Áhuginn vildi svo margt

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bókina Út á spássíuna, teikningar og pár Jóhannesar S. Kjarval. Umsjón með útgáfu: Kristín G. Guðnadóttir og Æsa Sigurjónsdóttir. Crymogea gefur út.

Auglýsing

„Jeg eitt­hvað í hug­anum hafði

Jeg held svona dálítið bjart

En eitt­hvað alltaf mig tafði

Auglýsing

Því áhug­inn vildi svo margt“

Ég er ekki viss um að ég hafi „vit­að“ að Kjar­val var ófor­betr­an­legur krot­ari, en ein­hvern­vegin kom það ekk­ert á óvart. Það er eitt­hvað við sér­visk­una og ólík­indin sem rímar við það að geta ekk­ert bréfsnifsi séð í friði. Jóhannes hefur auð­vitað fyrir löngu öðl­ast þann sess í þjóð­arsál­ar­líf­inu að okkur finnst við vita allt um hann. Þessa stöðu öðl­að­ist hann þegar í lif­anda lífi. Þetta er samt blekk­ing. Og við vitum það.

Kápa.Þess vegna er bók eins og Út á spáss­í­una ekki bara eigu­legur kjör­gripur af því tag­inu sem kenndur er við borð­plötur heldur gagn­leg áminn­ing um það sem við vitum og elskum að fá stað­fest og það sem við vitum að við vitum ekki.

Auð­vitað er krotið hans Kjar­vals mest bara krot en það virkar á mann af því það er aug­ljós­lega krotað af sömu höndum og mál­uðu mynd­irnar stór­kost­legu og teikn­uðu manna­mynd­irnar á barnum á Hótel Holti. Það bregður fyrir til­vitn­unum í þekkt stór­virki, mögu­lega er eitt­hvað af þessu atlögur að ein­hverju sem síðar fékk sitt loka­form. Línan er sú sama. Smá­at­riða­nautnin er þarna líka. Það er lengi hægt að fletta þess­ari bók, dást að og furða sig á.

Þessu til við­bótar eru síðan orð­in. Stórum hluta mynd­anna fylgir texti. Kveðj­ur, ávörp, hug­leið­ing­ar, vís­ur. Oft í tengslum við til­efni skrif­anna, en stundum kannski alls ekki. Eins og kemur fram í rit­gerðum þeirra Æsu og Krist­ínar tók Kjar­val rit­störf sín alvar­lega, sem verður greini­lega sem betur fer aldrei á kostnað ólík­inda og skemmti­leg­heita:

Kjarval.

„Hund­arnir þakka ekki fyrir sig er sag­t. 

en hver veit nema þeir geri það

jú nú veit ég það – þeir þakka fyrir sig fyr­ir­fram“

Það er ekki síst þessir text­ar, og sam­spil þeirra við myndir og pár, sem gera bók­ina spenn­andi og áhuga­verða að fara í gegn­um. Alla­vega fyrir þennan illa mynd­læsa en les­fíkna mann sem hér skrif­ar.

Ekki síst þegar þeir eiga ein­hvern sam­hljóm við þá helgi­mynd sem maður hefur af lista­mann­inum að störfum eins og þetta fal­lega brot:

Kjarval, Út á spássíuna.

„Þið skulið ekki vera óró­legir drengir jörðin er lengi það tekur jörð­ina langan tíma að skreyta“

Rit­stjórar bók­ar­innar hafa unnið gott verk við að lesa í skrift­ina og prenta text­ann læsi­legan með. Reyndar er svo­lítið skrítið að það er bara gert sums­staðar en látið óút­skýrt hvers vegna allt les­mál fær ekki þessa með­ferð. Vel má vera að það eigi sér aug­ljósar og ómerki­legar skýr­ing­ar, sumt má vel vera að sé ein­fald­lega ólæsi­legt, en gott hefði verið að hafa ástæð­urnar á hreinu.

Við erum alla­vega glöð með að hafa fengið þessa góðu hug­mynd útskrif­aða:

„hafa auð­vitað svan­inir alltaf verið frjáls­lyndir hvað beit snertir jafnt á engjum sem afrjetti og ekki skulerað í hverjir numdu land first – þeir eða fólk­ið. eins og málið liggur nú fyrir hafa heirst raddir um að komið geti til mála að leggja eitt eða fleiri útvarps­tæki inná afrétti bæði til þess, að skemta svön­unum og borga þeim inni­stæðu fyrir þeirra skemtun … þarmeð sýna þeim inní undra heim manns­and­ans – mætti kalla það víkka sjón­deild­ar­hring þeirra yfir­leitt – með þessu máli mætti kanski halda svana­hópum í stærri stíl frá engjum og hag­lendi bænda í sveitum yfir­leitt …“

Segja má að ítar­legri upp­lýs­ingar um ein­stakar myndir hefðu verið vel þegn­ar, en auð­vitað undir hæl­inn lagt hvað vitað er. Annað sem hefði verið vel þegið væru blað­síðu­töl, alla­vega í rit­gerð­irn­ar. Hugur minn er með nem­endum sem slys­ast til að nota rit­gerðir rit­stýr­anna sem heim­ildir og upp­götva þessa vöntun á ögur­stundu heim­ilda­skrár­gerð­ar­inn­ar.

Þær Æsa og Kristín skrifa hvor sína rit­gerð í bók­ina. Fram­lag Æsu er öllu heim­speki­legra, gerir grein fyrir for­sendum bók­ar­innar og hug­myndum um mik­il­vægi efn­is­ins sem þar er sett fram. Ekki þótti mér þetta mjög inn­blásandi texti, tyrf­inn bún­ingur um sjálf­sagða hluti mest­an­part eins og mér hefur sýnst vera nokkuð algengur löstur á menn­ing­ar­fræði­legum text­um.

Öllu meira fannst mér í grein Krist­ínar að sækja, en hún setur Kjar­val­skrot í sam­hengi við líf, list og sam­fé­lags­stöðu lista­manns­ins. Margt af því sem þar kemur fram leggur til dýr­mæta lyft­ingu fyrir við­kom­andi dæmi. Hálf­-ónota­leg þótti mér samt (of)­notkun hennar á orða­sam­band­inu „fólkið í land­in­u“, ein­hver þjóð­ern­ispóli­tískur blær á því fyrir minn smekk. Eins finnst mér alveg óþarfi að skilja vel­gjörð­ar­menn Kjar­vals á lands­byggð­inni eftir nafn­lausa sem „fólk úti á land­i“ ­meðan nafn­kunnir borg­ar­búar koma fram sem þeir sjálf­ir. En þetta eru smá­at­riði. Mik­il­væg­ast er að fá jarð­sam­band fyrir þessa skrítnu og laus­beisl­uðu tján­ingu sem er meg­in­efni bók­ar­inn­ar.

Út á spáss­í­una er hinn for­vitni­leg­asti grip­ur, fullur af furðum og verður örugg­lega gjöf­ull lengi, þeim sem grípa hana úr stáss­hill­unni. Veru­lega þarft verk að pota þessum spáss­íusmá­munum inn á mitt sviðið og varpa á þá þessu smekk­lega ljósi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None