Karolina Fund: Vísindaskáldsaga sem gerist í geimnum árið 2190

karolina
Auglýsing

Pétur Haukur Jóhann­es­son stendur fyrir verk­efn­inu Nýlenda A0-4 sem hægt er að finna á Karol­ina Fund. Ný­lenda A0-4 er vís­inda­skáld­saga sem ger­ist í geimnum árið 2190. Hún mun telja um 300 blað­síður út prent­uð. Það má í raun segja að þetta sé blandað af ­vís­inda­skáld­skap og spennu­trylli því í bók­inni er að finna þó nokkun hasar sem ætti að halda les­and­anum vel við efn­ið. Búið er að teikna myndir af nokkrum ­per­sónum bók­ar­innar sem finna má á heima­síðu Ný­lendu A0-4. 

Höf­und­ur­inn Pétur er 29 ára gam­all. Hann hefur búið mesta alla tíð á Fáskrúðs­firði en síð­ast­liðin 8 ár hefur hann ­búið í Reykja­vík. Hann lauk BSc gráðu í tölv­un­ar­fræði árið 2013 og starfar sem hug­bún­að­ar­sér­fræð­ingur hjá Advania. Þar áður útskrif­að­ist hann úr Lög­reglu­skóla ­rík­is­ins og starf­aði sem lög­reglu­maður í um tvö ár þar á eft­ir, og á sumrin með­ ­tölv­un­ar­fræð­inn­i. 

Pétur er trú­lof­aður Tinnu Hrönn Ósk­ars­dóttur og eru þau ­barn­laus, en eiga von á stelpu í lok febr­ú­ar. Kjarn­inn hitti Pétur og tók hann tali.

Auglýsing

Um hvað fjallar Nýlenda A0-4?

Árið er 2190 og mann­kynið hefur fundið orma­göng úti í geimnum sem liggja á ókortl­aðar slóð­ir. Pláneta hefur fund­ist hinu megin við ­göngin og er mann­kynið búið að koma sér þar fyrir og farið að nýta þar auð­lind­ir. Plánetan heitir Jodess. Öll starf­semi sem telst eyði­leggj­andi fyr­ir­ Jörð­ina er flutt á nýju plánet­una hægt og rólega því mengun á Jörð­inni er orð­ið risa­vaxið vanda­mál.Pétur Haukur Jóhannesson

Nýlenda A0-4 fjallar um flug­stjór­ann Ewin og und­ir­menn hans á flutn­inga­skip­inu Freka. Skipið ferð­ast á milli Jarð­ar­innar og Jodess, nán­ar til­tekið Nýlendu A0-4 sem er ein af nokkrum borgum sem risið hafa á Jodess. Þar ­búa um 1,6 millj­ón­ir. Þau leggja af stað frá Jörð­inni þann 14. jan­úar 2190 í enn einn leið­ang­ur­inn. Áætl­aður ferða­tími til Jodess eru um 30 dag­ar. Þegar þau koma á  Nýlendu A0-4 sjá þau að ekki er allt eins og það var síð­ast. Þau þurfa að takast á við nán­ast óyf­ir­stíg­an­leg­t verk­efni ef þau vilja upp­lifa eðli­legt líf aft­ur. Ewin kynn­ist sjálfum sér sem nýjum manni eftir gjörðir sem hann hefði aldrei órað fyrir að geta gert, allt til að halda lífi. Upp­gjör, blóð, sviti, byss­ur, svik og sökn­uður koma við sög­u í þess­ari ferð."

Hvenær er útgáfan áætl­uð?

Útgáfan er áætluð um miðjan des­em­ber, í síð­asta lagi. Ég ætla þó að reyna að prenta hana fyrr svo ég nái að selja eitt­hvað af ein­tök­um, ­fyrir utan þau sem eru fyr­ir­fram pöntuð á Karol­ina Fund, fyrir jól­in."

Hvað kom til að þú fórst að skrifa vís­inda­skáld­sögu?

Ég byrj­aði í raun fyrst að skrifa sög­una árið 2007, þó ég tali alltaf um að ég hafi byrjað 2010. Ég var ekki með inter­netið í nokkra ­mán­uði og leidd­ist stundum svo ég ákvað að byrja bara að skrifa ein­hverja sög­u ­sem ég gæti haft gaman að. Þá var engin spurn­ing að velja sögu sem gerð­ist í geimn­um, því ég hef oft mjög gaman að þeim. Ég skrif­aði þó bara ein­hvern hálf­an kafla og hætti svo, enda hafði ég nóg að gera í vinn­unni en þá var ég lög­reglu­nemi í starfs­námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Árið 2010 missti ég svo vinn­una í ein­hverja fjóra mán­uði. Þá varð ég að finna mér eitt­hvað að gera. Ég vildi geta skapað eitt­hvað. Ekki kunni ég að teikna, smíða eða for­rita. En ég kunni að skrifa. Svo ég ákvað að halda áfram með sög­una sem ég byrj­aði á 2007. Um sum­arið fékk ég svo vinnu í lög­regl­unni aftur og eftir það byrj­aði ég í Háskól­anum í Reykja­vík. Ég vann í bók­inni af og til með námi og vinnu. Það gekk mjög hægt en hafð­ist að lok­um."Nýlenda

Hvað er það við vís­inda­skáld­sögu­heim­inn sem heillar þig mest?

Mér hefur alltaf fund­ist heill­andi hvað það er margt í boð­i þegar kemur að vís­inda­skáld­sög­um. Sögu­þráð­ur­inn getur verið alla­vega. Það er hægt að gera vís­inda­skáld­sögu sem ger­ist á Jörð­inni, úti í geimi eða þess vegna á stað sem er ekki til. Út frá því er svo hægt að spinna hvað sem er.

Það er eitt sem mér finnst nauð­syn­legt að allar sög­ur inni­haldi til þess að geta talist skemmti­leg­ar, og þarna er ég svo­lítið að hugsa þetta út frá bíó­myndum því ég hef ekki lesið mikið af vís­inda­skáld­skap, því saga er alltaf saga, hvort sem hún er túlkuð á hvíta tjald­inu eða í bók. Það er per­sónu­sköpun í sög­unum sem mér finnst skipta mestu máli. Ef ­per­sónu­sköpun er léleg, þá verður allt lélegt, og það á líka við um ­vís­inda­skáld­skap. Fyrst þarf auð­vitað að kynna per­són­urnar svo maður get­i fundið til með þeim. Næst þurfa þær að vera raun­veru­leg­ar, þ.e.a.s. ef þær bregð­ast ekki við aðstæðum eins og fólk bregst við þeim í raun­veru­leik­an­um, þá finnst mér mikið upp á vanta. Þá er ég að tala um þegar per­sónur missa t.d. vin eða maka. Þá eiga þær að vera sorg­mætar og gráta, nema þær eigi við ein­hver and­leg veik­indi að stríða, en þá þarf veikin að skína í gegn alla sög­una. Ef ­saga upp­fyllir þetta ekki, þá fellur hún fljótt í áliti hjá mér, sama hvort hún­ sé vís­inda­skáld­skapur eða ekki."

Verk­efnið er að finna hér.

 

 

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None