Nýjar heimsmyndir daglega

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Í dag tekur hann fyrir Vísindabyltingar Kuhns, sem er hluti af Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags. Kristján G.Arngrímsson þýðir, inngangur eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.

Auglýsing

Fáir íslenskir útgáfu­flokkar eru eins mik­il­vægir og Lær­dóms­rit Hins íslenska bók­mennta­fé­lags. Og engir eins lang­lífir að ég held. Fyrstu bæk­urnar komu út 1970 og enn koma þau út, hin fjöl­breytt­u fræði­rit. Ekk­ert virð­ist þeim óvið­kom­andi og einu inn­töku­skil­yrðin virð­ast ver­a inni­halds­gæðin og hinar ströngu lengd­ar­kröfur sem brotið setur bók­un­um. Brot­ið og hönn­unin öll á svo sinn þátt í að gera röð lær­dóms­rita að ein­hverri mest­u út­lit­sprýði hvers bóka­skáps. Við henni hefur ekki verið hróflað, fyrir utan að bæk­urnar eru nú harð­spjalda. Lengi lifi íhalds­semin þegar það sem haldið er í er svona frá­bært.

 Vísindabyltingin.Og enn koma þau út. Að þessu sinni þrjú. Tvær bækur með minn­ingum og við­brögðum við martröðum seinni heims­styrj­aldar og það höf­uð­rit sem hér er und­ir. The Struct­ure of Sci­entific Revolutions eft­ir ­banda­ríska vís­inda­sagn­fræð­ing­inn Thomas S. Kuhn, sem í þýð­ingu Krist­jáns G. ­Arn­gríms­sonar hefur fengið hið öllu snarpara nafn Vís­inda­bylt­ing­ar, með ágæt­u­m rök­stuðn­ingi rit­stjór­ans Eyju M. Brynjars­dóttur í bók­ar­lok. Eyja skrif­ar einnig inn­gang­inn og setur hug­myndir Kuhns í sam­hengi við hrær­ingar í hug­mynda­sög­unni á fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar.

Það er gríð­ar­legur fengur að því að fá loks­ins þetta feik­i­á­hrifa­mikla höf­uð­rit vís­inda­heim­spek­innar á íslensku. Það er auð­vitað of seint til að við skynjum titr­ing­inn sem það olli á sjö­unda ára­tugn­um. Þar situr fyrir miðju hug­myndin um „Para­digm Shift“ – „við­miða­skipti“ í þýð­ing­unni – hvernig nýjar vís­inda­hug­myndir ryðja þeim eldri úr vegi og eru ekki partur af sam­felldri þróun heldur grund­vall­ar­breyt­ing – bylt­ing – á heims­mynd, útgangs­punktum og vinnu­brögðum vís­inda­sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

Margt af því sem hér var sagt í fyrsta sinn eru núna sjálf­sagðir hlut­ir. Og þó. Sú mynd sem Kuhn dregur upp af starf­i ­vís­inda­manna og það „Rea­lity Check“ sem fólst í henni virð­ist stundum hafa farið fram­hjá ein­streng­ing­leg­ustu og sjálfs­á­nægð­ustu umræðu­for­kólfum sam­tím­ans. Það er gaman að vera minntur á að leitin að sann­leik­anum er ekki jafn ein­föld og skástu leit­argræjurnar okkar ekki jafn fín­n­stilltar og þröng­sýnust­u ein­feldn­ing­arnir vilja vera láta. Gaman og hollt. Þau efa­semd­ar­fræ sem hún sáir um vél­gengan óskeik­ul­leika vís­ind­anna eru ákaf­lega heilsu­sam­leg að mínu vit­i, ­saman við þann yfir­læt­is­vell­ing sem stundum er boðið upp á.

Það er ekki erindi þess­arar umfjöll­unnar að munn­höggvast við Kuhn. Læt nægja að segja að kjarn­inn í því sem hann segir er ákaf­lega sann­fær­andi, enda rót­fastur í skiln­ingi á hvernig vís­inda­starf geng­ur ­fyrir sig í raun og veru. Um leið og hann reynir að tengja og rök­festa sýn sína á þessa starf­semi í klass­ískri eng­il­sax­neskri þekk­ing­ar­fræði með öllum sín­um orð­heng­ils­hætti um skynjun og þess­hátt­ar, sem og ein­hvers­konar frum­speki­leg­um vanga­veltum um heims­mynd og sann­leika þá missir hann marks og ég áhug­ann. Mér­ finnst líka að verð­mætin í hug­myndum hans standi ósködduð eftir þó hon­um mistak­ist þessi teng­ing við heim­speki­legan grund­völl. Og ein­hvern­vegin hef ég ekki áhyggjur af því að mynd hans af vís­ind­unum gefi ein­hverjum afsökun fyr­ir­ að aðhyll­ast ein­hvers­konar afstæð­is­hyggju. Ég fæ ekki betur séð en vís­ind­in rétt­læti heims­mynd sína sjálf, jafn­vel þótt kenn­ingar þeirra hafi áhrif á hvernig sú mynd er, en sé ekki endi­lega sífellt rétt­ari og nákvæm­ari mynd af raun­veru­leika sem gef­inn er fyr­ir­fram. Senni­lega finn­st al­vöru­gefnum heim­spek­ingum þetta full-gal­gopa­leg afstaða hjá mér, en það verð­ur­ bara að hafa það.

Þýð­ing Krist­jáns er ágæt­lega læsi­leg. Það sem er tyrfið hér er örugg­lega snúið í frum­text­anum einnig. Það sem veldur mest­u­m erf­ið­leikum er hvað hér er oft gengið út frá að les­and­inn hafi rúm­lega grunn­þekk­ingu á þeim fjöl­mörgu kenn­ingum sem Kuhn tekur sem dæmi.

Reyndar hefði verið mik­ill fengur að orða­lista þar sem mik­il­væg hug­tök úr text­anum væru sýnd á íslensku og frum­mál­inu. Það á bæði við um lyk­il­orð úr vís­inda­dæm­unum og þau hug­tök sem Kuhn smíðar sér eða ­gefur ný hlut­verk með kenn­ingu sinni. Slíkur listi myndi auð­velda áhuga­söm­um les­enda mjög að finna ítar­efni og útskýr­ing­ar. Allt slíkt er einkar aðgengi­leg­t á okkar net­væddu tím­um, en óþarfa hindrun að þurfa að giska á að hverju skal ­leit­að.

Gott ef slíkur listi ætti ekki að vera fast­ur liður í Lær­dóms­ritum fram­tíð­ar­inn­ar. Því það er aug­ljós­lega eng­inn bil­bugur á þess­ari frá­bæru útgáfu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None