Planet Earth II færir okkur mögnuðustu náttúrulífsmyndirnar til þessa

planet earth
Auglýsing

Árið 2006 sátu náttúrunnendur um allan heim límdir við sjónvarpsskjáinn og horfðu stórbrotnar myndir og ógleymanlega frásögn David Attenborough um lífið á plánetunni í þáttaröðinni Planet Earth. Á sunnudaginn síðastliðinn gerðist slíkt hið sama þegar yfir níu milljónir horfðu á frumsýningu Planet Earth II á sjónvarpsstöðinni BBC One.

Nýja þáttaröðin kemur til með að samanstanda af sex þáttum og er það Attenborough sem kynnir okkur enn á ný fyrir undrum náttúrunnar. Upptökur á þáttaröðinni stóðu yfir í meira en þrjú ár í 40 löndum og verður hún vafalaust enn magnaðri en sú fyrri.  

Meðal þess sem áhorfendur fengu að sjá í fyrsta þættinum var æsispennandi flótti ungra iguana-eðla frá snákum, letidýr á sundi og mörgæsir á Suðurskautslandinu. Áhorfendur verða líklega ekki fyrir vonbrigðum með næstu þætti sem meðal annars leyfa okkur að skyggnast inn í líf snæhlébarða í fyrsta sinn og fylgjast með eltingaleik ljóna við vísund. 

Auglýsing

Frá því fyrri þáttaröðin var framleidd fyrir 10 árum síðan hefur margt breyst og má að miklu leiti þakka tækniframförum fyrir þær myndir sem Planet Earth II færir okkur. Meðal nýjunganna eru drónar sem gerðu framleiðendum þáttanna kleift að taka myndir úr lofti á auðveldan hátt. Auk drónanna hafa myndavélar orðið stöðugri svo auðveldara er að fylgja dýrum eftir og svokallaðar njósnamyndavélar eru í dag svo næmar að þær nema jafnvel andardrátt dýra sem koma upp að þeim.  

Planet Earth II kemur á mikilvægum tímapunkti því aldrei hefur lífi á jörðinni verið ógnað eins mikið og nú. Síðan árið 1970 hefur villtum dýrum fækkað um 58% á heimsvísu og er talið að talan fari upp í 67% fyrir lok áratugarins. Útdauðahrinuna sem nú stendur yfir má að mestu leiti rekja til áhrifa manna á umhverfi sitt og ef ekkert verður að gert er óvíst hvort næsta Planet Earth þáttaröð verði eins stórbrotin og fyrstu tvær.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None