Vantar tugþúsundir til starfa

Helsta vandamálið í dönsku atvinnulífi er skortur á vinnuafli. Í iðnaði, verslun og þjónustu vantar tugþúsundir starfsfólks og á næstu árum verður ástandið að óbreyttu enn alvarlegra. Stjórnmálamenn eru sagðir snúa blinda auganu að vandanum.

Fjölmarga vantar í störf í Danmörku, meðal annars á veitingastöðum.
Fjölmarga vantar í störf í Danmörku, meðal annars á veitingastöðum.
Auglýsing

„Há­seta vantar á bát“ var ein þeirra til­kynn­inga sem iðu­lega mátti heyra á árum áður í Rík­is­út­varp­inu og er eins­konar sam­nefn­ari íslenskra atvinnu­aug­lýs­inga, ásamt kannski „Ráðs­kona óskast í sveit“. Aug­lýs­ingar af þessu tagi heyr­ast vart lengur í útvarp­inu, nú er það netið og atvinnu­síður dag­blað­anna (sem líka eru á net­inu) sem fólk í atvinnu­leit skoð­ar. 

Í Dan­mörku er ekki hefð fyrir atvinnu­aug­lýs­ingum á ljós­vak­an­um, enda engar aug­lýs­ingar í flestum slíkum miðlum þar í landi. Öðru máli gegnir um dag­blöð­in. Mörg þeirra birta atvinnu­aug­lýs­ingar í sér­stökum auka­blöð­um, gjarna um helg­ar. Í þessum auka­blöðum birt­ast aug­lýs­ingar frá fyr­ir­tækj­um, sem vantar fólk, og sömu­leiðis frá fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í manna­ráðn­ing­um. Þetta er svipað fyr­ir­komu­lag og við þekkjum hér á landi.

Skin og skúrir

Í Dan­mörku hafa skipst á skin og skúrir í atvinnu­mál­um. Í heimskrepp­unni í kringum 1930 var mikið atvinnu­leysi, mest 24.8 pró­sent árið 1932. Á 6. ára­tug síð­ustu aldar var mikið atvinnu­leysi um tíma en síðan dró úr því. Jókst tals­vert á árunum 1974 og 1975 og aftur upp úr 1980. 

Eins og í mörgum löndum jókst atvinnu­leysi á „hru­nár­un­um“ svo­nefndu eftir 2008 og fram til árs­ins 2013. Eftir það lá leiðin upp á við, fram að heims­far­aldr­inum svo­nefnda. 

Tug­þús­undir fóru til heima­lands­ins

Þegar heims­far­ald­ur­inn dundi yfir heims­byggð­ina misstu tug­þús­undir erlendra rík­is­borg­ara sem starfað höfðu í Dan­mörku, einkum á veit­inga­stöð­um, hót­elum og ýmsu tengt ferða­þjón­ustu og verslun ásamt bygg­ing­ar­iðn­aði skyndi­lega vinn­una og ákváðu að snúa til heima­lands­ins.  Það sem iðu­lega er nefnt „hjól atvinnu­lífs­ins“ sner­ust allt í einu á hálfum hraða eða í sumum til­vikum mun hæg­ar.

Auglýsing
Enginn vissi hvert fram­haldið yrði, óvissan var algjör. Það var dauft yfir öllu, veit­inga­staðir hálf­tómir, eða lok­að­ir, lítið að gera í versl­un­um, færra fólk á ferð­inni. Og grímu­skylda. Margir fyllt­ust svart­sýni en stjórn­völd gerðu sitt besta við að stappa stál­inu í lands­menn. Gripið var til marg­hátt­aðra aðgerða til aðstoðar fyr­ir­tækjum í vanda,

Svo reis landið á ný

Vorið 2021 birti til. Eins og hendi væri veifað fór flest í fullan gang. Ferða­fólk flykkt­ist til Dan­merkur á nýjan leik og hót­elin höfðu vart undan að taka á móti pönt­un­um, bygg­inga­iðn­að­ur­inn kippt­ist við, pant­anir eftir alls kyns varn­ingi, allt frá vind­myllum til vasa­úra streymdu inn, veit­inga­stað­irnir lifn­uðu við, göngu­götur og versl­anir fyllt­ust af fólki. Blaða­maður Berl­ingske lýsti þessu þannig að Dan­mörk væri laust úr viðj­um. Bætti við að þessi lýs­ing væri ekki bundin við Dan­mörku, hún ætti við stærstan hluta heims­ins. Upp­sveiflan kall­aði á fleira fólk til starfa, margt fólk. Tug­þús­und­ir.

Atvinnu­rek­endur áhyggju­fullir

Um miðjan júní árið 2021 greindi dag­blaðið Berl­ingske frá könnun sem blaðið hafði gert meðal 150 danskra fyr­ir­tækja. Við­kom­andi voru öll meðal 1000 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Rúm­lega 20 pró­sent þeirra sem tóku þátt í þess­ari könnun sögð­ust á und­an­förnum mán­uðum hafa orðið að segja nei við pönt­unum vegna skorts á starfs­fólki. Af sömu ástæðu sögð­ust 27 pró­sent til við­bótar sjá fram á að geta ekki afgreitt allar pant­anir sem bær­ust. Til við­bótar sögð­ust 32 pró­sent ótt­ast skort á starfs­fólki þótt þetta slyppi, eins og það var orð­að, í augna­blik­in­u.  

Hvað er til ráða?

Þeir Danir sem eru að svip­ast um eftir atvinnu hafa úr mörgu að velja. Um þessar mundir vantar tug­þús­undir fólks í öll mögu­leg störf. Nán­ast sama hvert litið er, það vantar alls staðar fólk nema í banka­starf­sem­i. 

Um það bil 100 þús­und manns eru nú á atvinnu­leys­is­skrá. Sú tala hefur ekki verið lægri í 12 ár. Þótt hver ein­asta mann­eskja úr þessum hópi (sem er ekki raun­hæfur mögu­leiki) færi út á vinnu­mark­að­inn hrykki það ekki til, og vantar mikið á. 

Verslunargöturnar við Strikið í Kaupamannahöfn iða venjulega af mannlífi. Mynd: EPA

Í við­tali fyrr í þessum mán­uði sagði Brian Mikk­el­sen, fyrr­ver­andi ráð­herra og núver­andi fram­kvæmda­stjóri  Dansk Erhverv (eitt fjöl­margra sam­taka atvinnu­rek­enda) að fyr­ir­tæki innan sam­tak­anna vanti nú 53 þús­und starfs­menn. Hann vildi ekki giska á hve mörg laus störf væru í boði í land­inu öllu en sagð­ist telja að þau væru vel á annað hund­rað þús­und. „Hvernig er hægt að bæta úr þessu?“ spurði Brian Mikk­el­sen og svar­aði spurn­ing­unni sjálfur „með því að ráða útlend­inga til starfa“. Hann sagði jafn­framt að rík­is­stjórn Mette Frederik­sen hefði blandað saman atvinnupóli­tík og útlend­ingapóli­tík. Stjórnin hefur ekki þorað að segja að erlent vinnu­afl skipti miklu fyrir Dan­mörku, því hún ótt­ast að verða sökuð um lin­kind í útlend­inga­mál­um. „Við eigum ekki að loka land­inu, við eigum að opna landið enn frekar en nú er. Hvað gerir fram­leiðslu­fyr­ir­tæki sem  annar ekki eft­ir­spurn og fær ekki starfs­fólk? Það flytur til útlanda.“ Brian Mikk­el­sen benti á að í Evr­ópu eru nú um 14 millj­ónir atvinnu­lausra.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar