Karolina Fund: Íslensku jólasveinarnir túlkaðir upp á nýtt

karolina fund jólasveinar
Auglýsing

Ný bók um íslensku jólasveinana, skrifuð að Íslendingi og teiknuð af Búlgara, er væntanleg árið 2016. Baldur heitir ný og lítil barnabókaútgáfa sem starfar frá Prag í Tékklandi og þeirra markmið er að blanda saman ólíkum menningum, með því að virkja unga rithöfunda og listamenn allstaðar að úr heiminum til þess að vinna saman að gerð barnabóka. Sagan af íslensku jólasveinunum er því búlgörsk túlkun á bræðrunum þrettán. 

Kjarninn ræddi við aðstandendur verkefnisins, sem safna nú fyrir því á Karolina Fund.

 

Auglýsing

Hvaða fólk stendur á bakvið Baldur og jólasveinabókina?

Við erum María Elínardóttir frá Íslandi og Martin Atanasov frá Búlgaríu. Við kynntumst fyrir fimm árum í námi í Prag og höfum unnið saman að mörgum mismunandi verkefnum tengd bókum og sýningum en okkur hefur lengi langað til að búa til almennilegar barnabækur. Fyrir tveim árum fórum við að leita að sögum og listamönnum. Okkur bárust margar sögur héðan og þaðan en ákváðum að einbeita okkur að alþjóðlegum þjóðsögum, goðsögum og ævintýrum. Íslensku jólasveinarnir voru hátt á listanum hjá okkur og áður en við vissum af þá var listamaður frá Búlgaríu búinn að senda okkur nokkrar teikningar í bókina. Fyrir utan hvað listamaðurinn okkar Hristo Neykov var áhugasamur um söguna, þá var hann einnig ótrúlega góður í að túlka útlit bræðranna og anda jólasveinanna."

Hvaðan kom sagan í bókinni?

Sagan hefur auðvitað verið til heillengi og María hefur hlustað á hana frá því hún var lítil. En í hvert skiptið sem hún sagði útlendingum frá þessari skrýtnu jólasveina hefð, þá kom í ljós að nánast enginn vissi af henni. Síðan reyndist erfitt að finna almennilegar myndir af þeim og okkur datt í hug að búa bara til bók og túlka þá sjálf."Myndir úr bókinni.

Hvaða markhóp eru þið að miða bókina að?

Við erum barnabókaútgáfa sem í raun reynir að höfða til allra. Sögurnar okkar eru fyrir alla aldurshópa. Sögurnar sem við segjum tengjast alltaf einhverjum stað, landi eða borgum. Þótt bækurnar séu barnabækur, þá eru allar sögurnar þjóðsögur sem hafa borist manna á milli í hundruði ára. Næsta bókin okkar á eftir jólasveinunum kemur frá Gdansk í Póllandi og fjallar um hvernig borgin breyttist eftir heimsókn frá trölli. Fyrir okkur er mikilvægt að börn lesi um heiminn og kynnist ólíkum menningum. Við erum rétt að byrja og ákváðum því að nýta okkur Karolina Fund, sem er íslensk hópfjármögnunarsíða og vonum að Íslendingar kaupi bókina eða styrki verkefnið. Auðvitað vonum við nú líka að nýja túlkun okkar á jólasveinunum slá í gegn."

Hér er hægt að styrkja verkefnið og kaupa bókina.

 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None