Karolina Fund: Can´t Walk Away frá Herberti

Herbert
Auglýsing

Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir Ómar Örn Sverr­is­son og Frið­rik Grét­ars­son hafa þekkst frá æsku og ólust upp í Efra-Breið­holti. Þeir félag­ar hafa und­an­farin ár unnið að heim­ilda­mynd um tón­list­ar­mann­inn Her­bert Guð­munds­son. Kjarn­inn hitti þá félaga og tók tali.

„Okkur hafði lengi langað að gera eitt­hvað verk­efni saman og árið og árið 2011 var Frið­rik staddur í brúð­kaupi systur sinnar þar sem Her­bert var feng­inn til að koma fram. Her­bert og Frið­rik hitt­ust og eftir stutt spjall á­kváðu þeir að gera mynd­band við lagið Time af þá nýút­kominni plötu Tree of Life með Her­bert­son. Eftir það kom upp hug­mynd að gera heim­ild­ar­mynd um Hebba og bar Frið­rik hug­mynd­ina upp við mig,  sem sló strax til.“

„Við fórum strax í smá rann­sókn­ar­vinnu og komumst fljótt að því að það er miklu meira á bak við per­són­una Her­bert en margan grun­ar. Við erum búnir að vinna að mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert og lær­dóms­ríkt ferli allt sam­an, að standa í þessu án þess að hafa haft neitt fjár­magn til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Við ­settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og þurf­um við á ykkar stuðn­ing að halda.“

AuglýsingHvert er sjón­ar­hornið í heim­ilda­mynd­inni?

„Þetta er ferða­saga tón­list­ar­manns sem hefur mátt þola ­tölu­vert mót­læti og nán­ast alltaf verið með vind­inn í fang­ið. Hann leggur allt sitt í það sem hann er að gera og fær kannski ekki alltaf  þá við­ur­kenn­ingu sem hann á skil­ið. Á­horf­endur fá að kynn­ast fleiri hliðum á Her­berti og teljum við okkur ger­a honum góð skil. Þetta er heið­ar­leg mynd þar sem við ræðum við ýmsa þekkta ein­stak­linga sem hafa þekkt Her­bert frá upp­haf tón­list­ar­ferlis hans ásamt því að Her­bert segir sjálfur frá sögu sinni allt til nútím­ans. “

Herbert Guðmundsson.Hvaða gögn not­uðu þið við vinnslu mynd­ar­inn­ar?

„Við notum einnig efni úr gömlum tíma­rit­um, við­töl­u­m, inter­net­inu og gögnum úr einka­safni Her­berts sem er tals­vert. Einnig var eitt­hvað gramsað í safni Rúv þar sem við fundum upp­tökur af ungum Her­berti. Það hefur verið frá­bært að fylgj­ast með Her­berti og þraut­seigja hans er öðrum til­ ­fyr­ir­mynd­ar. Það var líka skemmti­legt að sjá hvað yngri kyn­slóðir kunna að meta 80's lögin hans enn þann dag í dag.“

Hverju teljið þið að tón­list Her­berts Guð­munds­sonar og ­fer­ill hans hafi breytt fyrir íslenska tón­list­ar­flóru?

„Hinn ódauð­legi smellur Can't Walk Away lifir mjög góðu líf­i og nær svo sann­ar­lega kyn­slóða á milli. Það er án efa lagið sem kom hon­um ræki­lega á kortið á sínum tíma. Hann hefur sýnt fram á það að það er vel hægt að lifa á þessu tón­list­ar­stússi. Það gerir hann með því að koma fram á skóla­böll­um, árs­há­tíðum og í heima­hús­um. Svo gefur hann út sína eigin tón­list og selur hana að mestu leiti sjálf­ur.“

„Núna erum við búnir að vinna í  mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér loks ­fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert, lær­dóms­ríkt og krefj­andi ferli, enda  staðið í þessu með­ ­fullri vinnu þar sem ekk­ert fjár­magn var til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Okkur hlakkar mik­ið til að heiðra Her­bert með þessarri mynd, hann á svo sann­ar­lega skilið að sagan hans sé sögð. Við settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að að­stoða okkur við að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og hefur söf­un­inn farið ágæt­lega af stað. Von­umst við til þess að sem flestir sjái sér fært að styðja við verk­efnið okkar svo að við komum Her­berti á hvíta tjald­ið.“

Verk­efnið má finna hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None