Loftslagsmál

Loftslagsmál á mannamáli

Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio hefur verið ötull talsmaður þess að mannkynið þurfi að bregðast við loftslagsbreytingum. Hér hans nýjasta framlag; heimildamyndin Before the Flood.

Lofts­lags­breyt­ingar eru eitt mest aðkallandi vanda­málið sem mann­kynið hefur staðið frammi fyr­ir. Lofts­lags­breyt­ingar ógna ekki aðeins því vist­kerfi sem mann­eskjur hafa kallað heim­kynni sín frá því þær fóru að ganga upp­rétt­ar, heldur einnig mann­kyn­inu sjálfu; sjálfri ver­öld­inni.

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Leon­ardo DiCaprio hefur í nærri tvo ára­tugi verið ötull tals­maður þess að mann­eskjan bregð­ist við þessum lofts­lags­breyt­ing­um. Árið 2014 var hann skip­aður sér­stakur sendi­full­trúi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál.

Und­an­farin tvö ár hefur hann unnið að gerð heim­ilda­mynd­ar­innar Before the flood sem gefin var út á inter­net­inu í síð­ustu viku. DiCaprio segir mark­miðið með mynd­inni vera að útskýra flókin vís­indi sem búa að baki kenn­ingum um lofts­lags­breyt­ingar fyrir alla. „Þetta er að ger­ast hraðar en nokkur hafði reiknað með,“ sagði DiCaprio í sam­tali við Ellen DeGeneris í þætti hennar í síð­ustu viku. „Þetta er ofboðs­lega aðkallandi vanda­mál.“

Heim­ilda­myndin var opin öllum á Youtu­be-rás National Geograp­hic þar til á sunnu­dag­inn en síðan hefur mynd­inni verið deilt ótal sinnum á Youtu­be. Hér að ofan má horfa eitt slíkt ein­tak. Ann­ars er les­endum bent á sjón­varp­stöð­ina National Geograp­hic sem mun vafa­lítið sýna mynd­ina oft næstu vik­ur.

Í heim­ilda­mynd­inni ræðir DiCaprio meðal ann­ars við Barack Obama frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta og Frans páfa; og flýgur heims­horna á milli til að sjá víg­stöðvar lofts­lags­breyt­inga með eigin aug­um. Þá bendir Leon­ardo DiCaprio einnig á leiðir fyrir venju­legt fólk til þess að leggja sitt af mörkum til þess að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiSjónvarp