Vilja flytja út íslenska orku í formi fljótandi metangass

Svissneskt fyrirtæki áformar að framleiða metangas á Reykjanesi og flytja það til Rotterdam. Ferðalagi gassins lyki ekki þar því frá Hollandi á að flytja það eftir ánni Rín til Basel í Sviss. Þar yrði það svo leitt inn í svissneska gaskerfið.

Tölvuteikning sem sýnir hina áformuðu verksmiðju í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Turnar hennar yrðu 25 metrar á hæð.
Tölvuteikning sem sýnir hina áformuðu verksmiðju í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Turnar hennar yrðu 25 metrar á hæð.
Auglýsing

55 MW rafafl mun þurfa til að knýja áform­aða verk­smiðju Swiss Green Gas International við Reykja­nes­virkjun á Reykja­nesi. Í verk­smiðj­unni yrði fram­leitt vetni með raf­grein­ingu sem yrði síð­an, ásamt koldí­oxíði úr útblæstri frá jarð­varma­virkj­unum HS Orku, nýtt til að fram­leiða metan­gas. Raf­grein­ing­ar­ferli þetta, þegar vatni er skipt í vetni og súr­efni, er þekkt en hefur til þessa lítið verið notað við vetn­is­fram­leiðslu á borð við þá sem sviss­neska fyr­ir­tækið fyr­ir­hug­ar.

Til að setja þessa orku­þörf í sam­hengi má minna á að Hval­ár­virkjun á Ófeigs­fjarð­ar­heiði í Árnes­hreppi, sem dótt­ur­fé­lag HS Orku, Vest­ur­verk, hefur haft á teikni­borð­inu í fleiri ár, er einmitt áætluð 55 MW. Hval­ár­virkjun er í orku­nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og var ekki hreyft við þeirri flokk­un, þrátt fyrir að þessi virkj­un­ar­á­form í víð­ernum Vest­fjarða séu mjög umdeild, í með­förum þings­ins síð­asta vor.

Auglýsing

Í mats­á­ætlun Swiss Green Gas International, sem er nú kynnt á vef Skipu­lags­stofn­un­ar, sem þýðir að umhverf­is­mats­ferli fram­kvæmd­ar­innar er haf­ið, segir að verk­smiðjan yrði bein­tengd við Reykja­nes­virkjun sem HS Orka rek­ur. Verið er að stækka þá virkjun og auka afl hennar um 30 MW enda marg­vís­leg upp­bygg­ing áformuð á þessum slóð­um, m.a. land­eldi og frek­ari upp­bygg­ing Auð­linda­garðs HS Orku.

Til fram­leiðslu í verk­smiðju Sviss­lend­ing­anna stendur til að nota um 60 þús­und tonn af koldí­oxíð á ári sem vinna á úr afgasi jarð­varma­virkj­ana í Svarts­engi og Reykja­nesi, gasi sem nú er losað óhindrað út í and­rúms­loft­ið. Gasið frá Svarts­engi yrði leitt að verk­smiðj­unni með gaslögn og er því haldið fram í mats­á­ætlun að sú fram­kvæmd yrði á hendi HS Orku og að taka þurfi sér­staka ákvörðun um mat á umhverf­is­á­hrifum henn­ar. Áformað er að leiðslan verði lögð í jörðu, með­fram háspennu­kapli sem nú þegar liggur milli virkj­an­anna. „Sam­tal er hafið milli HS Orku og Grinda­vík­ur- og Reykja­nes­bæjar vegna þessa.“

Verksmiðjan yrði við Reykjanesvirkjun, á svæði sem merkt er með gulum lit. Gula línan er hins vegar sú leið sem leggja þyrfti gasleiðslu frá Svartsengi til verksmiðjunnar. Mynd: Úr matsáætlun

Að auki þarf til fram­leiðsl­unnar um 135.000 tonn af vatni á ári sem yrði fengið úr ferskvatns­holum HS Orku í Sýr­felli. Verk­smiðjan myndi skila, segir fram­kvæmda­að­il­inn, um 14.000 tonnum af vökva­gerðu met­ani (LSNG) árlega.

Verk­smiðjan yrði að mestu leyti sjálf­virk. Að stað­aldri myndu aðeins einn til tveir starfs­menn vinna í henni.

Swiss Green Gas International Ltd. (SGGI) er hluta­fé­lag sem stofnað var af stórum aðilum í sviss­neska orku­iðn­að­in­um. Stærstu hlut­hafar SGGI eru Axpo Hold­ing AG, sem er stærsta raf­orku­fyr­ir­tæki í Sviss, og Holdigaz SA.

Frá Reykja­nesi um Rín

Fljót­andi end­ur­nýj­an­legt gas, líkt og það er kall­að, er metan­gas sem hefur verið þjappað og ofur kælt niður í mínus 162°C. Við það hita­stig fer gasið af loft­kenndu formi yfir á vökva­form. Rúm­mál gass­ins á vökva­formi er 600 falt minna en það rúm­mál sem það fyllir sem loft­teg­und. Það er því hag­kvæmara að flytja gasið á fljót­andi formi um langa vegu, segir í mats­á­ætl­un­inni.

Þessi loka­af­urð, hið fljót­andi metangas, yrði sett í þar til­gerða gáma og flutt frá verk­smiðj­unni til hafn­ar, sem ekki liggur fyrir hver verð­ur, en hafnir í Helgu­vík, Þor­láks­höfn og Reykja­vík eru sagðar koma til greina. Þaðan yrði gasið flutt til Rott­er­dam í Hollandi og áfram með ánni Rín til Basel í Sviss og loks, á áfanga­stað, inn í gaskerfi lands­ins. Einnig er talað um að selja hluta þess á íslenskum mark­aði fyrir sam­göng­ur.

Helsta mark­miðið er lofts­lags­mark­mið

Í mats­á­ætl­un­inni er tekið fram að „helsta mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar“ sé að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þá helst CO2 „með fram­leiðslu á metangasi úr vetni sem fram­leitt er með grænni raf­orku í stað jarð­efna­ol­íu“. Önnur mark­mið eru sögð þau að „auka fram­boð á end­ur­nýj­an­legri orku fyrir sviss­neskan markað ásamt því að bjóða íslenskum mark­aði upp á raf­elds­neyti í sam­göng­ur.“ For­sendur verk­efn­is­ins eru „gott fram­boð og sam­keppn­is­hæft verð á end­ur­nýj­an­legri raf­orku á Íslandi ásamt góðu aðgengi að koldí­oxíði sem eru helstu aðföng fram­leiðsl­unn­ar“.

Vetn­is- og met­an­verk­smiðjan yrði reist, að því er fram­kvæmda­að­ili seg­ir, á skil­greindu iðn­að­ar­svæði sem alfarið er í eigu HS Orku og innan svo­nefnds Auð­linda­garðs fyr­ir­tæk­is­ins yst á Reykja­nesskaga.

Þegar raskað svæði en úti­vist vin­sæl

Tekið er fram að svæðið sé nú þegar tals­vert raskað vegna Reykja­nes­virkj­unar og ann­arra umsvifa á svæð­inu. Það er í um 11 kíló­metra fjar­lægð frá byggð í Höfnum og í u.þ.b. sömu fjar­lægð frá byggð í Grinda­vík. Þétt­býli í Reykja­nesbæ er í tæp­lega 16 kíló­metra fjar­lægð. Hvera­svæði er sunnan fram­kvæmda­svæð­is­ins, oft­ast kennt við Gunnu­hver og er vin­sæll áfanga­staður úti­vi­star­fólks og ferða­manna.

Helstu mann­virki verk­smiðj­unnar eru raf­grein­ing­ar­stöð, CO2 hreinsi­stöð, met­an­stöð og gas­þjöpp­un/kæli­stöð. Hæstu mann­virkin eru turnar í koldí­oxíð-hreinsi­stöð, um 25 metrar á hæð, en hæstu bygg­ingar yrðu 18 metr­ar.

Ráð­gert er að hefja fram­kvæmdir þegar bygg­ing­ar­leyfi liggur fyr­ir. Áætlað er að það verði í byrjun árs 2024 og gert er ráð fyrir að verk­smiðjan verði gang­sett í kringum ára­mótin 2025/2026.

Þangað til eru þrjú ár.

Teikning af mögulegum mannvirkjum verksmiðjunnar. Mynd: úr matsáætlun

Þetta er ekki eina verk­smiðjan sem Swiss Green Gas International hefur verið með á prjón­unum á Íslandi. Í maí á þessu ári tók skipu­lags- og fram­kvæmda­ráð Norð­ur­þings fyrir erindi þar sem fyr­ir­tækið (undir hatti dótt­ur­fé­lags­ins Nordur Renewa­bles Iceland ehf.) óskaði eftir vil­yrði fyrir lóðum undir raf­elds­neyt­is­verk­smiðju á Bakka við Húsa­vík. Ráðið lýsti ánægju með sýndan áhuga og sagði verk­efnið áhuga­vert „og virð­ist sniðið að þeim ramma sem sveit­ar­fé­lagið hyggst setja utan um þróun græns iðn­garðs á Bakka“. Vildi ráðið hins vegar fá upp­lýs­ingar um hvernig fyr­ir­tækin hygð­ust tryggja sér raf­orku til verk­efn­is­ins. Málið hefur ekki verið tekið aftur fyrir innan stjórn­sýsl­unnar í sveit­ar­fé­lag­inu.

Árið 2020 lagði þetta sama dóttur félag, Nordur Renewa­bles Iceland ehf., fram mats­á­ætlun vegna vetn­is- og met­an­verk­smiðju við Hell­is­heið­ar­virkj­un. Sú verk­smiðja átti að nýta 25 MW. Álit Skipu­lags­stofn­unar lá fyrir þetta sama ár en lengra hefur verk­efnið ekki farið í umhverf­is­mati.

Auglýsing

Að sama skapi er verk­smiðja SGGI ekki sú eina sem keppir um hjarta stjórn­enda HS Orku. Þannig náðu orku­fyr­ir­tækið og Hydrogen Ventures Limited (H2V) sam­komu­lagi um orku­verð og aðra skil­mála vegna fyr­ir­hug­aðrar vetn­is­fram­leiðslu á Reykja­nesi nú í lok ágúst. Vetnið úr verk­smiðju á að nýta til fram­leiðslu á met­anóli. Sem er enn einn fram­tíð­ar­orku­gjaf­inn sem kynntur hefur verið til leiks. Sér­stak­lega er hann sagður koma til greina í sjó­flutn­ingum og sjáv­ar­út­vegi, að því er fram kom í til­kynn­ingu HS Orku um mál­ið. „Ef afrakstur fram­leiðsl­unnar yrði nýttur inn­an­lands myndi verk­efnið því færa Ísland mun nær mark­miði sínu um að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2040,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Verk­smiðja H2V þyrfti 60 MW sem myndi, að því er haft var eftir Tómasi Má Sig­urðs­syni, for­stjóra HS Orku, koma frá virkj­unum fyr­ir­tæk­is­ins. Og nýta til fram­leiðsl­unn­ar, rétt eins og SGGI er áfram um, meiri­hluta þess koldí­oxíðs sem losnar frá vinnslu­svæð­un­um.

Mikil orku- og vatns­þörf

Sam­an­lögð orku­þörf þess­ara tveggja verk­efna er 115 MW. Hvort þau verði bæði að veru­leika er hins vegar alls óvíst enda aðföng sem þarf til fram­leiðslu á borð við þessa, gríð­ar­leg orka, fersk­vatn og koldí­oxíð, háð tak­mörk­un­um.

„Ís­land er auð­ugt af upp­sprettum end­ur­nýj­an­legrar orku,“ segir á vef Nordur Renewa­bles Iceland ehf., dótt­ur­fé­lags­ins sem áformar fram­leiðslu raf­elds­neytis bæði á Íslandi og í Nor­egi. „Með vatns­afli og jarð­varma er fram­leidd í land­inu miklu meiri raf­orka en þar er not­uð. En þar sem þetta er eyja án tengsla við hið alþjóð­lega raf­orku­kerfi þá getur Ísland ekki flutt út end­ur­nýj­an­legt raf­magn. Þess vegna liggur meg­in­á­hersla Nordur Renewa­bles Iceland ehf. í „orku til gasverk­efna“ – við breytum end­ur­nýj­an­legu raf­magni og koltví­oxíð í grænt gas.“

Það er full­ljóst að kapp­hlaup erlendra fyr­ir­tækja um íslensku ork­una, þessa sem sífellt er nú tuggið á að sé „end­ur­nýj­an­leg“, „um­hverf­is­væn“ og „græn“ (sem vissu­lega eru ekki tíð­indi í okkar íslensku eyr­um), er hafið fyrir alvöru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent