Karolina Fund: Ákvað að kýla á sólóplötu

jóhann ásmundsson
Auglýsing

Jóhann Ásmunds­son, bassa­leik­ari Mezzof­or­te, er að vinna að fjár­mögnun sóló­plötu með alþjóð­legum hóp með­spil­ara á Karol­ina Fund. Fimmtán ár eru síðan hann gaf út sína fyrstu sóló­plötu So Low. Kjarn­inn hitti Jóhann og tók hann tali.

Hvenær byrj­aðir þú í tón­list?

„Ég byrj­aði frekar ungur í tón­list, ekki á bassa, ég spil­aði á blokk­flautu til að byrja með, sem krakki og var að læra á flautu og flautur alveg þangað til ég var kom­inn á 13 árið mitt. Það lá fyrir mér að verða flautuleik­ari og þá var ég svo hepp­inn að afi minn og amma í Borg­ar­nesi sem eru reyndar bæði far­in, þau gáfu mér bassa, fyrsta bass­ann minn. Það var bróðir hans pabba, frændi minn sem hvatti þau, af því að ég var áhuga­samur um mús­ík. Ég tengdi strax við þetta hljóð­færi og eftir það var ekki aftur snú­ið. Þó ég hefði nót­urnar úr flautuleiknum þá gleymdi ég því bara þegar ég fór að spila á bass­ann því ég var að hlusta á lög og pikka upp og lærði á bass­ann þannig. Seinna þá rifj­aði ég upp nót­urn­ar. Bass­inn kemur mjög frá hjart­anu, mér fannst gaman að spila á bass­ann og svo ágerð­ist það.“

Auglýsing

Þú minn­ist á það að vera búinn að vera í Mezzof­orte frá unga aldri, er eitt­hvað búið að vera á tak­teinum hjá ykkur und­an­far­ið?

„Ég var 15 ára gam­all þegar við byrjum að spila saman árið 1976. Ég var með Gulla Briem í Rétt­ar­holts­skóla, og Eyþór Gunn­ars­son og Frið­rik Karls­son voru saman í Vörðu­skóla. Við kynnt­umst eig­in­lega þegar við vorum að þvæl­ast í hljóð­færa­versl­un­um. Fórum svo að finna okkur æfinga­pláss og byrj­uðum að spila sam­an. Seinna fórum við að spila svona instru­mental tón­list eins og Mezzof­orte og stofnum hljóm­sveit­ina ári síð­ar, sem þýðir að á næsta ári erum við að halda upp á 40 ára afmæli hljóm­sveit­ar­inn­ar. Því verður aldeilis fagnað með pompi og prakt með stór­tón­leikum í Hörpu­.“ Þetta er ekki þín fyrsta plötu­út­gáfa, segðu mér aðeins frá So Low.

„Árið 2001 gaf ég út plöt­una So Low, það var mín fyrsta sóló­plata. Í upp­hafi Mezzof­orte tím­ans þá samdi ég svo­lítið sjálfur og með öðr­um. Svo leið ein­hver tími þar sem ég sinnti því lít­ið, en svo kom það aftur til mín að fara að semja og það komu til mín nokkur lög á Mezzof­orte plötu og ég samdi meira en fór inn hjá Mezzof­or­te. Ég þurfti lengi að hugsa mig um hvort ég gæti gert heila plötu sjálfur og svo bara einn dag­inn var ég kom­inn með nógu mikið efni til að geta gefið út disk. Svo er það Ási sonur minn sem hvatti mig að drífa í að gefa út disk og ég ákvað að kýla á það.“ 

Hvernig tón­list er að finna á þess­ari plöt­u? 

„Þetta er instru­mental að mestu leyti, þetta er ekki ólík tón­list og Mezzof­or­te, það sem kall­ast Fusion Music, þ.e. bræðslumús­ík. Þarna er að finna rokk, lat­ín, smooth jazz og funk.“Eru ein­hverjir fleiri sem koma að plöt­unni? 

„Ég kynnst mikið af tón­list­ar­fólki í gegnum tíð­ina, bæði sem hafa spilað með Mezzof­orte og svona öðrum sem ég hef spilað með á öðrum vett­vangi og hef kynnst og eru tón­list­ar­menn sem að ég held mikið upp á. Johan Oijen Gít­ar­leik­ari og Jónas Wall saxa­fón­leik­ari sem að spilar með Mezzof­orte í dag. Andr­eas Andr­e­as­son einnig saxa­fón­leik­ari frá Stokk­hólmi, þýskur gít­ar­leikar sem hefur einnig spilað með Mezzof­or­te, Bruno Muell­er, annar sænskur gít­ar­leik­ari sem heitir Staffan William Olson mun spila á plöt­unni, norskur trommu­leik­ari sem heitir Ruben Dalen, Ásmundur sonur minn einnig á trommur og margir fleiri góð­ir.“

„Öll platan er tekin upp í Stúdíó Paradís, en það er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem við stofn­uðum árið 2012, ég og Sig­rún konan mín og börnin okk­ar. Upp­haf­lega kemur nafnið Para­dís frá Pétri Krist­jáns­syni, bróður Sig­rún­ar. Hann var í hljóm­sveit­inni Para­dís og þaðan kemur nafnið Para­dís á snyrti­stof­una hennar Sig­rúnar og svo nafnið á stúd­íó­ið. Partur af verk­efn­inu er svo disk­ur­inn So Low sem hefur verið upp­seldur í langan tíma og við erum að end­ur­út­gefa hann um leið.“

„Það sem mér finnst skemmti­leg­ast er að spila með öðrum og það sem við höfum í Mezzof­orte er alveg ein­stak. Við tengj­umst svo vel mús­ík­lega og það er alveg æðis­legt þegar það ger­ist. Það er líka það sem mynd­ast á milli tón­list­ar­manna, dínamíkin sem er það sem er áhuga­verð­ast í tón­list.“

Verk­efnið er að finna hér.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None