Karolina Fund: Ákvað að kýla á sólóplötu

jóhann ásmundsson
Auglýsing

Jóhann Ásmunds­son, bassa­leik­ari Mezzof­or­te, er að vinna að fjár­mögnun sóló­plötu með alþjóð­legum hóp með­spil­ara á Karol­ina Fund. Fimmtán ár eru síðan hann gaf út sína fyrstu sóló­plötu So Low. Kjarn­inn hitti Jóhann og tók hann tali.

Hvenær byrj­aðir þú í tón­list?

„Ég byrj­aði frekar ungur í tón­list, ekki á bassa, ég spil­aði á blokk­flautu til að byrja með, sem krakki og var að læra á flautu og flautur alveg þangað til ég var kom­inn á 13 árið mitt. Það lá fyrir mér að verða flautuleik­ari og þá var ég svo hepp­inn að afi minn og amma í Borg­ar­nesi sem eru reyndar bæði far­in, þau gáfu mér bassa, fyrsta bass­ann minn. Það var bróðir hans pabba, frændi minn sem hvatti þau, af því að ég var áhuga­samur um mús­ík. Ég tengdi strax við þetta hljóð­færi og eftir það var ekki aftur snú­ið. Þó ég hefði nót­urnar úr flautuleiknum þá gleymdi ég því bara þegar ég fór að spila á bass­ann því ég var að hlusta á lög og pikka upp og lærði á bass­ann þannig. Seinna þá rifj­aði ég upp nót­urn­ar. Bass­inn kemur mjög frá hjart­anu, mér fannst gaman að spila á bass­ann og svo ágerð­ist það.“

Auglýsing

Þú minn­ist á það að vera búinn að vera í Mezzof­orte frá unga aldri, er eitt­hvað búið að vera á tak­teinum hjá ykkur und­an­far­ið?

„Ég var 15 ára gam­all þegar við byrjum að spila saman árið 1976. Ég var með Gulla Briem í Rétt­ar­holts­skóla, og Eyþór Gunn­ars­son og Frið­rik Karls­son voru saman í Vörðu­skóla. Við kynnt­umst eig­in­lega þegar við vorum að þvæl­ast í hljóð­færa­versl­un­um. Fórum svo að finna okkur æfinga­pláss og byrj­uðum að spila sam­an. Seinna fórum við að spila svona instru­mental tón­list eins og Mezzof­orte og stofnum hljóm­sveit­ina ári síð­ar, sem þýðir að á næsta ári erum við að halda upp á 40 ára afmæli hljóm­sveit­ar­inn­ar. Því verður aldeilis fagnað með pompi og prakt með stór­tón­leikum í Hörpu­.“ 



Þetta er ekki þín fyrsta plötu­út­gáfa, segðu mér aðeins frá So Low.

„Árið 2001 gaf ég út plöt­una So Low, það var mín fyrsta sóló­plata. Í upp­hafi Mezzof­orte tím­ans þá samdi ég svo­lítið sjálfur og með öðr­um. Svo leið ein­hver tími þar sem ég sinnti því lít­ið, en svo kom það aftur til mín að fara að semja og það komu til mín nokkur lög á Mezzof­orte plötu og ég samdi meira en fór inn hjá Mezzof­or­te. Ég þurfti lengi að hugsa mig um hvort ég gæti gert heila plötu sjálfur og svo bara einn dag­inn var ég kom­inn með nógu mikið efni til að geta gefið út disk. Svo er það Ási sonur minn sem hvatti mig að drífa í að gefa út disk og ég ákvað að kýla á það.“ 

Hvernig tón­list er að finna á þess­ari plöt­u? 

„Þetta er instru­mental að mestu leyti, þetta er ekki ólík tón­list og Mezzof­or­te, það sem kall­ast Fusion Music, þ.e. bræðslumús­ík. Þarna er að finna rokk, lat­ín, smooth jazz og funk.“



Eru ein­hverjir fleiri sem koma að plöt­unni? 

„Ég kynnst mikið af tón­list­ar­fólki í gegnum tíð­ina, bæði sem hafa spilað með Mezzof­orte og svona öðrum sem ég hef spilað með á öðrum vett­vangi og hef kynnst og eru tón­list­ar­menn sem að ég held mikið upp á. Johan Oijen Gít­ar­leik­ari og Jónas Wall saxa­fón­leik­ari sem að spilar með Mezzof­orte í dag. Andr­eas Andr­e­as­son einnig saxa­fón­leik­ari frá Stokk­hólmi, þýskur gít­ar­leikar sem hefur einnig spilað með Mezzof­or­te, Bruno Muell­er, annar sænskur gít­ar­leik­ari sem heitir Staffan William Olson mun spila á plöt­unni, norskur trommu­leik­ari sem heitir Ruben Dalen, Ásmundur sonur minn einnig á trommur og margir fleiri góð­ir.“

„Öll platan er tekin upp í Stúdíó Paradís, en það er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem við stofn­uðum árið 2012, ég og Sig­rún konan mín og börnin okk­ar. Upp­haf­lega kemur nafnið Para­dís frá Pétri Krist­jáns­syni, bróður Sig­rún­ar. Hann var í hljóm­sveit­inni Para­dís og þaðan kemur nafnið Para­dís á snyrti­stof­una hennar Sig­rúnar og svo nafnið á stúd­íó­ið. Partur af verk­efn­inu er svo disk­ur­inn So Low sem hefur verið upp­seldur í langan tíma og við erum að end­ur­út­gefa hann um leið.“

„Það sem mér finnst skemmti­leg­ast er að spila með öðrum og það sem við höfum í Mezzof­orte er alveg ein­stak. Við tengj­umst svo vel mús­ík­lega og það er alveg æðis­legt þegar það ger­ist. Það er líka það sem mynd­ast á milli tón­list­ar­manna, dínamíkin sem er það sem er áhuga­verð­ast í tón­list.“

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None