Varð hissa þegar honum bauðst starf aðstoðarmanns

Nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa ungu fólki meiri tækifæri innan stjórnsýslunnar. Hann hætti að versla í H&M eftir heimsókn í fataverksmiðju fyrirtækisins í Kambódíu. Umræðan um ráðninguna kom ekki á óvart.

Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Auglýsing

Gauti Geirs­son er nýjasti og yngsti aðstoð­ar­maður ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðn­ing hans sem aðstoð­ar­mann Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í síð­ustu viku vakti mikla athygli og þá sér­stak­lega ungur aldur hans. Gauti er 22 ára og hefur ekki veitt fjöl­miðlum við­tal um ráðn­ingu sína fyrr en nú, þegar hann hitti þau Þor­stein Más­son, Gylfa Ólafs­son og Tinnu Ólafs­dóttir í hlað­varps­þætti Kjarn­ans, Útvarp Ísa­fjörð­ur. 

Gauti bendir á að nýaf­stiðin vika hafi verið kjör­dæma­vika og hann hafi verið á þeyt­ingi víða um landið með Gunn­ari Braga, hvar síma­sam­band var víða stop­ult. En hann kemur líka inn á þá miklu umfjöllun sem ráðn­ing hans fékk í fjöl­miðl­um, mis­já­kvæða. 

Með Fram­sókn­ar­flokk­inn í blóð­inu

„Þetta var ansi mikið fjöl­miðla­fár svo ég ákvað að hvíla nafn mitt aðeins úr umræð­unni eftir vik­una. En ég er ánægður að vera kom­inn til ykk­ar,” segir Gauti. En bjóst hann við því að ráðn­ing hans myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitn­i? 

Auglýsing

„Ég átti alveg von á að ráðn­ing 22 ára drengs, eða krakka, eða hvað sem maður hefur verið kall­að­ur, krakka­skítur eða eitt­hvað, mundi vekja athygl­i,” segir Gauti og hlær. „En það var kannski meira fólkið í kring um mig, vinir og aðstand­endur sem hafa verið meira í sjokki og tekið þetta meira inn á sig.” 

Gauti er fæddur og upp­al­inn á Ísa­firði og seg­ist koma af mik­illi og gam­alli fram­sókna­rætt - sam­vinnu­fé­lags­hyggju­ætt, eins og hann orðar það. Hann hefur mik­inn áhuga á byggða­mál­um, mann­rétt­inda­málum og umhverf­is­málum og hefur stundað nám í verk­fræði í Reykja­vík und­an­farin tvö ár. Hann hefur ferð­ast tölu­vert og hefur gaman af. 

Verslar ekki í H&M eftir ferð til Kam­bó­díu

„Ég sá að það voru ein­hverjir að froðu­fella yfir því að ég hafði farið í heims­reisu, eins og það væri eina reynsla mín frá útlönd­um. En það er alveg hægt að fara í heims­reisu og taka myndir af sér á Instagram við Burj Kalifa eða hvað sem er,” segir hann. „En þegar ég var til dæmis í Kam­bó­díu þá fór ég í fata­verk­smiðju hjá H&M og sá mann­rétt­inda­brotin þar. Tal­aði við þýska stelpu sem var með mann­rétt­inda­vakt­ina og ég hef ekki keypt vörur úr H&M síð­an, því ég er mjög með­vit­aður um hvernig þetta er. Og í Afr­íku sökkti ég mér í nýlendu­tím­ana. Það er alveg hægt að fara í gegn um lífið og vera orð­inn gam­all en vera samt ekk­ert að pæla í svona hlut­um. En ald­ur­inn segir ekki alveg allt.” 

Fólk ekki vel að sér um störf aðstoð­ar­manna

Gauti segir að á sama tíma og sam­fé­lagið kalli eftir ungum og ferskum vindum er gerð krafa á starfs­menn að þeir séu með 40 ára reynslu að baki. Það gangi ein­fald­lega ekki upp. 

„Ég varð hissa þegar ég fékk þetta boð. En svo fannst mér þetta bara nokkuð djarft, að hleypa ungu fólki inn,” segir hann. „Og ég gat eig­in­lega ekki sagt nei við því að láta rödd okkar heyr­ast.” 

Hann segir tölu­verðan mis­skiln­ings gæta varð­andi starfs­lýs­ingu aðstoð­ar­manna ráð­herra. 

„Ég held að partur af þessu sé að fólk er ekki mjög vel að sér varð­andi hlut­verk aðstoð­ar­manna ráð­herra. Umræðan er svo­lítið eins og það sé verið að ráða ráðu­neyt­is­stjóra eða eitt­hvað þannig,” segir hann. Aðstoð­ar­maður ráð­herra sé í raun trún­að­ar­maður ráð­herra og geri það sem honum er falið.

„Þetta er eina starfið sem þarf ekki að aug­lýsa opin­ber­lega sam­kvæmt lög­um. Og aðstoð­ar­maður á að starfa í þeim verk­efnum sem ráð­herra felur hon­um. Þannig að ég held að það gæti ákveð­ins mis­skiln­ing varð­andi hvað aðstoð­ar­menn eru að gera. En auð­vitað þarf maður að setja sig inn í mál sem manni er falið,” segir Gauti.

Hlustið á við­talið við Gauta í heild sinni í nýjasta þætti af Útvarpi Ísa­firði. Einnig er meðal ann­ars rætt um vatns­brask, fjölda kaffi­bolla sem æski­legt er að drekka og öryggi ferða­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None