Það er pólitískt val að halda hugvitsiðnaði á Íslandi

Nox Medical hagnast á því að greina svefn. Og það er mjög arðbært. Fyrirtækið sér tugum vel menntaðra Íslendinga fyrir atvinnu og skilar miklum gjaldeyristekjum. Og þótt það vilji byggjast áfram upp hér þá er það ekki víst að fyrirtækið geti það.

Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Auglýsing

Er svefn arð­væn­leg­ur? Já, hann getur heldur betur verið það. Eða rétt­ara sagt þá getur verið mjög arð­væn­legt að greina hann til að bæta lífs­gæði fólks. Það gerir íslenska hug­vits­fyr­ir­tækið Nox Med­ical. Eftir að hafa verið stofnað upp úr þró­un­ar­deild land­flótta fyr­ir­tækis fyrir tæpum ára­tug þá hefur það skilað hagn­aði frá því að fyrsta vara þess var sett á mark­að. Velt­an hefur tífald­ast frá árinu 2011 og í fyrra nam fjár­fest­ing í rann­sóknum og þró­un um 300 millj­ónum króna, eða um fimmt­ungi af veltu Nox Med­ical.

Pétur Már Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, segir sam­t ­sem áður að það blasi við að Ísland sé ekki sam­keppn­is­hæft eins og er þeg­ar kemur að upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja eins og Nox Med­ical. Hvat­arnir og tæki­færin séu ein­fald­lega meiri ann­ars stað­ar. Það þurfi þó ekki að vera þannig. Ákvörð­un­in sé ein­fald­lega póli­tísk og snú­ist um vilja. Hvernig atvinnu­líf og sam­fé­lag viljum við byggja upp á Íslandi?

Sprottið upp úr Flögu

Nox Med­ical er sprottið uppúr öðru frægu íslensku fyr­ir­tæki, Flög­u.  Flaga var stofnuð árið 1993 út frá hug­mynd Helga Krist­bjarn­ar­son­ar, læknis á Kar­ólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, sem hafði helgað sig svefn­rann­sókn­um. Á þeim tíma voru all­ar svefn­rann­sóknir gerðar með síritum sem skrif­uðu út papp­írs­lengj­ur. Afrakst­ur einnar nætur var um 800 blað­síður af papp­ír, sem rann­sak­endur þurftu svo að fletta í gegnum og merkja inn við­eig­andi atvik og grein­ingar á svefni.

Helgi vildi hins vegar fram­kvæma þessar rann­sóknir með­ ­tölv­um. Hann safn­aði hópi af verk­fræð­ingum í kringum eld­hús­borðið heima hjá sér­ og hófst handa.

Auglýsing

Flögu óx fiskur um hrygg og varð stórt fyr­ir­tæki í sín­um ­geira, og ekki síður á íslenskan mæli­kvarða. Þegar sem mest var, árið 2005, ­störf­uðu um 130 manns hjá fyr­ir­tæk­inu hér á landi. Blikur voru hins vegar á lofti á þeim tíma. Helgi hafði dregið sig út úr rekstr­inum vegna veik­inda nokkrum árum áður og nýr for­stjóri var ráð­inn innan úr íslenska banka­kerf­in­u. ­Rekst­ur­inn hafði heldur ekki verið mjög ábata­samur og var fyrst og síð­ast knú­inn áfram af nýju hlutafé frá banda­ríska fyr­ir­tæk­inu ResMed. Aðrir sem komu að fyr­ir­tæk­inu sem hlut­hafar vor­u þá stærsti banki lands­ins Kaup­þing, Bogi Páls­son kenndur við Toyota og Bakka­var­ar­bræð­urn­ir Lýður og Ágúst Guð­munds­son. Flaga réðst á þessum tíma í skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að, fór í skuld­setta yfir­töku á keppi­naut í Banda­ríkj­unum fyr­ir­ tugi millj­óna dala og á árinu 2005 var kom­inn inn banda­rískur for­stjóri sem vildi fara í algjöra upp­stokkun á rekstr­in­um. Honum þótti glóru­laust að ­fyr­ir­tæki eins og Flaga, sem væri leið­andi á sínu sviði í alþjóð­legum geira, væri rekið á úthjara ver­ald­ar, Íslandi.

Á þessum tíma var íslenska krónan orðin mjög sterk og laun hér­lendis almennt hærri en gerð­ist víða ann­ars staðar í heim­in­um. Það varð því úr að stór hluti starf­semi Flögu var flutt til Kana­da, þar sem voru til stað­ar­ skattaí­viln­anir fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vildu stunda rann­sóknir og þró­un á nýjum vör­um. Á mjög skömmum tíma fækk­aði störfum hjá Flögu á Íslandi úr um 100 ­niður í ekki neitt. Fyr­ir­tækið var í reynd flutt úr landi.

Bankar sugu til sín verk­fræð­inga

Á þessum tíma, síðla árs 2005, sugu íslensku bank­arnir til­ sín hæfi­leika­fólk með allskyns sér­hæf­ingu. Þeir voru sér­stak­lega sólgnir í verk­fræð­inga sem nýtt­ust bönk­unum meðal ann­ars afar vel í gerð flók­inna af­leiðu­við­skipta. Margir verk­fræð­ing­anna sem starfað höfðu hjá Flögu hefð­u ­getað farið þessa leið og tvö­faldað launin sín.

Nox framleiddi til að byrja með vörur sem ætlaðar voru einvörðungu fyrir börn. MYND: Noxmedical.comSjö úr hópn­um, undir for­ystu Svein­bjarnar Hösk­ulds­son­ar, ­fyrrum þró­un­ar­stjóra Flögu, ákváðu að gera það ekki. Hóp­ur­inn setti þess í stað á fót fyr­ir­tækið Nox Med­ical til að þróa næstu kyn­slóð þeirra vara sem not­aðar höfð­u verið til að greina svefn og svefn­trufl­an­ir.

Nox Med­ical hóf starf­semi árið 2006. Fyrstu árin voru far­in á sultar­ól­inni. Frum­kvöðl­arnir sem að fyr­ir­tæk­inu stóðu greiddu sér lítil sem engin laun og fjár­fest­arnir voru fyrst og síð­ast nán­ustu vanda­menn. Þeir lögð­u til 45 millj­ónir króna og Tækni­þró­un­ar­sjóður veitti 30 millj­ónir króna í önd­veg­is­styrk. Þessi fjár­mögnun dug­aði til að koma fyr­ir­tæk­inu á legg. Og fjár­fest­ingin hefur skilað sér marg­falt til baka.

Duttu í lukku­pott­inn

Fyrsta vara Nox Med­ical, sem hét Nox-T3, kom á markað í byrjun árs 2009. Áður en það gerð­ist hafði fyr­ir­tækið gert stór­an dreif­ing­ar­samn­ing við fyr­ir­tæki sem heitir CareFusion. Það var á þeim tíma ­skráð á banda­rískan hluta­bréfa­markað og var nýverið selt fyrir tólf millj­arða dala. Samn­ing­ur­inn gekk út á að CareFusion myndi dreifa öllum fram­leiðslu­vöru­m Nox Med­ical á alla mark­aði. Samn­ing­ur­inn var því sann­kall­aður lukku­pott­ur.

Og hann gerði það að verkum að Nox Med­ical skil­að­i ­rekstr­ar­hagn­aði fyrsta árið eftir að fyrsta varan var komin á mark­að. Velta ­fyr­ir­tæk­is­ins var þá strax komin upp í á annað hund­rað millj­ónir króna. Þannig hélst hún næstu þrjú árin og árleg arð­semi var á bil­inu 15-20 pró­sent. Þótt Nox ­Med­ical væri ekki að stækka þá var rekst­ur­inn í afar góðu standi.

Innan fyr­ir­tæk­is­ins var samt vilji til að sækja meira fram og þróa fleiri vör­ur. Eftir nokkurn tíma var það mat for­svars­manna Nox Med­ical að CareFusion væri ekki að efna að öllu leyti sín samn­ings­bundnu lof­orð. Úr varð að samn­ing­unum var sagt upp og Nox Med­ical samdi þess í stað við við ResMed, fyrrum sam­starfs­að­ila Flögu, sem vildi fara að kaupa fram­sækn­ari svefn­rann­sókn­ar­vörur en þær sem Flaga gat boðið upp á. Og hófst þá mikið og hratt stækk­un­ar­ferli. Teymið var stækk­að, vörum fjölgað og Nox Med­ical varð kjarna­fram­leið­andi á svefn­rann­sókn­ar­vörum fyrir ResMed-dreifi­kerf­ið.

Þessi vöxtur var ekki fjár­magn­aður með stór­tækum lán­tök­um eða stórum hluta­fjár­aukn­ing­um. Hann var fjár­magn­aður með veltufé frá rekstr­in­um. ­Byggður upp á eigin reikn­ing. Og Nox Med­ical fór frá því að vera sjö manna teymi með aðstöðu innan veggja Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar­innar í Kelda­holti árið 2006 í að vera fyr­ir­tæki með tugi vel mennt­aðra og eft­ir­sókn­ar­verðra starfs­manna nokkrum árum síð­ar.

Veltan tífald­að­ist á skömmum tíma

Pétur Már Hall­dórs­son er fram­kvæmda­stjóri Nox Med­ical. Hann seg­ir að skipta megi sögu fyr­ir­tæk­is­ins upp í þrjú tíma­bil. Það fyrsta, árin 2007 til­ 2008 átti sér stað vöru­þró­un. Næstu þrjú hófst tekju­öflun með sölu á vörum og ­stöð­ug­leika var náð. Frá árinu 2012 hefur átt sér stað „grimmur og bratt­ur ­vaxta­fer­ill,“ eins og og Pétur kallar hann. „Fyr­ir­tækið hefur tífaldað velt­u sína á þessu tíma­bili. Það velti um milljón evrum árið 2011 en velti í fyrra nærri tíu millj­ónum evra. Við erum orðin pínu­lítil stór­iðja í sam­heng­i hlut­anna. Veltan í íslenskum krónum í fyrra er á bil­inu 1.500 til 1.600 millj­ónir króna.. Við erum samt hvergi hætt. Við erum rétt að byrja. Það eru ­mikil vaxta­tæki­færi í þessum svefn­bransa. Svefn­grein­ing á erindi víða.“

Pétur Már Halldórsson er framkvæmdastjóri Nox Medical.Hug­mynda­fræðin sem Pétur vinnur með er að þau þrjú atrið­i ­sem skipti mestu máli varð­andi vellíðan séu hreyf­ing, nær­ing og svefn. Ef eitt þess­arra atriða er ekki í lagi, þá erum við ekki í lagi. Vit­und um að þess­ir ­þrír þættir séu sam­hang­andi er alltaf að aukast og í því fel­ast tæki­færin fyr­ir­ Nox Med­ical, sem er á meðal fremstu fyr­ir­tækja í heimi í fram­leiðslu, ­rann­sóknum og þróun á svefn­grein­ing­ar­tækj­um. Að sögn Pét­urs getur þessi vöxt­ur allur átt sér stað hér á Íslandi. Hann getur það, en til þess þarf umhverf­i ­fyr­ir­tækja á borð við Nox Med­ical að verða sam­keppn­is­hæf­ara við það sem ger­ist ann­ars staðar í heim­in­um.

Ekki flókið reikn­ings­dæmi

Hann vill byrja á því að telja til það sem vel er gert. Þar ­skiptir mestu að fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs hafa verið stór­efld. Það skipt­i lyk­il­máli til þess að þeir sem hafi fram­sæknar hug­myndir um fram­sæk­in ­fyr­ir­tæki fari yfir höfuð af stað. Síðan nefnir hann þá ákvörðun stjórn­valda á síð­asta kjör­tíma­bili að hefja end­ur­greiðslu til þeirra sem eyða í rann­sóknir og ­þró­un.

„Á upp­hafs­metr­unum skipti þessi end­ur­greiðsla og styrkirnir frá­ ­Tækni­þró­un­ar­sjóði öllu fyrir Nox Med­ical. Nú er lög­gjöfin þannig að það sem þú fjár­festir í rann­sókn og þróun fyrir allt að 100 millj­ónir króna þá end­ur­greiðir ríkið allt að 20 pró­sent til baka. Í til­felli Nox Med­ical erum við farin að fjár­festa fyrir 300 millj­ónir króna á ári.“

Fyr­ir­tækið er því komið langt umfram end­ur­greiðslu­há­markið og engin end­ur­greiðsla fæst af tveimur þriðja hluta þess sem Nox Med­ical eyð­ir í að rann­saka og þróa nýjar vör­ur, og þar með stækka umfang rekst­urs síns. ­Pétur segir þetta eðli­lega ekki vera hvetj­andi til að eyða svona stórum hluta af veltu sinni, um fimmt­ungi, í rann­sóknir og þróun sem skili engri ­skamm­tímaarð­semi. Ef Nox Med­ical væri stað­sett til dæmis í Ástr­al­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­festi, væri end­ur­greiðslan 45 pró­sent af öllu sem eytt væri í rann­sóknir og þróun og hámarks­greiðslur eru bundnar við tekj­ur, ekki fasta upp­hæð.

„Hvar er þá skyn­sam­legt fyrir okkur að fara í upp­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­dæmið ekki held­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­sam­ara og hag­kvæmara fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­sem­inn­ar, rann­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæmis Ástr­al­íu.“

Það eru ekki bara fyr­ir­tæki í svefn­geir­anum sem hafa marg­ít­rekað bent á þessa skertu sam­keppn­is­hæfni Íslands við að halda stórum hluta af starf­semi hug­vits­fyr­ir­tækja, sem skapa mörg vel launuð og skap­and­i ­störf, á Íslandi. Þetta er mál­flutn­ingur sem hefur til að mynda oft heyrst varð­andi Össur og CCP, tvö af flagg­skipum íslensks hug­vits­iðn­að­ar.

Tak­mörk fyrir því sem hægt er að gera hér

Pétur segir að langstærsti hluti starfs­manna Nox Med­ical séu verk­fræð­ing­ar, um 90 pró­sent af þeim á fimmta tug starfs­manna sem vinna hjá ­fyr­ir­tæk­inu. Þetta er raf­magns­verk­fræð­ing­ar, hug­bún­að­ar­verk­fræð­ing­ar, heil­brigð­is­verk­fræð­ing­ar. „Það er eng­inn sem stekkur hér inn full­mót­aður á band­ið,“ segir Pét­ur.

Nox Med­ical er því að skapa dýr og vel borg­uð ­sér­fræð­inga­störf á Íslandi og selja vöru sem byggir á íslensku hug­viti fyrir á annan millj­arð króna á ári fyrir gjald­eyri. En Pétur segir að sá tími get­i kom­ið, og sé í raun ekki fjarri miðað við hvernig aðstæður eru, að það verð­i erfitt að manna fyr­ir­tækið hér­lend­is. „Það eru tak­mörk fyrir því hvað við erum ­með mikið af fólki sem er með reynslu á þessu sviði. Sá pottur er eig­in­lega ­tóm­ur. Við erum því að taka inn fólk þar sem fyrstu mán­uð­irnir og árin eru ­kennslu­fasi. Það er ekki spurn­ing um að það eru margir úti í hium stóra heima ­sem væri fengur að fá.“

En sam­keppn­is­staða Íslands á þessu sviði fer versn­andi, til­ ­dæmis með styrk­ingu krón­unnar og vegna þeirra erf­ið­leika sem fylgja fjár­magns­höft­um. „Það þarf mikið til að rífa sig upp úr sínu umhverfi og flytja til Íslands til að vinna að verk­efnum þegar þeim bjóð­ast önnur störf nær. Þá eru skatta­hvat­ar, eins og þekkj­ast t.d. í Dan­mörku og víð­ar, skyn­sam­leg­ir. Hvat­ar þar sem sér­fræð­ingar hagn­ast beint með skatta­af­sláttum í til­tek­inn tíma gegn því að flytj­ast til ákveð­inna landa. Þetta er ekki til staðar á Íslandi. Það er skerð­ing á hæfi okkar og getu til að laða hingað sér­fræð­inga.“

Póli­tísk spurn­ing

Það hefur í raun legið fyrir lengi að Ísland þarf að auka við útflutn­ings­verð­mæti sín til að geta staðið undir þriggja til fjög­urra ­pró­senta hag­vexti á ári til lengri tíma, og með því haldið uppi þeim miklu lífs­gæðum sem við búum við í dag í sam­an­burði við önnur lönd. Ferða­manna­iðn­að­ur­inn er að skila stórum tölum inn í það fram­lag en hinar tvær stóru stoð­irnar und­ir­ efna­hags­líf­inu, sjáv­ar­út­vegur og orku­bú­skap­ur, eru báðar tak­mark­aðar auð­lind­ir ­sem erfitt er að kreista enda­laust meira úr. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Því blasir við að aukin þátt­taka í því sem kall­ast almennt alþjóða­geir­inn – sala á vöru og þjón­ustu til ann­arra landa – verður að aukast. Breyta verður íslensku hug­viti í vörur sem hægt er að ­selja. Og á margan hátt gengur þróun þessa geira vel. Íslenskir lista­menn hafa til að mynda náð ótrú­legum árangri og end­ur­greiðslur til kvik­mynda­gerð­ar­ hér­lendis hafa byggt upp geira sem veltir tíu millj­örðum króna á ári. Öss­ur, Mar­el, CCP og fleiri slík fyr­ir­tæki eru öll enn með ein­hverja starf­semi á Ísland­i. En hún er því miður alltaf að verða meira og meira til mála­mynda.

Allir virð­ast taka undir þörf­ina á að bæta starfs­um­hverf­i slíkra fyr­ir­tækja hér­lendis í orði en ekki á borði. Að mik­il­vægt sé að halda ­sem stærstum hluta af starf­semi þeirra á Íslandi í stað þess að rann­sókn­ar- og ­þró­un­ar­hlut­inn bygg­ist upp í öðrum löndum þar sem hvat­arnir eru mun fleiri. En ef allir vita þetta, af hverju er þá ekk­ert gert?

Pétur segir þetta mjög ein­fald­lega vera póli­tíska spurn­ing­u. „Þetta byrjar og endar þar. Ég held að þetta sé tví­þætt. Að ein­hverju leyti er þetta skortur á því að menn setj­ist niður og reikni dæmið til enda. Á þeim end­an­um hefur gætt mis­skiln­ings á því að end­ur­greiðsla á rann­sóknum og þróun sé ­styrkja­kerfi. Þetta sé sér­tæk leið til að styrkja ákveðin atvinnu­veg og menn hafa frekar viljað setja í gang almennar leiðir í skatta­kerf­inu, en ekki ­sér­tækar aðgerðir sem gagn­ast fáum. En á sama tíma séu menn ekki að skoða hvert verk­efni fyrir sig og hverja aðgerð fyrir sig.“

Þetta segir hann ein­fald­lega vera mis­skiln­ing sem auð­velt sé að leið­rétta ef dæmin séu reiknuð til enda. „Ef ég stofna fyr­ir­tæki og eyði í það 200 millj­ónum krónum á fyrsta árinu þá skila um 100 millj­ónir króna sér­ aftur til rík­is­ins í formi skatt­tekna og trygg­inga­gjalds. Ef helm­ingur þeirr­ar ­upp­hæðar var eyrn­ar­merktur rann­sóknum og þróun fengi ég 20 pró­sent end­ur­greitt, eða 20 millj­ónir króna. Ríkið hefur því nettó hagn­ast um 80 millj­ónir króna ­vegna þess að ég tók ákvörðun um að byggja upp fyr­ir­tækið hér­lend­is. Það væri ver­ið að end­ur­greiða brot af pen­ingum sem eru í dag ekki að skila sér til rík­is­sjóðs. Þetta er svo­kallað „win-win“.“

Á sama tíma og hug­vits­iðn­að­ur­inn glímir við skerta ­sam­keppn­is­hæfni tíðkast enn að veita þeim stór­iðju­fyr­ir­tækjum sem horfa til­ þess að byggja upp verk­smiðjur á Íslandi sér­tæka fjár­fest­inga­samn­inga sem fela í sér allskyns skattaí­viln­anir og aðra hvata. Pétri finnst mjög gremju­legt að horfa upp á gerð slíkra samn­inga á sama tíma og hug­vits­iðn­að­inum er ekki sýnd­ur nokkur skiln­ingur hjá stjórn­völd­um. „Það er eig­in­lega óskilj­an­legt hvernig menn ­sjá hags­munum sínum betur borgið þar en að halda þessum öfl­ugu íslensku ­fyr­ir­tækjum sem stunda umfangs­miklar rann­sóknir og þróun hér­lend­is. Það eru svo ó­hemju­stór tæki­færi til að efla þessa starf­semi á Íslandi. Það verða sam­stund­is til mikil jað­ar­á­hrif innan háskól­anna og þeir efl­ast. Þá eykst geta okkar til­ að fá ungt og hæfi­leik­a­ríkt fólk aftur til lands­ins. Þá eykst fram­leiðn­i efna­hags­kerf­is­ins auk þess sem fjöl­breytt atvinnu­líf felur í sér margs­kon­ar ­samfélags­leg verð­mæti sem eru ekki mæld í pen­ing­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None