Að sýna sig og sjá aðra

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bók Eiríks Arnar Norðdahl, Heimsku, sem gefin er út undir merkjum Máls og menningar.

Bækur
Auglýsing

„Eitt sinn voru ekki ­gluggar á hús­um. Þegar búið var að finna þá upp var óhugs­andi án þeirra að vera. Glugga­laus hús voru hús sem ekki mátti sjá inn í því þar gerð­ist sitt­hvað mis­jafnt. Gluggar voru aug­ljós fram­för frá glugga­leysi for­tíð­ar­innar og þeir ­sem vildu án þeirra vera – eða byrgðu þá – hlutu að hafa fyrir því vafa­samar ástæð­ur.“

Þær hafa svo sem ekki ­streymt úr pennum íslenskra höf­unda, fram­tíð­ar­sög­urn­ar. Lovestar Andra Snæs sú eina sem ég man eftir án áreynslu, en auð­vitað eru þær fleiri. Vafa­laust ...

Heimska.Reyndar er Heimska á mörk­un­um. Fram­tíðin í henni er ein­hvern­vegin svo náin að hún er næstum ekki fram­tíð. Það eina sem hefur breyst er að sá hluti lífs­ins sem lifað er í netheimum er orð­inn enn öfga­fyllri og fyr­ir­ferð­ar­meiri á kostnað hins. En mið­að við hraða og hröðun þró­un­ar­innar finnst manni sú staða sem Eiríkur lýsir gæt­i verið komin upp eftir nokkra mán­uði. Já og svo gæti inn­an­lands­flugið mögu­lega verið flutt til Kefla­víkur í bók­inni þó það sé ekki sagt berum orð­u­m. Skilj­an­lega ekki, alltof eld­fimt.

Auglýsing

Þessi stutta, snarpa og ­for­vitni­lega bók er ofin úr nokkrum þráð­um. Kannski ekki neitt ógur­lega þétt of­in, en vissu­lega snert­ast þeir á alla enda og kanta, flækj­ast hver fyr­ir­ öðrum og magna upp. Kyn­lífs­styrj­öld hjóna­leysanna Áka og Lenítu kannski minnst ­spenn­andi, en á móti kemur hinn kostu­legi vand­ræða­gangur með þá duttl­unga ör­lag­anna (eða hvað það nú var) sem lét þau skrifa næstum sömu skáld­sög­una og skila í bóka­flóðið 20XX. Gaman að það skuli enn vera jóla­bóka­flóð. Og ­bók­menntaum­ræðan og verð­launin á svip­uðum stað. Gott ef Eiríkur Guð­munds­son er ekki enn í fullu fjöri – og RÚV að því er virð­ist líka. Guð láti gott á vita.

Þunga­miðjan er sam­t ­eft­ir­lit­ið. Sjálfs­eft­ir­lit fólks­ins sem bein­línis þrífst á að láta fylgj­ast með­ ­sér – jafn­vel umfram það að sem fá má út úr því að kíkja inn í alla kima heima hjá hin­um. Það er þessi þráður sem Eiríkur dvelur við, leggur út af, velt­ir ­fyrir sér. Það er oft spenn­andi og ögrandi. Og leiðir auð­vitað yfir í and­stæð­una: hvað ger­ist í þessu fram­andi en ískyggi­lega kunn­ug­lega fram­tíð­ar­sam­fé­lagi þegar ýtt er á off-takk­ann? Þegar raf­magnið fer og tekur með­ ­sér öll staf­rænu gægju­göt­in.

Það sem Eiríkur hefur um það að segja er flott og snjallt. En fyrir minn smekk of lít­ið. Við fyrsta ­lestur virkar eins og þessi þráður sé vannærð­ur, hefði átt að taka meira plás­s í blað­síðum og mik­il­vægi talið. Smá­mynd­irnar af hinum ýmsu íbúum Ísa­fjarðar og hvernig þeir bregð­ast við eru svo skemmti­legar og lýsandi að mann langar í fleiri. Og hrein­lega að ástandið væri látið vara lengur og valda enn meiri usla í sam­fé­lag­inu. Þetta er auð­vitað græðgi og frekja. Mögu­lega líka rangt og mað­ur­ ­sæi það um leið og bókin væri orðin hund­rað síðum lengri með heims­slita­legri lokakafla. En svona líður mér núna.

Lokakafl­inn eins og höf­undur vildi hafa hann, þar sem við fáum skýr­ingar á raf­magns- og ­eft­ir­lits­leys­inu og örlög helstu sögu­hetja ráð­ast að ein­hverju leyti, finn­st mér síðan rök­rétt­ur, áhrifa­ríkur og sann­fær­andi. Og bókin í heild sinn­i hugs­un­ar­vekj­andi, fyndin og beitt, þó hún hefði mátt vera feit­ari fyrir minn smekk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None