn­að­ar­mönnum tókst ekki að velta stjórn And­ers Fogh Rasmus­sen úr sessi og nokkrum dögum eftir kosn­ing­arnar til­kynnti Mog­ens Lykketoft for­maður flokks jafn­að­ar­manna afsögn sína. Innan flokks­ins börð­ust þrjár fylk­ingar um for­mennsk­una og á end­anum urðu for­manns­fram­bjóð­end­urnir tveir, Helle Thorn­ing-Schmidt og Frank Jen­sen. Hún naut stuðn­ings Nyr­ups arms­ins svo­nefnda í flokknum (kenndur við Poul Nyrup Rasmus­sen, miðju­fólk) en Frank Jen­sen, fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, naut stuðn­ings þeirra sem stóðu lengra til vinstri í flokkn­um. For­manns­kjörið fór fram 12. apríl 2005 og Helle Thorn­ing hlaut 53,2 % atkvæða en Frank Jen­sen 46,8 %. Frank Jen­sen sem er yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar var kjör­inn vara­for­maður flokks­ins árið 2010 og gegnir því emb­ætti enn í dag.  Helle Thorn­ing-Schmidt var sem sé orð­inn for­maður jafn­að­ar­manna en jafn­framt nýliði á þingi.

Ég get sigrað And­ers FoghEin­kunn­ar­orð hennar í for­manns­bar­átt­unni  2005 voru „ég get sigrað And­ers Fog­h“.  Það tókst hins­vegar ekki í kosn­ing­unum 2007 en 15. sept­em­ber 2011 féll stjórnin sem setið hafði frá 2001 undir for­ystu Ven­stre. Lars Løkke Rasmus­sen hafði tekið við for­sæt­is­ráð­her­remb­ætt­inu af And­ers Fogh árið 2009, á miðju kjör­tíma­bili.

Stjórn­ar­for­ystan ekki dans á rósumRík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt átti ekki náð­uga daga.  Meiri­hlut­inn var afar naumur og stjórnin sem sam­an­stóð af Radikale Ven­stre og Sós­íal­íska Þjóð­ar­flokknum (SF) var ekki ætíð sam­stíga. Margrethe Vest­a­ger for­maður Radikale Ven­stre naut mik­illar hylli meðal kjós­enda og fjöl­miðlar töl­uðu stundum um að Helle Thorn­ing væri for­sæt­is­ráð­herra í stjórn Margrethe Vest­a­ger. Breyt­ingar á stjórn­inni voru tíðar og það var næsta kunn­ug­leg sjón í sjón­varps­fréttum að for­sæt­is­ráð­herr­ann kynnti breyt­ingar á rík­is­stjórn­inni fyrir framan Krist­jáns­borg­ar­höll.

Stærsta breyt­ingin varð í jan­úar þegar Sós­íal­íski Þjóð­ar­flokk­ur­inn dró sig út úr stjórn­inni í mót­mæla­skyni við sölu á hluta DONG orku­fyr­ir­tæk­is­ins til banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs. Flokk­ur­inn studdi þó áfram stjórn­ina. Margrethe Vest­a­ger hætti þátt­töku í dönskum stjórn­málum í ágúst á síð­asta ári. Brott­hvarf hennar styrkti Helle Thorn­ing sem nú var óum­deildur leið­togi stjórn­ar­inn­ar.

Helle þótti vaxa í starfi sem forsætisráðherra. Mynd: EPA. Helle þótti vaxa í starfi sem for­sæt­is­ráð­herra. Mynd: EPA.

Skatta­máliðÞað sem nefnt hefur verið Skatta­málið hófst 23. júní árið 2010. Þá birti dag­blaðið BT grein þar sem fram kom að Stepen Kinnock greiddi ekki skatt í Dan­mörku, þar sem hann var skráður til heim­il­is, heldur í Sviss þar sem hann starf­aði. Í grein­inni er ýjað að því að Kinnock eigi að borga skatt í Dan­mörku, hann dvelji lengri tíma árlega í Dan­mörku en í Sviss og þess vegna beri honum að borga skatt í Dan­mörku. Skattar í Sviss eru lægri en í Dan­mörku og þarna sé ein­fald­lega ekki fylgt lög­um. Blaðið fjall­aði um þetta mál dögum saman og stuðn­ings­menn Helle Thorn­ing héldu því fram að tíma­setn­ingin á þess­ari umfjöllun væri ekki til­vilj­un. Kosn­ingar nálg­uð­ust og umfjöllun BT væri ætlað að koma höggi á Helle Thorn­ing og flokk henn­ar, sem var á þessum tíma í stjórn­ar­and­stöðu.

Hinn 16. sept­em­ber 2010 til­kynnti Skatt­ur­inn að Stephen Kinnock hefði ekki óhreint mjöl í poka­horn­inu, skatt­skyldan væri í Sviss.

Hinn 8. sept­em­ber 2011, viku fyrir þing­kosn­ingar birti dag­blaðið BT nið­ur­stöðu Skatts­ins. Nú hófst mikil leit að „upp­ljóstr­ar­an­um“ sem sé þeim sem lekið hafði gögnum Skatts­ins til BT. Rann­sókn­ar­nefnd var skip­uð, fjöldi fólks var yfir­heyrð­ur, þar meðal ráðu­neyt­is­stjór­ar, þing­menn, ráð­herrar og yfir­menn hjá Skatt­in­um, en aldrei tókst að finna út hver „upp­ljóstr­ar­inn“ var. Á þessu gekk allt þangað til í nóv­em­ber á síð­asta ári en þá lagði Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra fram nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sem ekki hafði tek­ist að upp­lýsa mál­ið. Ráðu­neyt­is­stjór­inn í Skatta­ráðu­neyt­inu var lát­inn taka pok­ann sinn og einn af yfir­mönnum Skatts­ins fór sömu leið. Troels Lund Poul­sen sem var skatta­mála­ráð­herra þegar málið kom upp, fékk áminn­ingu (svo­kallað næse) í þing­inu þótt ekki tæk­ist bein­línis að bendla hann við lek­ann. Hann hafði við yfir­heyrslur játað að hafa borið kvik­sögur um að Stephen Kinnock væri sam­kyn­hneigð­ur. Helle Thorn­ing hefur aldrei tjáð sig um skatta­mál­ið.

Blómstr­aði of seintUnd­an­farna daga hafa danskir fjöl­miðlar fjallað ítar­lega um Helle Thorn­ing- Schmidt, sem varð fyrst danskra kvenna til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Álit þeirra er að hún hafi að und­an­förnu vaxið mjög í starfi. Fram­koma hennar ein­kenn­ist af öryggi og hún sé full sjálfs­trausts. Hún þótti ekki síst sýna það og sanna þegar hryðju­verkin voru framin í Kaup­manna­höfn í febr­úar sl.  Þrátt fyrir erfið ár á Krist­jáns­borg hafi henni tek­ist að halda bæði stjórn­inni og flokknum sam­an. Það hafi ekki verið auð­velt verk. Ein­róma nið­ur­staða stjórn­mála­skýrenda stærstu dag­blað­anna er að Helle Thorn­ing-Schmidt hafi blómstrað að und­an­förnu en það blóma­skeið hafi ein­fald­lega komið of seint til að skila sér að fullu í nýaf­stöðnum kosn­ing­um.

Eng­inn veit hvað Helle Thorn­ing-Schmidt ætl­ast fyr­ir. Hún ætlar að vera þing­mað­ur, að minnsta kosti fyrst um sinn sagði hún frétta­mönnum í dag. Hún var í einu blað­anna spurð hvort hún hyggð­ist flytja til Bret­lands en eig­in­maður hennar var nýlega kjör­inn þing­maður fyrir Wales. Hún svar­aði ekki spurn­ing­unni en sagði að þótt það væri kannski náð­ugra líf að vera þing­manns­frú í Bret­landi væri hún ekki viss um að það hent­aði sér.

    

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None