Ungt og tekjulágt fólk kýs Pírata - Gamalt og ríkt fólk kýs stjórnarflokkanna

14097534298_f246440b68_z.jpg
Auglýsing

Fólk með lágar tekjur kýs helst Pírata en stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk, Sam­fylk­ingu og Fram­sókn­ar­flokk er mestur hjá hátekju­hópum sam­fé­lags­ins. Vinstri grænir og Fram­sókn­ar­flokkur sækja þorra síns fylgis á lands­byggð­ina á meðan að Sam­fylk­ingin er miklu sterk­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á öðrum svæðum lands­ins. Ungt fólk styður Pírata, Vinstri græn eða Bjarta fram­tíð en fylgi við Sjálf­stæð­is­flokk, Sam­fylk­ingu og Fram­sókn­ar­flokk er mun meira hjá eldra fólki en því sem yngra er. Þetta er meðal þess sem kemur þegar fylgi stjórn­mála­flokka sam­kvæmt könn­unum MMR er greint eftir hópum.

Könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem birt var í gær, sýndi Pírata með 32,7 pró­sent fylgi, Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Sam­fylk­ing­una með­ ­fylgi á pari við það sem flokk­arnir fengu í verstu kosn­ing­unum sínum frá upp­hafi, Fram­sókn með lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því að skipt var um for­mann snemma árs 2009 og að Björt fram­tíð er áfram í frjálsu falli.

Ungir kjósa Pírata, gamlir stjórn­ar­flokk­anna



Það kemur kannski fæstum á óvart að Pírat­ar, sem mæl­ast nú þriðju könn­un­ina í röð sem langstærsti flokkur lands­ins, sækja mest af sínu fylgi til ungs fólks. Í ald­urs­hópnum 18-29 ára segj­ast 44,5 pró­sent kjósa þá ef gengið yrði að kjör­borð­inu í dag. Það vekur samt sem áður athygli að stuðn­ingur við Pírata er umtals­verður í eldri ald­urs­hópum líka. Um 24 pró­sent fólks yfir 50 ára aldri seg­ist styðja flokk­inn.

Einu flokk­arnir utan Pírata sem mæl­ast með meira fylgi hjá ungu fólki en því sem eldra er eru Vinstri græn og Björt fram­tíð. Hvor­ugur flokk­ur­inn getur þó verið ánægður með heild­ar­fylgi sitt um þessar mund­ir.

Auglýsing

Þrír rót­grón­ustu flokkar lands­ins eiga hins vegar aug­ljós­lega við mik­inn vanda að stríða. Þeir höfða ekki til ungra kjós­enda. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hjá fólki á aldr­inum 18-29 ára mælist til að mynda ein­ungis 12,5 pró­sent. Það hlýtur að vera mikið áhyggju­efni hjá flokki sem alltaf hefur lagt upp með öfl­ugt flokka­starf og starf­rækt mjög öfl­ugar ung­liða­hreyf­ing­ar.

Þorri fylgis Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur frá­ ­fólki yfir fimm­tugu. Þar seg­ist um 30 pró­sent aðspurðra ætla að kjósa flokk­inn.



Þótt skilin séu ekki jafn skörp hjá Sam­fylk­ing­unni er vanda­málið hins vegar það sama þegar horft er á ald­urs­dreif­ingu kjós­enda. Í ald­urs­hópnum 18-29 ára er flokk­ur­inn jafn stór og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, með 12,5 pró­sent fylgi. Mest fylgi sækir Sam­fylk­ingin hins vegar í ald­urs­hóp­inn 68 ára og eldri. Þar nýtur flokk­ur­inn 18,6 pró­sent fylg­is.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist nú með lægsta fylgi sem hann hefur haft síðan að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra tók við for­mennsku í flokkn­um, eða 8,6 pró­sent. Af tölum MMR að dæma þá er eng­inn flokkur sem glímir við jafn hraða úreld­ingu og hann.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er lang­vin­sælastur hjá þeim kjós­endum sem eru yfir 68 ára aldri, 13,5 pró­sent þeirra segj­ast myndu kjósa flokk­inn.



Þegar horft er á skipt­ingu fylgis milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru mestu öfgarnar hjá ann­ars vegar Sam­fylk­ingu og hins vegar Fram­sókn­ar­flokki. Þ.e. Sam­fylk­ingin sækir langstærstan hluta síns fylgis til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er miklu sterk­ari á lands­byggð­inni en í þétt­býl­inu á suð­vest­ur­horni lands­ins.

Eng­inn í lægsta tekju­hóp kýs Bjarta fram­tíð, millj­óna­fólkið styður stjórn­ina



MMR greinir líka fylgi flokka eftir tekju­hóp­um. Þar kemur í ljós að Píratar höfða mjög sterkt til þeirra sem eru með lægstu tekj­urn­ar. Alls segj­ast 53,1 pró­sent þeirra sem eru með heim­il­is­tekjur undir 250 þús­und krónum á mán­uði að þeir myndu kjósa Pírata og um 40 pró­sent þeirra sem eru með tekjur á bil­inu 250 til 600 þús­und krón­ur.

Ein mest slá­andi breytan í nýj­ustu könnun MMR, sem alls 932 ein­stak­lingar svöruðu, er sú að eng­inn, ekki einn aðspurð­ur, sem hefur heim­il­is­tekjur undir 250 þús­und krónum myndi kjósa Bjarta fram­tíð. Flokk­ur­inn mælist með 0,0 pró­sent fylgi í hópn­um. Um fimmti hver í þessum tekju­hópi myndi kjósa rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og fjórði hver sem er með tekjur á bil­inu 250 til 399 þús­und krón­ur. Það blasir því við að lægstu tekju­hóp­arnir deila ekki þeirri skoðun rík­is­stjórn­ar­innar að Íslend­ingar hafi aldrei haft það jafn gott og nákvæm­lega núna.

Eini flokk­ur­inn sem er með nokkuð norm­al­dreift fylgi eftir tekju­hópum eru Vinstri græn­ir. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sækir þorra síns fylgis til þeirra sem eru með yfir 800 þús­und krónur í mán­að­ar­tekj­ur. Raunar er flokk­ur­inn sá eini sem nýtur alltaf vax­andi fylgis eftir því sem tekjur hækka og eini tekju­hóp­ur­inn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins hjá er sá sem er með yfir eina milljón króna í mán­að­ar­tekj­ur.

Sam­fylk­ing­in, jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands, er með jafn­ara fylgi á milli tekju­hópa en það vekur þó athygli að flokk­ur­inn er með lang­mest fylgi ann­ars vegar hjá hópnum sem er með á milli 800 til 999 þús­und krónur á mán­uði (20,1 pró­sent) og þeim sem þéna yfir milljón krónur á mán­uði (13,6 pró­sent). Þessar tölur gefa staðalí­mynd­inni um elít­u-­jafn­að­ar­menn­ina eða „Epal-kommann“ sem séu úr tengslum við gras­rót verka­lýðs­ins byr undir báða vængi.



Ef Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn telur sig vera að bjóða upp á stefnu sem á að höfða til lág- og milli­tekju­hópa þá end­ur­spegl­ast það ekki í fylgi flokks­ins. Það er lang­lægst hjá þeim hópum sem eru með á milli 250 og 599 þús­und krónur í mán­að­ar­tekjur og undir heild­ar­fylgi hjá þeim lægst­laun­uð­ustu.

Fylgið rýkur hins vegar upp þegar fylgi­spekt hæst laun­uð­ustu hópanna er skoð­uð. Mest mælist fylgið við Fram­sókn hjá þeim sem eru með yfir milljón krónur í mán­að­ar­laun, eða 12,6 pró­sent. Það er heilum fjórum pró­sentu­stigum yfir heild­ar­fylg­inu.

Kjós­endur flýja Fram­sókn og Bjarta fram­tíð



En hvaðan er allt þetta fylgi Pírata að koma? Hvaða kjós­endur eru það sem mynda þennan 32,7 pró­sent stofn sem vill nú kjósa flokk­inn? Í stuttu máli þá kemur fylgið frá öllum hin­um, auk þess sem nán­ast allir sem kusu Pírata síð­ast ætla að kjósa þá aftur núna. Rúm­lega helm­ingur þeirra sem kusu Bjarta fram­tíð í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum ætlar nú að kjósa Pírata og um þriðj­ungur þeirra sem kusu Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Þeir flokkar sem eru að upp­lifa mestan fylg­is­flótta frá síð­ustu kosn­ingum eru einmitt þessir tveir flokk­ar. Ein­ungis 43,1 pró­sent þeirra sem kusu Fram­sókn þá myndu kjósa flokk­inn nú. Hjá Bjartri fram­tíð er staðan enn verri, sér­stak­lega þegar horft er til þess að flokk­ur­inn er í stjórn­ar­and­stöðu. 35,3 pró­sent þeirra sem kusu flokk­inn vorið 2013 myndu gera það í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None