Loftslagsmál á mannamáli
Hollywood-leikarinn Leonardo DiCaprio hefur verið ötull talsmaður þess að mannkynið þurfi að bregðast við loftslagsbreytingum. Hér hans nýjasta framlag; heimildamyndin Before the Flood.
Loftslagsbreytingar eru eitt mest aðkallandi vandamálið sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Loftslagsbreytingar ógna ekki aðeins því vistkerfi sem manneskjur hafa kallað heimkynni sín frá því þær fóru að ganga uppréttar, heldur einnig mannkyninu sjálfu; sjálfri veröldinni.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Leonardo DiCaprio hefur í nærri tvo áratugi verið ötull talsmaður þess að manneskjan bregðist við þessum loftslagsbreytingum. Árið 2014 var hann skipaður sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
Undanfarin tvö ár hefur hann unnið að gerð heimildamyndarinnar Before the flood sem gefin var út á internetinu í síðustu viku. DiCaprio segir markmiðið með myndinni vera að útskýra flókin vísindi sem búa að baki kenningum um loftslagsbreytingar fyrir alla. „Þetta er að gerast hraðar en nokkur hafði reiknað með,“ sagði DiCaprio í samtali við Ellen DeGeneris í þætti hennar í síðustu viku. „Þetta er ofboðslega aðkallandi vandamál.“
Heimildamyndin var opin öllum á Youtube-rás National Geographic þar til á sunnudaginn en síðan hefur myndinni verið deilt ótal sinnum á Youtube. Hér að ofan má horfa eitt slíkt eintak. Annars er lesendum bent á sjónvarpstöðina National Geographic sem mun vafalítið sýna myndina oft næstu vikur.
Í heimildamyndinni ræðir DiCaprio meðal annars við Barack Obama fráfarandi Bandaríkjaforseta og Frans páfa; og flýgur heimshorna á milli til að sjá vígstöðvar loftslagsbreytinga með eigin augum. Þá bendir Leonardo DiCaprio einnig á leiðir fyrir venjulegt fólk til þess að leggja sitt af mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum.
Umfjöllun Kjarnans um loftslagsmál
-
25. júní 2022Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
-
8. júní 2022Í austurvegi – Orkuskipti og loftslagsmál í Kína
-
4. júní 2022Mannkynið farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar
-
2. júní 2022Aðeins fimmtungur friðlýstur
-
1. júní 2022Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag!
-
25. maí 2022Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
-
23. maí 2022Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti
-
16. maí 2022Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
-
14. maí 2022Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
-
12. maí 2022Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða