Varð hissa þegar honum bauðst starf aðstoðarmanns

Nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa ungu fólki meiri tækifæri innan stjórnsýslunnar. Hann hætti að versla í H&M eftir heimsókn í fataverksmiðju fyrirtækisins í Kambódíu. Umræðan um ráðninguna kom ekki á óvart.

Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Auglýsing

Gauti Geirs­son er nýjasti og yngsti aðstoð­ar­maður ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ráðn­ing hans sem aðstoð­ar­mann Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra í síð­ustu viku vakti mikla athygli og þá sér­stak­lega ungur aldur hans. Gauti er 22 ára og hefur ekki veitt fjöl­miðlum við­tal um ráðn­ingu sína fyrr en nú, þegar hann hitti þau Þor­stein Más­son, Gylfa Ólafs­son og Tinnu Ólafs­dóttir í hlað­varps­þætti Kjarn­ans, Útvarp Ísa­fjörð­ur. 

Gauti bendir á að nýaf­stiðin vika hafi verið kjör­dæma­vika og hann hafi verið á þeyt­ingi víða um landið með Gunn­ari Braga, hvar síma­sam­band var víða stop­ult. En hann kemur líka inn á þá miklu umfjöllun sem ráðn­ing hans fékk í fjöl­miðl­um, mis­já­kvæða. 

Með Fram­sókn­ar­flokk­inn í blóð­inu

„Þetta var ansi mikið fjöl­miðla­fár svo ég ákvað að hvíla nafn mitt aðeins úr umræð­unni eftir vik­una. En ég er ánægður að vera kom­inn til ykk­ar,” segir Gauti. En bjóst hann við því að ráðn­ing hans myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitn­i? 

Auglýsing

„Ég átti alveg von á að ráðn­ing 22 ára drengs, eða krakka, eða hvað sem maður hefur verið kall­að­ur, krakka­skítur eða eitt­hvað, mundi vekja athygl­i,” segir Gauti og hlær. „En það var kannski meira fólkið í kring um mig, vinir og aðstand­endur sem hafa verið meira í sjokki og tekið þetta meira inn á sig.” 

Gauti er fæddur og upp­al­inn á Ísa­firði og seg­ist koma af mik­illi og gam­alli fram­sókna­rætt - sam­vinnu­fé­lags­hyggju­ætt, eins og hann orðar það. Hann hefur mik­inn áhuga á byggða­mál­um, mann­rétt­inda­málum og umhverf­is­málum og hefur stundað nám í verk­fræði í Reykja­vík und­an­farin tvö ár. Hann hefur ferð­ast tölu­vert og hefur gaman af. 

Verslar ekki í H&M eftir ferð til Kam­bó­díu

„Ég sá að það voru ein­hverjir að froðu­fella yfir því að ég hafði farið í heims­reisu, eins og það væri eina reynsla mín frá útlönd­um. En það er alveg hægt að fara í heims­reisu og taka myndir af sér á Instagram við Burj Kalifa eða hvað sem er,” segir hann. „En þegar ég var til dæmis í Kam­bó­díu þá fór ég í fata­verk­smiðju hjá H&M og sá mann­rétt­inda­brotin þar. Tal­aði við þýska stelpu sem var með mann­rétt­inda­vakt­ina og ég hef ekki keypt vörur úr H&M síð­an, því ég er mjög með­vit­aður um hvernig þetta er. Og í Afr­íku sökkti ég mér í nýlendu­tím­ana. Það er alveg hægt að fara í gegn um lífið og vera orð­inn gam­all en vera samt ekk­ert að pæla í svona hlut­um. En ald­ur­inn segir ekki alveg allt.” 

Fólk ekki vel að sér um störf aðstoð­ar­manna

Gauti segir að á sama tíma og sam­fé­lagið kalli eftir ungum og ferskum vindum er gerð krafa á starfs­menn að þeir séu með 40 ára reynslu að baki. Það gangi ein­fald­lega ekki upp. 

„Ég varð hissa þegar ég fékk þetta boð. En svo fannst mér þetta bara nokkuð djarft, að hleypa ungu fólki inn,” segir hann. „Og ég gat eig­in­lega ekki sagt nei við því að láta rödd okkar heyr­ast.” 

Hann segir tölu­verðan mis­skiln­ings gæta varð­andi starfs­lýs­ingu aðstoð­ar­manna ráð­herra. 

„Ég held að partur af þessu sé að fólk er ekki mjög vel að sér varð­andi hlut­verk aðstoð­ar­manna ráð­herra. Umræðan er svo­lítið eins og það sé verið að ráða ráðu­neyt­is­stjóra eða eitt­hvað þannig,” segir hann. Aðstoð­ar­maður ráð­herra sé í raun trún­að­ar­maður ráð­herra og geri það sem honum er falið.

„Þetta er eina starfið sem þarf ekki að aug­lýsa opin­ber­lega sam­kvæmt lög­um. Og aðstoð­ar­maður á að starfa í þeim verk­efnum sem ráð­herra felur hon­um. Þannig að ég held að það gæti ákveð­ins mis­skiln­ing varð­andi hvað aðstoð­ar­menn eru að gera. En auð­vitað þarf maður að setja sig inn í mál sem manni er falið,” segir Gauti.

Hlustið á við­talið við Gauta í heild sinni í nýjasta þætti af Útvarpi Ísa­firði. Einnig er meðal ann­ars rætt um vatns­brask, fjölda kaffi­bolla sem æski­legt er að drekka og öryggi ferða­manna.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None