Loftslagsmál

Loftslagsmál á mannamáli

Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio hefur verið ötull talsmaður þess að mannkynið þurfi að bregðast við loftslagsbreytingum. Hér hans nýjasta framlag; heimildamyndin Before the Flood.

Lofts­lags­breyt­ingar eru eitt mest aðkallandi vanda­málið sem mann­kynið hefur staðið frammi fyr­ir. Lofts­lags­breyt­ingar ógna ekki aðeins því vist­kerfi sem mann­eskjur hafa kallað heim­kynni sín frá því þær fóru að ganga upp­rétt­ar, heldur einnig mann­kyn­inu sjálfu; sjálfri ver­öld­inni.

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Leon­ardo DiCaprio hefur í nærri tvo ára­tugi verið ötull tals­maður þess að mann­eskjan bregð­ist við þessum lofts­lags­breyt­ing­um. Árið 2014 var hann skip­aður sér­stakur sendi­full­trúi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál.

Und­an­farin tvö ár hefur hann unnið að gerð heim­ilda­mynd­ar­innar Before the flood sem gefin var út á inter­net­inu í síð­ustu viku. DiCaprio segir mark­miðið með mynd­inni vera að útskýra flókin vís­indi sem búa að baki kenn­ingum um lofts­lags­breyt­ingar fyrir alla. „Þetta er að ger­ast hraðar en nokkur hafði reiknað með,“ sagði DiCaprio í sam­tali við Ellen DeGeneris í þætti hennar í síð­ustu viku. „Þetta er ofboðs­lega aðkallandi vanda­mál.“

Heim­ilda­myndin var opin öllum á Youtu­be-rás National Geograp­hic þar til á sunnu­dag­inn en síðan hefur mynd­inni verið deilt ótal sinnum á Youtu­be. Hér að ofan má horfa eitt slíkt ein­tak. Ann­ars er les­endum bent á sjón­varp­stöð­ina National Geograp­hic sem mun vafa­lítið sýna mynd­ina oft næstu vik­ur.

Í heim­ilda­mynd­inni ræðir DiCaprio meðal ann­ars við Barack Obama frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta og Frans páfa; og flýgur heims­horna á milli til að sjá víg­stöðvar lofts­lags­breyt­inga með eigin aug­um. Þá bendir Leon­ardo DiCaprio einnig á leiðir fyrir venju­legt fólk til þess að leggja sitt af mörkum til þess að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiSjónvarp