Karolina Fund: Can´t Walk Away frá Herberti

Herbert
Auglýsing

Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir Ómar Örn Sverr­is­son og Frið­rik Grét­ars­son hafa þekkst frá æsku og ólust upp í Efra-Breið­holti. Þeir félag­ar hafa und­an­farin ár unnið að heim­ilda­mynd um tón­list­ar­mann­inn Her­bert Guð­munds­son. Kjarn­inn hitti þá félaga og tók tali.

„Okkur hafði lengi langað að gera eitt­hvað verk­efni saman og árið og árið 2011 var Frið­rik staddur í brúð­kaupi systur sinnar þar sem Her­bert var feng­inn til að koma fram. Her­bert og Frið­rik hitt­ust og eftir stutt spjall á­kváðu þeir að gera mynd­band við lagið Time af þá nýút­kominni plötu Tree of Life með Her­bert­son. Eftir það kom upp hug­mynd að gera heim­ild­ar­mynd um Hebba og bar Frið­rik hug­mynd­ina upp við mig,  sem sló strax til.“

„Við fórum strax í smá rann­sókn­ar­vinnu og komumst fljótt að því að það er miklu meira á bak við per­són­una Her­bert en margan grun­ar. Við erum búnir að vinna að mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert og lær­dóms­ríkt ferli allt sam­an, að standa í þessu án þess að hafa haft neitt fjár­magn til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Við ­settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og þurf­um við á ykkar stuðn­ing að halda.“

AuglýsingHvert er sjón­ar­hornið í heim­ilda­mynd­inni?

„Þetta er ferða­saga tón­list­ar­manns sem hefur mátt þola ­tölu­vert mót­læti og nán­ast alltaf verið með vind­inn í fang­ið. Hann leggur allt sitt í það sem hann er að gera og fær kannski ekki alltaf  þá við­ur­kenn­ingu sem hann á skil­ið. Á­horf­endur fá að kynn­ast fleiri hliðum á Her­berti og teljum við okkur ger­a honum góð skil. Þetta er heið­ar­leg mynd þar sem við ræðum við ýmsa þekkta ein­stak­linga sem hafa þekkt Her­bert frá upp­haf tón­list­ar­ferlis hans ásamt því að Her­bert segir sjálfur frá sögu sinni allt til nútím­ans. “

Herbert Guðmundsson.Hvaða gögn not­uðu þið við vinnslu mynd­ar­inn­ar?

„Við notum einnig efni úr gömlum tíma­rit­um, við­töl­u­m, inter­net­inu og gögnum úr einka­safni Her­berts sem er tals­vert. Einnig var eitt­hvað gramsað í safni Rúv þar sem við fundum upp­tökur af ungum Her­berti. Það hefur verið frá­bært að fylgj­ast með Her­berti og þraut­seigja hans er öðrum til­ ­fyr­ir­mynd­ar. Það var líka skemmti­legt að sjá hvað yngri kyn­slóðir kunna að meta 80's lögin hans enn þann dag í dag.“

Hverju teljið þið að tón­list Her­berts Guð­munds­sonar og ­fer­ill hans hafi breytt fyrir íslenska tón­list­ar­flóru?

„Hinn ódauð­legi smellur Can't Walk Away lifir mjög góðu líf­i og nær svo sann­ar­lega kyn­slóða á milli. Það er án efa lagið sem kom hon­um ræki­lega á kortið á sínum tíma. Hann hefur sýnt fram á það að það er vel hægt að lifa á þessu tón­list­ar­stússi. Það gerir hann með því að koma fram á skóla­böll­um, árs­há­tíðum og í heima­hús­um. Svo gefur hann út sína eigin tón­list og selur hana að mestu leiti sjálf­ur.“

„Núna erum við búnir að vinna í  mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér loks ­fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert, lær­dóms­ríkt og krefj­andi ferli, enda  staðið í þessu með­ ­fullri vinnu þar sem ekk­ert fjár­magn var til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Okkur hlakkar mik­ið til að heiðra Her­bert með þessarri mynd, hann á svo sann­ar­lega skilið að sagan hans sé sögð. Við settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að að­stoða okkur við að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og hefur söf­un­inn farið ágæt­lega af stað. Von­umst við til þess að sem flestir sjái sér fært að styðja við verk­efnið okkar svo að við komum Her­berti á hvíta tjald­ið.“

Verk­efnið má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None