Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir tónleikaröð á föstudögum í vor. Næstu tónleikar verða í Hörpu í kvöld, 1. apríl, þar sem þemað er hafið og tengsl mannsins við það. Í tilefni af því framleiddi hljómsveitin þetta myndband þar sem Margrét Bjarnadóttir og Haraldur Jónsson skrifast á um hafið.
Fjallað var ítarlega um Sinfóníuhljómsveit Íslands í þættinum Þukl í Hlaðvarpi Kjarnans á dögunum. Þar var kafað í rætur þessa tónlistarforms, upphaf sinfóníuhljómsveita og hvernig klassískt tónlist lifir enn góðu lífi í dag þrátt fyrir vinsældir popptónlistar. Hægt er að hlusta á þættina þrjá hér, hér og hér.
Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru Jeux d'eau eftir Maurice Ravel, Toward the Sea eftir Toru Takemitsu og La mer eftir Claude Debussy. Stjórnandi tónleikanna í föstudagsröðinni er Daníel Bjarnason, tónskáld.