Eldskírn bifreiðarinnar - Kappaksturinn frá Peking til Parísar

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í magnaða kappaksturssögu.

Kristinn Haukur Guðnason
Spyker
Auglýsing

Í upp­hafi sein­ustu aldar tóku nokkrir of­ur­hugar þátt í kappakstri þvert yfir allt meg­in­land Evr­asíu. Þetta gerðu þeir á bílum sem bil­uðu sífellt og voru álíka kraft­miklir og utan­borðs­mót­orar eru í dag. Þeir kynnt­ust óvægnu lands­lagi og veðri, slæmu eða engu vega­kerfi og svo öðrum ófyr­ir­séðum upp­á­komum á leið sinni. Þetta var próf­steinn á hina nýju ­upp­finn­ingu – bíl­inn.

Hver þor­ir?

Í jan­úar árið 1907 birt­ist eft­ir­far­and­i ­til­laga eða áskorun í frönsku dag­blaði sem nefnd­ist Le Matin.[ htt­p://www.un­mu­se­um.org­/autorace.htm]

Við beinum þess­arar spurn­ingar til bíla­fram­leið­anda í Frakk­landi og erlend­is: Er ein­hver sem vill taka það að sér að ferð­ast nú í sumar frá París til Pek­ing í bif­reið? Hver sem hann er, sá sterki og áræðn­i ­mað­ur, sem tugir þjóða munu fylgj­ast með á sínum glæsi­lega bíl, hann mun verð­skulda það að verða þekkt nafn í öllum fjórð­ungum jarð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þetta þótti áskorun í lagi þar sem bílar höfðu ein­ungis verið til í um 20 ár og voru langt því frá almenn­ings­eign. ­Fyrsta sjálfrenni­reið­in, Benz Pa­tent-Motorwagen, var smíðuð í Þýska­landi árið 1886 en fyrsti bíl­inn sem al­menn­ingur hafði ráð á að kaupa, hinn amer­íski Ford Model T, var ekki smíð­aður fyrr en ári eftir hina umrædd­u frönsku áskor­un. Á fyrstu ára­tugum bif­reið­anna urðu miklar fram­farir í hönn­un og fram­leið­endur próf­uðu sig áfram með ýmsa hluti en engu að síður var nota­gildið frekar tak­mark­að. Kraft­ur­inn var lít­ill, end­ingin slæm, bil­ana­tíðn­in há og veg­irnir ekki hann­aðir fyrir slíkar nýj­ung­ar. Fólk leit jafn­vel á bif­reiðar sem nokk­urs konar brellu eða leik­föng sem myndu aldrei taka við af hest­inum og gufu­lest­inni sem hent­ug­asti ferða­mát­inn. En smám saman byggð­ist upp­ ­spenna og eft­ir­vænt­ing hjá mörg­um. Hvers er bif­reiðin megn­ug?

Fjórir bíla­fram­leið­endur svör­uðu kall­inu og var ákveðið að 5 bílar myndu keppa í júní þetta sama ár. For­svars­menn Le Matin ákváðu snemma að hafa sem ­fæstar regl­ur. Það eina sem kepp­endur þurftu að gera var að kom­ast milli­ ­borg­anna tveggja á bif­reið sinni. Bein flug­lína milli borg­anna eru rúm­lega 8200 km, en kepp­endur höfðu sett upp elds­neyt­is­stöðvar víðs vegar norðan við hana. Þannig að vega­lengd kepp­enda var í raun mun nær 15.000 km. Það var einnig á­kveðið að snúa keppn­inni við, þ.e. að hún myndi hefj­ast í Pekíng og enda í Par­ís. Þetta var gert af veð­ur­fræði­legum ástæð­um, til að sleppa við monsún­ ­rign­ing­arnar í Asíu. Leiðin var nógu erfið fyr­ir, sér­stak­lega yfir svæði í Sí­beríu þar sem fólk hafði aldrei séð bíl, hvað þá byggt vegi fyrir þá. Ljóst var að keppnin yrði mik­ill próf­steinn á bíl­ana þar sem keyrt yrði utan vegar í alls kyns lands­lagi, s.s. fjall­lendi, eyði­mörkum og skóg­lendi. Eitt­hvað var um ­stíga en þeir voru margir hverjir þröngir og oft blaut­ir.

Kepp­endur voru eft­ir­far­andi:

Auguste Pons                    Frakki ­sem keppti fyrir franska fram­leið­and­ann Con­tal. Fyr­ir­tækið var skamm­líft og fram­leiddi aðal­lega bíla á þremur hjól­um. Bíll­inn ­sem Pons keyrði var með einu aft­ur­hjóli.

Scipione Borg­hese           Ítalskur að­als­maður (titl­aður prins) og ævin­týra­maður frá Flór­ens í Toscana hér­að­i. Keppti fyrir ítalska fram­leið­and­ann Itala sem sam­ein­að­ist Fiat á fjórða ára­tugn­um.

Charles God­ard                 Franskur æv­in­týra­maður og knapi sem keppti fyrir hol­lenska fram­leið­and­ann Spyker. God­ard hafði oft kom­ist í kast við lögin fyrir fjár­glæfra­starf­semi og nokkrum sinnum setið inni.

Geor­ges Cormier             Fyrrum her­maður og kappakst­urs­maður frá Frakk­landi. Hann keyrði annan bíl franska fram­leið­and­ans De Dion sem var ­leið­andi á heims­vísu á þessum tíma.

Victor Coll­i­gnon                Frakki ­sem keppti einnig fyrir De Dion, á ná­kvæm­lega eins bíl og Cormi­er.

 

Í öllum bíl­unum voru far­þegar (í þeim ítalska tveir), annað hvort bif­véla­virkjar eða frétta­menn sem sendu reglu­lega út fréttir af gengi liðs­ins. Bíl­arnir voru mjög mis­vel hann­aðir og búnir fyr­ir­ keppn­ina. Itala bíll prins­ins var sá lang­kröft­ug­asti með 40 hest­afla og ­fjög­urra sílindra vél. En hann var einnig sá þyngsti og vó um 2 tonn. Þar á eftir kom hinn 15 hest­afla Spyker bíll God­ards. Fyr­ir­fram var talið að keppn­in ­myndi standa milli þeirra tveggja. De Dion bíl­arnir voru 10 hest­afla en Contal ­þrí­hjólið ein­ungis 6 hest­afla. Það var þó lang léttasta far­ar­tæk­ið, ein­ung­is 700 kg.

Hægt af stað

Vitað var að keppnin yrði erfið og örð­ug­leik­arnir hófust strax áður en keppnin hófst við franska sendi­ráðið í Pekíng. Sér­stak­lega átti þetta við Charles God­ard sem var algjör­lega van­bú­inn til keppn­inn­ar. Hann var blankur og þurfti að selja mest alla vara­hlut­ina úr bílnum til þess eins að koma sér til Pekíng, en sigldi reyndar á fyrsta far­rými. Þegar hann kom til Pekíng þurfti hann að betla fé út úr hol­lenska ­sendi­ráð­inu. Eitt­hvað virð­ist skipu­lagn­ing keppn­is­hald­ara einnig hafa farið úr ­bönd­un­um. Tví­vegis var keppn­inni frestað og þegar loksa var flautað til leiks ­neit­uðu yfir­völd í Kína að veita kepp­endum vega­bréfs­á­rit­anir til Mongól­íu. Kepp­end­urnir ákváðu þó allir að halda af stað án papp­ír­anna þann 10. jún­í. ­Fjöldi fólks hafði safn­ast saman til að kveðja kepp­end­ur. Frönsk her­lúðra­sveit ­spil­aði og kín­verjar voru sprengdir til heið­urs öku­þór­unum er þeir óku út úr ­borg­inni.

Vanda­málin voru ekki ein­ungis bundin við fjár­mögnun og skipu­lagn­ingu. Mikil rign­ing hófst strax og þeir komu út úr Pekíng og veg­ur­inn breytt­ist í drullu­svað. Fyrsti hluti leið­ar­innar var norð­ur­, ­yfir fjöll og yfir á mongólsku slétt­urn­ar. Veg­irnir voru þröngir og lélegir og sums staðar bein­línis hættu­legir þar sem þver­hnípt var niður hlíðar eða ofan í gil. Vél­arnar í bíl­unum réðu oft ein­fald­lega ekki við þessar aðstæður og því var gripið til þess ráðs að draga bíl­ana upp hlíð­arn­ar, annað hvort með­ múlösnum eða mann­afli. Borg­hese prins á hinum þunga og breiða Itala bíl átti í sér­stak­lega miklum erf­ið­leikum þessa leið. Í eitt skipti mun­aði litlu að illa ­færi þegar brems­urnar gáfu sig á leið­inni niður fjalls­hlíð. Con­tal bíll­inn bif­að­ist varla á tíma­bili og því fékk hann að geyma nauð­syn­legan far­angur (og ­þyngd) í öðrum bílum. Ferðin yfir fjöllin tók alls 5 daga, mun lengur en með hefð­bundnum ferða­mát­u­m s.s. hest­vögn­um.

Bjarg­að af hirð­ingjum

Þegar komið var út á hina víð­áttu­miklu Gobi eyði­mörk í Mongólíu tóku önnur vanda­mál við. Pons á Con­tal bílnum varð elds­neyt­is­laus og hann og félagi hans þurftu að freista þess að ganga til­ ­byggða og skilja bíl­inn eft­ir. Þeir voru næstum dánir úr hita og þorsta þeg­ar hirð­ingjar fundu þá og björg­uðu þeim. Þeir ákváðu að halda ekki áfram keppni. Nokkru ­seinna varð Spyker bíll God­ards einnig bens­ín­laus. Hann fékk smá­ræði lánað hjá De Dion lið­unum en það dugði skammt. God­ard og félagi hans biðu í tvo daga í eyði­mörk­inni eftir hjálp. Þeir áttu ein­ungis 2 lítra af vatni, örlítið súkkulað­i, ­maðk­aðan kjúkling og annað lít­il­ræði. Eftir að þeir gripu til þess ráðs að drekka vatnið af bílnum ákvað God­ard að reyna að finna hjálp sem hann og gerð­i. ­God­ard hitti fyrir hirð­ingja sem drógu bíl­inn með úlföldum og komu honum að næsta þorpi. Spyker bíll­inn náði svo hinum bíl­unum skömmu seinna. Hitinn á eyði­mörk­inni var geig­væn­legur og vél­arnar þoldu hann illa. Kepp­end­urnir þurft­u að hella eigin drykkj­ar­vatni á vél­arnar til að kæla þær. En í eyði­mörk­inni kom ­samt einn helsti kostur bif­reið­ar­innar fram, hrað­inn. Á slétt­unum komust bíl­arnir mjög hratt yfir, sér­stak­lega hinn öfl­ugi Itala bíll. Hann komst yfir­ eyði­mörk­ina á fjórum dög­um, leið sem tekur hest­vagn næstum þrjár vik­ur. Kepp­end­ur höfðu komið sér saman um það að halda hóp­inn þar til komið var að þýsku landa­mær­unum en prins­inn sveik það sam­komu­lag. Borg­hese var því kom­inn með­ nokkuð for­skot á keppi­nauta sína þegar komið var yfir eyði­mörk­ina að rúss­nesku landa­mær­un­um.

Síbería var næst á dag­skrá og hel­sta ­vanda­málið þar var óáreið­an­leik­inn. Þau kort sem kepp­endur höfðu voru gömul og lands­lagið hafði breyst mjög mikið eftir að hinir miklu Trans-Sí­beríu lestar­tein­ar (­sem liggja frá Moskvu til Vla­di­vostok) voru lagð­ir. Sums staðar var eng­inn ­vegur eða það sem verra var, engar brýr. Þær brýr sem stóðu voru oft mjög lé­legar og fún­ar. Kepp­endur tóku stundum áhætt­ur, sér­stak­lega Borg­hese, sem keyrði eins hratt og hann gat yfir brýr sem voru að hruni komn­ar. Í eitt skipt­i voru liðs­menn Itala stál­heppnir að lifa af þegar brú brotn­aði undan þeim og öku­menn­irnir féllu úr bílnum í gegnum brúnna. Þeir voru einnig heppnir að bíll­inn komst nokkuð óskadd­aður frá fall­inu. Þetta var ekki eina hættan sem Itala liðið lenti í í Síber­íu. Þegar veg­inn skorti brugðu þeir á það ráð að keyra á lestar­tein­un­um. Í eitt skipti fest­ist bíll­inn í tein­unum í þann mund ­sem lest kom aðvíf­andi. Liðsmenn höm­uð­ust við að losa bíl­inn og tókst það á síð­ustu stundu. Úr kappakstrinum. Hann gekk ekki stórslysalaust.Seinastu alvar­legu vand­ræðin sem ítalska liðið lenti í var þeg­ar eitt hjólið brotn­aði í mél. Þeir fundu þó rúss­neskan kerrusmið í nær­liggj­and­i bæ sem gat smíðað nýtt hjól undir bíl­inn. Spyker bíll­inn bil­aði einnig al­var­lega nálægt borg­inni Irku­tsk. Senda þurfti mann frá Amster­dam með­ vara­hluti austur til Síberíu en God­ard ákvað að flytja bíl­inn með lest á mót­i hon­um. De Dion félug­unum fannst þetta vita­skuld vera svindl og heimt­uðu að ­Spyker liðið yrði dæmt úr keppni. God­ard fór því aftur til baka á stað­inn þar ­sem bíll­inn hafði bilað og keyrði svo eins og brjál­aður maður til að ná hin­um bíl­un­um. Alger­lega örmagn­aður náði hann De Dion lið­unum og þeir urðu sam­ferða til Þýska­lands.

Í júlí­lok voru Borg­hese prins og hans menn komnir til Moskvu, um 17 dögum á undan keppi­naut­un­um. Leiðin í gegnum Evr­ópu var silki­mjúk en þeir voru stöðv­aðir af lög­reglu­þjóni í Belgíu fyr­ir­ hraða­akst­ur. Lög­reglu­mað­ur­inn trúði ekki að þeir væru að koma frá Kína. Þann 10. ágúst, nákvæm­lega tveimur mán­uðum eftir að keppnin hóf­st, ók Borg­hese prins inn í Par­ís­ar­borg og vann þar með keppn­ina. Mik­ill fjöldi var sam­an­kom­inn við ­götur borg­ar­innar til að fylgj­ast með honum keyra síð­asta spöl­inn. Þegar hin þrjú liðin komu til Þýska­lands var Spyker bíll­inn stöðv­aður og Charles God­ar­d hand­tek­inn. Hann hafði verið dæmdur í Frakk­landi fyrir fjár­plógs­starf­semi og frönsk yfir­völd kröfð­ust þess að hann yrði fram­seld­ur. Spyker fengu mann að ­nafni Frill­ing til að aka bílnum frá Þýska­landi til Par­ís­ar. God­ard, laus úr haldi, reyndi þó að kom­ast yfir Spyker bíl­inn rétt áður en hann kom inn í Par­ís­ar­borg þegar Frilling sá ekki til en lög­reglu­menn náðu að yfir­buga hann og ­færa í járn. Bíl­arnir þrír komu í mark 30. ágúst, 20 dögum á eft­ir ­sig­ur­veg­ar­an­um. Verð­laun Borg­hese voru fyrst og fremst heið­ur­inn en að auki ­fékk hann flösku af G.H. Mumm kampa­víni.

Kepp­endur hlutu allir heims­frægð um stund og þá sér­stak­lega sig­ur­veg­ar­inn Borg­hese prins. Sumir héldu áfram æv­in­týra­mennsku og kepptu í hinum ýmsu kappök­strum og öðrum keppn­um. Bæð­i ­Borg­hese og Cormier börð­ust svo fyrir banda­menn í fyrri heims­styrj­öld­inni. En ­mestu frægð­ina hlaut tækið sjálft, bíll­inn. Ef keppnin hefði mis­tek­ist og eng­inn bíll kom­ist í mark, eða jafn­vel ekki út fyrir kín­versku landa­mær­in, þá hefði það stað­fest trú margra að bif­reiðar væru gagns­laust dót fyr­ir­ millj­óna­mær­inga. En þrátt fyrir alla erf­ið­leik­ana komust allir bíl­arnir nema ­þrí­hjólið í mark og það opn­aði augu margra fyrir því hvers tækin voru megn­ug. Tveir af keppn­is­bíl­unum eru ennþá til í dag og til sýnis á sam­gönguminja­söfn­um, þ.e. bílar Borg­hese og God­ards. Mik­ill áhugi var á því að end­ur­taka leik­inn en það var ekki hægt á tímum Sov­ét­ríkj­anna. Eftir að þau lið­uð­ust í sundur upp úr 1990 hefur kappakst­ur­inn verið endurgerður nokkrum sinn­um, annað hvort á nútíma­bíl­u­m eða eft­ir­lík­ingum af þeim upp­runa­legu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None