Fáráður sem þráir að vera dáður

Bókadómur um Fire and Fury eftir Michael Wolff, sem greinir frá stöðunni á bakvið tjöldin í Hvíta húsi Donald Trump.

Auglýsing
Fire and fury

Þótt enn sé bara janúar er nokkuð ljóst að umtalaðasta bók ársins er þegar komin út. Fire and Fury, eftir Michael Wolff, fjallar um síðustu metra kosningabaráttu Donald Trump, aðlögunarferli hans og samstarfsmanna hans að því að Trump tæki við sem forseti Bandaríkjanna og fyrstu mánuðina í Hvíta húsinu. Bókin byggir á viðtölum við um 200 manns sem tengjast Trump eða starfa fyrir hann.

Í bókinni raðar Wolff saman öllum þeim atburðum sem átt hafa sér stað á síðasta tæpa eina og hálfa árinu og sýnir mynd af keisara sem er ekki í neinum fötum, og varla í húð. Sú mynd sem Wolff dregur upp af Trump er af frekar einföldum, uppstökkum, áhrifagjörnum og ofsalega sjálflægum manni sem hefur engar hugsjónir, enga stefnu og þráir bara tvennt í lífinu, viðurkenningu og aðdáun.

Í innsta hring forsetans tókust á þrír hópar. Sá fyrsti var hópurinn í kringum Steve Bannon, þá aðalráðgjafar forsetans. Hann er popúlisti og einangrunarsinni sem vill skapa glundroða í stjórnsýslu Bandaríkjanna, reka harða innflytjendastefnu og draga úr alþjóðlegri afskiptasemi ríkisins. 

Auglýsing

Annar hópurinn voru „hefðbundnu“ repúblikanarnir, starfsmannastjórinn Reince Priebus og næstráðandi hans, Katie Walsh. Þriðji hópurinn er síðan fjölskylda Trump, dóttirin Ivanka og maður hennar Jared Kushner, og fyrrverandi Goldman Sachs yfirmennirnir Gary Cohn og Dina Powell. Þessi hópur samanstendur að mestu af frjálslyndum demókrötum. Bannon kallaði þau Goldman-Sachs demókrata. Og er sá eini sem enn er með Trump í Hvíta húsinu.

Bók Wolff fjallar að miklu leyti um valdabaráttu þessarra þriggja hópa og tilraunir þeirra til að hafa áhrif á forsetann.

Allir hóparnir virðast þó eiga það sameiginlegt að líta á Trump sem fáráð. Rúmlega sjötugt mannbarn sem hefur hvorki vitsmunalegan né tilfinningalegan þroska til að takast á við flestar hversdagslegar aðstæður með rökrænum hætti, og hvað þá hæfi til að stýra voldugasta ríki heims. Nánast allir sem starfa með honum, eða þurfa að umgangast hann, virðast hafa þessa skoðun. 

Í bókinni er rakið að Trump hafi helst ekki viljað lesa nokkuð og að hann væri oftast sammála síðasta ræðumanni. Forsetinn vill helst vera kominn upp í rúm um hálf sjö leytið á kvöldin með McDonalds hamborgara og Diet Coke til að horfa á sjónvarpsskjáina þrjá sem hann er með í svefnherbergi sínu. Á meðan að á þessu stendur hringir hann í allskyns fólk til að kvarta yfir samstarfsmönnum og lýsa gremju sinni með framgang mála. Þessi símtöl forsetans eru talin vera ein helsta uppspretta leka úr Hvíta húsinu. Hinar valdaklíkurnar láku auðvitað miklu líka, bæði í viðleitni sinni til að grafa undan andstæðingum sínum innan Hvíta hússins og til að reyna að hafa áhrif á forsetann, sem meðtekur fyrst og fremst upplýsingar úr sjónvarpi.  

Það sem kemur mest á óvart við lestur bókarinnar er hvað hún kemur manni lítið á óvart. Það sem er nýtt í henni eru fínni blæbrigði, yfirlýsingar og staðhæfingar persóna og leikenda sem veita sumum aðstæðunum meiri dýpt og skemmtanagildi. 

Bók Wolff er vel skrifuð, frásagnarmátinn skemmtilegur og  nokkuð sanngjarn. Hann hrósar Trump fyrir ýmislegt sem hann hefur afrekað en eyðir auðvitað þorra púðursins í að rekja firruna sem forsetinn er ábyrgur fyrir. Wolff leikur sér þó að eldinum á nokkrum stöðum þegar hann rekur heilu samtölin manna á milli í beinni ræðu, sem augljóst er að hann var ekki vitni að eða þátttakandi í. 

Þótt viðbrögð forsetans og nærumhverfi hans við bókinni hafi verið ofsafengin þá hafa athugasemdir þeirra fyrst og síðast beinst að ákveðnum fullyrðingum viðmælenda, en ekki verið efnislegar athugasemdir studdar rökum við þá mynd sem dregin er upp af forseta sem veit ekkert hvað hann er að gera, og virðist alls ófær um að leyna því.

Niðurstaða: Fjórar stjörnur af fimm.

Fire and Fury – Inside the Trump White House

Mich­ael Wolff

336. bls

Henry Holt and Company 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk