Varð hissa þegar honum bauðst starf aðstoðarmanns

Nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa ungu fólki meiri tækifæri innan stjórnsýslunnar. Hann hætti að versla í H&M eftir heimsókn í fataverksmiðju fyrirtækisins í Kambódíu. Umræðan um ráðninguna kom ekki á óvart.

Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Auglýsing

Gauti Geirs­son er nýjasti og yngsti aðstoð­ar­maður ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðn­ing hans sem aðstoð­ar­mann Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í síð­ustu viku vakti mikla athygli og þá sér­stak­lega ungur aldur hans. Gauti er 22 ára og hefur ekki veitt fjöl­miðlum við­tal um ráðn­ingu sína fyrr en nú, þegar hann hitti þau Þor­stein Más­son, Gylfa Ólafs­son og Tinnu Ólafs­dóttir í hlað­varps­þætti Kjarn­ans, Útvarp Ísa­fjörð­ur. 

Gauti bendir á að nýaf­stiðin vika hafi verið kjör­dæma­vika og hann hafi verið á þeyt­ingi víða um landið með Gunn­ari Braga, hvar síma­sam­band var víða stop­ult. En hann kemur líka inn á þá miklu umfjöllun sem ráðn­ing hans fékk í fjöl­miðl­um, mis­já­kvæða. 

Með Fram­sókn­ar­flokk­inn í blóð­inu

„Þetta var ansi mikið fjöl­miðla­fár svo ég ákvað að hvíla nafn mitt aðeins úr umræð­unni eftir vik­una. En ég er ánægður að vera kom­inn til ykk­ar,” segir Gauti. En bjóst hann við því að ráðn­ing hans myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitn­i? 

Auglýsing

„Ég átti alveg von á að ráðn­ing 22 ára drengs, eða krakka, eða hvað sem maður hefur verið kall­að­ur, krakka­skítur eða eitt­hvað, mundi vekja athygl­i,” segir Gauti og hlær. „En það var kannski meira fólkið í kring um mig, vinir og aðstand­endur sem hafa verið meira í sjokki og tekið þetta meira inn á sig.” 

Gauti er fæddur og upp­al­inn á Ísa­firði og seg­ist koma af mik­illi og gam­alli fram­sókna­rætt - sam­vinnu­fé­lags­hyggju­ætt, eins og hann orðar það. Hann hefur mik­inn áhuga á byggða­mál­um, mann­rétt­inda­málum og umhverf­is­málum og hefur stundað nám í verk­fræði í Reykja­vík und­an­farin tvö ár. Hann hefur ferð­ast tölu­vert og hefur gaman af. 

Verslar ekki í H&M eftir ferð til Kam­bó­díu

„Ég sá að það voru ein­hverjir að froðu­fella yfir því að ég hafði farið í heims­reisu, eins og það væri eina reynsla mín frá útlönd­um. En það er alveg hægt að fara í heims­reisu og taka myndir af sér á Instagram við Burj Kalifa eða hvað sem er,” segir hann. „En þegar ég var til dæmis í Kam­bó­díu þá fór ég í fata­verk­smiðju hjá H&M og sá mann­rétt­inda­brotin þar. Tal­aði við þýska stelpu sem var með mann­rétt­inda­vakt­ina og ég hef ekki keypt vörur úr H&M síð­an, því ég er mjög með­vit­aður um hvernig þetta er. Og í Afr­íku sökkti ég mér í nýlendu­tím­ana. Það er alveg hægt að fara í gegn um lífið og vera orð­inn gam­all en vera samt ekk­ert að pæla í svona hlut­um. En ald­ur­inn segir ekki alveg allt.” 

Fólk ekki vel að sér um störf aðstoð­ar­manna

Gauti segir að á sama tíma og sam­fé­lagið kalli eftir ungum og ferskum vindum er gerð krafa á starfs­menn að þeir séu með 40 ára reynslu að baki. Það gangi ein­fald­lega ekki upp. 

„Ég varð hissa þegar ég fékk þetta boð. En svo fannst mér þetta bara nokkuð djarft, að hleypa ungu fólki inn,” segir hann. „Og ég gat eig­in­lega ekki sagt nei við því að láta rödd okkar heyr­ast.” 

Hann segir tölu­verðan mis­skiln­ings gæta varð­andi starfs­lýs­ingu aðstoð­ar­manna ráð­herra. 

„Ég held að partur af þessu sé að fólk er ekki mjög vel að sér varð­andi hlut­verk aðstoð­ar­manna ráð­herra. Umræðan er svo­lítið eins og það sé verið að ráða ráðu­neyt­is­stjóra eða eitt­hvað þannig,” segir hann. Aðstoð­ar­maður ráð­herra sé í raun trún­að­ar­maður ráð­herra og geri það sem honum er falið.

„Þetta er eina starfið sem þarf ekki að aug­lýsa opin­ber­lega sam­kvæmt lög­um. Og aðstoð­ar­maður á að starfa í þeim verk­efnum sem ráð­herra felur hon­um. Þannig að ég held að það gæti ákveð­ins mis­skiln­ing varð­andi hvað aðstoð­ar­menn eru að gera. En auð­vitað þarf maður að setja sig inn í mál sem manni er falið,” segir Gauti.

Hlustið á við­talið við Gauta í heild sinni í nýjasta þætti af Útvarpi Ísa­firði. Einnig er meðal ann­ars rætt um vatns­brask, fjölda kaffi­bolla sem æski­legt er að drekka og öryggi ferða­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None