Karolina Fund: Hópfjármagna frumkvöðlavettvang fyrir fatlaða

Frumbjörg
Auglýsing

Hópur, sem samanstendur af fötluðu hagsmunabaráttufólki og öðrum áhugasömum einstaklingum sem vilja efla frumkvöðlastarf á Íslandi, stendur nú að hópfjármögnun á Karolina Fund til þess að fjármagna uppbyggingu frumkvöðlavettvangs innan Sjálfsbjargar.

Það er vert að minnast á að hönnunarfyrirtækið UENO hefur heitið því ad mæta hverju framlagi krónu fyrir krónu á meðan að á söfnuninni á Karolina Fund stendur. Söfnuninni lýkur 31. desember nk. Kjarninn ræddi við Brand Karlsson, sem stendur fyrir verkefninu. Kjarninn hefur áður fjallað um Brand, en í sumar flaug hann í einstökum flugstól á svifvæng þrátt fyrir að vera lamaður fyrir neðan háls.

Auglýsing

Hvað felst í starfi Sjálfsbjargar?

,,Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, eru samtök hreyfihamlaðra á Íslandi. Í 3. grein laga samtakanna segir að hlutverk þeirra sé meðal annars „að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins, með því að hafa áhrif á ríkis- og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklinga og með því að vekja áhuga almennings á málefnum þeirra með útgáfu og kynningarstarfsemi“.


Hvað er Frumbjörg?

,,Alltaf beita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn,” eru einkunnarorð Sjálfsbjargar. Í þessum anda var Frumbjörg, Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar, stofnuð fyrr á þessu ári. Frumbjörgu er ætlað að takast á við mörg óleyst verkefni er tengjast hagsmunum fatlaðra  á sviði heilbrigðis- og velferðarmála, einnig nýsköpun sem aukið getur atvinnumöguleika fatlaðra og eflt samskipamöguleika þeirra innan þjóðfélagsins.

Óánægja fatlaðra og aldraðra með hnignandi stoðir heilbrigðiskerfisins hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum og lítið hefur borið á áþreifanlegum úrræðum til úrbóta í þessum málum.


Af nýlegum viðtölum við fjármálaráðherra og formann fjárlaganefndar er ljóst að þau eru meðvituð um þann fjölþætta vanda sem felst í takmörkuðum atvinnutækifærum fatlaðra og öryrkja. Innan Frumbjargar er ætlunin að byggja upp jákvætt og hvetjandi umhverfi þar sem fatlaðir geta fengið stuðning til að skapa sín eigin atvinnutækifæri. Ætlunin er einnig að veita frumkvöðlum sem vinna að verkefnum sem líkleg eru til að bæta heilbrigðis- og velferðarmál fatlaðra aðstöðu og aðgengi að vaxandi tengslaneti samstarfsaðila Frumbjargar. Frumbjörg er þegar í samstarfi við  Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Klak Innovit, Háskóla Reykjavíkur og Karolina Fund og unnið er að því að koma á tengslum við fleiri stofnanir og fyrirtæki með reynslu á sviðum nýsköpunar innan atvinnulífslins."

Hverju sjáið þið fyrir ykkur að Frumbjörg eigi eftir að áorka?

,,Á vegum Frumbjargar mun verða efnt til nýsköpunarkeppna þar sem afmörkuð vandamál verða tekin fyrir og kallað eftir hugmyndum að lausn þeirra. Tillögur að lausnum viðkomandi vandamála verða síðan prófaðar innan Sjálfsbjargar  sem þannig verður þróunarvettvangur fyrir innleiðingu nýrra úrbóta til hagsbóta fyrir fatlaða sem og samfélagið í heild. Á vegum Frumbjargar mun verða efnt til nýsköpunarkeppna þar sem afmörkuð vandamál verða tekin fyrir og kallað eftir hugmyndum að lausn þeirra. Tillögur að lausum viðkomandi vandamála verða síðan prófaðar innan Sjálfsbjargar sem þannig verður þróunarvettvangur fyrir innleiðingu nýrra úrbóta til hagsbóta fyrir fatlaða sem og samfélagið í heild.

Einnig eru í gangi viðræður um uppsetningu aðgengilegrar Fablab aðstöðu þar sem frumkvöðlar fá aðgengi að hátækniframleiðslutækjum og öðrum nýjungum sem þeim gætu nýst til atvinnusköpunar.

Við treystum á stuðning fólks í gegnum hópfjármögnum á Karolinafund. Með fjárframlögun til Frumbjargar stuðlum við að samfélagsúrbótum í þágu fatlaðra. Með bestu óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár."

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None