Um framfarir og aðrar mýtur

Bókadómur um Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi.

Auglýsing
Framfarir

Bókin Fram­far­ir: Tíu ástæður til að taka fram­tíð­inni fagn­andi kom út á vegum Almenna bóka­fé­lags­ins, BF – útgáfu og GAMMA Capi­tal Mana­gement ehf. árið 2017. Bókin er skrifuð af sænskum sagn­fræð­ingi, Johan Nor­berg, kom upp­runa­lega út árið 2016 á ensku og er þýdd yfir á íslensku af Elínu Guð­munds­dótt­ur.

Bókin er mjög aðgengi­leg. Efni hennar er sett fram með skýrum og auð­les­an­legum hætti. Þessar tíu ástæður til þess að taka fram­tíð­inni fagn­andi fá hver sinn kafla þar sem fram­farir á við­kom­andi sviði eru raktar en þær eru; 1) fæða, 2) heilsa, 3) lífslík­ur, 4) fátækt, 5) ofbeldi, 6) umhverf­ið, 7) læsi, 8) frelsi, 9) jafn­rétti og 10) næsta kyn­slóð. Hver kafli telur um 20 bls., sem er þægi­legur blað­síðu­fjöldi aflestrar og telur bókin í heild 242 bls. með heim­ilda­til­vís­unum.

Það er mik­il­vægt að halda á lofti þeim undra­verðu fram­förum sem orðið hafa á sviði tækni, mann­kyn­inu til heilla og Nor­berg ferst almennt vel úr hendi að tína til marg­vís­leg dæmi til þess að gefa yfir­lit yfir þró­un­ina í hverjum við­fangskafla, til að mynda um mik­il­vægi Haber-­Bosh ferl­is­ins til áburð­ar­fram­leiðslu, Hina grænu bylt­ingu dr. Normans Bor­laugs og bólu­setn­ing­ar­lyf Maurice Hillem­ans.

Auglýsing

Brengluð sýn á sam­tím­ann

Í blá­byrjun bók­ar­innar telur Nor­berg upp marg­vís­leg dæmi um böl­sýni í sam­tím­an­um, og vitnar ýmsar heim­ildir því til stuðn­ings. Árið 1955 töldu 13% Svía aðstæður sínar óbæri­leg­ar, hálfri öld seinna var meira en helm­ingur Svía þess­arar skoð­un­ar. Einn helsti punktur bók­ar­inn­ar, að það sé í eðli fjöl­miðla leggja ofurá­herslu á ein­staka nei­kvæða hluti, sem brengli skynjun okkar á ástandi heims­ins. “Slík skynjun elur á ótt­anum og for­tíð­ar­hyggj­unni sem Don­ald Trump beitti í kosn­inga­bar­áttu sinni fyrir nýaf­staðnar for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um.” (Bls. 11)

Nor­berg bendir á að meðal almenn­ings virð­ast vera við lýði ansi þrá­látir nei­kvæðir for­dómar um stöðu heims­ins og þá sér­stak­lega virð­ist fólk í þró­uðum löndum telja stöð­una í svoköll­uðum þró­un­ar­löndum verri en hún í raun og veru er. Árið 2005 vann Nor­berg könnun fyrir hönd frjáls­hyggju­hug­veit­una Timbro sem sýndi að Svíar töldu stöðu fátæktar í heim­inum og loft­gæði í Sví­þjóð mun verri en þau voru (enda þótt úrtakið hafi aðeins verið 1000 manns). "Þeir sem hlotið höfðu æðri menntun vissu enn minna um árang­ur­inn sem náðst hafði í bar­átt­unni við hungur og fátækt sem varð til þess að ég velti fyrir mér hversu gamlar og úreltar kennslu­bæk­urnar sem þeir lásu væru." (bls. 210). Þetta er áhuga­verður punktur sem Nor­berg bendir á og sam­landi hans, Hans Ros­l­ing hefur einnig sýnt fram á.

Það er umhverf­ið, auli!

Það er auð­velt að finna alvar­leg aðsteðj­andi umhverf­is­mál. Hér eru tvö nýleg dæmi. Alvar­legur þurrkur í Cape Town, höf­uð­borg Suð­ur­-Afr­íku, hefur leitt til skömmt­unar og því er spáð að vatns­bólin tæm­ist 18. apríl næst­kom­andi. Sífellt er að koma betur og betur í ljós hversu alvar­legt vanda­mál plast­mengun er, vís­inda­menn eru í raun rétt að byrja að skilja umfang vand­ans.

Fram­farir á níu af þessum tíu sviðum sem bókin fjallar um eru til­tölu­lega óum­deildar og auð­velt að finna heim­ildir því til stuðn­ings. Í miðri bók­inni, í kafl­an­um Umhverfið, bregst Nor­berg hins vegar alvar­lega boga­list­in. Hann er aug­ljós­lega ekki sér­lega fróður um umhverf­is­mál og reiðir sig of mikið á bók banda­ríska umhverf­is­vá­r­skept­íkers­ins Ron­ald Bai­leysThe End of DoomEnviron­mental Renewal in the Twenty-first Cent­ury.

Þá eyðir Nor­berg tölu­verðu púðri í að gagn­rýna í Róm­ar­klúbb­inn, einn fyrsta hóp umhverf­is­vernd­ar­sinna sem árið 1972 hlaut mikla athygli fyrir spár sínar um að auð­lindir jarðar myndu hrein­lega klár­ast innan skamms. Vand­inn er að þó svo að stór­gall­aðar spár Róm­ar­klúbbs­ins hafi ekki ræst þá segir það okkur ekk­ert um fram­farir á sviði umhverf­is­mála né stöðu umhverf­is­mála í dag.

Hér á eftir ætla ég að rýna betur í sumar full­yrð­ingar Nor­bergs um stöðu umhverf­is­mála í heim­inum í dag og rök­styðja álit mitt á trú­verð­ug­leika þeirra. Ég hef þann hátt­inn á að vitna í máls­grein­ina í heild - svo les­and­inn sjái heild­ar­sam­hengi til­vitn­un­ar­inn­ar, feit­letra til­tekin atriði sem mér finn­ast aðfinnslu­verð og fylgja þeim eftir með umfjöll­un.

Gagn­rýn­is­raddir hunds­aðar

Einn helsti galli bók­ar­innar er að höf­und­ur­inn greinir lítt eða ekki sjón­ar­mið þeirra sem líta fram­tíð­ina gagn­rýnni aug­um. Á blað­síðu 12 nefnir Nor­berg tvo rit­höf­unda sem hafa verið áber­andi í umræðu um ástand heims­ins og hvert við stefn­um. Ann­ars vegar vitnar hann í orð aðgerða­sinn­ans Naomi Klein um að “sið­menn­ingin stefni í óefni og að við séum að grafa undan lífs­skil­yrðum okkar á jörð­inni”. Klein er þekkt fyrir að gagn­rýna alþjóð­legan kap­ít­al­isma og neyslu­hyggju í bókum sín­um No Logo og The Shock Doct­rine sem áhuga­vert væri að heyra við­brögð Nor­bergs við. Nor­berg velur hins vegar með klaufa­legum hætti að vitna í við­tal við hana vegna nýj­ustu bókar hennar um um hlýnun jarð­ar, This Changes Everyt­hing. Erfitt er að skilja hvað nákvæm­lega Nor­berg finnur að orð­um Kleins sem hann vitnar í því Nor­berg segir sjálfur að hugs­an­legar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga séu "al­þjóð­legar hörm­ung­ar".

Hins vegar vitnar hann í blaða­grein frá árinu 2002 eftir breska heim­spek­ing­inn, John Gray, þar sem mann­skepnan er sögð “homo rapi­ens teg­und sem ræn­ir, tor­tímir og siglir hrað­byri að enda­lokum sið­menn­ing­ar.” Líkt og Klein, hef­ur Gray skrifað gagn­rýnt um alþjóð­legan kap­ít­al­isma, bók hans False DawnThe Delusions of Global Capital­ism kom út 1998 og var end­ur­út­gefin eftir alþjóð­legu fjár­málakrepp­una. Áhuga­vert hefði verið að heyra við­brögð Nor­bergs við gagn­rýni Grays í þeirri bók en aftur velur Nor­berg klaufa­lega til­vísun til þess að vitna í án sam­hengis því áður­nefnd grein Johns Grays fjallar einmitt um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og tíðni teg­unda­dauða. Er það und­ar­legt að tala um mann­skepn­una sem "homo rapi­ens" í því sam­hengi að teg­und­ir deyji út 100 falt tíðar af völdum henn­ar?

Nor­berg útskýrir ekki til­vitn­anir sínar í skrif þeirra heldur virð­ist ganga út frá því að orðin ein og sér beri með sér hvers vegna ekki þurfi að taka mark á þeim. Þetta sé nei­kvætt tal - verið er að tala mann­kynið nið­ur. Það er synd því að bæði Klein og Gray hafa ýmis­legt fram að færa, Gray kannski ekki síst hvað varðar heim­speki fram­fara hjá mann­kyn­inu en hann gerir skýran grein­ar­mun á tækni­legum fram­förum ann­ars vegar og félags­legum hins veg­ar. En þetta reddast, segir Nor­berg, í nið­ur­lagi kafla hans um umhverfið sýnir hann jákvæðni gagn­vart fram­tíð­inni sem jaðrar við ósk­hyggju: "Frum­vand­inn við hlýnun jarðar – hungur okkar í orku – er í reynd líka lausn­in." (bls 133)

Úrvinnslu aðeins ábóta­vant

Það má setja lít­il­lega út á ein­staka staf­setn­inga­villur og sömu­leiðis upp­setn­ingu heim­ilda­skrár. Ef flett er upp á heim­ild byggt á fótnótu­núm­eri þá er í sumum til­fellum vísað í end­ur­teknar heim­ildir með seinna nafni höf­undar og ártali. Heim­ildir eru hins vegar skráðar eftir hinu íslenska kerfi þannig að fyrra nafnið kemur á undan og þarf þá að lesa áfram til þess að finna eft­ir­nafn­ið. Þetta getur verið þreyt­andi, sér í lagi ef fleiri en ein heim­ild er í undir sömu fótnótu.

Heilt yfir nýtir Nor­berg ágætt safn heim­ilda. Þrjár bækur er vísað í öðrum frem­ur, sem Nor­berg við­ur­kennir tekur sjálfur fram í bók­inni.

  • The Great EscapeHealthWealthand the Orig­ins of Inequ­ality (2015) eftir Angus Deaton
  • The Better Ang­els of Our Nat­ureA History of Violence and Human­ity (2012) eft­ir Steven Pin­ker
  • The End of DoomEnviron­mental Renewal in the Twenty-first Cent­ury (2015) eftir Ron­ald Bailey

Ein­staka óvand­virkni kemur fram í umfjöllun Nor­bergs. Sem dæmi má nefna að í kafl­anum um hrein­læti (bls 40) segir Nor­berg frá skraut­legu en í raun sorg­legu slysi (nefnt Erf­urter Latrinensturz á þýsku) sem gerð­ist “árið 1183 [þeg­ar] Frið­rik II, keis­ari Hins heilaga róm­verska rík­is, [hélt] mikla veislu þegar hirð hans dvald­ist í kast­ala í Erf­urt í Þýska­landi. Þegar borð­haldið stóð sem hægt tók gólfið að gefa sig og fjöl­margir virðu­legir gestur duttu niður í safn­þróna. Margir drukkn­uðu í óþverr­an­um.” Hið rétta er í fyrsta lagi að þetta gerð­ist árið 1184 og í öðru lagi að til­efnið mun ekki hafa verið veisla sem Frið­rik II. hélt (hann fædd­ist ekki fyrr en 1194) heldur sátta­fundur sem Hein­rich VI. hélt til þess að sætta deilur um land á milli Lúð­víks III og Erki­bisk­ups­ins Kon­ráðs I. Þessi óná­kvæmni er auð­vitað ekk­ert aðal­at­riði en sýnir óvand­virkni líkt og fleiri atriði úr bók hans.

Nið­­ur­­staða: Þrjár stjörnur af fimm.

Eyð­ing skóga

Eyð­ing skóga hefur stöðvast í auð­ugum löndum [1]. Skóg­ar­svæði Evr­ópu stækk­uðu um meira en 0,3 af hundraði árlega frá 1990 til 2015. Í Banda­ríkj­unum stækk­uðu skógar um 0,1 af hundraði á ári. Frá því snemma á tíunda ára­tug hefur hægt á skó­geyð­ingu í heim­inum úr 0,18 af hundraði í 0,008 af hundraði á ári [2]Sann­leik­ur­inn er sá að skógar eru að vaxa aftur í mörgum þró­un­ar­lönd­um. Í Kína eru skóg­ar­svæði að stækka um meira en tvær millj­ónir hekt­ara á ári [3]. Í Bras­il­íu­hluta Ama­son­svæð­is­ins, sem lengi var næstum sam­nefn­ari fyr­ir skó­geyð­ingu í heim­in­um, hefur dregið um sjö­tíu af hundraði úr eyð­ingu skóga frá árinu 2005.” (bls 117-8)

  1. Í máls­grein­inni á undan fjallar Nor­berg stutt­lega um það hvernig spár um áhrif súrs regns á skóg­lendi í Evr­ópu gengu ekki eft­ir. Takið eftir að höf­uð­á­hersla Nor­bergs er á stöðu mála í auð­ug­ari ríkj­um.
  2. Heim­ild Nor­bergs er skýrsla Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna frá árinu 2015. Í henni segir að hægt hafi á skó­geyð­ingu sem nemur meira en helm­ingi, þ.e. að hrað­i ­skóga­eyð­ing­ar hafi minnkað úr 0,18% og í 0,08% á ári en ekki 0,008% eins og Nor­berg vill láta vera. Það er auð­vitað ánægju­legt að hægt hafi á skóg­areyð­ingu en hún er samt sem áður til stað­ar. Frá árinu 1990 hef­ur skóg­lendi á jörðu minnkað um 129 milljón hekt­ara, sem er álíka að stærð og Suð­ur­-Afr­íka.
  3. Nor­berg nefnir það land þar sem lang­sam­lega mesta aukn­ing varð á skóg­lendi á ára­bil­inu 2010-2015, Kína, eða um rúm­lega 1,5 millj­ónir hekt­ara á ári að með­al­tali. Kína er langt fyrir ofan næsta landa á lista landa sem bæta við sig skóg­lendi sem er Ástr­alía með að með­al­tali rétt rúm­lega þrjú hund­ruð þús­und hekt­ara á ári. Stað­reyndin er hins vegar sú að á árunum 2010-2015 minnk­aði skóg­lendi í heim­inum um 3,3 milljón hekt­ara á ári að með­al­tali. Það hafði vissu­lega dregið úr eyð­ingu skóga frá tíunda ára­tugnum þegar skógar eydd­ust um meira en tvö­falt meira á ári, 7,3 milljón hekt­ara að með­tali á ári. Að öðru óbreyttu verður búið að eyða helm­ingi alls skóg­lendis á jörð­inni á næstu 866 árum. Þá er rétt að benda á að ekki ríkir full­komin sam­staða um aðferða­fræði Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­un­ar S.Þ., ein rann­sókn komst t.d. að þeirri nið­ur­stöðu að skó­geyð­ing í hita­belt­is­skógum hefði auk­ist um 62% á tíma­bil­inu 1990-2000 en ekki minnkað um 25% líkt og Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­un S.Þ. hélt fram.

Líf­fræði­leg fjöl­breytni

“Mann­kynið hefur alltaf ógnað villtu líf og öðrum teg­und­um. Þegar hita­belt­is­regn­skógar eru höggnir er búsvæðum fjöl­margra teg­unda eytt og ofveiði hefur farið illa með marga fisk­stofna sem sumir hverjir hafa hrun­ið. Árið 1975 spáðu Paul og Anne Ehrlich því að um það bil helm­ingur allra líf­veru­teg­unda á jörð­inni yrði útdauður þegar þetta er skrif­að. Þar sem talið er að jörðin sé heim­kynni á bil­inu fimm til fimmtán millj­óna teg­unda ættu margar þeirra þegar að hafa dáið út. Sam­kvæmt lista Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (International Union for the Con­vervation of Nat­ure) hafa ein­ungis 709 teg­undir dáið út frá 1500. [1] Flestar þessar teg­undir hafa dáið út á afskekktum svæð­um, svo sem á eyjum á hafi úti, og það bendir til þess að mörg afbrigði lífs séu sveigj­an­leg og geti flust til og lifað af í breyttu umhverfi.

Við verðum að muna að skráð til­vik jafn­gildir ekki fjölda teg­unda sem hafa raun­veru­lega dáið út þar sem við höfum ekki enn upp­götvað allar teg­undir líf­vera. [...] Við vitum að margt óþekkt - margar teg­undir sem við höfum ekki einu sinni nöfn yfir - er [sic] að deyja út. En við vitum líka með vissu að án þétt­býl­is­mynd­un­ar, vernd­unar skóga og skil­virk­ari land­bún­aðar væri allt miklu verra en það er. Og nú er smám saman að verið að frið­lýsa mörg eft­ir­sókn­ar­verð­ustu svæðin með mestu líf­fræði­legu fjöl­breytn­ina. [2]” (bls 118-9)

  1. Hér vísar Nor­berg í Rauða lista IUCN yfir stað­fest teg­undir í hættu eða útdauð­ar. Þessi fram­setn­ing Nor­bergs að "ein­ungis 709" teg­undir hafi verið á list­anum yfir útdauðar teg­undir segir ekki alla sög­una. Í nýlegri upp­færslu IUCN á list­anum til­greina þau 866 útdauðar teg­undir, við þann lista má bæta 69 teg­undum sem eru útdauð í nátt­úr­unn­i. IUCN hefur aðeins metið stöðu 91.523 teg­unda sem þýðir að rúm­lega 1% dýra­teg­unda séu orðin útdauð. Þannig að ef mið­gildi áætl­aðra teg­unda á jörð­inni er not­að, 10 millj­ón­ir, og hlut­fall útdauðra teg­unda frá IUCN notað til að reikna út fjölda útdauðra teg­unda á jörð­inni væri nið­ur­staðan ((866+69)/91532)*10000000 = 102160. Ŕíf­lega hund­rað þús­und útdauðar teg­und­ir, þar af stærstur hluti mjög smá­gerðar líf­verur sem ekki hafa enn verið teg­unda­greind­ar.
  2. Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að útdauði teg­unda er hluti af nátt­úru­legri þró­un. En hraði útdauða og mann­gerðar orsakir hans hafa ekki verið jafn alvar­legar og í seinni tíð. Vís­inda­menn hafa reynt að henda reiður á tíðni teg­unda­dauða af manna­völd­um, nið­ur­staða einnar rann­sóknar frá 2014 var þús­und­föld á við nátt­úru­lega tíðni útdauða teg­unda en önnur frá 2015 lækk­aði það mat niður í hund­rað­föld. Nor­berg segir ein­fald­lega að við vitum að margar teg­undir séu að deyja út en nefnir svo strax á móti að það hafi verið nauð­syn­legur fórn­ar­kostn­aður fram­fara, sem séu að auka skil­virkni. En stóra spurn­ingin er, hvort verið sé að bregð­ast nægi­lega við þessu vanda­máli? Nor­berg svarar því ekki.

Hlýnun jarðar

“Ákafar umræður fara fram um hugs­an­legar afleið­ingar [aukn­ingar koltví­sýr­ings og ann­arra svo­kall­aðra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda] sem gætu orðið marg­vís­leg­ar, allt frá litlum og jafn­vel hag­stæðum áhrifum að alþjóð­legum hörm­ung­um. Mikið veltur á hversu mikið hita­stigið mun hækk­a. Meiri koltví­sýr­ingur eykur fram­leiðslu lífmassa á heims­vísu og þrátt fyrir það sem við heyrum um hita­bylgjur deyja fleiri af völdum kulda­kasta en hlý­inda. Næstum helm­ingi fleiri Banda­ríkja­menn hafa dáið úr ofkólnun en ofhitnun árin 1979 til 2006.” (bls 125)

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk