Að hanna kampavín

Birgir Birgisson
Dom Perignon
Auglýsing

Fyrir marga er kampa­vín óhjá­kvæmi­legt við gleði­leg til­efni. Því er sprautað yfir sig­ur­veg­ara í í­þrótt­um, skálað í því við brúð­kaup og ára­mót og sumt fólk jafn­vel baðar sig upp úr því. Er þá ekki und­ar­legt til þess að hugsa að kampa­vín, eftir því sem þjóð­sagan seg­ir, varð til fyrir mis­tök? 

Sagan segir að franski munk­ur­inn Dom Perignon hafi búið til hvítvín sem hélt áfram að gerj­ast eftir að því var tappað á flösk­una. Þrýst­ingur mynd­að­ist í flösk­unni, tapp­inn small úr með látum og þeg­ar vín­inu var hellt í glös, stigu loft­bólur upp á yfir­borðið þar sem vínið og kol­sýran snertu agn­arsmá ó­hrein­indi í vín­glas­inu. Og það glas var örugg­lega mun óhreinna en glösin sem við notum í dag. 

Það var þó ekki nóg að finna upp sjálft vín­ið. Þrýst­ing­ur­inn sem mynd­að­ist í fyrstu flösk­un­um, ýmist ­sprengdi þær eða skaut töpp­unum langar vega­lengd­ir, sem varð til þess að vínið fékk við­ur­nefnið „vin de diable“, vín djöf­uls­ins. Þetta kall­aði bæði á betri flöskur úr þykk­ara gleri og aðra nýja lausn, svo­kallað „mu­sel­et“, en það er litla vír­grindin sem læsir kork­tapp­anum við flösk­una. Tapp­inn er ­reyndar líka mjög ólíkur öðrum vín­töpp­um. Breið­ari á neðri end­an­um, sem vinnur gegn því að hann ­skjót­ist úr flösk­unni og með stóra kúlu efst, sem dreifir álag­inu frá „mu­sel­et“ lausn­inni jafnt á allan tapp­ann. Þá er ótal­inn fjöld­inn allur af tækni­legum lausnum sem þurfti til, svo fram­leiðslan yrð­i við­ráð­an­leg, hag­kvæm og áreið­an­leg. En hvar kemur hönnun þá inn í mynd­ina? Hvernig hann­ar ­maður kampa­vín? 

Auglýsing

Að þróa sjálft vín­ið, til dæmis með því að setja sykur út í það og auka gerj­un­ina, eða að búa til­ flösk­una og tapp­ann sem þoldu þrýst­ing­inn, eru ágæt dæmi um tækni­leg vanda­mál sem þurfti að ­leysa svo vínið gæti orðið að selj­an­legri vöru. En það útskýrir ekki hvers vegna fólk eyðir mörg­um tugum þús­unda króna í það sem í grunn­inn er ekk­ert annað en mátu­lega skemmd berja­saft. 

Snilldin við mark­aðs­setn­ingu kampa­víns liggur í því að höfða til til­finn­inga neyt­and­ans. Þannig hef­ur ­kampa­víns­fram­leið­endum tek­ist að tengja afurð­ina við nær öll mik­il­væg­ustu augna­blik lífs­ins. Fæð­ing­ar, afmæli, útskrift­ir, brúð­kaup og jafn­vel aðrir og minni við­burðir eins og ára­mót og ­í­þrótta­sigrar eru til­efni þess að tappar fljúga úr þykkum gler­flöskum kampa­víns­fram­leið­enda. Á tveim öldum hefur salan þannig vaxið úr örfáum þús­undum flaskna upp í rúmar 330 millj­ónir á veislu­ár­in­u 2007. Og þá er bara nefndur dýr­asti hluti mark­að­ar­ins, ekta og ósvikið kampa­vín frá Frakk­land­i. 

Nú vill svo til að sagan um Dom Perignon er ekki sönn. Hið rétta er að um miðja 16. öld tóku Bene­dikt­us­ar­munkar upp á því að tappa sínu víni á flöskur áður en gerj­un­ar­ferl­inu var lokið og ­sköp­uðu þar með freyð­andi vín. Hvaðan þeir fengu hug­mynd­ina er ekki fylli­lega ljóst. Kannski var ó­venju mikið að gera við hand­rita­skrif­in. Ef til vill var veð­ur­far slæmt það ár og áríð­andi að klára töpp­un­ina áður en frostið skall á. Hvað sem því líður var það ekki fyrr en heilli öld síðar að Christopher Merret skráði fyrstur manna aðferðir við að bæta sykri í vínið til að auka gerj­un­ina og hálfri öld eftir það kom marg­frægi munk­ur­inn Dom Perignon fram á sjón­ar­svið­ið. 

Hvað hefði ger­st, ef munk­arnir hefðu hellt niður skemmda vín­inu sem sprengdi flösk­urn­ar? Ef ­gerj­unin hefði stöðvast fyrr og engar loft­bólur myndast? Ef glösin hefðu ekki verið svona ­skítug? Væri þá ekki Champagne hér­aðið eins og hvert annað vín­rækt­ar­hérað Frakk­lands, frekar en heimsmið­stöð versl­unar og fram­leiðslu fyrir einn best heppn­aða iðnað í heim­in­um? Þegar mað­ur­ veltir þannig fyrir sér þróun kampa­víns, er í raun með öllu óskilj­an­legt hvers vegna svona margt fólk er hrætt við að gera til­raunir og jafn­vel mis­tök í vöru­þró­un. Því sann­leik­ur­inn er sá að mis­tök geta vel ­borgað sig. 

Mjög vel. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None