Listin að skapa sig

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bók Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, sem gefin er út undir merkjum JPV.

Auglýsing

Sjálf­bærni er hug­sjón sam­tím­ans. Merki­legt að sjá þess jafn­ á­þreif­an­leg merki í skáld­skapn­um, af öllum stöð­um. Ótrú­leg­asta fólk virð­is­t dreyma um að vera sjálfu sér nógt um sögu­efni, vinna með sitt eigið líf á mun grímu­laus­ari hátt en við eigum að venjast, svona ofan á allar hefð­bundn­u ævi­sög­urnar og minn­inga­bæk­urn­ar. Grímu­laus­ari, en líka skáld­legri. Úr verð­ur­ ó­stöðugt efna­sam­band, sem er auð­vitað annað orð yfir sprengi­efni. Ein­hverjar bombur hafa nú þegar sprung­ið.

SjóveikurSjó­veikur í München er öðrum þræði um efna­sam­band sem gæti þess ­vegna verið sprengi­efni. Reyndar fjallar veikasti kafli bók­ar­innar eig­in­lega um það hvað ger­ist þegar svarta gubbið sem Ungur Maður (sögu­hetja Hall­gríms) hef­ur verið að safna í bjór­glas inn­an­klæða er gert upp­tækt af Aust­ur­þýskum lög­reglu­mönnum í heim­sókn hans austur fyrir múr í lok Þýska­lands­dval­ar­inn­ar. Það er svo­lítið eins og þessi fang­els­is­dvöl hafi verið skrifuð á sjálf­stýr­ing­u, ­saumuð upp úr öðrum frá­sögnum og kvik­myndum um slíka reynslu. Enda eru hún það. Alla­vega ekki sótt í minn­inga­sjóð höf­und­ar, nema að smá­vægi­legu leyti eins og fram kom í Kilju­við­tali.

Umrætt efna­sam­band er líka skáld­skap­ur. Og ekki bara það – mögu­lega er það Skáld­skap­ur, hvorki meira né minna. Hraun, blek, hin innri ólga ­sem þarf bæði að storkna og fljóta til að hægt sé að forma hana, nýta til­ ­skap­andi starfa. Hall­grímur teflir á tæp­asta vað með að láta les­and­ann sífellt ­fylgj­ast með þessum upp­sölum og pukr­inu í kringum það áður en lík­ing­in krist­all­ast að lok­um. Þá fyr­ir­gefur les­and­inn, alla­vega þessi, staglið í þessu ­djarfa og, á end­an­um, snjalla lík­inga­máli.

Auglýsing

Puk­ur, felu­leik­ur, er eitt gegn­um­gang­andi stef. Ungur Maður er á­fjáður í ein­veru. Hann forð­ast hið bjór­glaða sam­fé­lag íslensku náms­mann­anna, hann tengir ekki við sam­nem­endur sína í hinni bæversku lista­aka­dem­íu, hann ­felur sig bak við glugga­tjöld, nak­inn, meðan leigusal­inn hans tekur á mót­i vin­konu sinni í far­sa­kenndasta atriði bók­ar­inn­ar. Stílsmáti dags­ins í list­inn­i snertir hann ekki. Hann tengir einna helst við Marcel Duchamp, en gengur að vonum illa að kom­ast að leynd­ar­dómum „Stóra glers­ins“, hvað þá að finna þau ­fót­spor meist­ar­ans sem honum gæti liðið vel í. Marcel sjálfur er ekki til­ við­tals.

Og í jóla­ferð til Flór­ens í leit að list, en ekki síður ást og ham­ingju, mætir skelf­ingin til leiks. Hinni umtöl­uðu nauðgun og eft­ir­köst­u­m hennar er frá­bær­lega lýst. Les­and­inn skynjar hvernig hún fær nákvæm­lega það ­pláss, þann tíma, sem það tekur Ungan Mann að koma henni úr kall­færi við með­vit­und sína. Og er svo úr sög­unni. Nema hvað hún er auð­vitað í sög­unni og ekk­ert á för­um.

Hinn sér­staki stílsmáti og húmor Hall­gríms er auð­þekkt­ur, og vel beitt hér í þágu per­sónu­sköp­un­ar­inn­ar, annað hvort væri. Stundum kvarta menn yfir fyr­ir­ferð miss­niðugra útúr­dúra og elt­inga­leikja við mis­dýra orða­leiki. Eng­inn ætti að þurfa að gnísta tönnum yfir­ slíku í þess­ari bók. Hér heldur þrosk­aður höf­undur á penna fullum af tor­fengn­u bleki og nýtir það af skyn­semi til að lýsa sér, rann­saka sig og afhjúpa. Og ­skemmta okk­ur. Og gerir það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None