Prímatar klónaðir í fyrsta sinn

Kínverskir vísindamenn hafa klónað apa. Tvo apa.

apar
Auglýsing

Kínverskum vísindamönnum hefur tekist að klóna prímata fyrstir manna. Þetta er í fyrsta sinn sem klónun á prómötum heppnast svo vitað sé. Sama aðferð var notuð við klónunina og þegar kindin Dolly var klónuð á sínum tíma.

Klónunin var framkvæmd af vísindamönnum við Chinese Academy of Sciences í Shanghai og gaf af sér tvo kvenkyns apa sem bera nöfnin Zhong Zhong og Hua Hua. Ef hægt verður að endurframkvæma klónunina gefur tæknin möguleika á því að rækta apa sem allir hafa sömu erfðaeiginleika. Slíkir apar eru kjörin en umdeild viðfangsefni í ýmsar rannsóknir á sjúkdómum manna.

Rannsóknarhópurinn tekur sérstaklega fram að ætlunin sé ekki að nýta aðferðina til að klóna menn. Fremur vonast þeir til þess að hún nýtist við læknisfræðilegar rannsóknir.

Auglýsing

Aðferðin sem notuð var kallast SCNT (e. somatic cell nuclear transfer) og byggir á því að fjarlægja kjarna eggfrumu og koma í stað hans fyrir tvílitna kjarna úr frumu einstaklingsins sem skal klóna. Þar með er heilu erfðaefni komið fyrir í egginu. Eggfruman er síðan örvuð til að skipta sér og að lokum er henni komið fyrir í legi staðgöngumóður. Ef allt gengur að óskum fæðist heilbrigð klónuð lífvera.

Áður hefur tekist að klóna 23 tegundir spendýra með aðferðinni en hún hefur ekki gefið góða raun í prímötum þar til nú. Ástæðuna má rekja til þess að erfiðlega hefur gengið að forrita frumuna til að hegða sér eins og hefðbundinn fósturvísir.

Klónun hefur verið umdeild tækni frá upphafi og eru rannsóknir þar sem prímatar eru notaðir ekki síður umdeildar vegna gáfna þeirra og skyldleika við menn. Afar strangar reglur gilda um rannsóknir á prímötum víðs vegar um heiminn og á Vesturlöndum má aðeins nýta þá sem tilraunadýr ef ekkert annað dýramódel kemur til greina og rannsóknin er sérstaklega mikilvæg í læknisfræðilegum skilningi. Reglurnar eru ekki jafn strangar í Asíu og eru því margar rannsóknir á prímötum sem fara þar fram.

Það kemur því ekki á óvart að klónunin á öpunum sé einnig umdeild í samfélaginu en rannsóknarhópurinn vonast til þess að íbúar á Vesturlöndum muni skilja gagnsemi klónaðra apa í rannsóknum með tímanum.

Grein um rannsóknina var birt í tímaritinu Cell.

Greinin birtist fyrst á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk