Karolina Fund: Íslensku jólasveinarnir túlkaðir upp á nýtt

karolina fund jólasveinar
Auglýsing

Ný bók um íslensku jóla­svein­ana, skrifuð að Íslend­ingi og teiknuð af Búlgara, er vænt­an­leg árið 2016. Baldur heitir ný og lít­il ­barna­bóka­út­gáfa sem starfar frá Prag í Tékk­landi og þeirra mark­mið er að blanda ­saman ólíkum menn­ing­um, með því að virkja unga rit­höf­unda og lista­menn all­staðar að úr heim­inum til þess að vinna saman að gerð barna­bóka. Sagan af ­ís­lensku jóla­svein­unum er því búl­görsk túlkun á bræðr­unum þrett­án. 

Kjarn­inn ræddi við aðstand­endur verk­efn­is­ins, sem safna nú fyrir því á Karol­ina Fund.

 

Auglýsing

Hvaða fólk stendur á bak­við Baldur og jóla­sveina­bók­ina?

Við erum María Elín­ar­dóttir frá Íslandi og Martin Atana­sov frá Búlgar­íu. Við kynnt­umst fyrir fimm árum í námi í Prag og höfum unnið sam­an­ að mörgum mis­mun­andi verk­efnum tengd bókum og sýn­ingum en okkur hefur leng­i langað til að búa til almenni­legar barna­bæk­ur. Fyrir tveim árum fórum við að ­leita að sögum og lista­mönn­um. Okkur bár­ust margar sögur héðan og þaðan en á­kváðum að ein­beita okkur að alþjóð­legum þjóð­sög­um, goð­sögum og ævin­týr­um. ­Ís­lensku jóla­svein­arnir voru hátt á list­anum hjá okkur og áður en við vissum af þá var lista­maður frá Búlgaríu búinn að senda okkur nokkrar teikn­ingar í bók­ina. Fyrir utan hvað lista­mað­ur­inn okkar Hri­sto Neykov var áhuga­samur um ­sög­una, þá var hann einnig ótrú­lega góður í að túlka útlit bræðr­anna og anda jóla­svein­anna."

Hvaðan kom sagan í bók­inni?

Sagan hefur auð­vitað verið til heil­lengi og María hef­ur hlustað á hana frá því hún var lít­il. En í hvert skiptið sem hún sagð­i út­lend­ingum frá þess­ari skrýtnu jóla­sveina hefð, þá kom í ljós að nán­ast eng­inn vissi af henni. Síðan reynd­ist erfitt að finna almenni­legar myndir af þeim og okkur datt í hug að búa bara til bók og túlka þá sjálf."Myndir úr bókinni.

Hvaða mark­hóp eru þið að miða bók­ina að?

Við erum barna­bóka­út­gáfa sem í raun reynir að höfða til­ allra. Sög­urnar okkar eru fyrir alla ald­urs­hópa. Sög­urnar sem við segj­u­m tengj­ast alltaf ein­hverjum stað, landi eða borg­um. Þótt bæk­urnar séu ­barna­bæk­ur, þá eru allar sög­urnar þjóð­sögur sem hafa borist manna á milli í hund­ruði ára. Næsta bókin okkar á eftir jóla­svein­unum kemur frá Gdansk í Pól­landi og fjallar um hvernig borgin breytt­ist eftir heim­sókn frá trölli. ­Fyrir okkur er mik­il­vægt að börn lesi um heim­inn og kynn­ist ólíkum menn­ing­um. Við erum rétt að byrja og ákváðum því að nýta okkur Karol­ina Fund, sem er íslensk hóp­fjár­mögn­un­ar­síða og vonum að Íslend­ingar kaupi bók­ina eða styrki verk­efn­ið. Auð­vitað vonum við nú líka að nýja túlkun okkar á jóla­svein­unum slá í gegn."

Hér er hægt að ­styrkja verk­efnið og kaupa bók­ina.

 Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None