Áhuginn vildi svo margt

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bókina Út á spássíuna, teikningar og pár Jóhannesar S. Kjarval. Umsjón með útgáfu: Kristín G. Guðnadóttir og Æsa Sigurjónsdóttir. Crymogea gefur út.

Auglýsing

„Jeg eitthvað í huganum hafði

Jeg held svona dálítið bjart

En eitthvað alltaf mig tafði

Auglýsing

Því áhuginn vildi svo margt“

Ég er ekki viss um að ég hafi „vitað“ að Kjarval var óforbetranlegur krotari, en einhvernvegin kom það ekkert á óvart. Það er eitthvað við sérviskuna og ólíkindin sem rímar við það að geta ekkert bréfsnifsi séð í friði. Jóhannes hefur auðvitað fyrir löngu öðlast þann sess í þjóðarsálarlífinu að okkur finnst við vita allt um hann. Þessa stöðu öðlaðist hann þegar í lifanda lífi. Þetta er samt blekking. Og við vitum það.

Kápa.Þess vegna er bók eins og Út á spássíuna ekki bara eigulegur kjörgripur af því taginu sem kenndur er við borðplötur heldur gagnleg áminning um það sem við vitum og elskum að fá staðfest og það sem við vitum að við vitum ekki.

Auðvitað er krotið hans Kjarvals mest bara krot en það virkar á mann af því það er augljóslega krotað af sömu höndum og máluðu myndirnar stórkostlegu og teiknuðu mannamyndirnar á barnum á Hótel Holti. Það bregður fyrir tilvitnunum í þekkt stórvirki, mögulega er eitthvað af þessu atlögur að einhverju sem síðar fékk sitt lokaform. Línan er sú sama. Smáatriðanautnin er þarna líka. Það er lengi hægt að fletta þessari bók, dást að og furða sig á.

Þessu til viðbótar eru síðan orðin. Stórum hluta myndanna fylgir texti. Kveðjur, ávörp, hugleiðingar, vísur. Oft í tengslum við tilefni skrifanna, en stundum kannski alls ekki. Eins og kemur fram í ritgerðum þeirra Æsu og Kristínar tók Kjarval ritstörf sín alvarlega, sem verður greinilega sem betur fer aldrei á kostnað ólíkinda og skemmtilegheita:

Kjarval.

„Hundarnir þakka ekki fyrir sig er sagt. 

en hver veit nema þeir geri það

jú nú veit ég það – þeir þakka fyrir sig fyrirfram“

Það er ekki síst þessir textar, og samspil þeirra við myndir og pár, sem gera bókina spennandi og áhugaverða að fara í gegnum. Allavega fyrir þennan illa myndlæsa en lesfíkna mann sem hér skrifar.

Ekki síst þegar þeir eiga einhvern samhljóm við þá helgimynd sem maður hefur af listamanninum að störfum eins og þetta fallega brot:

Kjarval, Út á spássíuna.

„Þið skulið ekki vera órólegir drengir jörðin er lengi það tekur jörðina langan tíma að skreyta“

Ritstjórar bókarinnar hafa unnið gott verk við að lesa í skriftina og prenta textann læsilegan með. Reyndar er svolítið skrítið að það er bara gert sumsstaðar en látið óútskýrt hvers vegna allt lesmál fær ekki þessa meðferð. Vel má vera að það eigi sér augljósar og ómerkilegar skýringar, sumt má vel vera að sé einfaldlega ólæsilegt, en gott hefði verið að hafa ástæðurnar á hreinu.

Við erum allavega glöð með að hafa fengið þessa góðu hugmynd útskrifaða:

„hafa auðvitað svaninir alltaf verið frjálslyndir hvað beit snertir jafnt á engjum sem afrjetti og ekki skulerað í hverjir numdu land first – þeir eða fólkið. eins og málið liggur nú fyrir hafa heirst raddir um að komið geti til mála að leggja eitt eða fleiri útvarpstæki inná afrétti bæði til þess, að skemta svönunum og borga þeim innistæðu fyrir þeirra skemtun … þarmeð sýna þeim inní undra heim mannsandans – mætti kalla það víkka sjóndeildarhring þeirra yfirleitt – með þessu máli mætti kanski halda svanahópum í stærri stíl frá engjum og haglendi bænda í sveitum yfirleitt …“

Segja má að ítarlegri upplýsingar um einstakar myndir hefðu verið vel þegnar, en auðvitað undir hælinn lagt hvað vitað er. Annað sem hefði verið vel þegið væru blaðsíðutöl, allavega í ritgerðirnar. Hugur minn er með nemendum sem slysast til að nota ritgerðir ritstýranna sem heimildir og uppgötva þessa vöntun á ögurstundu heimildaskrárgerðarinnar.

Þær Æsa og Kristín skrifa hvor sína ritgerð í bókina. Framlag Æsu er öllu heimspekilegra, gerir grein fyrir forsendum bókarinnar og hugmyndum um mikilvægi efnisins sem þar er sett fram. Ekki þótti mér þetta mjög innblásandi texti, tyrfinn búningur um sjálfsagða hluti mestanpart eins og mér hefur sýnst vera nokkuð algengur löstur á menningarfræðilegum textum.

Öllu meira fannst mér í grein Kristínar að sækja, en hún setur Kjarvalskrot í samhengi við líf, list og samfélagsstöðu listamannsins. Margt af því sem þar kemur fram leggur til dýrmæta lyftingu fyrir viðkomandi dæmi. Hálf-ónotaleg þótti mér samt (of)notkun hennar á orðasambandinu „fólkið í landinu“, einhver þjóðernispólitískur blær á því fyrir minn smekk. Eins finnst mér alveg óþarfi að skilja velgjörðarmenn Kjarvals á landsbyggðinni eftir nafnlausa sem „fólk úti á landi“ meðan nafnkunnir borgarbúar koma fram sem þeir sjálfir. En þetta eru smáatriði. Mikilvægast er að fá jarðsamband fyrir þessa skrítnu og lausbeisluðu tjáningu sem er meginefni bókarinnar.

Út á spássíuna er hinn forvitnilegasti gripur, fullur af furðum og verður örugglega gjöfull lengi, þeim sem grípa hana úr stásshillunni. Verulega þarft verk að pota þessum spássíusmámunum inn á mitt sviðið og varpa á þá þessu smekklega ljósi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None