Karolina Fund: Íslensku jólasveinarnir túlkaðir upp á nýtt

karolina fund jólasveinar
Auglýsing

Ný bók um íslensku jóla­svein­ana, skrifuð að Íslend­ingi og teiknuð af Búlgara, er vænt­an­leg árið 2016. Baldur heitir ný og lít­il ­barna­bóka­út­gáfa sem starfar frá Prag í Tékk­landi og þeirra mark­mið er að blanda ­saman ólíkum menn­ing­um, með því að virkja unga rit­höf­unda og lista­menn all­staðar að úr heim­inum til þess að vinna saman að gerð barna­bóka. Sagan af ­ís­lensku jóla­svein­unum er því búl­görsk túlkun á bræðr­unum þrett­án. 

Kjarn­inn ræddi við aðstand­endur verk­efn­is­ins, sem safna nú fyrir því á Karol­ina Fund.

 

Auglýsing

Hvaða fólk stendur á bak­við Baldur og jóla­sveina­bók­ina?

Við erum María Elín­ar­dóttir frá Íslandi og Martin Atana­sov frá Búlgar­íu. Við kynnt­umst fyrir fimm árum í námi í Prag og höfum unnið sam­an­ að mörgum mis­mun­andi verk­efnum tengd bókum og sýn­ingum en okkur hefur leng­i langað til að búa til almenni­legar barna­bæk­ur. Fyrir tveim árum fórum við að ­leita að sögum og lista­mönn­um. Okkur bár­ust margar sögur héðan og þaðan en á­kváðum að ein­beita okkur að alþjóð­legum þjóð­sög­um, goð­sögum og ævin­týr­um. ­Ís­lensku jóla­svein­arnir voru hátt á list­anum hjá okkur og áður en við vissum af þá var lista­maður frá Búlgaríu búinn að senda okkur nokkrar teikn­ingar í bók­ina. Fyrir utan hvað lista­mað­ur­inn okkar Hri­sto Neykov var áhuga­samur um ­sög­una, þá var hann einnig ótrú­lega góður í að túlka útlit bræðr­anna og anda jóla­svein­anna."

Hvaðan kom sagan í bók­inni?

Sagan hefur auð­vitað verið til heil­lengi og María hef­ur hlustað á hana frá því hún var lít­il. En í hvert skiptið sem hún sagð­i út­lend­ingum frá þess­ari skrýtnu jóla­sveina hefð, þá kom í ljós að nán­ast eng­inn vissi af henni. Síðan reynd­ist erfitt að finna almenni­legar myndir af þeim og okkur datt í hug að búa bara til bók og túlka þá sjálf."Myndir úr bókinni.

Hvaða mark­hóp eru þið að miða bók­ina að?

Við erum barna­bóka­út­gáfa sem í raun reynir að höfða til­ allra. Sög­urnar okkar eru fyrir alla ald­urs­hópa. Sög­urnar sem við segj­u­m tengj­ast alltaf ein­hverjum stað, landi eða borg­um. Þótt bæk­urnar séu ­barna­bæk­ur, þá eru allar sög­urnar þjóð­sögur sem hafa borist manna á milli í hund­ruði ára. Næsta bókin okkar á eftir jóla­svein­unum kemur frá Gdansk í Pól­landi og fjallar um hvernig borgin breytt­ist eftir heim­sókn frá trölli. ­Fyrir okkur er mik­il­vægt að börn lesi um heim­inn og kynn­ist ólíkum menn­ing­um. Við erum rétt að byrja og ákváðum því að nýta okkur Karol­ina Fund, sem er íslensk hóp­fjár­mögn­un­ar­síða og vonum að Íslend­ingar kaupi bók­ina eða styrki verk­efn­ið. Auð­vitað vonum við nú líka að nýja túlkun okkar á jóla­svein­unum slá í gegn."

Hér er hægt að ­styrkja verk­efnið og kaupa bók­ina.

 Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None