Hjónin Eggert Ragnarsson og Amanda Tyahur hafa búið til nýtt borðspil sem reynir á matarþekkingu og bragðlaukana.
Spilið ber heitir Taste Trivia, en það gengur út á að bragða hinar ýmsu matar- og drykkjartegundir með bundið fyrir augum. Milli smakkanna þurfa þáttakendur einnig að svara ýmsum spurningum um matarhefðir víða um heim, hráefni og annað tengd matarmenningu.
Hjónin eru búsett í Bandaríkjunum rétt fyrir utan Boston, þar sem Eggert starfar sem yfirhönnuður hjá Tripadvisor.
Í samtali við Kjarnann segir Eggert, sem er búsettur í Boston með Amanda, spilið vera verkefni sem hjónin hafa unnið að meðfram vinnu í mörg ár. Þau séu mikið matarfólk, en hugmyndin að spilinu hafi kviknað í fyrra starfi hans hjá Americas Test Kitchen. Eggert starfar nú sem yfirhönnuður hjá Tripadvisor.
Taste Trivia verður fyrst aðeins til sölu á netinu og í nokkrum litlum matarbúðum í Boston, en ef vel gengur, munu þau þýða það yfir á íslensku sem fyrst. Spilið er klárt til prentunar og komið með framleiðsluaðila, en hjónin halda úti Kickstarter-síðu til að sjá fyrir fjármögnun á því.