Rauð jól - sex andvökunætur

Auglýsing

Það koma engin jól án blóðs, morða, mis­þyrm­inga og sið­blindu í fal­legum umbúðum undir fag­ur­lega skreyttu tré. Til að öðl­ast hinn sanna jóla­frið í hjarta þarf að vaka fram á rauða jóla­nótt, skjálf­andi með hálf­melta Waldorfsal­at­sælu í háls­inum yfir­ nýj­ustu tíð­indum úr svörtu ímynd­un­ar­afli okkar víð­lesn­ustu höf­unda, eða þá ­djarfra frum­herja á hinum stóra alþjóð­lega krimma­mark­aði.

Hlýtur þessu hlý­skeið­i nor­rænna glæpa­sagna ekki bráðum að linna? Ég er kannski ekki að kalla eftir enda­lok­un­um, ­meira að búast við þeim. Tvær blikur má svo sem sjá á lofti: Þreytu­merkin sem komin eru á afurðir sumra fram­línu­mann­anna og svo geng­is­fell­ingu glæpanna sem ­lýsir sér í sífellt sadísk­ari morð­um, klikk­aðri raðmorð­ingjum og – að því virð­ist vera óhjá­kvæmi­legt – hroða­legri með­ferð á konum og börn­um. Allt til að ná áhrifum sem áður feng­ust með því einu að drepa ein­hvern. Jafn­vel með­ ­ar­seniki í bóka­her­berg­inu eins og hjá frú Christi­e-M­all­ow­an. Hlýtur ekki að vera ein­hver enda­stöð, og er hún kannski í sjón­máli?

Arn­aldur Ind­riða­son fellur ekki í síð­ar­i ­synda­flokk­inn, en því miður kemur hans nafn ansi hratt upp í leit að dæmum um þann fyrri. Fólk þarf að vera nokkuð ein­arðir aðdá­end­ur, sýn­ist mér, til að f­inn­ast afurðir síð­ustu ára vera mikið meira en skugga­myndir meist­ara­verk­anna. Alltaf langar mann samt í alvöru end­ur­komu.

Auglýsing

Þýska húsið.Hún verður ekki núna. Þó er Þýska húsið svo sem alveg traust­lega smíðuð saga með áhuga­verð­u ­sögu­sviði í miðju her­námi og teng­ingum við bæði njósnir og mann­bóta­stefnu þýsku nas­ist­anna. Með ástum og afbrýði í bland. Þetta er bara ekki alveg nóg­u krassandi eða spenn­andi. Ekki bætir úr skák að nýja rann­sókn­arpar­ið, Fló­vent og T­hor­son, er heldur lit­laust og hið áhuga­verða við þann síð­ar­nefnda (­skápa­hommskan og vest­ur­ís­lenskan) klisju­legt (hið fyrra) og van­nýtt (það ­síð­ar­a). Eigum við í alvöru að trúa því að ekk­ert af sér­kennum mál­far­s Winnipeg-ís­lend­inga hafi ratað inn í mál­far Thor­sons? Sér Arn­aldur í alvöru enga mögu­leika á að gleðja okkur með slíkum árekstr­ar­mögu­leik­um?

Nýjasta bók Yrsu Sig­urð­ar­dótt­ur er síðan ágætt dæmi um síð­ari ógæfu­merkin í lífi norð­ur­slóða­krimmans. Hér­ seilist hún fjári langt í hroða­leg­heit­unum og lætur m.a. skipta einu

Sogið. fórn­ar­lambi í helm­inga með hjálp jepp­lings í bíla­kjall­ara. Rót atburða Sogs­ins er hroða­legur glæpur í for­tíð­inni og and­styggi­leg yfir­hilm­ing valda­kerfis og ­feðra­veld­is.

Þetta er hag­an­lega sam­an­ ­sett og býsna spenn­andi, allt að því and­vöku­kveikj­andi. Yrsu tekst líka hér að ­skrifa sig fram­hjá ann­mörkum sínum sem rit­höf­und­ar, t.d. með því að stilla sam­töl­u­m í hóf, en hún hefur að mínu mati aldrei náð tökum á list díalógs­ins. Á mót­i ­gefur hún sér full-­lausan taum­inn í að lýsa sál­ar­á­standi hinna held­ur ó­á­huga­verðu aðal­per­sóna. Eng­inn stendur henni samt á sporði við að fanga og halda athygli manns, jafn­vel í gegnum þykka snjó­skafla af óþörfum lýs­ing­um. Sogið er með því betra sem ég hef lesið af Yrsu­bók­um. Ein­hver hefði samt átt að beita neit­un­ar­valdi á nafn­ið.

Það er svo­lítið eins og Ágúst Borg­þór Sverr­is­son hafi ekki verið fylli­lega sann­færður um hvort Inn í myrkrið ætti að vera krimmi eða ekki. Reyndar voru bækur á gráa svæð­in­u við jaðar glæpa­sagn­anna áber­andi í fyrra en Ágúst er frekar ein­mana þar núna í þess­ari ágæt­lega skrif­uðu sögu sem nær kannski ekki fyllstu áhrif­um.Inn í myrkrið.Sögu­efni Ágústs kallar að vissu leyti á þetta form. Vamm­laus maður (eða svo gott sem) sog­ast að ­sam­fé­lag­inu á jaðr­in­um, bæði vegna þeirra hlut­lægu ástæðna að ganga erinda smá­krimmans bróður síns og svo er hann rek­inn áfram af lífs­leiða og alkó­hólknú­inni sjálfseyð­ing­ar­hvöt. Fyrir mína parta hefði sögu­hetjan Ósk­ar­s mátt sog­ast af meiri krafti og dýpra niður í und­ir­heimanna, ekki síst vegna þess hve glæpa­kóng­ur­inn Sig­mar er mikil afburða­per­sóna í bók­inni. Inn í myrkrið ­lifnar á snerti­flötum Ósk­ars og Sig­mars, en hvunn­dags­bjástur Ósk­ars er held­ur dauft sögu­efni, sam­band hans við konu og dóttur ein­kenni­lega spennu­laust mið­að við fram­ferði hans og svo hefði ég kosið jafn­ari stíg­andi, og að Ágúst og Óskar ­gengju myrkr­inu og höfð­ingja þess afdrátt­ar­lausar á hönd.

Líkt og Ágúst glímir Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir við eina af þrautum ákveð­innar teg­undar glæpa­sagnaplotta: að láta venju­legt fólk sog­ast inn í glæpa­heim­inn án þess að les­and­inn spyrj­i hinnar aug­ljósu spurn­ing­ar: Hvernig er það, hefur þessi sögu­hetja aldrei les­ið krimma?

Það er eina skýr­ingin á ýmsum af ákvörð­unum Sonju í Gildrunni. Bæði hvernig hún hefur fest í henni og furðu­legar áætl­anir um hvernig hún gæti sloppið án þess að hún og ­son­ur­inn ungi 

Gildran.bíði tjón. Svona í ljósi þess að allir í fíkni­efna­heim­inum sem hafa hana á valdi sínu eru nákvæm­lega eins og svo­leiðis karakt­erar eru í öll­u­m hinum bók­un­um. Og Sonja virð­ist hafa haft nógan tíma til að lesa meðan hún var ­gift sínum bankster, því ekki virð­ist hún eiga nokkurn náms- eða starfs­feril að baki áður en hún verður skyndi­lega feik­i­út­sjón­ar­samur og ver­ald­ar­van­ur dópsmygl­ari. Þar fyrir utan er Gildran bara þokka­lega spenn­andi og skart­ar lang­flottasta og óvæntasta plott-t­visti ver­tíð­ar­inn­ar. Nefni­lega … djók. Þið verðið bara að lesa hana sjálf. Þið sjáið það þegar það kem­ur.

Dimma er önnur bókin sem ég les eftir Ragnar Jón­as­son ­Siglu­fjarð­ar­goða og klár­lega betri en hin fyrri. Af­skap­lega dæmi­gerð en prýði­lega smíðuð flétta þar sem hinn klass­íski ein­fari ­rann­sakar mál sem aðrir hafa klúðr­að. Hér er það rúss­neskur hæl­is­leit­andi sem aug­ljós­lega hefur ekki framið sjálfs­morð og hin roskna lög­reglu­kona Hulda ­leitar morð­ingj­ans. Og finnur hann. Það ætti svo sem ekk­ert að koma á óvart, og varla neinni spennu spillt þó því sé ljóstrað upp. Þó verður að segj­ast að ­sögu­lokin eru 

Dimma.með þónokkuð öðru sniði en algeng­ast er. Sem er gott. Held ég.

Þrennt lýtir bók­ina nokk­uð ­fyrir minn smekk. Upp­runa­saga lög­reglu­kon­unnar er ótta­lega snerti­punkta­laus við efni bók­ar­innar og frekar óáhuga­verð í því rýra formi sem hún fær hér. Sagan af að­drag­anda glæps­ins er með öllu ótrú­verð­ug. Og upp­ljóstr­anir um skelfi­lega hluti í for­tíð Huldu hafa enga þá þýð­ingu sem rétt­lætir að hafa þá með. Sagan af Dimmu virkar á mig eins og höf­undi hafi ekki þótt bókin alveg nógu krassand­i og ákveðið að bæta einu barn­a­níði við til að auka hroll­inn. Það er tískan í dag.

Krimmar eru ­for­múlu­bók­mennt­ir. Gott ef sumir fremstu fram­leið­endur játa ekki kinn­roða­laust að skrifa fyrsta upp­kast í Excel. Bók­mennta­snobb­arar eins og ég eiga til að ­kalla eftir djarfari til­brigð­um, meiri ólík­ind­um. En verða oftar en ekki fyr­ir­ von­brigðum þegar þeim verður að ósk sinn­i. 

Ég verð að játa að ég vissi ekki al­veg hvað á mig stóð veðrið lengi vel við lestur nýj­ustu bókar Sól­veigar Páls­dótt­ur, sem ég hef reyndar ekk­ert lesið eftir áður. En þeg­ar heyrn­ar­laust sænskt 

Flekklaus.vöðva­búnt flytur inn á heim­ili lög­reglu­manns í bata eft­ir krabba­meins­með­ferð til að und­ir­strika kröfur systur sinnar um að löggan lát­i ­sönn­un­ar­gögn úr ára­tuga­gömlu saka­máli hverfa er les­and­inn nokkuð óviss um hvar hann er stadd­ur. Ger­ist Flekklaus í landi nor­ræna rökk­ur­krimmans eða kannski heima hjá Dario Fo? Jafn­vel í stáss­stof­unni hjá Ionesco gamla?

Senni­lega væri bók­in ­traust­ari ef Sól­veig hefði tekið skýr­ari afstöðu og und­ir­byggt hina ó­lík­inda­legu atburð­ar­rás bet­ur. Ekki síst það sem snýr að sál­ar- og ­fjöl­skyldu­lífi Guð­geirs lög­reglu­manns. Blá­þræð­irnir eru ansi mjóir og blá­ir. En ­samt. Þessi furðu­legi næst­u­m-farsi er fjári skemmti­leg­ur. Ætli Flekk­laus yrð­i ekki þrátt fyrir allt fyrir val­inu ef ég ætti að velja jólanæt­ur­lesn­ingu úr krimma­bunk­an­um. Ekk­ert barn­a­níð, engum kastað fyrir hungruð tígris­dýr, ekk­ert man­sal.

Og þjóð sem borð­ar­ ­syk­ur­brún­aðar kart­öflur kippir sér auð­vitað ekk­ert upp við rök­leysur á jóla­nótt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None