Karolina Fund: Breyta heimilinu í kyrrðarmiðstöð í Reykjadal

karolina fund
Auglýsing

Þegar haldið er austur í Mývatns­sveit frá Akur­eyri eftir þjóð­vegi eitt, hring­veg­in­um, er m.a. ekið um lít­inn og lát­lausan dal, Reykja­dal. Þar búa á bæ einum hjónin Corn­elia og Aðal­steinn sem allt fram á síð­asta haust störf­uðu sem grunn­skóla­kenn­arar í sveit­ar­fé­lag­inu. Þegar ákveðið var að loka annarri af tveimur grunn­skóla­deildum Þing­eyj­ar­skóla sl. vor þurfti að skera niður þrjár kenn­ara­stöður og var þeim hjónum til­kynnt að til stæði að segja þeim báðum upp. Í svip­aðri stöðu hefði margur sjálf­sagt upp­lifað sterka höfnun sam­fé­lags­ins og valið að flytja annað en ekki Corn­elia og Aðal­steinn. Þau ákváðu að búa áfram á sinni jörð og þar sem lítið var um atvinnu­fram­boð í sveit­inni tóku þau á það ráð að breyta heim­ili sínu í gisti­heim­ili og kyrrð­ar­mið­stöð. Kjarn­inn rakst á fjár­mögn­un­ar­verk­efni þeirra hjóna á Karol­ina Fund og lék for­vitni á að kynn­ast þessum hjónum og hug­myndum þeirra bet­ur.

Hvers vegna ákváðuð þið að búa hérna áfram? Eruð þið Þing­ey­ingar í þaula með djúpar rætur hér í sýsl­unni?

„Nei. Við erum reyndar svoddan aðskota­dýr hérna. Ann­ars vegar frá Akur­eyri en hins vegar alla leið frá Þýska­landi. Okkur líður samt sem áður bara mjög vel hérna. Það á mun betur við okkur að búa í sveit en í bæ eða borg og þannig er t.d. eitt af aðal áhuga­mál­unum okkar skóg­rækt og hér höfum við tæki­færi til þess að stúss­ast í henni. Svo býr hér líka bara margt alveg ágætis fólk. Þó svo að það sé eitt­hvað sjúk­lega brenglað ástand í sveitapóli­tík­inni þá þýðir ekk­ert að láta það hafa ein­hver áhrif á sig. Við vorum nátt­úru­lega dug­leg við að benda á mein­bug­ana í allri hugsun og ákvarð­ana­töku í aðdrag­anda þess­ara breyt­inga í skóla­málum svo það má vel vera að það hafi vakað fyrir ein­hverjum að hrekja okkur í burtu. Við erum bara ekk­ert að velta okkur upp úr slíku. Hér viljum við vera þrátt fyrir að hlut­irnir séu ekki allir eins og þeir eiga að vera. Við höfum ekki gert neitt sem við þurfum að skamm­ast okkar fyrir og teljum reyndar að flestir eigi nú eftir að sjá að hér voru gerð mikil mis­tök sem reyn­ast munu sam­fé­lag­inu dýr­keypt. Þess verður von­andi ekki of langs að bíða að menn fari að vinda ofan af vit­leys­unn­i.“

Auglýsing


En þá að ykkar áform­um. Hvernig kom það til að þið fenguð þá hug­mynd að fara út í rekstur heimagist­ing­ar?

„Það er sjálf­sagt margt sem kemur til. Fyrst auð­vitað sú stað­reynd að við vorum jú bæði orðin atvinnu­laus og sáum engin atvinnu­tæki­færi í hendi hér í okkar nán­asta umhverfi. Nú svo erum við nátt­úru­lega bara þrjú í heim­ili í dag en vorum sex áður. Svo það segir sig sjálft að aðeins hefur nú rýmkað um okk­ur. Síðan má auð­vitað ekki neita því að það hefur nú ekki farið fram­hjá manni sá mikli upp­gangur sem er í þjón­ustu við ferða­menn um þessar mund­ir. Þannig hafa á síð­ustu árum bara hér í Reykja­dal bæst við á annan tug aðila sem bjóða gist­ingu – og þau sem farið hafa af stað með slíkt bera því vel sög­una. Við fengum strax mikla hvatn­ingu frá þessum aðilum hér í kringum okkur um að bæt­ast endi­lega í hóp­inn.“

Þið seg­ist á Karol­ina fund leggja áherslu á það að gist­ingin eigi jafn­framt að vera mið­stöð kyrrð­ar, til and­legrar end­ur­nýj­un­ar. Hvers vegna?

„Okkur finnst við upp­lifa mikla kyrrð hér á Hjalla, í þessum litla og lát­lausa dal, og það er líka upp­lifun margra sem heim­sækja okk­ur. En kyrrð er auð­vitað ekki síður við­horf en umhverfi og það eru slík við­horf sem við viljum miðla áfram. Við sjáum vax­andi þörf meðal stór hóps af fólki til þess að stíga til hliðar og útúr því krefj­andi umhverfi sem það lifir og hrær­ist í alla daga inn í ein­falt og afslappað umhverfi. Alltof margir eru undir svo miklu álagi alla daga að þeim gefst ekki tæki­færi til þess að slaka á, fara yfir líf sitt í hug­anum og leggja mat á það hvar þeir eru staddir í líf­inu. Þetta er okkar helsti mark­hópur og draum­ur­inn er að geta boðið þeim aðilum sem það vilja hag­nýtar ráð­legg­ingar og hjálp til þess að koma kyrrð á hugs­anir sín­ar, sem er for­senda þess að fá skír­ari sýn á lífs­ins gát­ur. Ætl­unin er þó alls ekki að fara að þröngva neinu upp á fólk og við aug­lýsum líka auð­vitað bara eins og önnur gisti­heim­ili laus her­bergi á net­inu þar sem hver sem er getur pantað hjá okkur hvort sem hann er að sækj­ast eitt­hvað sér­stak­lega eftir kyrrð eða bara stað til að halla sér yfir nótt á sinni hrað­ferð um land­ið.“

Hjalli

Þið settuð það mark­mið að safna yfir tveimur millj­ónum króna á Karol­ina Fund á sex vik­um. Nú eru ein­göngu um tvær vikur eftir og þið hafið ekki náð að safna nema litlum hluta af þeirri fjár­hæð. Eru þetta ekki óraun­hæfar vænt­ingar hjá ykk­ur? Eruð þið ekki hrædd um að ykkur mis­takist?

„Já og nei. Þetta er auð­vitað sjálf­sagt alveg galin hug­mynd en við erum nú ekk­ert hrædd við mis­tök. Við von­umst auð­vitað inni­lega til að okkur tak­ist að ná settu marki en þó svo að svo fari að það náist ekki, sem þýðir að við fáum engan pen­ing inn í verk­efnið okkar eftir þess­ari leið, þá myndum við aldrei líta svo á að verk­efnið hafi mis­tek­ist. Allt ferlið hefur bara verið svo lær­dóms­ríkt og við­brögð þeirra sem hafa þó tekið þátt svo gef­andi. Svona hóp­fjár­mögn­un­ar­síða er auð­vitað svo nýlegt fyr­ir­brigði og sú hugsun sem þarna liggur að baki ennþá svo fram­andi fyrir marga. Sjálfum finnst okkur þetta alveg meiri­háttar magnað tæki og hug­mynda­fræðin að baki svo fal­leg. Hér áður fyrr, þegar ver­öldin var stór og fæstir þekktu aðra en þá sem bjuggu í innan við 100 km fjar­lægð frá þeim sjálf­um, þótti sam­hjálpin svo sjálf­sögð. Ef ein­hver þurfti í stór­á­tak komu aðrir og hjálp­uðu til, lögðu hönd á plóg. Lífið er orðið svo miklu flókn­ara í dag og fæst okkar hafa tæki­færi til þess að sinna þessum mann­lega þætti á sama hátt og áður. Við erum öll föst á vinnu­mark­aðnum og getum ekki bara stokkið af stað þegar okkur dettur það í hug, fest á okkur smíða­svuntu og hjálp­ast þannig að. Þarna kemur Karol­ina Fund inn í dæm­ið. Í stað þess að hjálpa náung­anum aðeins með hönd­unum eins og áður fyrr sendum við hvert öðru smá hjálp í formi pen­inga. Mörgum finnst sú til­hugsun reyndar sjálf­sagt á ein­hvern hátt skrítin eða óþægi­leg. Við­horf okkar til pen­inga getur oft verið á margan hátt svo þving­að. Flestum finnst samt í dag ekk­ert mál að taka þátt í fjár­söfn­unum fyrir þá sem eiga bágt eða þegar eitt­hvað bjátar á en það er auð­vitað alls ekki það sama og að nota pen­inga í að hjálpa öðrum sem er ekk­ert í ein­hverri stórri neyð eða brýnni þörf. Ef það sem Karol­ina Fund er að gera getur hjálpað okkur öllum að læra að vera örlát­ari í að láta pen­inga vera til góðs þá væri það alveg stór­kost­legt. Það hefur gefið okkur svo ótrú­lega mikið að upp­lifa stuðn­ing frá ólíku fólki úr öllum átt­um. Þetta er bara svo magn­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None