Walmart tekur morðvopn úr sölu - Byssusala eykst í Bandaríkjunum

h_51830580-1.jpg
Auglýsing

Smá­söluris­inn Wal­mart hefur lengi stært sig af því að selja svo til allt. „Ef það fæst ekki í Wal­mart þá er það ekki til“ er frasi sem fyr­ir­tækið not­aði um ára­bil til að leggja áherslu á að Wal­mart væri stað­ur­inn fyrir alla, þar væri hægt að gera svo til öll inn­kaup heim­il­is­ins.

Það er ekki hægt að segja annað en að þessi ímynd hafi skilað sér til neyt­enda. Wal­mart er risa­vaxið fyr­ir­tæki og stærsti vinnu­veit­andi Norð­ur­-Am­er­íku, það er Banda­ríkj­anna og Kana­da, með 2,2 millj­ónir starfs­manna, þar af 1,4 millj­ónir í Banda­ríkj­un­um. Heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins árið 2014 og fram yfir lok jan­ú­ar­mán­aðar á þessu ári námu 482 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 62 þús­und millj­örðum króna. Til sam­an­burðar nemur árleg lands­fram­leiðsla Íslands um tvö þús­und millj­örð­um, og því eru árlegar tekjur Wal­mart á við ríf­lega þrjá­tíu­falda árlega lands­fram­leiðslu Íslands.

Fyr­ir­tækið heldur úti meira en ell­efu þús­und versl­unum og hefur stór­eflt versl­un­ar­þjón­ustu á inter­net­inu að und­an­förnu og nær hún til 28 landa.

Auglýsing

Rétt­ur­inn til að selja...allt



Þetta rót­gróna fyr­ir­tæki, sem Sam Walton stofn­aði árið 1962, hefur lengi verið umdeilt hér í Banda­ríkj­un­um. Ekki aðeins vegna starfs­manna­stefnu, sem hefur falist í því að borga eins lág laun og hægt er að kom­ast upp með, heldur ekki síður fyrir að berj­ast af hörku gegn öllum tak­mörk­unum sem settar eru á versl­un­ar­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta á ekki síst við um sölu fyr­ir­tæk­is­ins á byssum, sem nú er komin í hámæli, enn einu sinni. Ástæðan er sú að fyr­ir­tækið ákvað, nokkuð óvænt, að taka úr sölu AR 15 riffla (Assault rifles). Wal­mart, líkt og Sam­tök skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum (NRA), hefur til þessa ekki skil­greint AR 15 sem árásariffla heldur flokkað þá sem riffla til afþrey­ingar eða íþrótta­iðk­unar (Sport­ing rifles) og þá á þeirri for­sendu, að byssur af þess­ari teg­und telj­ist ekki með sjálf­virki hleðslu þó þær séu hálf­sjálf­virkar (Sem­i­autom­at­ic). Þar sé línan dregin þegar komið að skilgrein­ingu á árás­ar­vopn­um.



Sam­tök sem berj­ast gegn aðgengi almenn­ings að hættu­legum skot­vopnum hafa hins vegar lagt áherslu að aðskilja ekki AR 15 riffla, og aðrar byssur sem ekki eru með sjálf­virkri hleðslu, frá árásariffl­um. Í raun sé ekki hægt að taka út vopn, sem allir geti verið sam­mála um að sé stór­hættu­legt, og skila­greina það sem vopn sem nota eigi í afþrey­ing­ar­til­gangi. Það sé of mikil ein­földun á stóra sam­heng­inu.

Ekki af ástæðu­lausu

En það er ekki úr lausu lofti gripið að Wal­mart er að taka AR 15 riffl­ana úr sölu, jafn­vel þó opin­bera skýr­ingin sé sú að salan hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. Vopn­inu hefur verið beitt ítrekað í skotárásum, meðal ann­ars í hrika­legri skotárás á skóla í Newton í Conn­ect­icut, þegar hinn tví­tugi Adam Lanza skaut tutt­ugu börn til bana, 14. des­em­ber 2012. Þá not­aði James Holmes vopnið í árás á bíó­gesti í Colora­do, 20. júlí 2012. Þá voru tólf gestir á mið­nætu­sýn­ingu um Leð­ur­blöku­mann­inn, Bat­man: The Dark Knight, myrtir og gerði Holmes til­raun til þess að drepa sjö­tíu til við­bót­ar, áður en hann gafst upp. Í gær var Holmes form­lega dæmdur til tólf­faldrar ævin­langrar fang­els­is­vistar og sagði dóm­ar­inn, Car­los A. Sam­o­ur, lög­reglu­stjór­anum sem fylgdi Holmes inn í dóm­sal, að fara fljótt með hann þaðan þungur á brún, eftir að dóm­ur­inn hafði verið kveð­inn upp.

Fleiri byssur í umferð en áður



Byssu­glæpir í Banda­ríkj­unum eru ótrú­lega margir og á fjöld­inn sér engin for­dæmi meðal þró­aðra ríkja. Fyrir hverja milljón íbúa eru 29,7 morð framin á hverju ári. Til sam­an­burðar þykir mjög hátt í öðrum ríkjum ef hlut­fallið fer fyrir tvö morð, en í Þýska­landi er með­al­talið 1,9 morð. Í Sví­þjóð og Finn­landi hafa miklar áhyggjur vaknað hjá yfir­völdum á und­an­förnum árum, en þar fór hlut­fallið upp í 4,4 morð árið 2012 í Finn­landi og 4,1 morð í Sví­þjóð á sama tíma. Vissu­lega alltof mik­ið, en samt óra­fjarri því ógn­væn­lega háa hlut­falli sem er í Banda­ríkj­un­um.

Þessi mynd birtist með umfjöllun fjölmiðlisins Vox, þegar byssumorð í Bandaríkjunum voru til umfjöllunar. Myndin sýnir fjölda morða á hverja eina milljón íbúa, hjá þróuðum ríkjum. Mynd: Vox. Þessi mynd birt­ist með umfjöllun fjöl­miðl­is­ins Vox, þegar byssumorð í Banda­ríkj­unum voru til umfjöll­un­ar. Myndin sýnir fjölda morða á hverja eina milljón íbúa, hjá þró­uðum ríkj­um. Mynd: Vox.

Byssu­sala hefur auk­ist nokkuð í Banda­ríkj­unum að und­an­förnu og eru upp­lýs­ingar um bak­grunns­eft­ir­lit Alrík­is­lög­regl­unnar (FBI) til marks um það. Í júlí á þessu ári var bak­grunnur kaup­end­anda skoð­aður í 1,6 millj­ónir skipta en á sama tíma í fyrra gerð­ist það í 1,4 milljón skipti.

Tölur um almenna útbreiðslu skot­vopna í Banda­ríkj­unum þykja um margt óáreið­an­leg­ar, þar sem svarti mark­að­ur­inn með skot­vopn er einnig ógn­ar­stór. En sé horft til skráðra skot­vopna þá eru Banda­ríkin alveg sér á báti, nán­ast í sama hlut­falli og með byssu­glæp­ina. Af ríf­lega 640 millj­ónum skráðra skot­vopna í heim­in­um, sem eru í eigu almennra borg­ara, þá er um 42 pró­sent af þeim í eigu ein­stak­linga í Banda­ríkj­un­um. Í mörgum ríkj­um, einkum í mið­ríkj­unum og einnig í suð­ur­hluta Banda­ríkj­anna, þá er venja að fleira en eitt skot­vopn sé á hverju heim­ili.

Smá­sal­arnir geta haft mikil áhrif



Ákvörðun Wal­mart um að taka úr sölu AR 15 riffl­ana er kannski ekki stórt skref í bar­átt­unni gegn byssu­glæp­um, en hún þykir tákn­ræn fyrir þá breyt­ingu sem orðið hefur á við­horfum fólks til byssu­eignar almenn­ings. Það sýna kann­an­ir, og orð Barack Obama Banda­ríkja­for­seta frá því í sum­ar, um að „eitt­hvað væri að“ í Banda­ríkj­unum þegar kæmi að með­ferð og útbreiðslu skot­vopna, sýna líka að þetta er að ná eyrum æðstu ráða­manna lands­ins. Nú síð­ast í dag sagði Obama í við­tali við ABC, vegna skotárásar á fjöl­miðla­fólkið Ali­son Parker og Adam Ward í gær sem leiddi til dauða þeirra beggja, að þetta væri eitt­hvað sem hitti hann í hjarta­stað í hvert sinni sem sagt væri frá atvikum sem þess­um. „Það sem töl­urnar segja okkur er að það eru marg­falt fleiri sem deyja í byssu­tengdum glæpum í land­inu heldur vegna hryðju­verka á hverju ári,“ sagði Obama, og tal­aði fyrir því að umræða um byssu­tengda glæpi og byssu­eign almenn­ings fengi jafn mikið vægi og hún ætti skilið á opin­berum vett­vangi. Þetta væri eitt­hvað sem mætti ekki líta fram­hjá að væri inn­an­mein í Banda­ríkj­un­um.

Smá­salar geta haft mikil áhrif á það hversu mikil útbreiðsla á byssum í Banda­ríkj­unum er. Ýmsir hafa gagn­rýnt að fyr­ir­tæki eins og Wal­mart, sem  hefur svo til allt til sölu, skuli einnig selja margar teg­undir skot­vopna. Við­skipta­legir hags­munir séu ekki svo miklir í stóra sam­hengi hlut­anna og að betur færi á því að tak­marka söl­una við sér­hæfð­ari versl­anir sem almenn­ingur á ekki oft erindi í.

En þetta risa­vaxna fyr­ir­tæki sem jafn­fram er stærsti vinnu­veit­andi Banda­ríkj­anna hefur barist fyrir því með kjafti og klóm að lögin tak­marki ekki rétt fyr­ir­tæk­is­ins þegar kemur að sölu á skot­vopn­um. Það sé svo fyr­ir­tæk­is­ins að ákveða hvað sé til sölu á hverju tíma. Kory Lund­berg, tals­maður Wal­mart, árétt­aði þennan skiln­ing í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í gær og bætti síðan við í sam­tali við Quartz að þessi ákvörð­un, um að taka AR 15 riffl­ana úr sölu, byggði ein­ungis á við­skipta­hags­munum Wal­mart, en vekti lík­lega meiri athygli vegna þess að varan væri tengd umræðu um með­ferð skot­vopna.

https://www.youtu­be.com/watch?v=YWRp­vWAI­V0c

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None