Karolina Fund: Vísindaskáldsaga sem gerist í geimnum árið 2190

karolina
Auglýsing

Pétur Haukur Jóhann­es­son stendur fyrir verk­efn­inu Nýlenda A0-4 sem hægt er að finna á Karol­ina Fund. Ný­lenda A0-4 er vís­inda­skáld­saga sem ger­ist í geimnum árið 2190. Hún mun telja um 300 blað­síður út prent­uð. Það má í raun segja að þetta sé blandað af ­vís­inda­skáld­skap og spennu­trylli því í bók­inni er að finna þó nokkun hasar sem ætti að halda les­and­anum vel við efn­ið. Búið er að teikna myndir af nokkrum ­per­sónum bók­ar­innar sem finna má á heima­síðu Ný­lendu A0-4. 

Höf­und­ur­inn Pétur er 29 ára gam­all. Hann hefur búið mesta alla tíð á Fáskrúðs­firði en síð­ast­liðin 8 ár hefur hann ­búið í Reykja­vík. Hann lauk BSc gráðu í tölv­un­ar­fræði árið 2013 og starfar sem hug­bún­að­ar­sér­fræð­ingur hjá Advania. Þar áður útskrif­að­ist hann úr Lög­reglu­skóla ­rík­is­ins og starf­aði sem lög­reglu­maður í um tvö ár þar á eft­ir, og á sumrin með­ ­tölv­un­ar­fræð­inn­i. 

Pétur er trú­lof­aður Tinnu Hrönn Ósk­ars­dóttur og eru þau ­barn­laus, en eiga von á stelpu í lok febr­ú­ar. Kjarn­inn hitti Pétur og tók hann tali.

Auglýsing

Um hvað fjallar Nýlenda A0-4?

Árið er 2190 og mann­kynið hefur fundið orma­göng úti í geimnum sem liggja á ókortl­aðar slóð­ir. Pláneta hefur fund­ist hinu megin við ­göngin og er mann­kynið búið að koma sér þar fyrir og farið að nýta þar auð­lind­ir. Plánetan heitir Jodess. Öll starf­semi sem telst eyði­leggj­andi fyr­ir­ Jörð­ina er flutt á nýju plánet­una hægt og rólega því mengun á Jörð­inni er orð­ið risa­vaxið vanda­mál.Pétur Haukur Jóhannesson

Nýlenda A0-4 fjallar um flug­stjór­ann Ewin og und­ir­menn hans á flutn­inga­skip­inu Freka. Skipið ferð­ast á milli Jarð­ar­innar og Jodess, nán­ar til­tekið Nýlendu A0-4 sem er ein af nokkrum borgum sem risið hafa á Jodess. Þar ­búa um 1,6 millj­ón­ir. Þau leggja af stað frá Jörð­inni þann 14. jan­úar 2190 í enn einn leið­ang­ur­inn. Áætl­aður ferða­tími til Jodess eru um 30 dag­ar. Þegar þau koma á  Nýlendu A0-4 sjá þau að ekki er allt eins og það var síð­ast. Þau þurfa að takast á við nán­ast óyf­ir­stíg­an­leg­t verk­efni ef þau vilja upp­lifa eðli­legt líf aft­ur. Ewin kynn­ist sjálfum sér sem nýjum manni eftir gjörðir sem hann hefði aldrei órað fyrir að geta gert, allt til að halda lífi. Upp­gjör, blóð, sviti, byss­ur, svik og sökn­uður koma við sög­u í þess­ari ferð."

Hvenær er útgáfan áætl­uð?

Útgáfan er áætluð um miðjan des­em­ber, í síð­asta lagi. Ég ætla þó að reyna að prenta hana fyrr svo ég nái að selja eitt­hvað af ein­tök­um, ­fyrir utan þau sem eru fyr­ir­fram pöntuð á Karol­ina Fund, fyrir jól­in."

Hvað kom til að þú fórst að skrifa vís­inda­skáld­sögu?

Ég byrj­aði í raun fyrst að skrifa sög­una árið 2007, þó ég tali alltaf um að ég hafi byrjað 2010. Ég var ekki með inter­netið í nokkra ­mán­uði og leidd­ist stundum svo ég ákvað að byrja bara að skrifa ein­hverja sög­u ­sem ég gæti haft gaman að. Þá var engin spurn­ing að velja sögu sem gerð­ist í geimn­um, því ég hef oft mjög gaman að þeim. Ég skrif­aði þó bara ein­hvern hálf­an kafla og hætti svo, enda hafði ég nóg að gera í vinn­unni en þá var ég lög­reglu­nemi í starfs­námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Árið 2010 missti ég svo vinn­una í ein­hverja fjóra mán­uði. Þá varð ég að finna mér eitt­hvað að gera. Ég vildi geta skapað eitt­hvað. Ekki kunni ég að teikna, smíða eða for­rita. En ég kunni að skrifa. Svo ég ákvað að halda áfram með sög­una sem ég byrj­aði á 2007. Um sum­arið fékk ég svo vinnu í lög­regl­unni aftur og eftir það byrj­aði ég í Háskól­anum í Reykja­vík. Ég vann í bók­inni af og til með námi og vinnu. Það gekk mjög hægt en hafð­ist að lok­um."Nýlenda

Hvað er það við vís­inda­skáld­sögu­heim­inn sem heillar þig mest?

Mér hefur alltaf fund­ist heill­andi hvað það er margt í boð­i þegar kemur að vís­inda­skáld­sög­um. Sögu­þráð­ur­inn getur verið alla­vega. Það er hægt að gera vís­inda­skáld­sögu sem ger­ist á Jörð­inni, úti í geimi eða þess vegna á stað sem er ekki til. Út frá því er svo hægt að spinna hvað sem er.

Það er eitt sem mér finnst nauð­syn­legt að allar sög­ur inni­haldi til þess að geta talist skemmti­leg­ar, og þarna er ég svo­lítið að hugsa þetta út frá bíó­myndum því ég hef ekki lesið mikið af vís­inda­skáld­skap, því saga er alltaf saga, hvort sem hún er túlkuð á hvíta tjald­inu eða í bók. Það er per­sónu­sköpun í sög­unum sem mér finnst skipta mestu máli. Ef ­per­sónu­sköpun er léleg, þá verður allt lélegt, og það á líka við um ­vís­inda­skáld­skap. Fyrst þarf auð­vitað að kynna per­són­urnar svo maður get­i fundið til með þeim. Næst þurfa þær að vera raun­veru­leg­ar, þ.e.a.s. ef þær bregð­ast ekki við aðstæðum eins og fólk bregst við þeim í raun­veru­leik­an­um, þá finnst mér mikið upp á vanta. Þá er ég að tala um þegar per­sónur missa t.d. vin eða maka. Þá eiga þær að vera sorg­mætar og gráta, nema þær eigi við ein­hver and­leg veik­indi að stríða, en þá þarf veikin að skína í gegn alla sög­una. Ef ­saga upp­fyllir þetta ekki, þá fellur hún fljótt í áliti hjá mér, sama hvort hún­ sé vís­inda­skáld­skapur eða ekki."

Verk­efnið er að finna hér.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None