Varð hissa þegar honum bauðst starf aðstoðarmanns

Nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa ungu fólki meiri tækifæri innan stjórnsýslunnar. Hann hætti að versla í H&M eftir heimsókn í fataverksmiðju fyrirtækisins í Kambódíu. Umræðan um ráðninguna kom ekki á óvart.

Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Auglýsing

Gauti Geirs­son er nýjasti og yngsti aðstoð­ar­maður ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðn­ing hans sem aðstoð­ar­mann Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í síð­ustu viku vakti mikla athygli og þá sér­stak­lega ungur aldur hans. Gauti er 22 ára og hefur ekki veitt fjöl­miðlum við­tal um ráðn­ingu sína fyrr en nú, þegar hann hitti þau Þor­stein Más­son, Gylfa Ólafs­son og Tinnu Ólafs­dóttir í hlað­varps­þætti Kjarn­ans, Útvarp Ísa­fjörð­ur. 

Gauti bendir á að nýaf­stiðin vika hafi verið kjör­dæma­vika og hann hafi verið á þeyt­ingi víða um landið með Gunn­ari Braga, hvar síma­sam­band var víða stop­ult. En hann kemur líka inn á þá miklu umfjöllun sem ráðn­ing hans fékk í fjöl­miðl­um, mis­já­kvæða. 

Með Fram­sókn­ar­flokk­inn í blóð­inu

„Þetta var ansi mikið fjöl­miðla­fár svo ég ákvað að hvíla nafn mitt aðeins úr umræð­unni eftir vik­una. En ég er ánægður að vera kom­inn til ykk­ar,” segir Gauti. En bjóst hann við því að ráðn­ing hans myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitn­i? 

Auglýsing

„Ég átti alveg von á að ráðn­ing 22 ára drengs, eða krakka, eða hvað sem maður hefur verið kall­að­ur, krakka­skítur eða eitt­hvað, mundi vekja athygl­i,” segir Gauti og hlær. „En það var kannski meira fólkið í kring um mig, vinir og aðstand­endur sem hafa verið meira í sjokki og tekið þetta meira inn á sig.” 

Gauti er fæddur og upp­al­inn á Ísa­firði og seg­ist koma af mik­illi og gam­alli fram­sókna­rætt - sam­vinnu­fé­lags­hyggju­ætt, eins og hann orðar það. Hann hefur mik­inn áhuga á byggða­mál­um, mann­rétt­inda­málum og umhverf­is­málum og hefur stundað nám í verk­fræði í Reykja­vík und­an­farin tvö ár. Hann hefur ferð­ast tölu­vert og hefur gaman af. 

Verslar ekki í H&M eftir ferð til Kam­bó­díu

„Ég sá að það voru ein­hverjir að froðu­fella yfir því að ég hafði farið í heims­reisu, eins og það væri eina reynsla mín frá útlönd­um. En það er alveg hægt að fara í heims­reisu og taka myndir af sér á Instagram við Burj Kalifa eða hvað sem er,” segir hann. „En þegar ég var til dæmis í Kam­bó­díu þá fór ég í fata­verk­smiðju hjá H&M og sá mann­rétt­inda­brotin þar. Tal­aði við þýska stelpu sem var með mann­rétt­inda­vakt­ina og ég hef ekki keypt vörur úr H&M síð­an, því ég er mjög með­vit­aður um hvernig þetta er. Og í Afr­íku sökkti ég mér í nýlendu­tím­ana. Það er alveg hægt að fara í gegn um lífið og vera orð­inn gam­all en vera samt ekk­ert að pæla í svona hlut­um. En ald­ur­inn segir ekki alveg allt.” 

Fólk ekki vel að sér um störf aðstoð­ar­manna

Gauti segir að á sama tíma og sam­fé­lagið kalli eftir ungum og ferskum vindum er gerð krafa á starfs­menn að þeir séu með 40 ára reynslu að baki. Það gangi ein­fald­lega ekki upp. 

„Ég varð hissa þegar ég fékk þetta boð. En svo fannst mér þetta bara nokkuð djarft, að hleypa ungu fólki inn,” segir hann. „Og ég gat eig­in­lega ekki sagt nei við því að láta rödd okkar heyr­ast.” 

Hann segir tölu­verðan mis­skiln­ings gæta varð­andi starfs­lýs­ingu aðstoð­ar­manna ráð­herra. 

„Ég held að partur af þessu sé að fólk er ekki mjög vel að sér varð­andi hlut­verk aðstoð­ar­manna ráð­herra. Umræðan er svo­lítið eins og það sé verið að ráða ráðu­neyt­is­stjóra eða eitt­hvað þannig,” segir hann. Aðstoð­ar­maður ráð­herra sé í raun trún­að­ar­maður ráð­herra og geri það sem honum er falið.

„Þetta er eina starfið sem þarf ekki að aug­lýsa opin­ber­lega sam­kvæmt lög­um. Og aðstoð­ar­maður á að starfa í þeim verk­efnum sem ráð­herra felur hon­um. Þannig að ég held að það gæti ákveð­ins mis­skiln­ing varð­andi hvað aðstoð­ar­menn eru að gera. En auð­vitað þarf maður að setja sig inn í mál sem manni er falið,” segir Gauti.

Hlustið á við­talið við Gauta í heild sinni í nýjasta þætti af Útvarpi Ísa­firði. Einnig er meðal ann­ars rætt um vatns­brask, fjölda kaffi­bolla sem æski­legt er að drekka og öryggi ferða­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None