Karolina Fund: Vísindaskáldsaga sem gerist í geimnum árið 2190

karolina
Auglýsing

Pétur Haukur Jóhann­es­son stendur fyrir verk­efn­inu Nýlenda A0-4 sem hægt er að finna á Karol­ina Fund. Ný­lenda A0-4 er vís­inda­skáld­saga sem ger­ist í geimnum árið 2190. Hún mun telja um 300 blað­síður út prent­uð. Það má í raun segja að þetta sé blandað af ­vís­inda­skáld­skap og spennu­trylli því í bók­inni er að finna þó nokkun hasar sem ætti að halda les­and­anum vel við efn­ið. Búið er að teikna myndir af nokkrum ­per­sónum bók­ar­innar sem finna má á heima­síðu Ný­lendu A0-4. 

Höf­und­ur­inn Pétur er 29 ára gam­all. Hann hefur búið mesta alla tíð á Fáskrúðs­firði en síð­ast­liðin 8 ár hefur hann ­búið í Reykja­vík. Hann lauk BSc gráðu í tölv­un­ar­fræði árið 2013 og starfar sem hug­bún­að­ar­sér­fræð­ingur hjá Advania. Þar áður útskrif­að­ist hann úr Lög­reglu­skóla ­rík­is­ins og starf­aði sem lög­reglu­maður í um tvö ár þar á eft­ir, og á sumrin með­ ­tölv­un­ar­fræð­inn­i. 

Pétur er trú­lof­aður Tinnu Hrönn Ósk­ars­dóttur og eru þau ­barn­laus, en eiga von á stelpu í lok febr­ú­ar. Kjarn­inn hitti Pétur og tók hann tali.

Auglýsing

Um hvað fjallar Nýlenda A0-4?

Árið er 2190 og mann­kynið hefur fundið orma­göng úti í geimnum sem liggja á ókortl­aðar slóð­ir. Pláneta hefur fund­ist hinu megin við ­göngin og er mann­kynið búið að koma sér þar fyrir og farið að nýta þar auð­lind­ir. Plánetan heitir Jodess. Öll starf­semi sem telst eyði­leggj­andi fyr­ir­ Jörð­ina er flutt á nýju plánet­una hægt og rólega því mengun á Jörð­inni er orð­ið risa­vaxið vanda­mál.Pétur Haukur Jóhannesson

Nýlenda A0-4 fjallar um flug­stjór­ann Ewin og und­ir­menn hans á flutn­inga­skip­inu Freka. Skipið ferð­ast á milli Jarð­ar­innar og Jodess, nán­ar til­tekið Nýlendu A0-4 sem er ein af nokkrum borgum sem risið hafa á Jodess. Þar ­búa um 1,6 millj­ón­ir. Þau leggja af stað frá Jörð­inni þann 14. jan­úar 2190 í enn einn leið­ang­ur­inn. Áætl­aður ferða­tími til Jodess eru um 30 dag­ar. Þegar þau koma á  Nýlendu A0-4 sjá þau að ekki er allt eins og það var síð­ast. Þau þurfa að takast á við nán­ast óyf­ir­stíg­an­leg­t verk­efni ef þau vilja upp­lifa eðli­legt líf aft­ur. Ewin kynn­ist sjálfum sér sem nýjum manni eftir gjörðir sem hann hefði aldrei órað fyrir að geta gert, allt til að halda lífi. Upp­gjör, blóð, sviti, byss­ur, svik og sökn­uður koma við sög­u í þess­ari ferð."

Hvenær er útgáfan áætl­uð?

Útgáfan er áætluð um miðjan des­em­ber, í síð­asta lagi. Ég ætla þó að reyna að prenta hana fyrr svo ég nái að selja eitt­hvað af ein­tök­um, ­fyrir utan þau sem eru fyr­ir­fram pöntuð á Karol­ina Fund, fyrir jól­in."

Hvað kom til að þú fórst að skrifa vís­inda­skáld­sögu?

Ég byrj­aði í raun fyrst að skrifa sög­una árið 2007, þó ég tali alltaf um að ég hafi byrjað 2010. Ég var ekki með inter­netið í nokkra ­mán­uði og leidd­ist stundum svo ég ákvað að byrja bara að skrifa ein­hverja sög­u ­sem ég gæti haft gaman að. Þá var engin spurn­ing að velja sögu sem gerð­ist í geimn­um, því ég hef oft mjög gaman að þeim. Ég skrif­aði þó bara ein­hvern hálf­an kafla og hætti svo, enda hafði ég nóg að gera í vinn­unni en þá var ég lög­reglu­nemi í starfs­námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Árið 2010 missti ég svo vinn­una í ein­hverja fjóra mán­uði. Þá varð ég að finna mér eitt­hvað að gera. Ég vildi geta skapað eitt­hvað. Ekki kunni ég að teikna, smíða eða for­rita. En ég kunni að skrifa. Svo ég ákvað að halda áfram með sög­una sem ég byrj­aði á 2007. Um sum­arið fékk ég svo vinnu í lög­regl­unni aftur og eftir það byrj­aði ég í Háskól­anum í Reykja­vík. Ég vann í bók­inni af og til með námi og vinnu. Það gekk mjög hægt en hafð­ist að lok­um."Nýlenda

Hvað er það við vís­inda­skáld­sögu­heim­inn sem heillar þig mest?

Mér hefur alltaf fund­ist heill­andi hvað það er margt í boð­i þegar kemur að vís­inda­skáld­sög­um. Sögu­þráð­ur­inn getur verið alla­vega. Það er hægt að gera vís­inda­skáld­sögu sem ger­ist á Jörð­inni, úti í geimi eða þess vegna á stað sem er ekki til. Út frá því er svo hægt að spinna hvað sem er.

Það er eitt sem mér finnst nauð­syn­legt að allar sög­ur inni­haldi til þess að geta talist skemmti­leg­ar, og þarna er ég svo­lítið að hugsa þetta út frá bíó­myndum því ég hef ekki lesið mikið af vís­inda­skáld­skap, því saga er alltaf saga, hvort sem hún er túlkuð á hvíta tjald­inu eða í bók. Það er per­sónu­sköpun í sög­unum sem mér finnst skipta mestu máli. Ef ­per­sónu­sköpun er léleg, þá verður allt lélegt, og það á líka við um ­vís­inda­skáld­skap. Fyrst þarf auð­vitað að kynna per­són­urnar svo maður get­i fundið til með þeim. Næst þurfa þær að vera raun­veru­leg­ar, þ.e.a.s. ef þær bregð­ast ekki við aðstæðum eins og fólk bregst við þeim í raun­veru­leik­an­um, þá finnst mér mikið upp á vanta. Þá er ég að tala um þegar per­sónur missa t.d. vin eða maka. Þá eiga þær að vera sorg­mætar og gráta, nema þær eigi við ein­hver and­leg veik­indi að stríða, en þá þarf veikin að skína í gegn alla sög­una. Ef ­saga upp­fyllir þetta ekki, þá fellur hún fljótt í áliti hjá mér, sama hvort hún­ sé vís­inda­skáld­skapur eða ekki."

Verk­efnið er að finna hér.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None