Karolina Fund: Can´t Walk Away frá Herberti

Herbert
Auglýsing

Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir Ómar Örn Sverr­is­son og Frið­rik Grét­ars­son hafa þekkst frá æsku og ólust upp í Efra-Breið­holti. Þeir félag­ar hafa und­an­farin ár unnið að heim­ilda­mynd um tón­list­ar­mann­inn Her­bert Guð­munds­son. Kjarn­inn hitti þá félaga og tók tali.

„Okkur hafði lengi langað að gera eitt­hvað verk­efni saman og árið og árið 2011 var Frið­rik staddur í brúð­kaupi systur sinnar þar sem Her­bert var feng­inn til að koma fram. Her­bert og Frið­rik hitt­ust og eftir stutt spjall á­kváðu þeir að gera mynd­band við lagið Time af þá nýút­kominni plötu Tree of Life með Her­bert­son. Eftir það kom upp hug­mynd að gera heim­ild­ar­mynd um Hebba og bar Frið­rik hug­mynd­ina upp við mig,  sem sló strax til.“

„Við fórum strax í smá rann­sókn­ar­vinnu og komumst fljótt að því að það er miklu meira á bak við per­són­una Her­bert en margan grun­ar. Við erum búnir að vinna að mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert og lær­dóms­ríkt ferli allt sam­an, að standa í þessu án þess að hafa haft neitt fjár­magn til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Við ­settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og þurf­um við á ykkar stuðn­ing að halda.“

AuglýsingHvert er sjón­ar­hornið í heim­ilda­mynd­inni?

„Þetta er ferða­saga tón­list­ar­manns sem hefur mátt þola ­tölu­vert mót­læti og nán­ast alltaf verið með vind­inn í fang­ið. Hann leggur allt sitt í það sem hann er að gera og fær kannski ekki alltaf  þá við­ur­kenn­ingu sem hann á skil­ið. Á­horf­endur fá að kynn­ast fleiri hliðum á Her­berti og teljum við okkur ger­a honum góð skil. Þetta er heið­ar­leg mynd þar sem við ræðum við ýmsa þekkta ein­stak­linga sem hafa þekkt Her­bert frá upp­haf tón­list­ar­ferlis hans ásamt því að Her­bert segir sjálfur frá sögu sinni allt til nútím­ans. “

Herbert Guðmundsson.Hvaða gögn not­uðu þið við vinnslu mynd­ar­inn­ar?

„Við notum einnig efni úr gömlum tíma­rit­um, við­töl­u­m, inter­net­inu og gögnum úr einka­safni Her­berts sem er tals­vert. Einnig var eitt­hvað gramsað í safni Rúv þar sem við fundum upp­tökur af ungum Her­berti. Það hefur verið frá­bært að fylgj­ast með Her­berti og þraut­seigja hans er öðrum til­ ­fyr­ir­mynd­ar. Það var líka skemmti­legt að sjá hvað yngri kyn­slóðir kunna að meta 80's lögin hans enn þann dag í dag.“

Hverju teljið þið að tón­list Her­berts Guð­munds­sonar og ­fer­ill hans hafi breytt fyrir íslenska tón­list­ar­flóru?

„Hinn ódauð­legi smellur Can't Walk Away lifir mjög góðu líf­i og nær svo sann­ar­lega kyn­slóða á milli. Það er án efa lagið sem kom hon­um ræki­lega á kortið á sínum tíma. Hann hefur sýnt fram á það að það er vel hægt að lifa á þessu tón­list­ar­stússi. Það gerir hann með því að koma fram á skóla­böll­um, árs­há­tíðum og í heima­hús­um. Svo gefur hann út sína eigin tón­list og selur hana að mestu leiti sjálf­ur.“

„Núna erum við búnir að vinna í  mynd­inni í 5 ár með hléum en nú sér loks ­fyrir end­ann á henni. Þetta hefur verið mjög áhuga­vert, lær­dóms­ríkt og krefj­andi ferli, enda  staðið í þessu með­ ­fullri vinnu þar sem ekk­ert fjár­magn var til verk­efn­is­ins. Nú er þetta allt að smella saman og stefnum við á að sýna hana með haustinu. Okkur hlakkar mik­ið til að heiðra Her­bert með þessarri mynd, hann á svo sann­ar­lega skilið að sagan hans sé sögð. Við settum af stað söfnun á Karol­ina Fund til að að­stoða okkur við að fjár­magna eft­ir­vinnsl­una og hefur söf­un­inn farið ágæt­lega af stað. Von­umst við til þess að sem flestir sjái sér fært að styðja við verk­efnið okkar svo að við komum Her­berti á hvíta tjald­ið.“

Verk­efnið má finna hér.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None