Listin að skapa sig

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bók Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, sem gefin er út undir merkjum JPV.

Auglýsing

Sjálf­bærni er hug­sjón sam­tím­ans. Merki­legt að sjá þess jafn­ á­þreif­an­leg merki í skáld­skapn­um, af öllum stöð­um. Ótrú­leg­asta fólk virð­is­t dreyma um að vera sjálfu sér nógt um sögu­efni, vinna með sitt eigið líf á mun grímu­laus­ari hátt en við eigum að venjast, svona ofan á allar hefð­bundn­u ævi­sög­urnar og minn­inga­bæk­urn­ar. Grímu­laus­ari, en líka skáld­legri. Úr verð­ur­ ó­stöðugt efna­sam­band, sem er auð­vitað annað orð yfir sprengi­efni. Ein­hverjar bombur hafa nú þegar sprung­ið.

SjóveikurSjó­veikur í München er öðrum þræði um efna­sam­band sem gæti þess ­vegna verið sprengi­efni. Reyndar fjallar veikasti kafli bók­ar­innar eig­in­lega um það hvað ger­ist þegar svarta gubbið sem Ungur Maður (sögu­hetja Hall­gríms) hef­ur verið að safna í bjór­glas inn­an­klæða er gert upp­tækt af Aust­ur­þýskum lög­reglu­mönnum í heim­sókn hans austur fyrir múr í lok Þýska­lands­dval­ar­inn­ar. Það er svo­lítið eins og þessi fang­els­is­dvöl hafi verið skrifuð á sjálf­stýr­ing­u, ­saumuð upp úr öðrum frá­sögnum og kvik­myndum um slíka reynslu. Enda eru hún það. Alla­vega ekki sótt í minn­inga­sjóð höf­und­ar, nema að smá­vægi­legu leyti eins og fram kom í Kilju­við­tali.

Umrætt efna­sam­band er líka skáld­skap­ur. Og ekki bara það – mögu­lega er það Skáld­skap­ur, hvorki meira né minna. Hraun, blek, hin innri ólga ­sem þarf bæði að storkna og fljóta til að hægt sé að forma hana, nýta til­ ­skap­andi starfa. Hall­grímur teflir á tæp­asta vað með að láta les­and­ann sífellt ­fylgj­ast með þessum upp­sölum og pukr­inu í kringum það áður en lík­ing­in krist­all­ast að lok­um. Þá fyr­ir­gefur les­and­inn, alla­vega þessi, staglið í þessu ­djarfa og, á end­an­um, snjalla lík­inga­máli.

Auglýsing

Puk­ur, felu­leik­ur, er eitt gegn­um­gang­andi stef. Ungur Maður er á­fjáður í ein­veru. Hann forð­ast hið bjór­glaða sam­fé­lag íslensku náms­mann­anna, hann tengir ekki við sam­nem­endur sína í hinni bæversku lista­aka­dem­íu, hann ­felur sig bak við glugga­tjöld, nak­inn, meðan leigusal­inn hans tekur á mót­i vin­konu sinni í far­sa­kenndasta atriði bók­ar­inn­ar. Stílsmáti dags­ins í list­inn­i snertir hann ekki. Hann tengir einna helst við Marcel Duchamp, en gengur að vonum illa að kom­ast að leynd­ar­dómum „Stóra glers­ins“, hvað þá að finna þau ­fót­spor meist­ar­ans sem honum gæti liðið vel í. Marcel sjálfur er ekki til­ við­tals.

Og í jóla­ferð til Flór­ens í leit að list, en ekki síður ást og ham­ingju, mætir skelf­ingin til leiks. Hinni umtöl­uðu nauðgun og eft­ir­köst­u­m hennar er frá­bær­lega lýst. Les­and­inn skynjar hvernig hún fær nákvæm­lega það ­pláss, þann tíma, sem það tekur Ungan Mann að koma henni úr kall­færi við með­vit­und sína. Og er svo úr sög­unni. Nema hvað hún er auð­vitað í sög­unni og ekk­ert á för­um.

Hinn sér­staki stílsmáti og húmor Hall­gríms er auð­þekkt­ur, og vel beitt hér í þágu per­sónu­sköp­un­ar­inn­ar, annað hvort væri. Stundum kvarta menn yfir fyr­ir­ferð miss­niðugra útúr­dúra og elt­inga­leikja við mis­dýra orða­leiki. Eng­inn ætti að þurfa að gnísta tönnum yfir­ slíku í þess­ari bók. Hér heldur þrosk­aður höf­undur á penna fullum af tor­fengn­u bleki og nýtir það af skyn­semi til að lýsa sér, rann­saka sig og afhjúpa. Og ­skemmta okk­ur. Og gerir það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None