Karolina Fund: Kanínur ræktaðar á Íslandi

kanína
Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur umræða um fyr­ir­tækið „Kan­ina ehf.“ og kan­ínu­rækt á Íslandi farið fram víðar í fjöl­miðlum lands­ins. Umræðan hefur auk­ist í tengslum við fjár­öfl­un­ar­á­tak sem er í gangi hjá Karol­ina Fund með það að mark­miði að tryggja fram­tíð­ar­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins og hjálpa eig­anda við að kom­ast í gegnum erf­ið­leika sem blasa við þessa stund­ina.

Kan­ina ehf. er lítið sprota­fyr­ir­tæki og ein­stakt í land­bún­að­ar­flóru Íslands í dag. Á bak við fyr­ir­tækið stendur Birgit Kositzke. Hún er Lands­lags- og nátt­úru­skipu­lags­fræð­ingur að mennt frá Háskól­anum í Rostock í Þýska­landi. Í nokkur ár hefur hún unnið sem flokks­stjóri í heima­landi sínu við að græða upp námur og end­ur­heimta lands­lag sem varð fyrir skakka­föllum eftir ára­langa námu­vinnslu. Árið 2007 tók hún ákvörðun um að flytja frá Þýska­lands til Íslands eftir að hafa kynnst landi og þjóð fyrst sem ferða­mað­ur, og seinna í gegnum ýmis störf í land­bún­aði og ferða­þjón­ustu. Kjarn­inn hitti Birgit og tók hana tali.

Auglýsing

1. Er þetta fyrsta bú sinnar teg­undar á Íslandi?

„Já, þetta er fyrsta og eina búið sem stendur og er með leyfi til kan­ínu­rækt­unar til mann­eld­is. Hug­myndin spratt upp árið 2011 og ekk­ert sam­bæri­legt bú er til á Íslandi. Þetta hófst með smáu sniði með aðeins 4 kan­ín­ur, þrjú kven­dýr og svo karl­inn hann „Daddy Cool“. Á þessum stofni er búið byggt upp en telur í dag um 98 kven­dýr og 8 karl­dýr, og með afkvæmum um 450 líf­dýr á fæti. Eftir 5-6 mán­uði eru afkvæmin komin í slát­urs­stærð. Slátrun á sér stað einu sinni í mán­uði í slát­ur­húsi SKVH á Hvamms­tanga sem er eina slát­ur­húsið á land­inu með leyfi til kan­ínuslátr­un­ar.“

2. Hvernig verður aðbún­að­ur­inn fyrir kan­ín­urn­ar?

„Skil­yrði til kan­ínuræt­unar á Íslandi eru mjög góð. Hér er hæfi­lega kalt, ekk­ert er um skor­dýr eða sníkju­dýr sem gætu valdið usla í búinu, og loft og vatn eru með besta móti. Einnig er hey og annað fóður alveg fyr­ir­taks. Hvað varðar aðbúnað þá er hugsað um kan­ín­urnar af natni. Eld­is­dýr (mæð­urn­ar) eiga eins­konar varp­kassa sem þær klæða sjálfar fiðu og gera hreiður í hey­inu. Ung­lingar eru í svoköll­uðum leik­skólum og njóta félags­skaps hvors ann­ars. Loks eru það slát­ur­dýr­in, en þau eru einnig saman í rúm­góðum búrum við leik. Allt húsið á Kára­stöðum er vel loft­ræst, eng­inn raki er að myndast, vatnið úr brunni í nágrenni er ferskt og hreint, og lagt er áhersla á besta fóðri sem völ er á, mest allt úr hér­aði. Engin lyfja­gjöf eru nauð­syn­leg undir þessum kring­stæð­u­m.“

3. Hvernig verður hægt að nálg­ast afurð­irnar frá ykk­ur?

„Nokkur vel valin veit­inga­hús bjóða upp á kan­ínu­rétti, þar á meðal Kola­braut í Hörpu­nni, Sjáv­ar­borg á Hvamms­tanga og veit­inga­stað­ur­inn „Berg“ í Icelanda­ir­hót­eli Vík í Mýr­dal. Fyrir þá sem vilja elda sjálfir er hægt að kaupa kjöt í „Mat­ar­búr­in­u“, Granda­vegi 29 í Reykja­vík og einnig í „Löngu­búð“ á Akur­eyri. Feld­ur­inn er einnig nýttur og hinn lands­þekkti Kalli Bjarna­son í „Lóð­skinn" á Sauð­ár­króki sútar kan­ínu­skinn af ein­stakri list. Hand­verks­fólk bæði hér­lendis og erlendis hefur sýnt mik­inn áhuga á að nota skinn­inn í fata­hönnun og fata­gerð.“

4. Kanntu ein­hverjar góðar upp­skriftir að kan­ínu­rétt­u­m? 

„Já, upp­á­halds upp­skriftin mín er Kan­ari kan­ína.“ 

Kan­ari kan­ína

Efni:

1 kan­ína, um 1,6 kíló

100 g smjör

2 gul­ræt­ur, saxaðar

½ sell­er­írót, söxuð

1 blað­lauk­ur, með­al­stór, skór­inn í hringi

1 hvít­lauks­geiri, press­aður

3 dl hvítvín (ekki sætt)

2,5 dl sýrður rjómi

1 knippi stein­selja, söxuð

salt og pipar eftir smekk

e.t.v. kart­öflu­mjöl eða sósu­bind­ari

Aðferð:

Hreinsið kan­ín­una og bútið hana niður í sex parta með beittum hníf. Saltið og piprið. Hitið smjörið í stórri pönnu og steikið kjötið með græn­met­inu unz það er ljós­brúnt. Hellið hvítvínið í pönn­una og bætið hvít­l­auk­inn við. Setið lokið á og látið malla í um 1,5 klukku­tíma. Af og til verður að athuga hvort nægi­legur vökvi er í pott­in­um, og e.t.v. verður að bæta vatn við.

Takið kjötið upp úr sós­unni og geymið á heitum stað. E.t.v. þarf að bæta sjóð­andi vatn í pönn­una til að fá það magn af sósu sem þykir æski­legt. Látið suð­una koma upp. Maukið græn­met­ið. Bindið sósuna, hrærið rjómann undir og smakkið til.

Sáldrið stein­selj­unni yfir kjöt­ið. 

Með­læti: Sósa að eigin upp­skrift, bök­un­ar­kart­öflur og sal­at.

Skammt­ar: 5

Eld­un­ar­að­ferð: hella

Und­ir­bún­ings­tími: 2 klukku­stundir

Fleiri upp­skriftir er hægt að finna í upp­skrifta­bæk­lingi frá Kan­ínu ehf. sem hægt er að panta á info@kan­ina.is og í Mat­ar­búrið í Reykja­vík. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None