Karolina Fund: Ákvað að kýla á sólóplötu

jóhann ásmundsson
Auglýsing

Jóhann Ásmunds­son, bassa­leik­ari Mezzof­or­te, er að vinna að fjár­mögnun sóló­plötu með alþjóð­legum hóp með­spil­ara á Karol­ina Fund. Fimmtán ár eru síðan hann gaf út sína fyrstu sóló­plötu So Low. Kjarn­inn hitti Jóhann og tók hann tali.

Hvenær byrj­aðir þú í tón­list?

„Ég byrj­aði frekar ungur í tón­list, ekki á bassa, ég spil­aði á blokk­flautu til að byrja með, sem krakki og var að læra á flautu og flautur alveg þangað til ég var kom­inn á 13 árið mitt. Það lá fyrir mér að verða flautuleik­ari og þá var ég svo hepp­inn að afi minn og amma í Borg­ar­nesi sem eru reyndar bæði far­in, þau gáfu mér bassa, fyrsta bass­ann minn. Það var bróðir hans pabba, frændi minn sem hvatti þau, af því að ég var áhuga­samur um mús­ík. Ég tengdi strax við þetta hljóð­færi og eftir það var ekki aftur snú­ið. Þó ég hefði nót­urnar úr flautuleiknum þá gleymdi ég því bara þegar ég fór að spila á bass­ann því ég var að hlusta á lög og pikka upp og lærði á bass­ann þannig. Seinna þá rifj­aði ég upp nót­urn­ar. Bass­inn kemur mjög frá hjart­anu, mér fannst gaman að spila á bass­ann og svo ágerð­ist það.“

Auglýsing

Þú minn­ist á það að vera búinn að vera í Mezzof­orte frá unga aldri, er eitt­hvað búið að vera á tak­teinum hjá ykkur und­an­far­ið?

„Ég var 15 ára gam­all þegar við byrjum að spila saman árið 1976. Ég var með Gulla Briem í Rétt­ar­holts­skóla, og Eyþór Gunn­ars­son og Frið­rik Karls­son voru saman í Vörðu­skóla. Við kynnt­umst eig­in­lega þegar við vorum að þvæl­ast í hljóð­færa­versl­un­um. Fórum svo að finna okkur æfinga­pláss og byrj­uðum að spila sam­an. Seinna fórum við að spila svona instru­mental tón­list eins og Mezzof­orte og stofnum hljóm­sveit­ina ári síð­ar, sem þýðir að á næsta ári erum við að halda upp á 40 ára afmæli hljóm­sveit­ar­inn­ar. Því verður aldeilis fagnað með pompi og prakt með stór­tón­leikum í Hörpu­.“ Þetta er ekki þín fyrsta plötu­út­gáfa, segðu mér aðeins frá So Low.

„Árið 2001 gaf ég út plöt­una So Low, það var mín fyrsta sóló­plata. Í upp­hafi Mezzof­orte tím­ans þá samdi ég svo­lítið sjálfur og með öðr­um. Svo leið ein­hver tími þar sem ég sinnti því lít­ið, en svo kom það aftur til mín að fara að semja og það komu til mín nokkur lög á Mezzof­orte plötu og ég samdi meira en fór inn hjá Mezzof­or­te. Ég þurfti lengi að hugsa mig um hvort ég gæti gert heila plötu sjálfur og svo bara einn dag­inn var ég kom­inn með nógu mikið efni til að geta gefið út disk. Svo er það Ási sonur minn sem hvatti mig að drífa í að gefa út disk og ég ákvað að kýla á það.“ 

Hvernig tón­list er að finna á þess­ari plöt­u? 

„Þetta er instru­mental að mestu leyti, þetta er ekki ólík tón­list og Mezzof­or­te, það sem kall­ast Fusion Music, þ.e. bræðslumús­ík. Þarna er að finna rokk, lat­ín, smooth jazz og funk.“Eru ein­hverjir fleiri sem koma að plöt­unni? 

„Ég kynnst mikið af tón­list­ar­fólki í gegnum tíð­ina, bæði sem hafa spilað með Mezzof­orte og svona öðrum sem ég hef spilað með á öðrum vett­vangi og hef kynnst og eru tón­list­ar­menn sem að ég held mikið upp á. Johan Oijen Gít­ar­leik­ari og Jónas Wall saxa­fón­leik­ari sem að spilar með Mezzof­orte í dag. Andr­eas Andr­e­as­son einnig saxa­fón­leik­ari frá Stokk­hólmi, þýskur gít­ar­leikar sem hefur einnig spilað með Mezzof­or­te, Bruno Muell­er, annar sænskur gít­ar­leik­ari sem heitir Staffan William Olson mun spila á plöt­unni, norskur trommu­leik­ari sem heitir Ruben Dalen, Ásmundur sonur minn einnig á trommur og margir fleiri góð­ir.“

„Öll platan er tekin upp í Stúdíó Paradís, en það er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem við stofn­uðum árið 2012, ég og Sig­rún konan mín og börnin okk­ar. Upp­haf­lega kemur nafnið Para­dís frá Pétri Krist­jáns­syni, bróður Sig­rún­ar. Hann var í hljóm­sveit­inni Para­dís og þaðan kemur nafnið Para­dís á snyrti­stof­una hennar Sig­rúnar og svo nafnið á stúd­íó­ið. Partur af verk­efn­inu er svo disk­ur­inn So Low sem hefur verið upp­seldur í langan tíma og við erum að end­ur­út­gefa hann um leið.“

„Það sem mér finnst skemmti­leg­ast er að spila með öðrum og það sem við höfum í Mezzof­orte er alveg ein­stak. Við tengj­umst svo vel mús­ík­lega og það er alveg æðis­legt þegar það ger­ist. Það er líka það sem mynd­ast á milli tón­list­ar­manna, dínamíkin sem er það sem er áhuga­verð­ast í tón­list.“

Verk­efnið er að finna hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None